Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA H FRJALSIÞROTTIR Vernharð „inni“ ‘ á Ólympíuleik- unumíAtlanta Ferdinand í f remstu víglínu (sland í fjórða styrk- leikaflokki í HM TERRY Venables, landsliðsein- valdur Englands, hefur ákveðið að hinir marksæknu leikmenn Alan Shearer hjá Blackburn og Les Ferdinand, Newcastle, verði í fremstu víglínu gegn Portúgal á Wembley í kvöld. Venables ákvað þetta í gær, eftir að Ijóst var að Teddy Sheringham gæti ekki leikið vegna meiðsla. Shear- er, sem hefur ekki skorað mark í niu síðustu landsleikjum Eng- lands, hefur skorað 21 mark fyrir Blackburn í vetur, einu meira en Ferdinand hefur skorað fyrir Newcastle. Þeir hafa ekki áður leikið saman i enska landsliðinu og eru tvö ár síðan Ferdinand lék landsleik. Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM 1998 í Frakklandi í París í dag. Önnur lið í flokknum eru Lettland, Wales, Ungveijaland, Kýpur, Úkra- ína, Slóvenía, Georgía og Júgóslavía, þannig að ísland leikur ekki gegn þessum löndum. 49 þjóðir keppa í níu riðlum og verða fimm riðlar með fimm liðum og fjórir riðlar með sex liðum. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands íslands, Snor- ri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, eru viðstaddir drátt- inn sem fer fram í Louvre-safninu. Óskamótherjar KSÍ úr fyrsta styrk- leikaflokki eru Þjóðveijar. Fjórtán þjóðir frá Evrópu, fyrir utan gestgjafana Frakka, komast í lokaleppnina í Frakklandi. Sigurveg- arinn í hverjum riðli kemst til Frakk- lands og sú þjóð sem nær bestum árangri í öðru sæti. Hinar þjóðirnar átta sem verða í öðru sæti fara í pott og verður dregið um hvaða þjóð- ir mætast til að keppa um fjögur sæti sem eftir eru — leiknir verða tveir leikir, heima og heiman. Styrkleikaflokkarnir í Evrópu eru þannig: 1. FLOKKUR: Þýskaland, Spánn, Italía, Rússland, Noregur, Danmörk, Holland, Svíþjóð og Rúmenía. 2. FLOKKUR: Búlgaría, Sviss; Port- úgal, Tékkland, England, Irland, Skotland, Belgía, Grikkland. 3. FLOKKUR: Tyrkland, Pólland, Slóvakía, Austurríki, Króatía, Israel, Finnland, Litháen, Norður-írland. 4. FLOKKUR: ísland, Lettland, Wales, Ungverjaland, Kýpur, Úkra- ína, Slóvenía, Georgía, Júgóslavía. 5. FLOKKUR: Albanía, Hvíta-Rúss- land, Malta, Makedonía, Lúxemborg, Moldava, Armenía, Færeyjar, Eist- land. 6. FLOKKUR: Azerbaijan, San Mar- ínó, Liechtenstein, Bosnía. VERNHARÐ Þorleifsson vann sér inn 27 punkta á alþjóða júdómótí i Sviss um helgina en um var að ræða fyrsta af 10 A-mótum, úrtökumótum, fyrir Ólympíuleikana í Atlanta næsta sumar. Vernharð er í 12.tíl 13. sætí í-95 kg flokki í , Evrópuenl4bestuöðlastþátttökuréttíAtl- > anta. Árangur úr þremur bestu mótunum telur. Vernharð sigraði Etlinger frá Austurríki á dómaraúrskurði og síðan Jakl frá Tékklandi á ippon með axlarkastí. Síðan tapaði hann fyrir Knorrek frá Þýskalandi og Soares frá Portúgal en Knorrek sigraði I keppninni og Portúgalinn 4 fékkbrons. i Bjarni Friðriksson kepptí í +95 kg flokki og 1 tapaði fyrir Papaioanu frá Grikklandi og Czikes frá Ungveijalandi. ti EiríkurKristínssonkepptií-71kgflokkiog t, tapaði fyrir Sporlehder frá Þýskalandi en fékk ekki uppreisnarglímu. Kristján gerði tveggja ára samning KRISTJÁN Jónsson, varnarmaður Fram og ís- lenska landsliðsins, hefur gengið frá tveggja ára samningi við sænska 1. deildarUðið IF Elfsborg. Liðið hefur einnig nýlega keypt markvörðinn Anders Bogsjö og það er því greinilegt að félag- ið ætlar sér stóra hlutí í sænsku 1. deildinni. Kristján er annar leikmaðurinn hjá Fram sem gerist leikmaður erlendis. Birkir Kristínsson, landsliðsmaðurvörður, gerði samning við norska liðið Brann á dögunum og þriðji Framarinn, Pétur Marteinsson, er með tílboð frá sænska lið- inu Hammarby. Daníel sigraði á móti í Svíþjóð DANÍEL Jakobsson sigraði í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð í Kall í Svíþjóð á sunnudag- inn. „Eg áttí toppgöngu og gekk hluta brautar- innar mjög hratt. Ég náði góðri forystu um miðja gönguna en tapaði henni aðeins niður í lokin á rennslinu,“ sagði Daníel sem gekk á 37,14 mínútum. Tor Arne Hetland frá Noregi varð annar i göngunni á 37,36 mín., en hann var einni og hálfri mínútu á undan Daniel í göngunni í Vauldalen fyrir tveimur vikum. Hákan Westin frá Svíþjóð, sem sigraði í Vasagöngunni í fyrra, varð þriðji á 38,16 min. Gisli Einar Árnason kepptí einnig og hafnaði í 8. sætí og gekk á 40,05 mínútum. ZORAN Zikic, sem hefur leikið knattspyrnu með Þrótti á Nes- kaupstað sl. þijú ár, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við 2. deildar- liðs Þórs á Akureyri. Zikic er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þór — áður hafa þeir Bjarni Sveinbjörnsson, Dalvík, Davíð Garðarson, Val og Atli M. Rúnarsson, markvörður hjá Dal- vík, gert það. Tveir Júgó- slavar með Sheff. Wed. Htotgtiitiitofrlfe 1995 ÞRIDJUDAGUR 12. DESEMBER BLAÐ Zoran Zikic til Þórs JÚGÓSLAVNESKU landsliðs- mennirnir Darko Kovacevic og Dejan Stefanovic, sem Sheffield Wednesday keypti frá Rauðu stjörnunni í Belgrad á fjórar millj. punda fyrir sjö vikum, hafa feng- ið atvinnuleyfi í Englandi. Þeir félagar koma til Englands á fimmtudaginn til að sjá Sheff. Wed. leika gegn Leeds á laugar- daginn. Kovacevic er sóknarleik- maður og Stefanovic varnarleik- maður. Það er reiknað með að þeir leiki sína fyrstu leiki gegn Southampton og Nottingham For- estumjólin. Shearer og Bestu frjálsíþróttamennirnir Reute' BRESKI þrístökkvarlnn Jonathan Edwards og hin sprettharða bandaríska stúlka Gwen Torrence voru útnefnd frjálsíþróttamenn árslns 1995 af alþjóða frjálsíþróttasambandlnu í Mónakó um helgina. Hér eru þau með verðlaun sín. KNATTSPYRNA l L TENNIS: GORANIVANISEVIC FÉKK102 MILUÓNIR KRÓNA / C3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.