Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÍÓ JÓLAMYNDIR kvik- myndahúsanna lofa góðu í ár en þær hafa verið æði misjafnar und- anfarin jól enda af sem áður var þegar jóla- myndir voru yfírleitt helstu myndir ársins. Nú koma athygiisverðustu myndir ársins í bíóin um leið og færi gefst. Agnes og Gullauga, 17. Bondmyndin, verða sjálfsagt þær myndir sem mesta athygli vekja. Einnig talsetta Disney- teiknimyndin Pocahont- as, sem naut mikilla vin- sælda vestra sl. sumar. Annað sem mjög er að ryðja sér til rúms í kvikmyndasýningum hér á landi kallast ára- mótamyndir en Sambíó- in hafa innleitt þá ný- breytni að bjóða uppá glænýja bíómynd um áramótin með góðum árangri. í þetta sinn frumsýna þau fram- haldsmyndina Ace Vent- ura 2: Náttúran kallar. Önnur áramótamynd verður að iíkindum framtíðartryllirinn Skrítnir dagar í Há- skólabíói. UM jólin; úr Indíánanum I skápnum. 8.000 höfðu séð Benjamín dúfu Alls höfðu um 8.000 manns séð íslensku mynd- ina Benjamín dúfu eftir síð- ustu helgi að sögn Karls 0. Schiöth í Stjörnubíói. Þá höfðu um 15.000 manns séð Tár úr steini, 15.000 Tölvunetið og rúm 6.000 „Desperado". Næstu myndir Stjörnu- bíós eru íslenska jólamyndin Agnes í leikstjóm Egils Eðvarðssonar, bandaríska jólamyndin Indíáninn í skápnum og ný mynd Trin- itybræðra. Eftir áramótin er von á myndum eins og „Sense and Sensibility“ með Hugh Grant og Emma Thompson, „Jumanji" með Robin Will- iams, sem væntanleg er í lok febrúar, og „Devil in a Blue Dress“ með Denzel Wash- ington. B-salur Stjörnubíós var aftur tekinn í notkun fyrir helgina eftir gagngerar endurbætur. Sett hefur ver- ið upp nýtt sýningartjald, ný lýsing og hátölurum hef- ur verið fjölgað. Leyndardómurinn um Kasper Hauser Einhver frægasta og besta mynd þýska leikstjórans Werner Herzog er Leyndar- dómurinn um Kasper Hauser frá 1974. Hún byggði á sannri sögu um mann sem fannst á rangli um Niirnberg árið 1820 og var mönnum mikil ráðgáta. Sagan um Kasper hefur enn verið kvikmynduð, í þetta sinn af þýska leikstjóranum Peter Sehr með Udo Samu- el í titilhlutverkinu. Sehr þykist þekkja mæta vel söguna um Kasper og tengir hana verstu tegund af þýsk- um stjórnmálaátökum. Kasper fæddist inn í konungsfjölskylduna í Banden árið 1812, var rænt í vöggu og í stað hans sett dauðvona bam. Áttu þessar ráða- gerðir að tryggja bróð- ur krónprinsins völdin. Kasper lenti í höndum verstu óvina Banden- fjölskyldunnar sem not- Pólitískt peð; úr Kasper Hauser. uðu hann í pólitísku skyni og létu dúsa í 15 ár í myrkum klefa án samneytis við aðra. Þeg- ar prinsinn var látinn laus lærði hann að ganga og tala með hjálp prófessors nokkurs en var aldrei fær um að stýra ríki sínu. Þykir Sehr hafa tekist mæta vel að gera sög- una um Kasper að mögnuðum pólitískum trylli. MÓðlingurinn Tommy Lee Jones mun leika aðal- hlutverkið í spennumynd- inni „US Marshals“, sem unnin er eftir hugmynd fenginni úr Flóttamannin- um með Harrison Ford. Framhald þeirrar myndar er einnig í undirbúningi. MNý bíóútgáfa bókar Gra- hams Greene um hljóðl- áta Ameríkanann, „The Quiet American“, er í undirbúningi. Framleið- andi er Sidney Pollack, sem leikstýrt hefur ann- arri endurgerð, „Sa- brinu“, en leikstjóri verð- ur Astralinn Phillip Noyce. Paramount fram- leiðir. MEinhver albesta hroll- vekja sem gerð hefur verið heitir Fyrirboðinn eða „The Omen“. Handritið gerði David Seltzer og nú hefur hann skrifað nýtt hrollvekjuhandrit sem heitir Atjándi engillinn eða „The Eighteenth Ang- el“. Leikstjóri myndarinn- ar verður William Bind- ley. KVIKMYNDIR / Sagnfrœöi eba skáldskapur? Orlagasaga Agnesar Ný íslensk kvikmynd, Agnes, verður frumsýnd í Laugarás- bíói og Stjörnubíói 22. desember nk. Leikstjóri er Egill Eð- varðsson en með aðalhlutverkin fara María Eilingsen, Baltas- ar Kormákur, Gottskálk Dagur Sigurðarson og Egill Ólafs- son. Framieiðandi er kvikmyndafyrirtæki Snorra Þóríssonar, Pegasus, í samvinnu við þýskt, danskt kvikmyndafyrirtæki. eftir Arnald Indriðoson Myndin fjaliar aðallega um Agnesi og Natan. Þetta er ástar- og örlaga- saga,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið aðspurður mmmmmmmmmm hvernig hann mundi lýsa mynd- inni í fáum orðum. Ag- nes byggir mjög laus- lega á sönn- um atburð- um sem áttu sér stað á Illugastöðum í Kirkjuhvammshreppi í Húnavatnssýslu árið 1828. Bóndinn þar, Natan Ketils- son, var myrtur ásamt öðrum manni, Pétri Jónssyni, en morðin frömdu Friðrik Sig- urðsson frá Katadal og Ag- nes Magnúsdóttir vinnukona. Þau voru dæmd til dauða og hálshöggvin og var það síð- asta opinbera aftakan á ís- landi. Axarblaðið sem notað var við aftökuna er geymt á Þjóðminjasafninu. „Ég vil taka það skýrt fram,“ sagði Snorri, „að þessi mynd er á engan hátt heimildamynd. Þetta er skáldverk og persónur og atburðir lúta í öllu lögmálum skáldskaparins." Hugmynd- ina að kvikmyndinni fékk Jón Ásgeir Hreinsson, sem ásamt Snorra skrifar hand- ritið. Hann var í sveit á 111- ugastöðum og kynntist þá vel hinum fornu sögum um Agnesi og Natan og Friðrik og fyrir fimm árum kynnti Jón Ásgeir hugmyndina fyrir Snorra. Snorri rak þá Saga film og leist vel á söguna, „ekki síst vegna þess að 100 árum seinna kom Agnes fram á miðilsfundi og bað um að bein sín yrðu flutt í vígða mold, sem var gert.“ Þeir fengu lán hjá Evr- ópska handritssjóðnum til að koma sér í gang og það þótti ágætis gæðastimpill þegar leitað var eftir frekari fjár- mögnun. Hún tók nokkur ár en sl. sumar hófust tökur. „Myndin kemur til með að kosta á milli 140 og 150 milljónir en mestur kostnað- urinn fer auðvitað í að end- urskapa gamla sveitasamfé- lagið, hýbýli og fatnað. Við urðum að búa allt til frá grunni." Snorri var beðinn um að lýsa Agnesi eins og hún kemur honum fyrir sjónir og hann sagði: „Agnes er sjálf- stæð kona sem er fædd inn í lágstétt og vill komast úr þeirri stétt og reynir sitt ýtr- asta til þess. Hún er glæsileg og skapstór kona sem geng- ur í augun á karlmönnum ENGIN sagnfræði; María og Helgi Skúlason. en líklega er best að segja ekki of mikið." Af öðrum leikurum má nefna Egil Ólafsson sem fer með hlutverk sýslumanns, Hönnu Maríu Karlsdóttur, sem leikur sýslumannsfrúna, Árna Pétur Guðjónsson, sem leikur prest og Hilmi Snæ Guðnason, sem leikur Guð- mund bróður Natans. Snorri er framleiðandi, tökumaður og handritshöfundur á móti Jóni Ásgeiri, Gunnar Þórðar- sson semur tónlistma og er Agnes fyrsta heila bíómynd- in sem hann gerir tónlist við, Steingrímur Karlsson klippti, Þór Vigfússon sá um leikmynd og Þorbjöm Erl- ingsson hljóð auk þess sem Helga Stefánsdóttir gerði búningana og Ragna Foss- berg sá um hár og förðun. ENN í fréttum; risaskipið Titanic. Cameron kvik- myndar Titanic EINN fremsti hasar- myndaleikstjóri Bandaríkjanna, James Ca- meron, hefur ákveðið hvert verður hans næsta verkefni eftir tryllinn Sannar lygar með Arnold Schwarzeneg- ger. Cameron ætlar að gera mynd sem heitir „Titanic“ og rekur sögu his hörmulega sjóslyss sem varð 1503 far- þegum að bana árið 1912. En ekki nóg með það held- ur ætlar hann líka að láta myndina Qalla um björgun flaksins af hafsbotni og sýna áhorfendum í fyrsta skipti inn í risaskipið þar sem það hvílir í sjónum. „Þú munt sjá inn í Titanic, húgsgögnin og panelinn, þetta er allt þama ennþá,“ sagði Cameron ný- lega í blaðaviðtali. Fregin um að Cameron ætli að kvikmynda inni í flakinu hefur vakið mótmæli þeirra sem telja að slíkt sé vanvirðing við_ afkomendur hinna látnu. „Ég er alveg á móti þessu. Skipið geymir líkamsleifar fjölda fólks og flokkast undir sögulegar minjar.“ Ef allt gengur að óskum verður myndin, sem reiknað er með að kosti um 100 milljónir dollara, tilbúin sumarið 1997. ÁSTARSAGA; María Ellingsen og Baltasar Kormákur í hlutverkum Agnesar og Natans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.