Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995/ SKOÐUN LANDSVIRKJUN OG LÍFRÍKIÞINGVALLA- VATNSOGSOGS Össur Skarphéðinsson hefur deilt á Lands- virkjun fyrir umgengnina um lífríki Þing- vallavatns og Sogsins. Halldór Jónatansson gerir hér grein fyrir því hvemig umgengni Landsvirlgunar hefur verið háttað og svarar ádeiluefnum þingmannsins á Landsvirlgun. takið í norðanáhlaupi 17. júní 1959 og mikið vatn flæddi um göngin í um 2 vikur. Við þetta óhapp lækkaði vatns- borð Þingvallavatns um 1,6 m uns tókst að lagfæra vamargarð- inn. Talið er að rennsli Sogsins hafi rúmlega tvöfaldast fyrst eftir stíflubrotið, en það náði síðan jafnvægi að nýju eftir að lækka fór í Þingvallavatni. Að loknum virkjunarfram- kvæmdum var vamar- garður ofan við göng og lokuvirki fjarlægð- Halldór Jónatansson ur, en neðsti hluti hans var þó eftir ar. Veiðin og seinni tíma rann- sóknir hafa sýnt að um er að ræða fjögur af- brigði af bleikju í vatn- inu. Murta er lang- stærsti stofn þessara afbrigða, en einnig lifa þar kuðungableikja, sílableikja og dverg- bleikja. Ekkert bendir til annars en að veiði á murtu í vatninu hafi verið óbreytt eftir að Steingrímsstöð hóf rekstur, enda er vand- séð hvemig breyttar aðstæður við útfallið hefðu getað haft áhrif á lífsskilyrði murtunn- í vatninu hefur sam- OSSURI Skarphéðinssyni, alþingismanni, er velferð Þingvallavatns og Sogs- ins mjög hugleikin og er það vel. Þannig birti hann fróðlega grein um vatnasvæði þetta í Morg- unblaðinu hinn 15. janúar sl. í hug- leiðingum sínum um þessi efni hef- ur hann nú beint spjótum sínum að Landsvirkjun og fullyrt bæði á Alþingi og í fjölmiðlum að fyrirtæk- ið hafi umgengist lífríki Þingvalla- vatns og Sogsins á vítaverðan hátt. Ekkert er fjær sanni og er raunar vandséð hvað þingmanninum geng- ur til með svo staðlausum fullyrð- ingum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því hvemig fyrirtækið hefur umgengist lífríki þessa vatnasviðs, fjallað um helstu ádeiluefni Össurar á Landsvirkjun og fullyrðingar hans hraktar. Virkjun Sogsins Snemma á öldinni beindist at- hygli hugsjónamanna hér á landi og erlendra samstarfsaðila þeirra að því að virkja rennsli Sogsins og þá einkum Efra-Sogið, en svo kall- ast sá hluti árinnar sem __ rennur milli Þingvallavatns og Úlfljóts- vatns. Á milli þessara vatna er um 22 m hæðarmunur og er ársrennsli Sogsins fremur stöðugt. Rennslis- breytingar milli ára geta verið vera- legar en meðalrennsli Sogsins sl. 23 ár er um 112 mVsek. Sjá mynd 1. Náttúralegar aðstæður vora því á sínum tíma ákjósanlegar fyrir virkjurr Sogsins og árið 1923 hófust rannsóknir á virkjun Sogsfossanna allt frá Kistufossi að Efra-Sogi. Árið 1928 var hafist handa við frek- ari rannsóknir við Efra-Sog og verkið boðið út árið 1930. Ekkert varð þó af framkvæmdum vegna þess að ríkisábyrgð fékkst þá ekki fyrir erlendu lánsfé. Eftir að lög um virkjun Sogsins vora samþykkt árið 1933 var ákveðið að bíða með virkjun Efra-Sogs, en byija á virkj- un Ljósafoss þar eð sú virkjun var minni og hæfði betur raforkuþörf Reykvíkinga. Tók Ljósafossstöð til starfa árið 1937 og hún var síðan stækkuð árið 1944. Á stríðsáranum og áranum þar á eftir tvöfaldaðist íbúafjöldi Reykjavíkur og raforku- þörfin jókst þvf'gífurlega. Rafvæð- ing í dreifbýli hófst um þessar mundir og því mikil þörf fyrir frek- ari virkjun Sogsins. Var þá ákveðið að virkja írafoss og Kistufoss á undan Efra-Sogi vegna meiri orku- getu þar. írafossstöð tók síðan til starfa árið 1953 og stuttu síðar, eða árið 1957, var hafín bygging virkjunar við Efra-Sog sem tekin var í notkun í árslok 1959 og gefið nafnið Steingrímsstöð. Með Steingrímsstöð breyttist rennslið milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns þannig að í stað þess að falla um árfarveg Efra-Sogs var vatni úr Þingvallavatni veitt um 360 m löng jarðgöng að stöðvarhúsi neðan við Dráttarhlíðina við Úlf- ljótsvatn. Veraleg röskun varð á botninum við útfall Þingvallavatns á byggingartímanum þar eð reisa þurfti vamarstíflur framan við ár- lokur í farvegi Sogsins og framan við gangainntakið þar sem þurfti að sprengja niður vatnsrás út í vatn- ið. Þegar nýbúið var að ljúka við göngin á milli vatnanna brast varn- argarðurinn framan við gangainn- á botni vatnsins. Onnur röskun við útfall vatnsins varð sú að efni úr jarðgöngum var komið fyrir á vatnsbakkanum til hliðar við gangainntakið. Loks ber að nefna að með því að virkja Efra-Sog hvarf vatnsrennsli að mestu úr farvegi þess og við það hvarf bitmýið nán- ast af þessu svæði. Röskun af völdum framkvæmda Þessar breyttu aðstæður hafa vafalaust haft veruleg áhrif á lífrík- ið við útfallið. Hin rómaða urriða- veiði við útfall Sogsins lagðist að mestu af með tilkomu virkjunarinn- ar. Ekki er vitað með vissu hvaða breyting á aðstæðum olli þessu, en talið er að röskun á botni og straumi ásamt hvarfi bitmýs hafi valdið þar mestu um. Á síðustu áratugum hefur veiði urriða í vatninu minnkað að áliti veiðibænda. Á árinu 1991 var tekið urriðaklak til eldis og seiðum sleppt í vatnið árið 1993 og kostaði Lands- virkjun það að hluta. Virðast seiðin hafa dafnað vel og hefur veiði á urriða aukist að nýju sl. tvö ár. Hins vegar er rétt að benda á að allar heimildir frá fyrri hluta aldar- innar og frá síðustu öld era sam- hljóða um það að stofnstærð urrið- ans í vatninu hafí aldrei verið mik- il, sé miðað við veiðitölur. Hins veg- ar er urriðinn í vatninu þekktur fyrir vænleika sinn og í annan stað, að Her er um að ræða upphaflegan urriðastofn allt frá þeim tíma að Þingvallavatn tók á sig núverandi mynd, svokallaður landnámsstofn. Því ber vitaskuld að stuðla að við- haldi stofnsins og koma í veg fyrir útrýmingu hans. Rétt er að benda á að ekki er enn ljóst hvort sá urr- iði sem veiðist í vatninu er allur samstofna eða e.t.v nokkur afbrigði sama stofns. Rannsóknir fara nú fram á þessu hjá Veiðimálastofnun og er niðurstöðu að vænta á næstu misseram. Eftir heimildum að dæma hefur helsti fiskistofn Þingvallavatns, a.m.k. á síðustu öld, verið bleikja kvæmt öllum heimildum verið sveiflukennd á liðnum öldum og er ekki vitað um ástæðu þessarar miklu sveiflu í veiðinni. Komið hef- ur fram tilgáta um að minnkandi urriðastofn vatnsins kunni að hafa valdið stækkun á murtustofninum, sem aftur hafí valdið minni meðal- stærð veiddrar murtu. Þessi tilgáta er þó umdeild meðal fræðimanna. Á sl. tveimur árum hefur murtu- veiði hins vegar aukist aftur og meðalstærð hennar hefur farið vax- andi. Sjá mynd 2. Rekstur Sogsstöðva og vatnsborð Þingvallavatns Með stofnun Landsvirkjunar árið 1965 tók hún yfír eignir og rekstur Sogsvirkjunar. Á þeim áram var oft orkuskortur og því þurfti eðli- lega nokkuð oft að miðla úr Þing- vallavatni til Sogsstöðvanna. Eftir að rekstur Búrfellsstöðvar hófst árið 1969 dró nokkuð úr miðlunar- þörf, en á áranum 1980-1981 áður en Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun þurfti aftur að nota vatnið til miðlunar í Sogsstöðvum, en þá eins og ávallt áður innan leyfilegra marka. Leyfíleg vatnsborðssveifla vatnsins var í virkjunarleyfi ráðu- neytisins árið 1955 miðuð við hæsta þekkta náttúrulega vatnsborð Þing- vallavatns og leyfí gefíð til að miðla 1 m niður frá því, sem talið var þá að væri u.þ.b. lægsta mælda vatns- staða. Frá árinu 1982 hefur mesta sveifla vatnsborðs Þingvallavatns verið um 50-60 sm og síðustu 7-8 árin hefur mesta vatnsborðsbreyt- ing verið um 30 sm en mesta nátt- úralega vatnsborðssveifla í vatninu var talin vera um 70-100 sm á ári áður en Steingrímsstöð hóf rekstur. Sjá mynd 3 um vatnsborðsbreyting- ar Þingvallavatns sl. 19 ár. Landsvirkjun hefur því á síðustu árum freistað þess að halda vatns- borði Þingvallavatns eins stöðugu og kostur er og á sl. 15 áram hefur vatnsborð verið langtum stöðugra en náttúrulegar sveiflur vatnsins voru áður en virkjað var við Efra- Landsvirkjun/Mats Wibe Lund STEINGRÍMSSTÖÐ og Dráttarhlíð. Þingvallavatn er lengst til vinstri. Sog gagnstætt því sem Össur Skarphéðinsson hefur haldið fram að undanförnu. Rétt er að benda á að fyrir 1980 vora Sogsstöðvamar reknar þannig að þeim var stjórnað frá viðkomandi virkjun eftir ákveð- inni fyrirsögn um æskilega fram- leiðslu frá stjórnstöð Landsvirkjun- ar í Reykjavík. Stjórnendur Sogs- stöðvanna hafa ávallt haft gott og náið samstarf við bændur við Þing- vallavatn um vatnsborðshæð og hefur verið reynt að koma til móts við óskir þeirra um vatnshæð, væri þess nokkur kostur vegna reksturs stöðvanna. Á síðustu áram er flest- um stöðvum Landsvirkjunar stjórn- að beint úr stjómstöð fyrirtækisins með tölvum sem reikna út hvar hagkvæmast sé að framleiða raf- orku á hveijum tíma. Daglegum og vikulegum álagstoppum raforku á höfuðborgarsvæðinu er ekki lengur mætt með aukinni framleiðslu í Sogsstöðvunum eins og áður þurfti að gera. Þrátt fyrir það að hag- kvæmara kunni að vera að mæta slíkum álagstoppum með aukinni framleiðslu í Soginu hefur það ekki verið gert sem neinu nemur á síð- ustu árum eins og hinar minnkandi vatnsborðssveiflur Þingvallavatns sýna augljóslega. Sjá mynd 3. Fullyrðingar Össurar Skarphéð- inssonar um það að vatnsborðs- sveiflur í Þingvallavatni eyðileggi lífríki eða fiskistofna þess eru ekki á rökum reistar enda er almennt litið svo á að hömlur þær sem stýr- ing Landsvirkjunar á vatnsborðs- sveiflum hefur í för með sér séu jákvæðar fyrir lífríki vatnsins og sú fískitegund Þingvallavatns sem ætti öragglega að njóta góðs af er urriðinn. Hann lifir á botndýrum strandsvæða sem eru viðkvæm fyr- ir vatnsborðssveiflum auk seiða og smádýra í vatninu sem nóg framboð er af. Þótt fræðilega sé hægt að setja fram tilgátur um það að urriðinn hafí haldið murtustofninum í skefj- um og temprað sveiflur í honum, eins og Össur gerir í viðtali við DV mánudaginn 20. nóvember sl., er ekkert sem bendir til þess að svo hafi gerst í raun. Slík tilgáta hlýtur að byggjast á því að um verulega stóran urriðastofn hafi verið að ræða. Þær upplýsingar sem fyrir liggja um veiði á urriða í vatninu fyrr á árum benda hins vegar til að svo hafi ekki verið. í þessu ljósi er eðlilegt að menn spyiji hvað hafí valdið reglubundnum sveiflum og hruni í murtustofninum áður fyrr á þessari og síðustu öld. Stað- reyndin er sú að þær miklu sveiflur sem hafa verið í veiði í vatninu á ofangreindu tímabili, og sæmilegar heimildir era til um, era væntanlega vegna einhverra náttúrulegra að- stæðna í vatninu sem enn eru óþekktar. Slíkar sveifiur og hrun er vel þekkt fyrirbæri meðal ýmissa uppsjávarfiska sem hafa svipað hegðunarmynstur og murta. Rannsóknir á lífríki Þingvallavatns í viðtali við DV 20. nóvember sl. segir Össur Skarphéðinsson m.a. um Landsvirkjun: ,Hún er líklega eina stofnunin sinnar tegundar í heiminum, sem ekki skipuleggur áætlun til að styrkja lífríkið, sem hún hefur raskað. Þrátt fyrir góð orð hefur Landsvirkjun nákvæm- lega ekkert gert af sæmilegu viti til að styrkja urriðann og ég tel eyðingu hans hörmulegt slys.“ Hér kastar fyrst tólfunum í mál- flutningi Össurar. Hvemig skyldi þessum málum í raun vera háttað? Enginn aðili að meðtöldu ríkinu í gegnum Þing- vallanefnd Alþingis hefur lagt eins mikið fé af mörkum og Landsvirkj- un til rannsókna á umhverfi Þing- valla og Þingvallavatns. Landsvirkj- un hefur stutt og beinlínis staðið að þessum rannsóknum og ekki síst útgáfu á Þingvallabók þeirri, þar sem allar rannsóknir fræðimanna á undanförnum 20 árum era dregnar saman. Á 116. löggjafarþingi Alþingis, veturinn 1992-1993, var flutt þingsályktunartillaga um endur- reisn urriðastofns í Efra-Sogi og Þingvallavatni. Flutningsmenn vora Össur Skarphéðinsson, Gunnlaugur Stefánsson o.fl. Fyrsta málsgrein í greinargerð flutningsmanna hljóðar svo: „Þingvallavatn og vatnakerfí þess era efalítið ein dýrmætasta perla í íslenskri náttúru. Á síðustu áram hafa miklar alþjóðlegar rann- sóknir verið gerðar á lífríki vatnsins undir stjórn Péturs M. Jónassonar, prófessors við Kaupmannahafnar- háskóla. Mikil þekking hefur safn- ast saman um lífið í vatninu og hafa niðurstöður verið birtar í fjölda tímarita og veglegri bók, sem hlotið hafa góðar undirtektir. Fá stöðu- vötn hafa verið eins ítarlega rann- sökuð í heiminum og Þingvalla- vatn.“ Við þessi orð Óssurar sjálfs er fáu að bæta öðru en því að Lands- virkjun hefur ekki aðeins styrkt ofangreindar rannsóknir á lífríki Þingvallavatns og útgáfu bókarinn- ar, heldur einnig rannsóknir á veiði, veiðitilraunir og annað í samráði við Veiðifélag Þingvallavatns á und- anförnum árum og mun gera það áfram. Jafnframt er unnið að ýms- um öðram umhverfisrannsóknum, eins og síðar verður vikið að. Bókfærður kostnaður Lands- virkjunar á árunum 1975-1995 vegna rannsókna á Þingvallavatni, bæði á lífríki vatnsins, veiðirann- sókna og tilraunaveiði er samtals 38,8 m.kr. á verðlagi 5 nóvember 1995. Þar af er kostnaður vegna rannsókna á lífríki vatnsins um 32 m.kr. en rannsókna á veiði og öðr- um umhverfisþáttum á sl. 5 áram um 6,8 m.kr. Kostnaður vegna vinnu starfsmanna Landsvirkjunar við rannsóknir, fæðis- og gisti- kostnaður er ekki meðtalinn í ofan- greindum upphæðum. Eins og sjá má af þessum tölum og af hinni veglegu bók um rann- sóknir á Þingvallavatni sem Össur getur um í greinargerð sinni með framangreindri þingsályktunartil- lögu, hefur verulegum fjárhæðum verið varið í að rannsaka lífríki vatnsins af hálfu Landsvirkjunar. Það er harla undarlegt ef Þingvalla- nefnd, sem Össur á sæti í, er ekki kunnugt um framlag Landsvirkjun- ar til rannsókna á lífríki Þingvalla- vatns eins og hann gefur í skyn í viðtali við DV nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.