Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • VASKI grísinn Baddi er eftir Dick King-Smith. Dick King- Smith starfaði lengst af sem bóndi og kennari en nú vinnur hann fyr- ir sjónvarp ásamt því að fást við skriftir. Hann býr ásamt konu sinni á býli frá sautjándu öld á Vestur- Englandi. Vaski grísinn Baddi vann til bamabókaverðlauna The Guardian árið 1984 og hefur höfundur verið tilnefndur til sömu verðlauna fjór- um sinnum undanfarin ár. Dick King-Smith var valinn bamabókahöfundur ársins 1991. Sagan var kvikmynduð 1995. Gagnrýnendur hafa lofað kvik- myndina mjög. Hún verður fmm- sýnd hér heima um jólin. Ummæli dómnefndar The Gu- ardian: „Bókin kemst eins nálægt fullkomnun og hægt er, hún hittir beint í mark fyrir lesendur að tólf ára aldri og búr yfir spennu, kímni og gleði sem yljar lesendum á öll- um aldri. Boðskapur sögunnar er: Virðing fyrir öðrum fleytir manni lengra en fyrirlitning og yfirgang- ur!“ Útgefandi er Himbrimi. Dóra Hvanndal íslenskaði. Guðjón Ó. prentaði. Bókin er 107 blaðsíður. Myndir eru eftir Mary Rayner. • ENNISLOKKUR einvaldsins eftir Hertu Mtíller er skáldsaga frá síðustu dögum einræðisins í Rúmeníu. Sögusviðið er drangaleg verksmiðja og sveitaþorp, frásögn- in er í formi stuttra kafla - mynda. í kynningu segir: „Ennislokkur einvaldsins er ekki bara lýsing á ástandi í Rúmeníu á síðustu dögum einræðisstjómar Ceausescu, heldur nær skáldsagan að draga upp mynd, eða öllu heldur myndir, af kæfandi samfléttingu eymdar og ríkisofbeldis, óháð aðstæðum og sögusviði. Að mati eins gagnrýn- anda minna efnistök höfundar í þessari bók að hluta til á vinnu- brögð Franz Kafka.“ Bækur Hertu Miiller hafa vakið mikla athygli í Þýskalandi og fært henni viðurkennd bókmenntaverð- laun. Franz Gíslason íslenskaði bókina sem er 255 blaðsíður. Soffía Árna- dóttir sá um útlit og kápu. Umbrot og filmugerð var hjá Prenthönnun hf. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Útgefandi er Orm- stunga. • ÚT er komin bókin Áfram Lati- bæríe ftir Magnús Scheving iþróttamann ársins og Evrópu- meistara í þolfimi. í kynningu segir: „Sagan er um fólk í bæ nokkrum sem uppnefndur hefur verið vegna eindæma leti þess. Sumir hafa líka tamið sér aðrar slæmar venjur. Bæjarstjórinn fær bréf um íþrótta- hátíð sem halda á um land allt. Magnús Hann er í stökustu Scheving vandræðum með að fá krakka til að taka þátt í henni. Þá kemur íþróttaálfurinn til skjalanna. Hann kennir þeim mun á leik og ofbeldi, hvað er hollur matur, hvernig á að liðka sig og leika sér í ýmsum útileikjum. Magnús fléttar því fróðleik sam- an við fyndna og fjörlega sögu. Halldór Baldursson hefur teiknað gamansamar myndir sem falla mjög vel að söguþræðinum.“ Að auki fylgir bókinni geisla- diskur með leiðbeiningum Magnús- ar og léttar leikfimiæfingar við tónlist sem Máni Svavarsson hefur samið og valið. Þetta er fyrsta bók Magnúsar. Afram Latibæríer 84 síðurí stóru broti. GrímurBjamason tók myndir á kápu en Halldór Baldurs- son og Auglýsingastofan Máttur- inn ogdýrðin sáu um útlit hennar. K-prent annaðist umbrot ogfilmu- vinnu, Prentsmiðjan Oddihf. prentun og bókband. Útgefandier Æskan. Brautry ðj andinn á Hvanneyri BÆKUR Ævisaga HALLDÓR Á HVANNEYRI Saga fræðara og frumkvöðuls í land- búnaði á tuttugustu öld eftir Bjarna Guðmundsson. Bændaskólinn á Hvanneyri 1995 — 285 síður. 3.980 kr. EITT stærsta nafn í íslenskri bún- aðarsögu á þessari öld er nafn Hall- dórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri. Nú hefur ævisaga hans verið skráð og er það ekki vonum fyrr. Nafn Halldórs á Hvanneyri er sveipað miklum ljóma í minning- unni; glæsimenni til orðs og æðis, afbragðs námsmaður, framkvæmda- maður sem skildi eftir sig mannvirki sem enn gegna hlutverki sínu, fræð- ari sem markaði djúp spor í huga nemenda sinna og kynnti þeim bestu búnaðarþekkingu líðandi stundar, brautryðjandi í búnaðarrannsóknum, einkum fóðurfræði, stjórnandi um- fangsmikils búrekstrar og sívökull áhugamaður um tækninýjungar sem þá héldu innreið sína. Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, tókst það verk á hendur að koma þessari sögu til skila við lesendur og eftirkomendur. Bjami hefur gengið til þess verks með því skipulega verklagi sem hann er kunnur að. Miklar heimildir eru til um Halldór á Hvanneyri, bæði í opin- beram gögnum og í bréfum í einka- eign. Á dögum Halldórs á Hvann- eyri og reyndar fyrr og nokkuð leng- ur vora bréfaskriftir helsta leið til að koma skilaboðum milli staða. Jafnframt voru bréf varðveitt, sagn- fræðingum framtíðarinnar til mikils Halldór Vilhjálmsson léttis. Bjarni hefur haft góðan að- gang að bréfasöfnum sem vörðuðu Halldór sem og góða aðstoð ætt- ingja hans við verkið. Þá er það styrkur hans að hafa lengi búið á, Hvanneyri, notið sjálfur handar- verka Halldórs, horft af sama bæjar- hólnum og hann og lifað sig inn í umhverfið, auk þess sem hann hefur notið heimamanna. I bókinni beitir Bjarni mjög þeirri aðferð að láta heimildimar tala sjálf- ar með beinum tilvitnunum og fylgir verkinu jafnframt ítarleg heimilda- skrá. Annars staðar leggur hann sjálfur til textann og ljær þá gjaman svart/hvítum myndum heimildanna líf og lit með eigin hugsýnum. Til að færa lesendur enn nær sög- unni er einnig töluvert um að birtir séu sjálfstæðir kaflar úr bréfum og bókum sem varða Halldór og Hvann- eyri, en hans hefur að sjálfsögðu víða verið minnst. Hér er ekki ástæða til að rekja efni Halldórs sögu. Hins vegar er fróðlegt að líta á hvern- ig hún fellur inn í það tímaskeið sögunnar sem hún gerist á og jafnframt sögu þjóð- arinnar í víðara sam- hengi. Víða kemur fram að Halldór á Hvanneyri hafi verið bæði afar viljasterkur maður en jafnframt viðkvæmur. „Hijúfur og hlýr“ er hann nefndur í sam- tímaheimild. Halldór á Hvanneyri var hinn sterki leiðtogi sem lét hugsjónir sínar rætast, átti þátt í fjölmörgum framfaramálum og var herra yfir lífi sínu, - en var jafnframt barn síns tíma. Oft hefur verið talað um aldamótakynslóðina. Halldór á Hvanneyri var sannarlega af þeirri kynslóð, sem kölluð hefur verið ham- ingjusamasta kynslóð þjóðarinnar frá upphafi, kynslóðin sem lifði þús- und ár á einni mannsævi; ólst upp við líka verktækni og húskarlar Ing- ólfs Arnarsonar beittu en lét vélarn- ar vinna á efri árum. Slík bylting kostar vaxtarverki; sigra og ósigra, gleðistundir og áföll, fórnir voru færðar og lífið lagt að veði. Skáldin ortu ljóð, aldamótaljóð, og kváðu í þjóðina kjark og dug og þjóðin sótti fyrirmyndir til fomsagnanna. Ævi Halldórs á Hvanneyri bar méð sér margar sigurstundir en einnig ómennska erfiðleika; harðæri með bjargarleysi, húsbruna, sém tók mjög á hann og fjölskyldu hans, og veikindi. Halldór var þannig holdgervingur skipstjórans í ljóði Hannesar Haf- Bjarni Guðmundsson Af sjónarhóli bamsins BOKMENNTIR Sálf rædi BARNASÁLFRÆÐI frá fæðingu til unglingsára — eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guð- fínnu Eydal. Mál og menning 1995 — 285 síður 3.960 kr. Þótt allir menn hafi eitt sinn ver- ið böm búa fáir yfir viðamikilli þekk- ingu á sálarlífi barna. Einhvern veg- inn virðist sem sjónarhóll bemskunn- ar glatist þegar fullorðinsárin færast yfir. Margir fá þó annað tækifæri til að kynnast bemskunni, í þetta sinn utan frá, af sjónarhóli foreldris, en til að leysa foreldrahlutverkið vel af hendi er nauðsynlegt að skilja hvernig böm skynja heiminn og tengsl sín við hann. Barnasálfræði er ein þeirra fræði- greina sem getur hjálpað okkur til að brúa bilið á milli þessa ytra og innra sjónarhoms á bernskuna, þess að vera foreldri og þess að vera barn. Hún varpar ljósi á þau flóknu og margbrotnu lögmál sem stýra því hvernig börn verða að fullorðnum einstaklingum og hvernig mótun í bemsku hefur áhrif á farsæld manns síðar. Það sætir því nokkrum tíðind- um að út er komin á íslensku frum- samin bók um bamasálfræði. Höf- undarnir eru sálfræðingarnir Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, en þær hafa unnið með börn- um og fjölskyldum þeirra frá árinu 1979. í formála að bókinni segja höfundar: „Það er von okkar að þessi bók auðgi skilning á margbreytileika lífsins og því hve bernska og líf á fullorðinsárum eru nátengd." Bókin skiptist í tvo hluta: I fyrri hlutanum (um 100 blaðsíður) er greint frá þroska bama frá fæðingu til þrettán ára aldurs. Lögð er áhersla á að lýsa hreyfi-, vitsmuna-, persónuleika- og félagsþroska barnsins á ólíku aldurskeiði. Hvert ár í ævi barnsins fær sérstakan kafla utan þess sem fyrstu ár miðbernsku (7-9 ára) eru tekin saman. í síðari hluta bókarinnar (um 150 blaðsíður) eru ýmsir málaflokkar er tengjast börnum og þroskaskilyrðum þeirra ræddir sérstaklega. Má þar nefna kafla um mótun barns innan fjöl- skyldunnar og um raunveraleika ís- lenskra barna, auk umfjöllunar um skilnað, afbrýðisemi, aga, sjálf- stjórn, vináttu, sálræn vandamál, börn og umferð og hegðunarvanda- mál. Hér er því um metnaðarfullt verk að ræða. Bókin hefur ýmsa kosti. Uppsetn- ing og frásagnartækni miðar að því að gera bókina aðgengilega og auð- velda í notkun. Fyrirsögnum og milli- fyrirsögnum er beitt af skynsemi og mjög víða eru aðalatriði umræðunnar dregin saman og aðgreind frá öðru lesefni. Höfundum tekst að tæpa á fjölmörgum sviðum barnasálfræðinn- ar og vera um leið trúir því mark- miði sínu að skrifa bókina á auð- skiljanlegu máli sem er „laust við keim sérfræðinnar". Raunar er ákaf- lega fátt í bókinni sem minnir á sér- fræðibækur. í henni eru engar neðan- málsgreinar, engar töfl- ur, engin línurit og sjaldan er vitnað i rit eða rannsóknir annarra fræðimanna. í atriða- orðaskrá í iokin eru t.d. aðeins nöfn fjögurra erlendra fræðimanna og þar af eru þrír heim- spekingar. Höfundar rígbinda sig ekki við einhveija eina stefnu eða kenningu í sálfræði, þótt víða bregði fýrir hugmyndum Piagets. Þeir láta viðfangsefnið ráða ferðinni. Af lestri bókarinnar er ljóst að meginmark- mið höfunda er að auðvelda foreldr- um að setja sig í spor barna, fá þá til að skilja að börn þeirra skynja heiminn á annan hátt en þeir, enda er vitsmuna-, félags- og persónu- leikaþroskinn annar. Slík „samsöm- un“ er einnig forsenda þess að full- orðnir skilji hvernig börn takast á við erfiða reynslu tengda flutning- um, skilnaði, sorg, einelti og sjúk- dómum. Þetta göfuga markmið hef- ur náðst að nokkru leyti, t.d. með tilvitnunum í foreldra og börn og með skemmtilegum og líflegum lýs- ingum sem hafðar eru sem inngang- ur að nokkrum fyrstu köflunum. En því fer fjarri að það heppnist alltaf, til þess ristir umræðan sjaldnast nógu djúpt. Mjög víða hefði mátt fara nánar út í fræðin og veita ná- kvæmari upplýsingar án þess að gera bókina þurra eða fráhrindandi. Bókin vekur margar athyglisverð- ar spurningar og bryddar upp á umhugsunarefnum sem höfundar gera ófullnægjandi skil. Að nokkru leyti er slíkt skiljanlegt (jafnvel æskilegt) í yfirlitsbók þar sem rætt er um fjölda viðfangsefna. En sú afsökun dugar skammt í þeim tilvik- um þegar höfundar eyða umtals- steins, „í hafísnum", sem leiddi fley sitt út úr ógöngum en fórnaði jafn- framt lífi sínu, og hann var „hin ungborna tíð“ sem „vekur storma og stríð“ í ljóði Einars Benediktssonar. En líf Halldórs á Hvanneyn á sér enn dýpri rætur í þjóðarsál íslend- inga. Halldór var hetja með allri þeirri margræðni sem þjóðin hefur gætt það orð í aldanna rás. Hetja er sigurvegari en einnig eitthvað annað. Hetja er afreksmaður en einnig eitthvað annað. Hetjuhugtak- ið á sér harmrænan þátt. Hetjur hversdagslífsins geta hafa búið við kröm og hvers kyns skort á lífsleið- inni en eru samt hetjur, því að þær rísa upp úr umhverfi sínu. Þuríður fóstra Þorbjörns önguls sendi rótarhnyðju út í Drangey til Grettis Ásmundarsonar sem leiddi til þess að unnið varð á honum. Rótarhnyðjan í lífí Halldórs á Hvanneyri var geðrænn sjúkdómur sem lagðist á konu hans, Svövu Þór- hallsdóttur, og leiddi til skilnaðar þeirra. Það var harmurinn í lífi hetj- unnar. Sá harmur var e.t.v. sárari fyrir það að álagið af því að vera í forsæti fyrir jafn fjölmennum stað og Hvanneyri varð viðkvæmri lund Svövu um megn, einnig að hijúfleik- inn sem Halldór átti, jafnframt hlýj- unni, átti sinn þátt í því hvernig fór. I sigri Halldórs bjó ósigur hans. Þeg- ar gleði Svövu hvarf, hvarf einnig gleði Halldórs, hlýjan mátti sín þá einskis og stutt varð til endalokanna. Þennan harmræna þátt í lífi Hail- dórs á Hvanneyri á hann með mikl- um fjölda manna og kvenna um ald- ir. Þorsteinn Erlingsson skáld túlkar þetta í kunnri vísu: Meinleg örlög margan hijá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á íslendinga sögum. Saga Halldórs á Hvanneyri er vel sögð, hún er fram borin með fullum trúnaði við Halldór jafnt og lesend- ur. Myndefni eykur mjög gildi henn- ar og allar skrár sem fylgja henni sýna að hvergi hefur verið gefið eft- ir í vönduðum vinnubrögðum. Hafi Bjarni heila þökk fyrir Iisti- lega vel skrifaða bók. Matthías Eggertsson verðu rými í efni án þess að varpa athyglisverðu ljósi á þau. Hér má nefna umræðuna um afbrýðisemi, en undir hana eru lagðar einar sex blaðsíður. Höfundar glíma m.a. við þá spurningu hvort afbrýðisemi sé alltaf af hinu illa. Þeir gera hins vegar enga tilraun til að greina t.d. á milli afbrýðisemi og öfundsýki og því verður öll umræðan fremur fálm- kennd og yfírborðsleg. Höfundar fullyrða að afbrýðisemi geti aukið umburðarlyndi síðar meir. Ekki er ljóst hver rök þeirra fyrir þessari staðhæfingu eru. Eru höfundar hér að beita hversdagssálfræði? Eru þetta einungis getgátur? Alltof víða þarf lesandinn að velkjast í vafa um hvort verið sé að lýsa niðurstöðum fræðilegra rannsókna eða einungis hugrenningum höfunda. Því miður má fínna fjölmörg dæmi um yfírborðslega umræðu í þessari bók. Kaflinn um raunveruleika ís- lenskra bama er t.d. ekki upplýs- andi. Þar er m.a. rætt um vinnuálag og streitu íslenskra foreldra og hversu lítinn tíma þeir hafí aflögu til að sinna uppeldi. Ofan í þessi mál er þó ekki kafað dýpra en sem nem- ur þekkingu sæmilega vel upplýstra dagblaðalesenda, og á öðrum málum, svo sem drykkjuskap og skemmtana- fíkn landans, er einfaldlega ekki tek- ið. Þó skyldi maður ætla að þessi þættir mörkuðu raunveruleika margra íslenskra bama. Umræða um siðferðisþroska ungmenna er einnig slitrótt og yfirborðskennd: af og til er rætt lítillega um samviskuna, sam- kennd og réttlætiskennd barna eða hvort og þá hvenær þau séu fær um að gera og virða samninga. Raunar rakst ég hvergi á orðið „siðferðis- þroski“ og það er ekki í atriðaorða- skrá bókarinnar. Öll umræða um slík- an þroska er felld saman við umræð- una um persónuleika- og félags- þroska sem er bæði ruglingslegt og mjög umdeilanlegt. Þótt sitthvað megi að bókinni finna er hún góð viðleitni til að vekja fólk til umhugsunar um vanda þess og vegsemd að vera foreldri. Róbert H. Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.