Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 27 ATVINNU í YSINGAR Tölvusalan he Við leitum að duglegum starfskrafti til að starfa við sölu og þjónustu á iðnstýribúnaði, skynjurum o.fl. Viðkomandi verður að hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði. Umsónir sendist í pósthólf 8960,128 Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar! Það bráðvantar tvo hjúkrunarfræðinga til starfa á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness frá 1. janúar nk. Á deildinni er mjög fjölbreytt starfsemi með yfir 600 innlagnir á ári. Skemmtilegt starf fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga! Hringið og fáið nánari upplýsingar hjá Jóhönnu Jóhannesdóttur, deildarstjóra, eða Steinunni Sigurðardóttur, hjúkrunarforstjóra, í síma 431 2311. IIIIICIIIIIII eRilllCRgfelB iBiimmUi | Líiilliunr, líiiimmm Frá Háskóla Islands Rannsóknaþjónusta Háskóla íslands auglýsir eftir deildarstjóra til starfa við gagnamiðstöð fyrir námsráðgjafa. Starfið felst í þjónustu við starfandi náms- og starfsráðgjafa á öllum skólastigum, en sérstök áhersla verður lögð á þá, sem sinna ráðgjöf varðandi starfs- menntun. Evrópsk samskipti eru mikilvægur hluti starfsins og felur í sér upplýsingamiðlun til annarra gagnamiðstöðva og frumkvæði að þátttöku íslenskra aðila í evrópskum sam- starfsverkefnum sem, lúta að námsráðgjöf. Háskólapróf á sviði námsráðgjafar er skilyrði sem og mjög góð enskukunnátta. Starfsreynsla á sviði námsráðgjafar er æski- leg. Þá er reynsla af tölvunotkun æskileg og frönsku- eða þýskukunnátta er kostur. Um er að ræða verkefnabundna ráðningu til eins árs í senn, frá 1. janúar eða þeim tíma sem um semst. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsækjendur skili umsóknum til starfsmannasviðs Háskóla íslands í síðasta lagi 18. desember 1995. Framkvæmdastjóri Prenttæknistofnun óskar að ráða fram- kvæmdastjóra í fullt starf og þarf hann helst að taka til starfa um næstu áramót. Prenttæknistofnun er í eigu Samtaka iðnað- arins og Félags bókagerðarmanna. Helsta hlutverk hennar er að halda uppi eftirmennt- un í útgáfu- og prentiðnaði, en einnig að stuðla að umbótum á grunnmenntun í starfs- greininni. Eftirfarandi hæfnikröfur eru gerðar til framkvæmdastjórans: • Hafi ítarlega þekkingu og reynslu á sviði útgáfu- og prentiðnaðar. • Eigi auðvelt með að tjá sig í rituðu og mæltu máli og hafi gott vald á íslensku. • Hafi vald á ensku og helst einnig einu Norðurlandamáli. • Hafi gott vald á tölvunotkun. • Hafi þekkingu og/eða reynslu af rekstri fyrirtækja. • Eigi auðvelt með að vinna í samstarfi með ólíkum hópum og einstaklingum. Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Magn- ússon, fráfarandi framkvæmdastjóri, í síma 568 0740. Umsóknir sendist stjórn Prenttæknistofnun- ar, pósthólf 8676, 128 Reykjavík; í síðasta lagi 12. desember nk. Starfsfólk óskast Hvassaleitisskóli í Reykjavík óskar eftir starfsmanni í gangbrautarvörslu og starfs- manni í eldhús frá og með 1. janúar 1996. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri í síma 568 5666. Skólastjóri. VINNU- OG DVALARHEiMILI SJÁLFSBJARGAR Dagvist Sjálfsbjargar Forstöðumaður Staða forstöðumanns Dagvistar Sjálfsbjarg- ar er auglýst laus til umsóknar. Leitað er eftir starfsmanni með stjórnunar- og félagsmálareynslu. Umsóknum, með upplýsingum um m.a. menntun, fyrri störf og félagsmálaþátttöku, skal skila fyrir 30. desember 1995. Upplýsingar um starfið veitir Katrín S. Óla- dóttir, ráðningarstjóri Hagvangs. <Q>nýherji Vegna nýrra verkefna og aukinnar þjónustu við viðskiptavini sína óskar Nýherji hf eftir að bæta við starfsmanni. ► ÞJONUSTUFULLTRÚI tæknisviðs Krefjandi og umfangsmikið starf hjá traustu og góðu fyrirtæki með góðum starfsmannahóp. Hclstu verkefni: *- hjónusturáðgjöf til fyrirtækja og stofnana. Útfærsla og sala þjónustusamninga. »- Kaup, sala og leiga á notuðum búnaði. ► Þátttaka í verkefnahópum um gæðastjórnun. Við leitum að kraftmiklum og drífandi starfsmanni með: Þjónustulund og mikla samskiptahæfileika. Góða tölvu- og viðskiptamenntun eða reynslu af þeim vettvangi. *- Reynslu af sölustörfum. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og metnað til að taka þátt í uppbyggingu og þróun hjá öflugu þjónustufyrirtæki í örum vexti. Nínari upplýsingar aðeins veittar hjá Benjamin Axel Árnasyni ráðningastjóra Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um sem fyrst, en í síðasta lagi fyrii Itádegi 18. desember nk. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstoíu okkar. A 3<c r^J>l Á B E N D I R Á Ð C | ö f & RÁÐNINGAR LAUCAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 fAX: 568 90 96 m Olís er elsta olíufélag landsins, stofnað árið 1927, og er f dag framsækið og öflugt þjón- ustufyrirtæki sem býður upp á góðar vinnu- aðstæður við krefjandi og spennandi við- fangsefni. Starfsmenn eru um 300 og starf- ar félagið á 65 stöðum á landinu. Um næstkomandi áramót verður tekið í notkun nýtt upplýs- ingakerfi fyrir félagið með tengingum við sölustaði og útibú og er það markmið félagsins að vera í fremstu röð hvað varðar upplýsingatækni og þjónustu. Tölvudeild Við leitum að metnaðarfullum tölvumanni til starfa á upplýsingasviði Olís. Háskólamennntun í tölvunarfræði eða sam- bærileg menntun æskileg. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á NT og UNIX, rekstri staðar- og víðneta, upp- lýsingakerfinu Fjölni eða sambærilegum kerfum og helstu Windows forritum. Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á nýju upplýsinga- kerfi hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði í síma 533-1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: Olís-upplýsingasvið“, fyrir 18. desember nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK 533 1800 Ljósmóðir Staða Ijósmóður við mæðradeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 1996. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eða hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 552 2400. Umsóknir sendist til starfsmannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá starfs- mánnahaldi Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47. 5. desember 1995. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. 3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagns- eftirlitsmaður Laust er til umsóknar starf rafmagnseftirlits- manns. Megin verkefni: Starf rafmagnseftirlits- manns felst í spennusetningu heimtauga og úttekt nýrra raflagna vegna tengingu hús- veitna við dreifikerfi Rafmagnsveitunnar, þjónusta og ráðgjöf við orkukaupendur vegna raflagna og rafmagnstækja og önnur sérhæfð verkefni, er tengjast raforkusölu. Kröfur til umsækjenda: Viðkomandi þarf að hafa sveinspróf í rafvirkjun og vera rafiðnfræð- ingur. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu í vinnu við lágspennulagnir. Gerð er krafa um þægilegt viðmót og sveigjanleika í mannlegum samskiptum, þar sem vinna raf- magnseftirlitsmanns er í mjög nánum tengsl- um við viðskiptavini Rafmagnsveitunnar. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 30. desember 1995. Allar nánari upplýsingar um starfið gefa starfsmannastjóri og forstöðumaður mark- aðsmála. Rafmagnsveita Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.