Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 7 í SJÓNVARPSÞÆTTI með Ragnar Bjarnasyni seint á sjöunda áratugnum, og þarna blæs Arni í básúnuna. Á JAMSESSJÓN á Mímisbar með Gunnari Ormslev 1968 ásamt Arna Scheving á bassa, Viðari Alfreðssyni á trombón og Guðmundi Steingrímssyni á trommur. MEÐ HLJÓMSVEIT Gunnars Ormslev í Moskvu 1957 þar sem hljómsveitin vann til verðlauna og er þarna að leika í kvikmynd. LEIKIÐ undir hjá þeim fræga breska jasssaxafónleikara Ronnie Scott í Gamla bíói 1952. inn inn á vinnustofuna með bakkelsi, kexkök- ur og annað góðgæti og við héldum áfram þar sem frá var horfið.: „Þegar við komum svo suður frá Akureyri byrjum við Sigurbjörn með Svavari Gests í Breiðfírðingarbúð og með í því bandi voru Ormslev og Jón Sigurðsson á trompet. Búðin var mikill jazzstaður. Það var eftirmiðdagsjazz á sunnudögum, mikill jazz og heilmikið af fólki. Svo fórum við Sigurbjörn í frí til Kaup- mannahafnar 1955 í afslöppun og ekki fyrr komnir í afslöppun en það kemur skeyti frá KK. Það vantar menn á píanó og bassa. Um líkt leyti var KK-sextettinn í Þýskalandi að spila. Þá voru þeir farnir heim, Stjáni Magg og Jón Sigurðsson, og við ákváðum að vera með og þiggja boðið. Við spiluðum á amer- ískri herstöð. Þetta var mánaðartímabil og ákaflega skemmtilegt. Svo er komið heim með Gullfossi. Við Bjössi byijum aftur í Búðinni með Svavari Gests og úti á landi. Þá er kom- ið að árinu 1957. Það er stofnað band með Hauki Morthens og ég er þar með og einnig Sigurbjöm, Guðjón Ingi, Viðar Alfreðsson og Ormslev. Þetta verður hljómsveit Gunnars Ormslev — rosaband." Hið fræga Moskvuband? spyr ég minnugur þess að þessi kunna hljómsveit vann til verð- launa í Moskvu á Heimsmóti æskunnar árið 1957 á þeim árum þegar flett var ofan af myrkraverkum Stalíns. „Já, þetta var Moskvu- bandið. Við vorum beðnir um að koma með til Rússlands. Það var þarna flokkur lista- manna sem fór austur. Þetta var á dögum kalda stríðsins. Við vorum nú allir svo til ópólí- tískir. Við dvöldum í Moskvu í tíu daga og fómm síðan til Múrmansk og vorum mánuð í ferðinni. Það var þarna jazzuppákoma, eins konar keppni og Haukur söng auðvitað með bandinu. Við slógum í gegn og þó voru þarna margar góðar hljómsveitir. Hljómsveitin vann til verðlauna. Gunnar Ormslev fór upp á svið og tók við verðlaunum fyrir okkar hönd. Þeir vom geysilega góðir þarna í framlínunni, Gunnar á saxófóninn og Viðar á trompettinn. Hljómsveit Gunnars Ormslev hætti síðan eftir Svíþjóðarferð 58.“ Með eigin hljómsveit á Röðii og í Glaumbæ Þar er komið á ferli Áma Elfars að hann fer af stað með hljómsveit ásamt Hauki Morth- ens á Röðli haustið 1958. „Já, þá um haustið byijum við með hljómsveit á Röðli. Guiinar Guðjónsson, síðar flugstjóri, er þama á gítar, Sveinn Óli Jónssoh á trommur og Hjörleifur Bjömsson s_em síðar flutti til Svíþjóðar og sett- ist þar að. Á Röðli emm við fram á haust 1962 að við flytjum okkur niður í Glaumbæ og þá hættir Haukur með hljómsveitinni og Sigur- björn Ingþórsson kominn inn í bandið en söngv- ari með okkur var Berti Möller. Glaumbær var þá fínn veitingastaður með mat og drykk.“ Með erlendum jazzleikurum Það er um eða eftir miðja öldina að til ís- lands koma erlendir jazzleikarar í framhaldi af þeirri jazzvakningu sem þá var hafin. Fyrstu bandarísku jazzleikararnir komu fram í Áust- urbæjarbíói 1951. Ég spurði Árna Elfar nánar um þær heimsóknir sem em sjálfsagt enn í fersku minni þeirra jazzgeggjara sem þá voru ungir að árum: „Þeir komu þarna saman Lee Konitz og Tyree Glenn, svartur risi og hann litli tappinn, Konitz. Það voru tvennir hljómleikar í Austur- bæjarbíói. Það var safnað saman mönnum. GuðmundurR.á trommur, Björn R. á básúnu, ég var síðan á píanó og Jón Sigurðsson á bassa. Það var Svavar Gests sem stóð að þess- um tónleikum og sá um komu þeirra hingað. Hann var aðalmaðurinn í þessum málum, gaf út jazzblaðið og var drifkrafturinn í öllum framkvæmdum. Það var húsfyllir og góðar undirtektir. Þeir komu hingað frá Svíþjóð úr Evrópuferð. Það var einnig Svavar Gests sem stóð fyrir komu saxófónsleikarans Ronnie Scotts hingað til lands skömmu síðar. Það voru haldnir tón- leikar í Gamla Bíói og við fórum einnig til Akureyrar. Með Ronnie spiluðu, auk mín, Jón Sigurðsson á bassa, Gunnar Reynir Sveinsson á víbrafón, Guðmundur Steingrímsson á trommur og Eyþór Þorláksson á gítar. Það varð þarna heilmikil jazzvakning og hafði ver- ið áður þegar við vorum að spila í Búðinni. Og þar minnir mig að Gunnar Ormslev hafi spilað með Ronnie Scott og þeir háðu þar víst eftirminnilegt einvígi en hvor þeirra stóð uppi sem sigurvegari þori ég ekki að fullyrða um. - Ég hlustaði mikið á þessa gömlu meistara. Þetta voru persónulegir stílar, persónuleg út- færsla á öllum hlutum. Þetta voru afgerandi einstaklingar. Nú í dag er ekki hægt að þekkja nokkurn einasta píanista. Um leið og maður heyrði í Teddy Wilson eða Art Tatum þá var manni ljóst að þeir höfðu augljós persónuleg einkenni. Nú er þetta allt runnið saman.í eitt flæði og tíminn sem við lifum er eitt flæði af öllum hlutum í músík og kannski líka bók- menntum. Það má segja að ég hafi nú eiginlega stund- að bóhemlíf á þessum árum frá ’48 til ’57-’58. Það kom margt fólk til mín þama á Baldurs- götu 9. Það kom t.d. bresk jazzhljómsveit hing- að til íslands um árið. Það var frægur píanó- leikari í þeirri hljómsveit, Iri eða Walesbúi, og var mikið fyrir glasið, áfengi, eins og ýmsir á þeim árum. Það var auðvitað hellt í glas, það var ekki hjá því komist á þessum sokkabands- árum og stundum heilmikill gleðskapur. Ég hafði verið í Vestmannaeyjum eins og ég gat um hér að framan og lært að brugga og það var þarna kútur undir píanóinu heima hjá mér með gambra. Það er gleðskapur heima á Bald- ursgötunni og brottfarardagur píanóleikarans daginn eftir og ég gef honum gambra á flösku og rek tappann í flöskuna og hann tekur hana með sér þegar við kveðjumst. Svo heyri ég ekkert meira um þann mann fyrr en mörgum árum síðar. Þá var það þann- ig að þeir flugu heim og þegar þeir eru komnir i loftið, brestur tappaskrattinn og gambrinn flæðir yfir allt í flugvélinni, hann þoldi ekki þrýstinginn. Sextán árum síðar sagði hann mér söguna er ég hitti hann í New York. Jill Jones heitir þessi píanóleikari. Hann samdi lag um atburðinn og spilaði löngu síðar inn á plötu. Hann léði þessu form í lagi sem hann kallaði „Áma booze“.“ Með Ragnari Bjarnasyni Og nú verður farið fljótt yfir sögu varðandi þátttöku Árna Elfars í danshljómsveitum. Hann spilaði með Karl Lillendahl í Klúbbnum 1964 og á Lofleiðahótelinu 1965 þegar hótelið var formlega opnað. „Síðan kemur þama smá eyða. Ég er svo með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar frá því snemma á árinu 1968 og til 1972. Það voru þarna margir ágætir menn. Minn góði vinur, Hrafn Pálsson, Grettir Bjöms- son, Guðmundur Steingrímsson og á tímabili einnig Jón Páll, Guðjón Ingi og Helgi Kristjáns- son. Þetta var skemmtilegt tímabil. Við fórum nokkar ferðir til New York og spiluðum þar á Íslendingahátíðum við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þá spiluðum við mikið á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins. Árið 1972 hætti ég svo að spila dansmússík." Sinfónían, Stórhljómsveitin, Lúðrasveitin og myndlistin „Ég reyni þá að hasla mér völl í myndlist. Ég fór í verkefni fyrir bókaforlagið Iðunni og teiknaði myndir í ýmiss konar bækur. Ég var stöðugt að þjálfa mig, var stöðugt með penn- ann á lofti, með eins konar teiknikláða. Ég spilaði nú svolítið á píanó í veislum, aðallega dinnermússík og geri reyndar enn. Aðalstarfíð eftir sem áður hefur verið með Sinfóníunni og ég hef verið þar þangað til fyrir nokkrum árum að ég varð að hætta.“ Árni Elfar átti við veikindi að stríða fyrir allnokkrum árum og hefur orðið að minnka við sig vinnu. Um þá reynslu sína hefur hann þetta að segja: „Þetta var orðið stressandi og álagið mikið. Ég byrjaði í sinfóníunni 1957 og var þar sem sagt í rúm þrátíu ár að ég varð að hætta vegna kransæðasjúkdóms. Ég var tvískorinn og var byijaður að vinna eftir fyrri skurðinn og missti svo móðinn þegar búið var að skera mig tvisvar. Það var mikið álag að ganga í gegnum þessi veikindi þannig að ég varð einfaldlega að hætta. Þau árin síðan ég hætti í Sinfóníunni sem lausamaður hef ég sem teiknari og myndlistar- maður séð fyrir mér og fjölskyldunni með því að myndskreyta fyrir einstaklinga og stofnan- ir og að auki með því að leika á píanó við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Svo fæ ég útrás á básúnuna í Stórsveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykjavíkur sem ég hef verið með síðan 1956. Þannig hef ég haldið áfram að starfa við það sem ég kemst yfír hveiju sinni. Varðandi myndlistina þá hefur þetta hlaðið utan á sig. Ég fór að teikna fyrir Morgunblað- ið og það var farið að panta hjá mér myndir. Maður teiknar allt mögulegt og málar andlits- myndir. Svo hef ég teiknað fyrir stofnanir og tímarit, t.d. VR-blaðið. Undanfarið hef ég ver- ið að spila með Stórhljómsveit Reykjavíkur, hef þó hvílt mig á því um tíma og er svolítið byijaður aftur. I hljómsveitinni eru stórkost- legir ungir menn og við erum þarna tveir öld- ungar, ég og Bjöm R. Við erum þama eins og forngripir innan um strákana. Mig langar til að taka þátt í þessu dálítið lengur. Maður heyrir af blásurum sem eru að spila á hljóð- færi, sjötugir eða um áttrætt þannig að maður má ekki láta deigann síga.“ Hvað viltu svo segja að lokum þegar þú lít- ur yfir farinn veg og minnist þessa tímabils? „Þetta var mikið ferðalag og ævintýralegt og mikil breyting hefur orðið á tónlistinni á löngum ferli. Þeir eru margir góðir þessir ungu strákar í dag t.d. Eyþór Gunnarsson, Kjartan Valdimarsson og Agnar Már sem er með okkur í Stórhljómsveit Reykjavíkur.” Ferðalagið er þó engan veginn á enda. Árni Elfar er skapandi listamaður sem á mörgu verki ólokið...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.