Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR Nýbúi í jóla- sveinabúningi Norður við heimskautið nærsýn sðlin nývöknuð strýkur svefninn af bránum og miðsvetrarhátíðin heiðna, jólin, er haldin með skammtímalánum. Einhverjir græða og óska að væru oftar jól og stærri fengur aðrir tapa, sjá tilganginn hrapa og trúna með einsog gengur. María mey, var það hún sem í íjárhúsi frumburð sinn ól á jólum? Fáir minnast þess lengur aðrir en þeir sem, af hæversku hafa fyrir að spyija: „Hvort var barnið þitt, María, stúlka eða drenpr?" Svona sá hann Kristján J. Gunn- arsson bardús okk- ar á þessum árs- tíma undir nafninu Jólablót í ljóðabókinni Grá- glettnar stundir. Nokkuð kunn- ugleg mynd? Hvað um það, jólamánuður- inn á Iíka sína hátíðlegu hlið í skammdeginu, með öllum að- ventukvöldunum, jólafundum félaga, jólasöngvum, korta- skrifum til flarlægra vina o.s.frv. Og svo allt hitt, sem sankast hefur að okkur úr öllum áttum og hlaðist á jólahaldið á undanförnum árum. Jólatrén, sem danskættaðir fóru að flytja inn, og jólagjafirnar eru varla nema 100 ára gamall siður á íslandi. Og jólagjafaflóðið, eins og það þekkist núna, kom víst ekki fyrr en með blessuðu seinna stríðinu og auraráðun- um. Aukaafurðirnar geta nú tekið á sig svolítið skondna mynd. Óneitanlega er bráðfyndið fjöl- þjóðlega jólasveinastríðið, sem við erum orðnir þátttakendur í. Deilan stendur um rauð- skikkju jólasveininn með hvíta skeggið. Okkur nægðu ekki al- íslenskir jólasveinar einn og átta eða þrettán, sem ofan koma úr fjöllunum. Við höfum bætt við nýbúanum rauð- klædda. Og ekki dugar jengur að hann sé innflytjandi. íslend- ingur skal hann vera. Nú gerum við kröfu til þess að hann sé hér upprunninn, víst fæddur í Hveragerði. En fleiri vilja eiga jólasveininn. Norðmenn sagðir sármóðgaðir, sem eru þá bara kaup kaups, því þeir hafa verið að stela af okkur Leifi heppna. Og Finnar, sem höfðu forskot, heimta að hans raunverulegu heimkynni séu í Norður-Finn- landi. Loks kom rúsínan í pylsu- endanum í frétt í vikunni. Grænlendingar skutu öllu norð- urhvelsliðinu ref fyrir rass, er þeir útnefndu Nelson Mandela „Jólasvein ársins", í krafti þess að þeir ættu hinn eina sanna jólasvein. Hann væri auðvitað upprunnin í ísnum á Græn- eftir Elínu Pálmadóttur landi. Og heims- pressan tók við sér. Svartur Mandela með h\rítt skegg í rauðri skikkju er auðvitað alveg ómótstæðilegur í auglýsinga- bransanum. Þetta heitir víst að deila um keisarans skegg, því jólasveinn- inn í rauðu skikkjunni er ekki einu sinni ættaður að norðan. Hann er fæddur og uppalinn suður í Patora í Tyrklandi í lok þriðju aldar e.Kr. Nikulás þessi ólst þar upp í hlýjunni og þar varð hann að manninum með gjafírnar á jólunum. Hann missti ungur foreldra sína, erfði mikil auðævi og fór að gefa. Á unglingsárum hans var í bæn- um bláfátækur faðir með þijár dætur. Þau höfðu Iítil klæði og skæði og það sem verra var, dæturnar höfðu enga von um að eignast eiginmenn án heim- anmundar. Nikulás vissi að ekki gæti hann gefið þeim ölmusu og ákvað því að hjálpa þeim í laumi. Eitt dimmt kvöld læddist hann að húsinu þeirra og varp- aði sjóði með gullpeningum inn um gluggann í kjöltu mánnsins. Til þessa valdi hann fæðingar- dag frelsarans, því þá höfðu vitringar komið færandi gjafir. Heimanmundur handa öllum þremur kom eins af af himnum sendur. Þótt Nikulás læddist út í kufli með hettu, grunaði ráðskonuna hans hvað hann var að bralla. Eru "til margar álíka sögur af hinum gjafmilda Nikulási, líka eftir að hann varð biskup í nágrannaborginni Myru og hlaut nafnbótina heilagur Niku- lás. Þessi gjafmildi biskup varð fyrirmynd í kristnum löndum. Hann var dýrðlingur á Ítalíu, í Rússlandi og á meginlandi Evr- ópu og fluttist með hollenskum innflytjendum til Ameríku. Þótt hún sé nú orðin nokkuð breytt, þá er rauða skikkjan og jóla- sveinahúfan þróuð af biskups- skrúða heilags Nikulásar. Nýbúinn okkar er sem sagt upprunninn í heitu loftslagi sunnan á Litlu-Asíu, og einhver ruglingur í ættfræðinni að leita uppruna hans á Norðurpólnum. Því geta norðlægar þjóðir rifist um heimkynni hans og hafa allar álíka rétt fyrir sér. Kannski Hveragerði geti í nú- tíma auglýsingastríði einmitt fengið stig út á að Nikulás ve- salingurinn hafi leitað í hlýju bemskuáranna - við heitu hverina þeirra. Og skotið Græn- lendingum ref fyrir rass á næstu jólum. SAGNFRÆDI/ Var keisarajjölskyldan hlynnt stríbinuf Dagbækur keisarabróður JAPANSKA þjóðin á ættir að rekja til guð- legra vera og japanski keisarinn er afkomandi hins æðsta meðal þess- ara guðavera í beinan legg, nefnilega sólgyðj- unnar. Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli að Japanskeisari er æðstur meðal manna og hans er mátturinn og dýrðin. Hér þarf þó að slá þann varnagla að guðlegur uppruni jap- önsku þjóðarinnar vísar ekki nákvæmlega til þess skilnings er við vestrænir höfum á guðdómi. Þegar ræddur er ætt- bogi jap- anska keisar- ans segja ........ Japanir eft,r Jon Hioltoson að hann sé kominn út af hinum æðsta kami sem vestrænir þýð- endur láta heita guð. Þýðingin er að því leyti rétt að Kami hef- ur yfírnáttúrulega tilvist en er ekki alvitur, almáttugur eða und- ir og yfir og allt í kringum eins og heilagur andi í sakramenti Lútherstrúarmann a. Þannig er það sennilega vill- andi að fullyrða í eyru okkar Evrópumanna að Japanir hafi trúað því að þeim væri stjórnað af guði. Engu að síður voru þeir auðsæir, guðlegu drættimir í persónu keisarans. Reistur var múr á milli hans og þegnanna, almúginn mátti ekki líta hann augum, hvað þá tala við hann eða nefna nafn hans. Keisarinn var sameiningartákn þjóðarinnar er efldi umfram allt annað skil- yrðislausa hlýðni þegnanna við ríkið. í orði hélt hann líka um alla stjórnarþræðina en í verki var hann allt annað en einvald- ur. Það vom stjórnmálamennim- ir og herinn er fóm með hið raun- verulega vald. Þetta viðurkenna allir fræði- ménn og það er ekki deilt um það að þrátt fyrir afdráttarlaus ákvæði í stjórnarskrá Japans frá 1889, um alræðsivald keisarans, þá stóð það í valdi ráðherra og herforingja að steypa Japan út í seinna stríðið. Um hitt er deilt hversu hlynntur Hirohito keisari var stríðsrekstrinum. Fyrir nokkru gerðist það að þerna sem var að taka til í húsa- kynnum Takamatsu heitins, prins og yngri bróður Hirohito, fann 20 binda dagbók prinsins skrifaða með hans eigin hendi á árunum 1922 til 1947. Með ein- hveijum hætti komust dagbæk- urnar í hendurnar á útgefendum og þrátt fyrir tilmæli málsvara keisarafjölskyldunnar, um að ekki væri föndrað við birtingu á þeim, hefur það farið svo að út- gáfa á þeim er nú hafin. Sýnir þetta ljóslifandi að tímarnir em breyttir hvað varðar Japanskeis- ara en meginástæðan fyrir andúð hans á útgáf- unni em ýmsar hugleið- ingar er Takamatsu skrifar um keisarafjöl- skylduna. Til dæmis kall- ar hann líf sitt sem prins „hið fáránlegasta starf“. En dagbækur Taka- matsu em ekki aðeins heimild um viðhorf hans gagnvart keisaralegum uppruna sínum, þær varpa einnig skýru ljósi á afstöðu að minnsta kosti eins úr keisarafjöl- skyldunni til seinni heimsstyij aldarinnar. Árið 1934 þjónaði Takamatsu á herskipinu Fuso og skrifaði þá með- al annars: „Ég get ekki fengið sjálfan mig til að trúa því að stríð sé eitt- hvað sem við eigum að halda til streitu . . . Ég held við ættum að reyna af öllum okkar mætti að koma í veg fyrir það.“ Fleiri hugleiðingar í þessum dúr em í dagbókunum og lýsa glöggt andúð prinsins á hern- aðarumsvifum landa sinan. Um atvikið við Marco Polo brúna árið 1937, en Japanir notuðu það sem afsökun til að hefja óhefta innrás í Kína, skrifaði prinsinn: „Kínverjamir hleyptu af fyrsta skotinu (en) japönsku hermenn- irnir höfðu gefið þeim yfrið næga ástæðu til að skjóta.“ Nú bíða sagnfræðingar spenntir eftir að sjá hvað dagbækurnar segja um sjálfan keisarann og afstöðu hans til stríðsins. Verða dagbókarskrif Takamatsu prins til að binda enda á hinar langvinnu deilur sagnfræðinga um Hirohito og hlutdeild hans í því að sleppa lausri skepnunni er skaðaði mannkyn svo mjög á fjórða og fimmta áratug þessarar aldar? Þ|ÓDLÍFSI*ANKAR /Eigum vib ad bjóba hina kinnina? Innviðir og ytm byrði NÚ NÁLGAST jólahátíðin óðum, með sinn kristilega boðskap. Fyrir- gefningin er þar efst á blaði. Kristur kenndi fólki að bjóða hina kinnina ef það væri slegið. Þessum boðskap áttu afkomendur víkinga og fylgj- endur blóðhefnda erfítt með að kyngja. Senn em nú liðin þúsund ár síðan kristni var lögtekin á íslandi og enn eiga menn erfítt með að bjóða hina kinnina verði þeir fyrir höggi. Ýmsir harðlínutrúmenn ákveð- inna trúarbragða lifa samkvæmt annarri höfuðreglu: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Sú lífsregla hefur átt greiðari aðgang að mörgu fólki en boðskapurinn um að bjóða hina kinnina. Imótlæti reynir maður innviði fólks. Allar manneskjur em samansettar af mótsagnakennd- um eiginleikum í mismunandi hlut- föllum. Fyrr eða síðar í lífi fólks kemur að því að kringumstæðurn- ar neyða það út á ystu nöf. Þá - og aðeins þá - kem- ur í ljós hvort summa góðs eða ills má sín meira í innræti, þess. Alla jafna er eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur framkoma fólks slétt og felld í meginatriðum. Þegar að því sverf- ur hverfur hins vegar þetta snyrti- lega yfírborð og við blasir það sem inni fyrir er. Þykist menn eiga hendur sínar að veija velja þeir sér vopn og beita þeim í samræmi við það sem eðli þeirra býður. Þá skilur á milli feigs og ófeigs. Illa innrættir menn sýna ófyrirleitni á örlagastundu. Þeir sem eiga meira til af góðum eiginleikum en illum fá sig hins vegar ekki til að beita slíkum .brögðum, ekki einu sinni þótt að þeim sé vegið af ódrengskap. Þeir eru líklegastir til þess að lifa sam- kvæmt boðskap Krists - að bjóða hina kinnina. Hinir ófyrirleitnu halla sér hins vegar frekar að kenningunni auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Víst er sárt að verða saklaus fyrir höggi, það vita allir þeir sem reynt hafa. Þeir sem góðgjarnir eru athuga gjarnan fyrst hvort um ásetning hafi verið að ræða. Það er góð regla. Því miður eiga hinir ófyrirleitnu erfitt með að fylgja þeirri góðu reglu, eðli þeirra er slíkt að þeir hugsa um það eitt að slá til baka, án tillits til þess hvort ástæða er til eða ekki. í blindri heift reiða þeir oft hátt til höggs og hugsa sjaldnast til hins gamla málsháttar: Skamma stund verður hönd höggi fegin. Þegar fólk telur illilega að sér vegið rennur upp sú örlagastund sem sker úr um hið raunverulega innræti þess. Þá kemur í ljós hvort það hefur skynsemi og góðgirni til þess að athuga hvort um raun- verulega árás hafi verið að ræða eða hvort hinn grunaði hafi verið hafður fyrir rangri sök. í annan stað kemur þá í ljós hvort fólk hafi andlega burði til þess að bjóða hina kinnina hafi hinn grunaði viljandi gert á hlut þess. Til þess þurfa innviðirnir að vera góðir, traustir og ófúnir. Ýmsir falla á þessu prófi. Það kann að vera að einhveijir nái þegar_ þeir þreyta prófíð í annað sinn. Ég tel það þó vafasamt. Mín skoðun er sú að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.