Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 33 FRETTIR Einkakímni Kartöflumúsa TONLIST Gcisladiskur f LUMMUBAKSTRI Fyrsti geisladiskur Kartöflumús- anna. Kartöflumýsnar eru Bjöm Iflálmarsson, Hafliði Gíslason, íris Sveinsdóttir, Kristin Leifsdóttir, Lýð- ur Árnason. Unnur Carlsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Hljóðupptök- ur: Sigurður Riinar Jónsson og Pétur Hjaltested og Bjöm Thoroddsen. Kartöflumýsnar gefa út en Japis dreifir. 48,19 mín. 1.999 kr. KARTÖFLUMÝSNAR eru nýjar af nálinni og meðlimir sveitarinnar eiga sér litla sem enga sögu sem tónlistarmenn, hljómsveitin varð til í vinahópi sem í prófleiða ákvað að stofna hijómsveit og gefa út plötu. Í lummubakstri er poppplata í léttum dúr og ber frekar vott um sköpunar- gleði en metnaðarfulla tónlistar- menn. Kartöflumýsnar gefa geisla- diskinn greinilega ekki út til að þókn- ast neinum nema sjálfum sér og hyggja örugglega ekki á vinsældalis- taklifur eða mikið tónleikahald, plat- an er fyrst og fremst gefin út til að koma þeirra eigin einkakímni á fram- færi, sem er stærsti galli plötunnar. Ólíkiegt er að nokkur utanaðkom- andi komist inn í einkahúmor Kart- öflumúsanna, textarnir hljóma flest- ir, þótt á góðri íslensku séu, eins og þeir hafi verið samdir í skrípalátum, s. b. textabrotið Einu sinni fór ég upp í sveit/og sveitasæluna leit/í pínulitl- um reit/voru gæsir á beit/og sigin syfjuleg geit. Raddsetningar eru oft á tíðum eins og á bamaplötu og út- setningar undarlegar. Kartöflumýsn- ar hljóta þó eitthvað að hafa fítlað við tónlist áður því hljóðfæraleikur er víðgst hvar með ágætum þar sem þær leika sjálfar. Auk þess hjálpuðu til Bjöm Thoroddsen sem stendur sig piýðilega á rafgítar í nokkmm lög- um, Pétur Hjaltested. o.fl. Nokkur lög standa þó upp úr, t. a.m. Síðasta lagið, sem einmitt er fyrsta lag plötunnar, Þolum ekki morgna, ballaðan Táraflóð er hgil- steypt og vel gerð og svo að iokum lokalag plötunnar, Músaspil, sem hefði verið stórgott lokalag á barna- plötu, með tilheyrandi skrækum röddum sem leika mýsnar. Umslagið er ekki til þess fallið að vekja áhuga fóiks á henni, með út- skornum kartöflum að framan, það er þó nokkuð veglegt með öllum text- um plötunnar og mikið af myndum. Kartöflumýsnar hafa eflaust þjónað tilgangi sínum og skemmt tónlistar- mönnunum sjálfum en ef á heildina er litið þá á I lummubakstri lítið er- indi á almennan plötumarkað og hefði betur átt heima 5 hljómflutn- ingstækjum hljómsveitarmeðlima og vinafólks þeirra. Gísli Árnason Fyrst o g fremst stuð TONLIST Gcisladiskur í GÓÐUMSKÖPUM Annar geisladiskur hfjómsveitarinn- ar Papa. Papar eru Ingvar Jónsson söngvari, Georg Ólafsson bassaleik- ari, James Olsen trommuleikari, Vignir Ólafsson gítar og banjóleik- ari, Páll Eyjólfsson harmonikku- og hljómborðsleikari og Dan Cassidy fiðluleikari, auk þess sjá allir meðlim- ir um bakraddir. Hljóðblöndun Ólaf- ur Halldórsson, James Olsen og Páll Eyjólfsson. Stöðin gefur út og Japis dreifir. 38,31 mín. 1.990 kr. sem söngur er allur mjög þéttur enda hljómsveitin orðin sjóuð eftir mikla spilamennsku og spilagleðin mikil, þá kemur og vel út fíðlu- og banjóleikur Dan Cassidy og Vignis Ólafssonar sem eykur enn á þéttleikann. I góðum sköpum er ágætis stuð- plata en Papar eru fyrst og fremst tónleikasveit og geta sennilega aldrei komið þeirri útgeislun sem þeir hafa á sviði yfír á plast. Diskurinn gefur manni þess vegna hálfóljósa mynd af þeim í stað þess að vera vitnisburð- ur um Papana upp á sitt besta. ORÐABÆKURNAR Ensk ísiensk i orðabók i " '/ -- DSnsk íslensk ísiensk donsk orðnbók Odýrar og góöar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN /Cj, ^sv %% Gísli Árnason 1 S> I - kjarni málsins! PAPARNIR hafa tekið miklum breytingum síðan þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið sem írsk þjóð- lagasveit frá Vestmannaeyjum. Liðs- skipan er mikið breytt og írska tón- listin skipar ekki eins stóran sess og áður, hljómsveitin er pöbbahljóm- sveit og orðin ein sú vinsælasta á landinu sem slík. í góðum sköpum er fyrst og fremst stuðplata eins og við er að búast frá hljómsveit sem þarf að halda uppi fjöri á skemmtistöðum flestar helgar. Aðeins eitt lag er eftir hljómsveitina sjálfa, hin eru héðan og þaðan en flestir textamir eru svo eftir hljóm- sveitarmeðlimi. Georg Ólafsson, sem er hvað iðnastur við textasmíðar hljómsveitarinnar, semur létta grín- texta sem eru enginn skáldskapur og ber heldur mikið á aulahúmor í þeim, en þeir falla vel að tónlistinni, enda sennilega ekki ætlast til að fólk sé að velta vöngum yfír textainnihaldi á tónleikum Papanna. Lögin eru flest vel valin stuðlög svo sem Stál og hnífur í diskóútsetningu, Jameson, Brúðkaup Villa kokks við texta Jónas- ar Ámasonar og Nammi Namm, ágætlega heppnað lag eftir Papana sjálfa þótt ekki sé það frumlegt. Þó verður að segjast að Pöpum tekst ekki eins vel upp þegar kemur að alvarlegra efni eins og heyrist í lögun- um Námumönnum og Sálarflækjunni eftir Jóhann Eiríksson sem minnir ískyggilega á Cat Stevens lagið Wild world við þunglyndistexta Bjartmars Guðlaugssonar. Pöpum tekst þó öllu betur upp með lagið Flakkarinn þar sem James Olsen syngur á móður- máli sínu, færeysku, og kemur mjög á óvart hvað færeyskan virðist henta vel til söngs. Hljóðfæraleikur jafnt . Hreint frábært jólatilboð i %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.