Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ O Reptil- icusar FYRIR skemmstu kom út hjá hollenska fyrirtækinu Staalplaat breiðskífan 0 með Reptilicus. Reptilicus er skipuð þeim Guðmundi Markússyni og Jóhanni Ei- ríkssyni, en aukamaður við gerð 0 var Andrew Mc- kenzie sem jafnframt sá um upptökur. Guðmundur segir að brátt muni Soleilmoon í Bandaríkjunum einnig gefa diskinn út. Hann segir að heiti diskins feli í sér sitt- hvað. „Það nægir að segja að þessi diskur lokar ákveðnum hring fyrir okk- ur," segir Guðmundur og bætir við að helsta einkenni_ plötunnar sé að hún sé að- gengilegri en það sem Rep- tilicus hefur áður gefið út. IMeðan- jarðar- safn ÚTGÁFA er blómleg nú um stundir, ekki síst fær neðanjarðartónlist að hljóma, því nýútkominn er safndiskur með þessháttar tónum, Strump í fótinn. Utgefandi er Veraldarker- öld, sem hefur áður gefíð út safnsnældurnar Strump. Væntanlegur diskur er með nítján lögum tólf ólíkra sveita. „Þetta er það sem verið hefur í gangi bakvið tjöldin," segir útgef- andinn Magnús Axelsson, „Það er svo margt að ger- ast sem ekki kemst upp á yfirborðið." Magnús segist. hafa haft samband við flestar sveit- irnar að fyrra bragði, hann hafi valið úr þær sem hann þekkti til og vissi að væru góðar, „en eftir að þetta spurðist út bárust mér upp- tökur úr ýmsum áttum. Það fór nú mest á diskinn, en eitthvað varð eftir vegna þess að mér fannst það ekki eiga við. Á disknum verða um sjötíu mínútur af tónlist og ég hefði gjarnan viljað hafa það meira-. Mér finnst svo skemmti- legt að standa í þessu," segir Magnús aðspurður um hvað reki hann áfram, „að reyna að kortleggja það sem er í gangi, að taka skyndimynd af því sem helst er á seyði. Það er allt of lítið um að gefin_ sé út ný íslensk tónlist. Útgáfa sem þessi þarf ekki að kosta mikið, en hún er bráðnauðsynleg og það er reyndar furðulegt að stóru fyrirtækin skuli ekki sinna þessari tónlist meira." 4 *í Meðal andfætlinga ÓSKAR Guðnason þekkja margir, ekki síst fyrir lagið Gamall draumur, sem Bubbi Morthens söng inn á vinsælda- lista. Nú hefur Óskar sent frá sér sólóskífu sem hann hljóð- ritaði meðal andfætlinga. Oskar segist hafa flust til Ástralíu þegar eig- inkona hans fór í nám. Þá var hann búinn að taka My Daydream upp á ensku og langaði að setja enska texta við fleiri lög. „Ég samdi því nokkur lög og setti við þau enska texta með aðstoð Ing- ólfs Steinssonar," segir hann, en þriðji íslendingur- inn, Geir Gunnarsson, sem fluttist tíl Ástralíu skömmu á eftir Óskari, tók að sér að taka upp og aðstoða við hljóðfæraleik. „Mig vantaði þó söngv- ara," segir Óskar, „en þekkti til manns ytra, Louis Shel- don, sem er Baha'i eins og ég, og hefur spilað með til að mynda Seals and Crofts, Art Garfunkel, Lionel Richie og fleiri. Hann hefur búið í Ástralíu síð- ustu tólf ár og á þar hljóðver. Ég hringdi einfaldlega í hann og bað hann um að benda mér á söngvara, og hann sagði mér að hafa engar áhyggj- ur, hann hefði mann fyrir mig og skipti engu í hvaða tóntegund þetta væri, hánn gæti sungið fjórar átt- undir. Það stóð heima, þeg- ar við komum í hljóðverið var söngvarinn, sem kallað- ur er The Phamtom á um- slaginu, ekki einu sinni bú- inn að hlusta á lögin eða lesa textana, mætti á stað- inn og söng inn níu lög á átta tímum." Óskar seg- ist hafa feng- ið vissan inn- blástur við lag- og texta- gerðina frá kenningum trúarinnar og því er tilvitn- un í Ba- ha'u'llah á umslaginu, „og það á kannski eftir að draga úr umfjöllun, en mér fannst það snúast um það að vera heiðarlegur," segir hann. „Ég hefði aldrei verið maður til að gera þessa plötu ef ég hefði ekki gerst Baha'i." ¦ Morgunblaðið/Kristinn Óskar Guðnason. DÆGURTOIMLIST Hvað með hestinnf Ham snýr afiur VARLA hefur það farið fram hjá mö'rgum að hliómsveit- ina geðþekku Ham hefur þrotið Srendi, reyndar er all- langt síðan lífi hennar lauk með kveðjutónfeikum og tón- leikaplotu í kjölfarið, að ekki sé minnst á mínútu þðgn í troðfullri Laugardalshöll í jóní á síðasta ári. Þrátt fyrir. það er eitthvað líf i líkinu, því fyrir skemmstu kom ut diskurmn Dauður hestur sem á eru áður óútgefnar upptok- ur, sem legiö hafa í salti í þrjú ár. Aplötunni nýju eru iög í enskum búningi sem hijómsveitin tók upp með svissneska upptðkustjóran- um Roli Mosimann, þar á meðal tvð !ög sem ekki hafa heyrst opinber- lega, aukin- heldur tvö tii efttr Ártra Motfhteson sem era viðbótar sem hljómsveitin lék sjaldan á tónieikum. Að sögn þeirra Hamtíða Sigurjóns Kjartanssonar og Óttarrs Proppés er Dauður íiestur samfelldasta plata Ham og sú besta hvað varðár hljóm. Sigurjón og Óttarr segja að útgáfurnar á plðtunni hafi legið óútgefnar og þetta hafí verið „dót sem þurfti að hreinsa upp". „Við tókum þetta upp fyrir Sódómu Reykjavík," segir Sigurjón, „tókum fleiri lög en við áttum að taka upp, það voru bara þrjú iðg á Sodómu-plöjþinni á íb- lensku, é|*3gð tókum líka 5ög á ensku sem átti að nota til að kynna hljórn- sveitina úti." „Heims- frægðin kallaði," segir Ótt- arr, „og nú er loksins kom- ið að henni." Upptökustjóri á plötunni Morgunblaðið/Ána Sseberg Hefmsfrægð Ótarr Proppé og Sigurjón Kjartansson. er svisslendingurinn Roli Mosimann. sem hefur unn- ið með mörgum þekktum tónlistarmönnum ytra. „Það má segja að Björk hafi ýtt okkur af stað, en við höfðum fylgst með hon- wn úr fjarlægð nokkuð lengi. Við vissum reyndar að hann hafði verið í ein- hverju sambandi við Ás- mund Jónsson," segir Sig- urj'ón, „og blaðamann úr Hafnarfirði", skýtur Óttarr inní, en Sigurjón heídur áfram; „... og urðum okkur út um símanúmerið hans. Við sendum honnm Buffalo Virgin, en eftir að hafa heyrt hana hafði hann ekki áhuga á að vinna með okk- ur. Þegar hann aftur á mðti heyrði upptökur sem við gerðum fyrir hann í Tónabæ snerist honum hugur. Hann kom svo hing- að til lands þegar komið var að því að taka' upp Sódómu og svo aftur ári síðar og tók upp tvö lög til viðbótar." Ottarr og Sigurjón segj- ast ekkí hafa míklar á-hygfijur af því þó engin sé hljómsveit'm að fylgja plötunni eftir, það haft gengið ágætlega að selja plötur úti í heimi án þess að hljómsveitin sé starfandi og sumir meðlimir jafnvel dauðir. Þeir segja þó að þetta sé lokaskammtuc af hljóðversupptökum Ham. Dauður hestur sé plata sem hefði átt að vera komm ót fyrir Iðngu, því hún sé f raun besta plata hljðm- sveitarinnar, með besta hljóminn og mesta heildin. Eitthvað nýtt MEÐAL þeirra sem láta í sér heyra fyrir þessi jól er hljóm- sveitin Zebra. Fyrsta breið- skifa Zebra er kom út í síð- ustu viku. Zebra er dúett, skipaður Guð- mundi Jónssyni og Jens Hanssyni forðum félögum úr Sálinni, en tónlistin er all frábrugðin því sem menn eiga að venjast af þeim bæ. Guðmundur segir að þeir Jens hafi verið byrjaðir að velta þessu sam- starfi fyrir sér þeg- ar Sálin fór í frí 1993. „Mig langaði til að gera eitthvað nýtt," segir hann, „ég var eiginlega búinn að fá nóg af þessu hljómsveita- brasi. Ég hafði svo samband við Jenna um haustið og við ákváðum að gera eitthvað í þessum dúr og vildum fá ein- hverja fleiri með okkur. Það komst þó aldrei af stað en við höfum samt verið að grípa í þetta öðru hvoru og fundum þá að okkur leið bara best að vera tveir í þessu svo ég tók að mér að syngja." Tónlistin er að mestu unnin í tölv- um og Guðmundur segist helst hafa viljað byrja á slíku fyrir löngu. „Það er svo spennandi að takast á við þetta, þvi tölvan gefur óendanlega mögu- leika án þess að hljóma lífvana. Þetta er eins spennadi og þegar ég var að byrja í bílskúrnum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.