Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 FRÉTTIR Fágætir páfagaukar komnir í leitirnar PÁF AG AUKARNIR tveir, sem var rænt úr gæludýraverslun um helgina, fundust í Reykjavík seint á mánudagskvöld og voru þeir þá frekar illa á sig komnir. Jón Ólafsson, einn eigenda verslunarinnar Gæludýrahúss- ins í Fákafeni, sagði í gær að það væri „fyrst og síðast fjöl- miðlanna verk að ég fékk þá aftur“ og bætti við að málinu væri nú lokið. Málið hefði feng- ið slíka umfjöllun í fjölmiðlum að þeir, sem námu páfagaukana á brott, sáu að sér, enda hefði ekki verið um annað að ræða en að skila þeim eða drepa þá því að ógerningur hefði verið að koma þeim í verð. Jón sagði að sér hefði verið vísað á fuglana í ruslatunnu- geymslu í Reykjavík eftir nokkr- ar hringingar og samtöl við fuglaræningjana. Hann hefði ítrekað þau orð sín, sem fram komu í fjölmiðlum, að málið yrði látið niður falla ef fuglun- um yrði skilað. Páfagaukarnir eru af tegund- inni alba cacat.ua og eru aðeins um tíu pör af þessari tegund til í Evrópu, en hún er upprunnin í Ástralíu. Jón sagði að fuglarn- ir hefðu verið illa farnir í fiðri og svekktir eftir brottnámið. Stélið vantaði á kvenfuglinn og væri greinilegt að fjaðrirnar hefðu reyst úr því að blóð væri á endum þeirra. Hann sagði að það hefði þó komið sér á óvart að fuglamir hefðu þegið mat úr höndum sér í gær og það benti til þess að þeir yrðu fljótir að ná sér. Fuglarnir verða í Gæludýra- húsinu út desember, en því næst verður þeim komið fyrir hjá ein- hverjum, sem „hefur aðstöðu og Morgunblaðið/Kristinn PÁFAGAUKARNIR tveir, sem rænt var úr gæludýra- verslun um helgina, eru nú fundnir og þessi mynd var tekin af þeim í búri sínu í Gæludýrahúsinu í gær. Eins og sést fer lítið fyrir stéli kvenfuglsins eftir brottnámið. áhuga“ eins og Jón orðaði það og bætti við að öllum væri vel- komið að skoða þá. ASÍ og VSÍ undirrita samning um lífeyrismál Margir lífeyrissjóðir þurfa að gera breytingar ALÞÝÐU S AMB AND íslands og Vinnuveitenda,samband íslands und- irrituðu í gær formlega samning um lífeyrismál, þar sem leitast er við að setja lífeyrissjóðum á samnings- sviði þessara samtaka skýrari reglur um uppbyggingu, starfshætti og lág- markskröfur sem sjóðirnir verði að uppfylla til þess að geta tekið við iðgjöldum samkvæmt skyldutrygg- ingarákvæðum kjarasamninga. Meðal ákvæða samkomulagsins má nefna að lífeyrissjóðunum er gert að tryggja ákveðin lágmarks- réttindi gegn greiðslu iðgjalds sem nemur 10% af heildarlaunum og rétt- indi umfram það verði að byggja á tryggingarfræðilegu mati á greiðslu- getu sjóðanna. Þá er forsenda þess að lífeyrissjóður fái starfsleyfi að þeir eigi fyrir skuldbindingum sín- um. Settar eru hertari reglur um meðferð sjóða sem ekki eiga fyrir skuldbindingum sínum. Þá eru ákvæði um að teknir verði upp opn- ir ársfundir lífeyrissjóða og settar skýrari reglur um verkefni og skyld- ur stjórnar og framkvæmdastjóra. Einnig eru sett skýrari ákvæði um ávöxtun á fé lífeyrissjóða, meðal annars er gerð krafa um fjárfesting- arstefnu sem kynnt verði á árs- fundi. Ennfremur eru settar reglur um víðtækari upplýsingaskyldu gagnvart sjóðfélögum og reglur um reikningsskil og tryggingarfræðileg- ar úttektir samræmdar sem auðveld- ar allan samanburð milli sjóða. Þá fær bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands, sem hefur eftirlit méð lífeyris- sjóðunum, auknar heimildir til að framfylgja því eftirliti. Á fundi með blaðamönnum við þetta tækifæri kom fram að búast má við að margir lífeyrissjóðir sem samningurinn tekur til þurfi að gera breytingar á starfsemi sinni til þess að uppfylla-skilyrði samningsins um lágmarksréttindi og að þeir eigi fyr- ir skuldbindingum sínum, annað- hvort með sameiningu við aðra sjóði eða með öðrum hætti. Var því jafn- framt spáð að innan fárra ára hefði sjóðunum fækkað mjög og yrðu ekki nema 10-12 talsins. Benedikt Davíðsson, förseti ASÍ, sagði að þessi samningur væri gerð- ur til þess að tryggja að fólk fengi þau réttindi í lífeyrissjóðunum sem því væri lofað þegar það greiddi ið- gjöld til þeirra. Olafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, sagði að aðdragandi þessa samkomulags væri langur, en breytingar í þessum málum væru löngu tímabærar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR B. Ólafsson og Benedikt Davíðsson takast í hendur að lokinni undirskrift að viðstöddum Þórarni V. Þórarinssyni, Kára Arnóri Kárasyni og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Andlát SIGURGEIR SIGURJÓNSSON SIGURGEIR Sigur- jónsson hæstaréttar- lögmaður lést hinn 6. desmber síðastliðinn og hefur útför hans farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurgeir var 87 ára er hann lést en hann fæddist 5. ágúst árið 1908 í Hafnarfirði. Hann var sonur hjón- anna Siguijóns Kristj- ánssonar og Hjáimfríð- ar Marsibilar Kristjáns- dóttur. Sigurgeir varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1930, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1935 og varð héraðsdómslögmaður árið 1938 og hæstaréttarlögmaður árið 1941. Sigurgeir starfaði sem fulltrúi á lögmannsstofu Stefáns Jóh. Stefáns- sonar hrl. og Guðmundar 1. Guð- mundssonar hrl. á árunum 1936 til 1942 en rak eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá árinu 1942 þar til hann hætti sem lögmaður í árslok 1990. Hann stofnaði ásamt Erni Þór hrl. sameignarfélagið Sigurjónsson & Þór, einkaleyfaskrifstofu, árið 1970 en keypti hlut Arnar þremur árum síðar og var félaginu breytt í hlutafélag árið 1987 undir nafninu Sigur- jónsson & Thor hf. og var rekið undir forstöðu Sigurgeirs til 4. janúar árið 1989 er það var selt. Sigurgeir var ræðis- maður fyrir ísrael árið 1957 til 1960 og aðal- ræðismaður árið 1960 til 1973. Hann var með- al annars einn af stofn- endum og formaður stjómar Steypustöðv- arinnar hf. árið 1947, sat í stjórn Sölutækni árið 1959 og í Mann- réttindanefnd Evrópu frá árinu 1962 til ársins 1966. Hann var einn af stofnendum Félags umboðsmanna eigenda vörumerkja og einkaleyfa árið 1964 og formaður stjórnar fé- lagsins til ársins 1988 og heiðursfé- lagi. Sigurgeir var kjörinn í Mann- réttindadómstól Evrópu árið 1967 til ársins 1972. Hann var einn af stofnendum Alþjóða líftryggingafé- lagsins hf. og í stjórn þess frá upp- hafí. Efirlifandi eiginkona Sigurgeirs er Regína Hansen. Þau eignuðust fjögur börn, sex bamaböm og eitt bamabarnabarn. Magnús Jóhannesson ráðuneytisstj óri um ákvarðanatöku vegna snjóflóðahættu Skynsamlegt að færa ákvarðanatöku til Veðurstofunnar EF TEKIÐ er mið af stöðu snjó- flóðamála og markmiði laga um að koma í veg fyrir manntjón af völdum snjóflóða er skynsamlegt að færa ákvarðanatöku til Veður- stofunnar enda býr stofnunin yfir mestri fagþekkingu á snjóflóðum, segir Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðuneyt- inu, eftir fjóra borgarafundi um snjóflóðamál á Vestfjörðum. Magnús sagði að tilgangurinn með fundunum hefði í megindrátt- um verið þríþættur. Að kynna og fá viðbrögð við skipulagsbreyting- um, kynna hvaða þekking væri fyrir hendi á eðli og orsök snjó- flóða hér á landi og skapa skilning á aðgerðum til bráðabirgða til að draga úr hættu af völdum snjó- flóða. Hann sagði að enn ætti eftir að halda fundi á Patreksfirði, Siglu- firði, Seyðisfirði og í Neskaupstað og því væri of snemmt að segja að viðhorf fundarmanna á Vest- fjörðum myndaði einhvers konar þverskurð. „Fundimir voru hins vegar mjög gagnlegir fyrir okkur. Ekki síst af því útlit er fyrir að umhverfisráðuneytið taki við mála- flokknum. Nokkur atriði komu oft- ar fyrir en önnur, t.d. spunnust á tveimur stöðum umræður um að færa vald vegna rýmingar húsa í snjóflóðahættu frá almannávörn- um á svæðinu til Veðurstofunnar. Einhveijir töldu breytinguna til hins verra. En svo töldu aðrir breytinguna til bóta,“ sagði Magn- ús. Mikil ábyrgð á eina stofnun Hann sagðist sjálfur líta svo á að með breytingunni væri verið að færa valdið til þeirra sem hefðu bestu faglegu þekkinguna til að meta hættuna. „Hins vegar er augljóslega verið að setja geysilega mikla ábyrgð á eina stofnun. Ég veit að Veðurstofan sækist ekki eftir því og í sjálfu sér er ég ekki hvatamaður að því að setja okkar stofnanir í svona stöðu. En miðað við stöðu mála og markmið lag- anna um að koma í veg fýrir mann- tjón af völdum snjóflóða sýnist mér mjög skynsamlegt að færa meira af ákvarðanatöku, en hingað til hefur verið, til Veðurstofu ís- lands,“ sagði hann. Hann tók fram að ekki mætti gleyma því að verið væri að efla starfsemi snjóaathug- unarmanna í sveitarfélögunum og eftir breytinguna yrðu þeir starfs- menn Veðurstofunnar. „Ekki má heldur gleyma því að fleiri atriði eru í frumvarpinu, t.d. um að gerð hættumats og allar forvarnir flytj- ist til Veðurstofunnar, og ég gat ekki heyrt annað en að verulegur stuðningur væri við það,“ sagði Magnús og tók fram að hann von- aðist til að með því yrði stjórnsýsl- an einfaldari og fljótvirkari. Varúðaráætlun Hann tók fram að meðan verið væri að afla betri vitneskju til að spá fyrir um komu, skriðlengd og útbreiðslu snjóflóða yrði að beita varúðaráætlunum. „Hugmyndin er að Veðurstofan vinni, í samráði við almannavarnanefndir og staðkunn- uga heimafyrir, sérstakar áætlanir tií að fara eftir við sérstök veður- skilyrði. Vísindamenn í Háskólan- um hafa verið að fara yfir ýmsar forsendur og útreikninga við gerð slíkra áætlana og reiknað er með að þeirri vinnu verði lokið um ára- mót fyrir flesta staðina, 5 eða 6 af 8 eða 9 um áramótin, og sérfræð- ingar Veðurstofunnar munu á grundvelli þess eiga fundi með heimamönnum strax í janúarmán- uði. Vonast er til að sjálfar áætlan- imar verði tilbúnar í lok janúar.“ Andlát GÍSLIÓLAFSSON RITSTJÓRI GÍSLI Ólafsson rit- stjóri lést á heimili sínu í Reykjavík að- faranótt sunnudags- ins 10. desember. Gísli kom víða við í rit- stjórnarstörfum sín- um og vann við þýð- ingar og stundaði út- gáfustarfsemi mestan hluta ævi sinnar. Gísli Ólafsson fæddist 3. janúar 1912 að Búðum í Fá- skrúðsfirði. Foreldrar hans vom Björn Ólaf- ur Gíslason, fram- kvæmdastjóri í Viðey, og Jakobína Davíðsdóttir. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933, gerðist blaðamaður við Vik- una 1940-41 og var gjaldkeri hjá Steindórsprenti hf. í Reykjavík 1941-42. Hann var ritstjóri tímaritsins Úrvals frá stofnun þess 1942-59 og útgefandi 1956-59. Hann var einnig ritstjóri Viðskiptaskrárinn- ar 1957-76, aðstoðarmaður við ritstjórn Ægis frá 1955 og Tíma- rits Verkfræðingafélags íslands frá 1964. Gísli rak bókaforlagið Blá- fellsútgáfuna frá 1958-75. Hann gaf út Krossgátublaðið frá 1961-79 og hóf út- gáfu þess að nýju um mitt síðasta ár. Gísli var ritstjóri árbókarinnar Stórvið- burðir líðandi stundar í myndum og máli frá upphafi 1965 þar til hún hætti að koma út. Hann var fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgef- enda 1976-81 og var í stjórn þess frá 1961-76 þegar það hét Bók- salafélag Islands. Hann vann við bókaþýðingar frá 1946 og þýddi meðal annars bækurnar Klarkton eftir Howard Fast, Borin fijáls eftir Joy Adamson og Raddir vors- ins þagna eftir Rachel Carson. Gísli lætur eftir sig eiginkonu, Hólmfríði Jóhannesdóttur frá Hof- stöðum í Skagafírði, og þijú upp- komin börn, Ólaf, Jóhannes og Gunnhildi. Hann verður jarðsung- inn frá Laugarneskirkju klukkan 10:30, mánudaginn 18. desember. ' í I > \ \ ) i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.