Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 5 KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir bandarísku gamanmyndina Nine Months með enska hjartaknúsaranum Hugh Grant í aðalhlutverki. Leikstjóri myndarinnar er Chris Colum- bus sem á m.a. að baki Home Alone-myndirnar og Mrs. Doubtfire. Vandasöm meðganga AU Samuel (Hugh Grant) og Rebecca (Jul- ianne Moore) eru par sem hefur allt til alls og á þeim fimm árum sem þau hafa verið saman hafa þau náð starfsframa, átt ótal ástríðu- fullar samveru- stundir á fallegu heimili sínu í San Francisco og notið frelsis til að gera nánast hvað sem þeim hefur dottið í hug. En dag nokkurn kemur nokkuð óvænt í ljós sem á eftir að umturna lífi þeirra. Rebecca er barnshafandi án þess að það hafi nokkuð staðið til, og Samuel verður ljóst að líf hans verður aldrei hið sama á ný. Hinar nýju aðstæður hans leiða til vináttu við góðgjörn en yfirþyrmandi hjón (Tom Arnold og Joan Cusack) sem gangast upp í for- eldrahlutverkinu af miklum ák- afa, og ekki bætir úr skák þegar Rebecca hittir lækninn vingjarn- lega, dr. Kosevich (Robin Will- iams), sem hlaupið hefur í skarð- ið fyrir hennar eigin lækni. Hann er taugaveiklaður Rússi nýfluttur til Bandaríkjanna, og hefur hann helst fengist við dýralækningar fram að þessu. Og þegar Rebecca stingur svo upp á því að Samuel skipti á gljáfægðum Porche- sportbílnum og fjölskyldubíl, verður honum endanlega ljóst að líf hans verður aldrei hið sama á nýjan leik. En það sem hann fær í staðinn fyrir það sem hann verður að sjá á eftir reynist hins vegar þegar til kemur vera örlítið kraftaverk. Leikstjóri Nine Months er Chris Columbus, sem þykir hafa ein- staka hæfileika til að flétta saman gamni og alvöru. Hann á að baki myndirnar Home Alone, Home Al- one 2: Lost in New York og Mrs. Doubtfire. Þessir hæfileikar hans hafa greinilega skilað árangri því Col- umbus er í fimmta sæti leikstjóra hvað aðsókn að myndum þeirra snertir. Hvað gríninu viðkemur er undirtónninn í myndum Col- umbusar honum ákaflega hjart- fólginn, en þær fjalla allar á ein- hvern hátt um fjölskyldulíf. „í Home Alone er sagan um strák sem verður viðskila við fjöl- skyldu sína og verður að leita hennar, og í Mrs. Doubtfire er söguhetjan slitin frá íjölskyldu sinni vegna hjónaskilnaðar, en gerir svo allt sem hægt er til að vera með á nýján leik, jafnvel að klæðast eins og kona. í Nine Months er svo maður sem eign- ast fjölskyldu en á í byijun í vandræðum með að takast á við það. Hann er sáttur við líf sitt eins og það er og vill engar breyt- ingar þar á.“ JULIANNE Moore leikur framakonuna Rebeccu sem verður óvænt barns- hafandi. Aftur á uppleið •• OLLUM er sjálfsagt kunn- ugt um hrakfarir Hughs Grants í kjölfar stefnumóts hans og vændiskonunnar Di- vine Brown á Hollywood Bo- ulevard síðastliðið sumar, en það hefur verið kallaður skandall ársins þegar þau voru handtekin við ástarleik í bíl leikarans. Grant hefur látið frekar lítið fara fyrir sér síð- an, en þótt grín hafi verið gert að honum í fyrstu vegna at- burðarins, þá virðist geysileg fjölmiðlaumfjöllun frekar hafa verið honum í hag þegar upp er staðið og hann aftur á upp- leið. Hugh Grant er fæddur í London árið 1962 og hlaut hann menntun sína í Oxford, en hann vakti fyrst athygli þegar hann var í enskunámi þar og lék í kvikmyndinni Priv- iliged árið 1982. Að náminu loknu starfaði Grant með Nott- hingham Playhouse um skeið en stofnaði síðan eigin leik- flokk sem kallaðist Jockeys of Norfolk. Kvikmyndaferillinn hófst svo fyrir alvöru 1987 en þá lék hann í þremur myndum. Það voru White Mischief, Re- mando el Viento og loks Maurice, sem þeir Merchant og Ivory gerðu eftir skáldsögu E.M. Forsters, en fyrir hlut- verk sitt í þeirri mynd hlaut Grant verðlaun sem besti leik- ari á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum. Frammistaða hans í myndinni varð til þess að kvik- myndahlutverkin fóru að ber- ast honum nánast á færibandi, og næstu myndir sem hann lék í voru m.a. The Dawning, þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins, The Lair of the White Worm, sem Ken Russel gerði, The Big Man, þar sem hann lék á móti Joanne Whalley-Kilmer, og loks Impromptu, þar sem hann lék m.a. á móti Emmu Thoinpson. Árið 1991 valdi svo Roman Polanski Hugh Grant til að fara með hlutverk í myndinni Bitter Moon, en í henni lék hann bældan eiginmann Krist- in Scott Thomas. Hann starfaði svo á nýjan leik með James Ivory árið 1993, en þá lék hann ÞEGAR upp er staðið reynist það sem Samuel óttaðist vera sannkallað kraftaverk. ÞEIR Marty og Samuel fylgjast spenntir með gangi mála hjá konum sínum. Sjálfur er Columbus ijöl- skyldumaður af lífi og sál, en með Patriciu konu sinni á hann þijú ung börn. „Ég sé Nine Months fyrir mér sem kvikmynd sem sýnir gleðina sem felst i því að eignast börn, að vera viðstadd- ur í fæðingarherberginu og fá að upplifa fjölskyldulíf. En í myndinni eru þetta allt atriði sem eru í bakgrunni rómantískrar gamanmyndar, því myndin er í raun og veru ástarsaga Rebeccu og Samuels,“ segir Chris Colum- bus. Julianne Moore fer með hlut- verk Rebeccu í myndinni, en hún hefur áður getið sér gott orð fyr- ir hlutverk sín í myndunum The Hand That Rocks the Cradle, Benny & Joon, The Fugitive, Vanya on 42nd Street og Short Cuts. Eftir að leika í Nine Months lék hún svo í Assassins með þeim Antonio Banderas og Sylvester Stallone. Columbus segir að það hafi verið reynsla hennar af því blaðamann í Dreggjum dags- ins, The Remains of the Day, sem þau Anthony Hopkins og Emma Thompson hafa gert ódauðlega. Sama ár lék hann í myndinni Sirens, sem ástr- alski leikarinn John Duigan gerði, en I henni leikur hann prest sem verður að horfast í augu við bældar tilfinningar sínar. Á síðasta ári leit svo Four Weddings and a Funeral dagsins ljós, en sú mynd að leika í alvarlegum myndum sem réð því að hann sóttist eftir henni í hlutverkið. „Ég hef aldrei áður leikið í rómantískri gaman- mynd. Allt sem ég hef áður feng- ist við hefur verið svo alvarlegt og spennt þannig að ég tók því inni, ásamt unglingslegu yfir- bragði og lokkaflóði sem brætt hefur hjörtu kvenþjóðarinnar. Nine Months er fyrsta Holly- woodmyndin sem Grant leikur í. Aðrar myndir sem hann hef- ur leikið í á þessu ári eru The Englishman Who Went Up a Hill but Came Down a Mounta- in, An Awfully Big Adventure, Nine Months og Sense and Sensibility, sem frumsýnd var fyrir fáum dögum. fegins hendi að leika í mynd sem væri skemmtileg í alla staði,“ segir Moore. Auk þeirra Hugh Grants og Julianne Moore fara Tom Arnold og Joan Cusack með stór hlutverk í myndinni. Þau leika hjónin vin- gjarnlegu, Marty og Gall Dwyer, sem skyndilega verða þungamiðj- an í lífi Samuels. Þau eiga þijár litlar stelpur og eiga von á fjórða barni sínu og erú sannast að segja i sjöunda himni yfir því. Tom Arnold er kannski þekkt- astur fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður Roseanne, sem kunn er úr samnefndum sjónvarpsþátt- um, en hann var þekktur sjón- varpsleikari áður en hann sló í gegn í True Lies þar sem hann lék með Arnold Scwarzenegger. Joan Cusack er ekki ókunnug því að leika í gamanmynd, en hún hefur meðal annars leikið í Add- ams family Values og Working Girl, en fyrir hlutverk sitt í henni var hún tilnefnd til óskarsverð- launa sem besta leikkona í auka- hlutverki. Enn einn þekktur leikari kemur við sögu í myndinni, en það er Jeff Goldblum. Hann leikur lista- manninn Sean, besta vin Samu- els, sem er óþreytandi að gefa honum ýmis hollráð. Goldblum hefur leikið í fjölda kvikmyhda en er vafalaust þekktastur fyrir hlutverk sitt í Jurassic Park. Síð- ast en ekki síst ber svo að nefna Robin Williams, sem leikur rúss- neska lækninn taugaveiklaða, og er í hálfgerðu gestahlutverki í myndinni, en þetta er í fyrsta sinn sem leiðir hans og leikstjóra myndarinnar liggja saman eftir að þeir gerðu Mrs. Doubtfire. tryggði Hugh Grant end- anlega sess sem einn þekktasti leikari sam- tímans. Ovæntar vinsæld- ir myndarinnar gerðu Grant að stjörnu í Holly- wood og var honuin gjarnan líkt við hjarta- knúsarann Gary Grant þegar hann var upp á sitt besta. Þá sló hann ræki- lega í gegn í Japan þar sem áhorfendur þyrpast á myndir hans, því hefur verið haldið fram að jap- anskar konur hafi fyrstar uppgötvað stjörnuna og ævisaga hans er fáanleg í tveimur bindum í bóka- verslunum í Tókíó. Það er einkum hið rómaða breska útlit leikarans og BBC-hreimurinn í rödd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.