Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Salur í Austurbæjarskóla færður til upprunalegs horfs Skrautbekkur og bíótjald fundin Morgunblaðið/Ásdís VALDIMAR Jóhannsson, umsjónarmaður Austurbæjarskóla, virðir fyrir sér skrautbekkinn á veggnum. UM 40 sentímetra breiður skrautbekkur hefur komið í ljós undir nokkrum lögum af máln- ingu í hátíðarsal Austurbæjar- skóla og er talið að hann hafi verið í salnum þegar skólinn var vígður 1930. Héðinn Pétursson aðstoðar- skólastjóri segir að bekkurinn sjáist á ljósmynd sem tekin var 1951, en eftir það séu ekki til myndir af salnum og menn viti því ekki nákvæmlega hvenær málað var yfir bekkinn. Fyrir dyrum stendur mikil endurnýjun á innviðum Austur- bæjarskóla á næstu árum en hann er friðaður að innan. Hús- friðunarnefnd hóf skoðun á húsakynnum innanhús þegar það var ljóst. „Þeir fylgjast með því að engum minjum verði eytt,“ segir Héðinn. Forverðir frá fyrirtækinu RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært fjóra menn, fyrrum framkvæmda- stjóra og fyrrum útgerðarstjóra Ósvarar hf. í Bolungarvík, fram- kvæmdastjóra Frosta hf. í Súðavík og fískútflytjanda í Reylq'avík fyrir brot á ýmsum lögum, m.a. í tengsl- um við kvótaviðskipti íslensku fyrir- tækjanna við þýska fisksölufyrir- tækið Lúbbert í Bremerhvaen. sem talið er að hafi fært Lúbbert yfirráð yfír 1.000 tonnum af karfakvóta á Islandsmiðum fyrir rúmlega 20 milljónir króna. Fyrrum útgerðarstjórinn sætir ákæru fyrir að hafa komið á samn- ingunum milli Ósvarar og Lúbbert og fyrir skjalafals sem haft verið framið með því að breyta áður út- fylltu og undirrituðu umsóknareyðu- Nýtt aðflug að Vest- mamiaejjum FLUGMÁLASTJÓRN er að breyta aðflugsferlum að Vestmannaeyja- flugvelli sem stytta flugtímann frá landi til Eyja. Ráðgert er að verkinu ljúki um miðja vikuna. Fjarlægðarmælir sem hefur verið á Stórhöfða hefur verið fluttur þaðan og settur á Sæfell við flugvöllinn. Með radíóvita sem er á flugvellinum, og gefur stefnuna, og fjarlægðar- mælinum verða til nýir aðflugsferlar beint inn á brautarenda sem stytta flugið t.d. frá Reykjavík. Kostnaður við þessa breytingu er um þrjár milljónir kr. Fram til þessa hefur þurft að fljúga aðflug suður yfir Stórhöfða og þaðan hefur flug- vélunum verið lent inn á brautirnar í sjónflugi. Lending í austurátt styttist og til verða ný blindaðflug fyrir lendingu í vestur og norður, sem ekki voru fyrir hendi áður. Farþegar sem hafa farið um Vest- mannaeyjaflugvöll á þessu ári eru 68.235 en voru í fyrra 78.112. Að- eins á Reykjavíkurflugvelli, 303 þús- und farþegar, sem er 13% aukning frá 1994, og Ákureyrarflugvelli, 114 þúsund farþegar, er umferðin meiri. Morkinskinnu voru kallaðir til þegar menn hófu að huga að færa salinn til upprunalegs horfs, og létu þeir það álit í ljós að hægt væri að fletta málningu ofan af því sem væri á veggjum frá upphafi skólans, eins og kom í Ijós. Bekkurinn liggur frá sviði og hringinn í kringum salinn að sviði aftur. „Á bekknum er mynsturmálning af einhveiju tagi, og þótt handbragðið sé kannski ekki sérstaklega listrænt er bekkurinn fallegur, í ögn sér- kennilegum litum enn sem komið er. Ég ímynda mér að sett hafí verið skapalón á vegginn og málað í eyðurnar," segir Héðinn. Salurinn gengur undir nafninu Bíósalurinn, og hefur einnig fundist ámálað sýningartjald fyr- ir endann á sviðinu, umkringt svörtum ramma. Bakvið salinn er bíósýningarklefi og segir Héð- blaði til Fiskistofu með undirrituðu samþykki bæjarstjórans í Bolungar- vík og varaformanns verkalýðsfé- lags bæjarins vegna og nota það breytt til að flytja 200 tonna grá- lúðukvóta frá Dagrúnu. Maðurinn er sakaður um að hafa málað yfir tölur á eldra umsóknareyðublaði, fært inn nýjar dagsetningar, aflatöl- ur og kaupendur kvóta og símsent svo bréfíð til LÍÚ og Fiskistofu eins og um nýtt undirritað eyðublað væri að ræða og að samþykki bæj- arstjómar og verkalýðsfélags væri fengið fyrir viðskiptunum. Fyrrum framkvæmdastjóri Ósvar- ar er ákærður fyrir að hafa veitt Fiskistofu rangar upplýsingar um að Bessi ÍS væri viðtakandi um 500 þorskígildistonna af veiðiheimildum Holti. Morgunblaðið. HÉR undir Eyjafjallajökli hefur verið einmunatíð fram að þessu. Frostnætur hafa verið fáar en þeim mun meira inn að menn hafi hugsað sér sal- inn m.a. í þeim tilgangi að sýna þar kennslumyndir. „Hér voru hátt í 2.000 börn þegar flest var og var kennt frá morgni til kvölds sex daga vik- unnar, i samanburði við um 500 nemendur í dag, þannig að verið getur að Bíósalurinn hafi líka sem áður höfðu verið seldar þýska fyrirtækinu. Þar með hafi þýska fyr- irtækinu verið gert kleift að öðlast fískveiðirétt í íslenskri landhelgi með verktakasamningum við útgerðir og fískvinnslufyrirtæki hér á landi. Einnig er framkvæmdastjórinn sak- aður um að hafa misnotað brotið gegn samþykktum stjómar félagsins um að ekki yrðu teknar meiriháttar ákvarðanir um meðferð aflaheimilda. Framkvæmdastjóri Frosta er sak- aður um að hafa tekið að sér að geyma á Bessa ÍS fyrir Lúbbert 500 tonn af þeim kvóta sem var færður frá Dagrúnu og fyrir að hafa gefið út efnislega rangar umsóknir til Fiskistofu um flutning á aflamark- inu þegar það var síðan flutt á önn- ur skip sem tóku að sér að veiða rignt síðustu daga. Það er til tíðinda að sjá mjólkurkýr á beit í desember á grænni jörð þegar sólin er lægst á lofti verið hugsaður sem tilbreyting,“ segir hann. Einnig er búið að flytja öll sæti úr salnum, alls 150 talsins, og er verið að lagfæra þau í sam- ræmi við það sem áður tíðkaðist. Héðinn segir stefnt að því að ljúka endurbótum á þessu fjár- hagsári, þ.e. fyrir 20. janúar. það sem verktakar fyrir Lúbbert. Fiskútflytjandinn í Reykjavík er sakaður um að hafa útbúið þijá ranga reikninga sem gáfu til kynna að fyrirtæki hans hefði flutt út fisk og selt Lúbbert þegar það hafi að- eins tekið að sér pappírsvinnu fyrir Lúbbert við útflutning fisksins sem þýska fyrirtækið hafði áður eignast. Mennimir eru ákærðir fyrir brot á ýmsum ákvæðum hegningariaga, fískútflytjandinn fyrir bókhaldsbrot, en eign þýska fyrirtækisins á ís- lenskum aflaheimildum telst einnig stangast á við lög um fjárfestingar útlendinga í atvinnurekstri, lög um rétt 'tíl fiskveiða í landhelgi og efna- hagslögsögu íslands. Málið verður tekið til meðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða í janúar. og skuggar leika sér á miðj- um degi. Á myndinni má sjá Byggðasafnið í Skógum í bak- sýn. Vörugjaldi ekkibreytt fyrir áramót NÚ ER orðið ljóst að ekki tekst að gera breytingar á lögum um vörugjald fyrir áramót sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Nefnd á vegum fjármálaráð- herra sem hefur unnið að gerð tillagna um breytingar á lögum um innheimtu og álagningu vörugjalds, áformaði að ljúka nefndaráliti sínu sl. mánudag en það tókst ekki. Frestur sá, sem Eftirlitsstofn- un EFTA (ESA) veitti íslandi til að breyta lögum um vörugjald rann út í ágúst síðastliðnum. Fjármálaráðherra hefur lýst yfir að lausn verði fundin á málinu og breytingar gerðar á lögunum. Stjóm ESA mun fjalla um málið á fundi í þessari viku og er búist við að hún muni ákveða að vísa því til EFTA-dómstólsins. Hvalfjarðargöng Búist við undirritun innan skamms EKKI hefur enn verið ákveðið hvenær lokasamningar um fjár- mögnun Hvalfjarðarganga verða undirritaðir en búist er við að það verði gert innan ekki langs tíma. Undirbúningur að gerð samning- anna milli Spalar hf., lánveitenda og verktaka um ijármögnun og framkvæmdir við gerð ganganna hefur staðið yfír síðan í vor. Fjölmargir aðilar í alls fímm löndum koma að gerð samning- anna sem eru margir og flóknir, og skv. upplýsingum Gylfa Þórð- arsonar, stjómarformanns Spalar hf., hefur ekki enn tekist að ákveða dagsetningu fyrir undir- ritun samninga því margir aðilar þurfi að koma að henni. Samning- amir verða undirritaðir á Islandi og áætlað er að framkvæmdir við gerð ganganna gætu hafíst mjög fljótlega eftir að samningar liggja fyrir. Borgarráð Húsnæðis- nefnd úthlut- að 102 íbúðum BORGARRÁÐ hefur samþykkt úthlutun byggingarréttar fyrir 102 íbúðir til Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Úthlutunin nær til fjölbýlis- húsa við Álfaborg 3, 7, 9, 15, 17, 21, 25 og 27 í Grafarvogi, samtals 68 íbúðir og við Dísa- borg 2, 3, 4, 7, 9 og 13 í Grafar- vogi, samtals 34, íbúðir. Lág- marksgatnagerðargjald og skolpheimæðagjald er samtals rúmar 24,4 milljónir króna sem verður millifært sem framlag borgarsjóðs til byggingar félags- legra eignaríbúða. Falli breytt í staðið FALLEINKUNN tveggja nem- enda Iðnskólans í Reykjavík var breytt í staðið í tölvukerfi skól- ans. Einnig var fjarvistum margra nemenda breytt. Rannsókn málsins er ekki lok- ið innan skólans en Ingvar Ás- mundsson skólameistari telur að fjórir nemendur. af tölvubraut skólans hafi komist yfír lykilorð tveggja starfsmanna skólans og framkvæmt þetta verk og að fleiri nemendur hafi verið í vit- orði með þeim. Nemendur hafa viðurkennt aðild að málinu. Kvótaviðskipti Ósvarar, Frosta og Álftfirðings við Liibbert í Þýskalandi Fj órir menn ákærðir Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Mjólkurkýr á beit í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.