Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D fltargiiiiHaMfr 285. TBL. 83. ARG. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR13. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar í Bosníu slepptu úr haldi frönsku flugmönnunum tveimur Ottast var um lífþeirra allan tímann París, Washington. Reuter. TVEIR franskir flugmenn, sem sleppt var eftir að hafa verið í haldi Bosníu-Serba í þrjá mánuði, komu heim til Frakklands í gær. Var tek- ið á móti þeim sem hetjum og urðu miklir fagnaðarfundir með þeim og ástvinum þeirra. Er það haft eftir rússneskum milligöngumanni, að líf Frakkanna hafi verið í hættu allt fram á síðustu stund. Er nú ekkert í vegi fyrir því, að Dayton-sam- komulagið um frið í Bosníu verði undirritað í París á morgun. Flugmennirnir, Frederic Chiffot og Jose Souvignet, voru heldur óstyrkir á fótunum þegar þeir stigu út úr flugvélinni, sem kom með þá til herflugvallar fyrir vestan París, en þar tóku ástvinir þeirra á móti þeim auk Jacques Chirac, forseta Frakklands. Erfiðar viðræður Haft er eftir rússneskum stjórn- arerindreka, sem tók þátt í samn- Snjórog strendur á undan- haldi Róm. Reuter. INNAN fimmtíu ára kunna sóldýrkendur og. skíðamenn að horfa á- bak baðströndum við Miðjarðarhaf og skíða- brekkum í Ölpunum. Þetta kemur fram í spá náttúru- verndarsamtakanna World Wide Fund for Nature. Samtökin spá því að eftir eina öld kunni helmingur af jöklum heims að vera horfinn vegna gróðurhúsaáhrifa sem valdi því að meðalhiti hækki um 2 gráður á næstu öld. Sums staðar í svissnesku Ölpunum hefur snjólínan hækkað um 100 metra á fimmtán árum. Paolo Lomb- ardi, starfsmaður samtak- anna, segir að þar verði nú mestar breytingar á veður- fari. Hækki snjólínan úr 1.200 metrum í 1.500 metra hæð, stefni það þekktum skíðastöðum á borð við Val d'Isere og Courchaval í hættu. Þá geta gróðurhúsaáhrifin reynst áhrifarík við Mið- jarðarhaf, að sögn Lombar- dis. „Sandstrendur kunna að hverfa. Við Miðjarðarhaf hef- ur gengið nokkuð á um þriðj- ung strandlengjunnar." ingum um frelsi flugmannanna, að þeir hefðu verið á valdi hóps, sem ekki hlýddi í einu og öllu fyrirmæl- um frá forystumönnum Bosníu- Serba. Sagði hann, að samningavið- ræður hefðu verið erfiðar og óttast hefði verið um líf þeirra allt fram á siðasta dag. Chirac, forseti Frakklands, þakk- aði í gær Slobodan Milosevic, for- séta.Serbíu, og Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, fyrir þeirra þátt í frelsi flugmannanna. Orrustuflugvél Frakkanna, Mirage 2000, var skotin niður 30. ágúst í loftárás NATO-flugvéla á stöðvar Bosníu-Serba. Voru Frakkarnir hafðir aðskildir í hálfan annan mánuð. Þeim var síðan sleppt við bæinn Zvornik á landamærum Bosníu og Serbíu. Neita leynisamningum Franska stjórnin neitaði í gær, að nokkrir samningar hefðu verið Reuter FRÖNSKU flugmönnunum, Jose Souvignet og Frederic Chiffot, var innilega fagnað við komuna til Parísar. Hér faðmar Souvign- et konu sína, Isabelle, en lengst af vissi hún ekki hvort hann væri lífs eða liðinn. gerðir á laun til að tryggja frelsi flugmannanna en getgátur voru um, að Bosníu-Serbar ætluðu sér að nota þá sem skiptimynt í nýjum samningum um stöðu Serba í Sarajevo. Fréttaskýrendur segja, að aðalástæðan fyrir því að þeim var sleppt hafi verið ótti Milosevics, forseta Serbíu, við hertar refsiað- gerðir. Finnland Einka- leyfi póstsins afnumið Helsinki. Reuter. STJÓRNVÖLD í Finnlandi hafa fallist á áætlun um að afnema einkaleyfi póstsins á póstdreifingu, þ.e.a.s. útburði bréfa undir tveimur kg á þyngd. Samgönguráðuneytið hefur samþykkt áætlunina og í febr- úar á að vera ljóst hvernig núgildandi lögum verður breytt, að sögn Lisu Ero, ráð- gjafa ráðuneytisins. Pósturinn áfram Pósturinn verður rekinn áfram en hér eftir verður einkafyrirtækjum heimilt að annast þessa þjónustu líka fyrir þá, sem það vilja. Má nefna sem dæmi, að nokkur fyrirtæki hafa í sameiningu óskað eftir að fá að taka þátt í bréfaútburði til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Ero sagði, að Finnland og Svíþjóð væru komin lengst Evrópuríkja í að auka frelsi á þessu sviði póstdreifingar. ^ > ¦ SBmW & l'0& Reuter FRÁ mótmælagöngunni í París í gær, hinni mestu í borginni frá uppreisn námsmanna og verkamanna árið 1968. Juppe hvikar ekki þrátt fyrir verkföll Hundruð þús- unda mótmæla París. Reuter. HUNDRUÐ þúsunda Frakka gengu í gær um götur stærstu borga Frakk- lands til að mótmæla áformum stjórnar Alains Juppe forsætisráð- herra um mesta niðurskurð á velferð- arkerfinu í 50 ár. Samtök verkamanna í þjónustu hins opinbera, Force Ouvriere, sögðu að 1,7 til tvær milljónir manna hefðu tekið þátt í mótmælagöngunum víða um landið í gær, en embættismenn. innanríkisráðuneytisins töluðu ¦ um 500.000 til ein milljón manns. Áður hafði Juppe sagt að stjórnin myndi segja af sér ef tvær milljónir manna tækju þátt í slíkum götumótmælum. Stærsta stéttarfélag lestastarfs- manna ákvað að halda áfram verk- falli í a.m.k. tvo daga til að krefjast þess að stjórnin félli frá áformum um að fækka starfsmönnum. Vantrauststillaga, sem stjórnar- andstaðan bar fram á stjórnina, var felld á þingi í gær með miklum mun. ¦ Vígreifur fjöldi/20 Vandi lífeyrissjóðakerfisins Verður Chile fyrirmyndin? London. Reuter. ÓHÁÐA lífeyrissjóðakerfið í Chile, uppsöfnunarkerfi sem byggt hefur upp mikla, innlenda sjóði á aðeins 15 árum, er farið að vekja æ meiri athygli, meðal annars í ýmsum Evrópuríkjum. í nýrri skýrslu frá Adam Smith-stofnuninni í Bretíandi er lagt til að hugað sé að þessu kerfi þar^en í henni segir einnig, að fjölgun fólks í efstu aldursflokkunum sé að sliga breska velferðarkerfið. í Chile var kerfið tekið upp 1981 og síðan hefur það safnað í sjóði 1.626 milljörðum ísl. kr. og árlegur vöxtur þess er um 130 milljarðar kr. Á síðasta áratug jókst sparnað- ur í Chile til jafnaðar um 15% á ári, á árunum eftir 1990 var aukn- ingin allt að 27% og 30% á þessu ári. Óháða lífeyrissjóðakerfið, sem Jýtur opinberu eftirliti, svarar nú til helmings alls sparnaðar í land- inu. Sagt er að þessi mikli, innlendi sparnaður hafi hlíft Chile við slæm- um afleiðingum mikilla hræringa á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði eins og gerðist í Mexíkó. Stefnir í gjaldþrot í skýrslu Adam Smith-stofn: unarinnar segir, að um 2030 verði einn eftirlaunaþegi í Bret- landi á hverja 2,4 vinnandi menn og nú þegar um aldamótin verði útgjöld tryggingakerfisins kom- in í rúma 9.300 milljarða kr. Þau . verði ekki greidd nema með því að.hækka skatta, sem aftur hefði alvarleg áhrif á efnahagslífið. Eamonn Butler, einn höfunda skýrslunnar, segist ekki vera í nein- um vafa um að taka eigi kerfið í Chile til fyrirmyndar í Bretlandi eins og þegar hafi verið gert í ýmsum Suður-Ameríkuríkjum. Nefnd á vegum breska Verka- mannaflokksins hefur einnig verið að skoða þetta kerfi og álit tveggja bandarískra stofnana sem vilja að það verði tekið upp í Bandaríkjun- um. Chilíska kerfið er einnig til skoð- unar á ítalíu, Spáni, Hollandi og í Suður-Afríku. Skylduaðild I Chile ber öllum skylda til að greiða í einhvern lífeyrissjóð og er lágmarksiðgjald 10% af tekj- um en hámark 20% og fylgir því nokkur skattafsláttur. Geta menn skipt um sjóði að vild án þess að réttindi þeirra skerðist og þegar komið er á eftirlauna- aldur ráða menn sjálfir eftirlaun- unum innan þeirra marka, sem þeir hafa áunnið sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.