Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 'r Zoran Zikic til Þórs ZORAN Zikic, sem hefur leikið knattspyrnu með Þrótti á Nes- kaupstað sl. þrjú ár, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við 2. deildar- liðs Þórs á Akureyri. Zikic er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þór — áður hafa þeir Bjarni Sveinbjörnsson, Dalvík, Davíð Garðarson, Val og Atli M. Rúnarsson, markvðrður hjá Dal- vík, gert það. Tveir Júgó- slavar með Sheff. Wed. JÚGÓSLAVNESKU landsliðs- mennirnir Darko Kovacevic og Dejan Stefanovic, sem Sheffield Wednesday keypti frá Rauðu stjörnunni í Belgrad áfjórar niillj. punda fyrir sjð vikum, hafa feng- ið atvinnuleyfi í Englandi. Þeir f élagar koma til Englands á fimmtudaginn til að sjá Sheff. Wed. leika gegn Leeds á laugar- daginn. Kovacevic er sóknarleik- maður og Stefanovic varnarleik- maður. Það er reiknað með að þeir leiki sína fyrstu leiki gegn Southampton og Nottingham For- estumjólin. Shearer og Ferdinand ífremstu víglínu TERRY Venables, landsliðsein- valdur Englands, hefur ákveðið að hinir marksæknu leikmenn Alan Shearer hjá Blackburn og Les Ferdinand, Newcastle, verði í fremstu víglínu gegn Portúgal á Wembley í kvöld. Venables ákvað þetta í gær, eftir að tfóst var að Teddy Sheringham gæti ekki leikið vegna meiðsla. Shear- er, sem hefur ekki skorað mark í níu síðustu landsleikjum Eng- lands, hefur skorað 21 mark fyrir Blackburn í vetur, einu meira en Ferdinand hefur skorað fyrir Newcastle. Þeir hafa ekki áður leikið saman í enska landsliðinu og eru tvö ár síðan Ferdinand lék landsleik. FRJALSIÞROTTIR Bestu frjálsíþróttamennirnir Reuter BRESKI þrístökkvarlnn Jonathan Edwards og hin sprettharða bandaríska stúlka Gwen Torrence voru útnefnd frjálsíþróttamenn ársins 1995 af alþjóða frjálsíþróttasambandinu í Mónakó um helgina. Hór eru þau meö verðlaun sín. KNATTSPYRNA Vernharð „inni" á Ólympíuleik- unum í Atlanta VERNHARÐ Þorleifsson vann sér inn 27 punkta á alþjóða júdómóti í Sviss um helgina en um var að ræða fyrsta af 10 A-mótum, úrtökumótum, fyrir Ólymphileikana í Atlanta næsta sumar. Vernharð er í 12. tíl 13. sæti í -95 kg flokki í Evrópu en 14 bestu öðlast þátttökurétt í Atl- anta. Árangur úr þremur bestu mótunum telur. Vernharð sigraði Etiinger frá Austurríki á dómaraúrskurði og síðan Jakl frá Tékklandi á ippon með axlarkasti. Síðan tapaði hann fyrir Knorrek frá Þý skalandi og Soares frá Portúgal en Knorrek sigraði í keppninni og Portúgalinn fékk brons. Bjarni Friðriksson keppti í +95 kg flokki og tapaði fyrir Papaioanu frá Grikklandi og Czikes frá Ungverjalandi. Eiríkur Kristínsson keppti í -71 kg flokki og tapaði fyrir Sporlehder frá Þýskalandi en fékk ekki uppreisnarglímu. Kristján gerði tveggjaára samning KRISTJÁN J ónsson, varnarmaður Fram og ís- lenska landsliðsins, hefur gengið frá tveggja ára samningi við sænska 1. deiídarliðið D? Elf sborg. Liðið hefur einnig nýlega keypt markvörðinn Anders Bogsj ö og það er þvi greinilegt að f élag- ið ætlar sér stóra hluti í sænsku 1. dcildinni. Kristián er annar leikmaðurinn hjá Fram sem gerist leikmaður erlendis. Birkir Kristinsson, landslið smaður vör ð u r, gerði samning við norska liðið Brann á dögtin um og þriðji Framarinn, Pétur Marteinsson, er með tilboð fra sænska lið- inu Hammarby. Daníel sigraði á móti í Svíþjóð DANÍEL Jakobsson sigraði í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð í Kall í Svfþjóð á sunnudag- inn. „Ég áttí toppgöngu og gekk hluta brautar- innar mjög hratt. Ég náði góðri forystu um miðja gönguna en tapaði henni aðeins niður í lokin á rennslinu," sagði Daníel sem gekk á 37,14 minútum. Tor Arne Hetiand frá Noregi varð annar í göngumú á 37,36 min., en hann var einni og hálfri minútu á undan Daniel í göngunni í Vauldalen fyrir tveimur vikum. Hákan Westin frá Svíþjóð, sem sigraði í Vasagöngunni í fyrra, varð þriðji á 38,16 mín. Gísli Einar Árnason keppti einnig og hafnaði í 8. sætí og gekk á 40,05 mínútum. Island í fjórða styrk- leikaflokki í HM Islenska landsliðið í knattspyrnu er í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM 1998 í Frakklandi í París í dag. Önnur lið í flokknum eru Lettland, Wales, Ungverjaland, Kýpur, Úkra- ína, Slóvenía, Georgía og Júgóslavía, þannig að ísland Ieikur ekki gegn þessum löndum. 49 þjóðir keppa í níu riðlum og verða fimm riðlar með fímm liðum og fjórir riðlar með sex liðum. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands íslands, Snor- ri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, eru viðstaddir drátt- inn sem fer fram í Louvre-safninu. Óskamótherjar KSÍ úr fyrsta styrk- leikaflokki eru Þjóðverjar. Fjórtán þjóðir frá Evrópu, fyrir utan gestgjafana Frakka, komast í lokaleppnina í Frakklandi. Sigurveg- arinn í hverjum riðli kemst til Frakk- lands og sú þjóð sem nær bestum árangri í öðru sæti. Hinar þjóðirnar átta sem verða í öðru sæti fara í pott og verður dregið uni hvaða þjóð- ir mætast til að keppa um fjögur sæti sem eftir eru — leiknir verða tveir leikir, heima og heiman. Styrkleikaflokkarnir 5 Evrópu eru þannig: 1. FLOKKUR: Þýskaland, Spánn, ítalía, Rússland, Noregur, Danmörk, Holland, Svíþjóð og Rúmenía. 2. FLOKKUR: Búlgaría, Sviss; Port- úgal, Tékkland, England, Irland, Skotland, Belgía, Grikkland. 3. FLOKKUR: Tyrkland, Pólland, Slóvakía, Austurríki, Króatía, Israel, Finnland, Litháen, Norður-írland. 4. FLOKKUR: ísland, Lettland, Wales, Ungverjaland, Kýpur, Úkra- ína, Slóvenía, Georgía, Júgóslavía. 5. FLOKKUR: Albanía, Hvíta-Rúss- land, Malta, Makedonía, Lúxemborg, Moldava, Armenía, Færeyjar, Eist- land. 6. FLOKKUR: Azerbaijan, San Mar- ínó, Liechtenstein, Bosnía. TENNIS: GORANIVANISEVIC FÉKK102 MILUÓNIR KRÓNA / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.