Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mannfjöldinn var víg- reifur en friðsamur IÐANDI hávær mergð fyllti breiðgötur í miðri París í gær og andrúmsloftið var þrungið gleði og vígamóð. Burt, burt, burt með áætlun Juppé, drundi aftur og aftur í skaranum og oft heyrð- ist líka: „Chirac, Juppé, við segjum ykkur upp.“ Tveir rauðklæddir jólasveinar með andlitsgrímur for- setans og forsætisráðherrans veif- uðu tignarlega til mannfjöldans af einum vörubílanna sem siluðust með hátalara í þvögunni. Slagorð höfðu verið fest á háreist minnis- merki og menn klifruðu upp þau eins og komist varð til að sjá yfir mannhafið. Lögreglan sagði í gær að í París hefðu 60.000 manns tekið þátt í aðgerðunum gegn stjórnvöldum, en tala verkalýðs- forystunnar var 200.000. Risablöðrur með slagorðunum og nöfnum verkalýðshreyfinga svifu yfir ótal skiltum og löngum hvítum borðum sem fólk strengdi milli sín á göngu og í mótmæla- stöðu frá morgni fram undir kvöld. Liði var safnað á Republique eða Lýðveldistorgi yfír hádegið, stans- laus straumur lá þangað og fólk fann sitt félag eða hóp eða samein- aðist eitt og sér brosleitum fjölda á torginu og næstu götum. Slagorð voru hrópuð taktfast og úr takti, sígildir byltingar- söngvar kyijaðir eða dansað við hávært rokk. Þrátt fyrir þetta gat fólk talað saman og gerði mikið af því og meira að segja tefldu einstaka rólegheitamenn skák meðan beðið var eftir að gangan hæfíst að Bastillunni. Flugritum var dreift, flautur þeyttar, hvell- hettur sprengdar og einn og einn flugeldur sendur á loft. Eldar brunnu víða með brauði og pylsum Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmæla- göngum víðs vegar um Frakkland í gær. Þórunn Þórsdóttir brá sér í gönguna í París Reuter MÓTMÆLENDUR í Nice með spjöld þar sem segir: Juppe, við höfum auga með þér. og kaffihús í grennd voru full svo móða sat á gluggunum. Undir klukkan tvö biðu menntaskóla- nemar í broddi fylkingar ekki leng- ur, nemendur eru margir meðal verkafólks, þeir kveiktu á blysum, hoppuðu og bauluðu og héldu af stað. Sigið var austur' að Nation, sumir leiddu hjól, sem þeir höfðu kannski komið á úr úthverfi, fleiri leiddu næsta mann, áfram var hrópað og sungið. Þótt einn og einn hópur hafi öðru hvoru sleppt sér og tekið á sprett með hrópum og köllum tekur tíma fyrir tugþús- unda manna breiðfylkingu að safnast saman á áfangastað. Margir gengu auðvitað aðeins hluta úr leiðinni en mikill fjöldi var þó við Nation þegar síðustu hóparnir náðu þangað um fjögur- leytið. Á leiðinni hafði verið veifað úr opnum gluggum húsa og einn framtakssamur náungi festi spjöld út í gluggann sinn með fréttum af fjölda göngumanna í helstu borgum landsins. Met í Marseille, 100.000 manns mótmæltu. í To- ulouse 80.000 og jafnmargir í Rouen, 50.000 í Nice og sami fjöldi í Bordeaux. Nýjar tölur frá lög- reglunni, hafði þessi ágæti maður skrifað á sérstakt blað. Það minnti á að hvergi sáust lögreglumenn þótt hér og hvar væru stæðilegir kumpánar að bauka við talstöðvar. Málið skýrð- ist á heimleið frá Nation, í nær- liggjandi götum voru langar raðir af brynvörðum vögnum og bak við gluggana glitti í vopnaða menn. Þeir gátu sem betur fer setið róleg- ir þennan mikla mótmæladag í Frakklandi. Leeson til- kynnir áfrýjun BRESKI bankamaðurinn Nick Leeson, sem hlaut nýverið 6V2 árs dóm fýrir skjalafals í Singap- ore, tilkynnti í gær að hann hygðist áfrýja dóm- inum. Sam- kvæmt þar- lendum lög- um getur dómurinn þyngst við áfrýjun en áður en til hennar kemur verður dómari í málinu að færa rök fyrir dómin- um sem hann felldi yfir Leeson. Afleiðuviðskipti Leesons gerðu Barings-banka gjaldþrota fyrr á árinu. Bréfsprengja ætluð Kohl BRÉFSPRENGJA ætluð Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, sprakk á pósthúsi í austurhluta Þýskalands í gær. Bréfið sprakk þegar sprengjusérfræðingar áttu við það. Enginn slasaðist enda var ekki um hættuleg sprengi- efni að ræða, heldur nokkurs konar flugeid. Engar vísbend- ingar eru um hver sendi bréfið. Hætt við lok- unárið 2010 SÆNSKA orkumálanefndin, sem skila á tillögum sínum um stefnu stjómarinnar í orkumál- um, telur að ríkisstjómin eigi að hætta við fyrirhugaða áætlun um að loka sænskum kjamorku- verum árið 2010. Telur nefndin slíkar fyrirætlanir óraunhæfar. Svíar samþykktu í þjóðarat- kvæði árið 1980 að stefna að lokun kjamorkuvera og þingið | ákvað síðar að miða við árið 2010. Nablus í hend- urPLO Damaskus, Washington, Nablus. Reuter. ÍSRAELSKAR hersveitir voru í gær fluttar á brott frá Nablus, einni af stærstu borgum Palest- ínumanna á Vesturbakkanum, eftir 28 ára hersetu og var það degi fyrr en gert var ráð fyrir í friðarsamningum deiluaðila. Ör- yggissveitir Frelsissamtaka Pal: estínu, PLO, tóku við stjórn í borginni við mikinn fögnuð íbú- anna en þeir eru um 130.000, langflestir Palestínumenn. Nablus hefur öldum saman verið þekkt fyrir andstöðu við erlend yfirráð og þar var miðstöð uppreisnarinnar gegn hernámi ísraela, intifada, á níunda ára- tugnum. Viðræður um Gólan Stjórnvöld í Sýrlandi svöruðu í gær af varfærni en þó fremur vinsamlega þeim ummælum Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, í Washington á mánudag að hann myndi nú einbeita sér að því að ryðja úr vegi hindrun- um á vegi friðarsamninga við Sýrlendinga. Háttsettur embætt- ismaður i Damaskus sagði að ummæli Peres hefðu verið mjög almenns eðlis. Ekki kæmi annað til greina en að ísraelar drægju Reuter Ungir Palestínumenn í Nablus dansa af fögnuði í fyrrverandi bækistöðvum ísraelska her- námsliðsins og veifa fánum og myndum af Yasser Arafat, leiðtoga PLO, í gær. allt herlið sitt á brott frá Gólan- hæðum sem ísraelar tóku af Sýr- lendingum í sex daga stríðinu 1967. í júní lauk viðræðum fulltrúa heija landanna tveggja án þess að samkomulag næðist um að- gerðir og viðbúnað á hæðunum er tryggja myndi öryggi ísraels. A morgun, fimmtudag er ætl- unin að Warren Christopher, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Hafez al-Assad Sýrlandsfor- seta að máli í Damaskus og kynni honum nýjar hugmyndir Peres að lausn á deilunum um Gólan. Zjúganov segir rússneska kommúnista í mikilli sókn Telur hug'sanlegt að Skokov myndi sljórn ■ Moskvu. Reuter. GENNADÍJ Zjúganov, leiðtogi rússneska kommúnistaflokksins, sagði í gær að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kynni að fórna Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og fela Júrí Skokov, leiðtoga Rúss- neska héraðaflokksins, að mynda nýja stjóm eftir kosningarnar á sunnudag. Zjúganov vildi ekki svara því hvort kommúnistar léðu máls á aðild að stjóm undir forystu Skokovs en hann útilokaði hins veg- ar þann möguleika að hann yrði ráðherra í stjóm Tsjemomyrdíns. Búist er við að kommúnistaflokk- urinn verði stærstur á næsta þingi og Zjúganov sagði að fylgi flokksins færi vaxandi út um allt Rússland. Hann kvaðst vona að kosningamar leiddu til samsteypustjómar, sem nyti víðtæks stuðnings. „Enginn mun vinna yfirburðasigur," sagði hann við blaðamenn. „Þið hafíð kannski veitt því athygli að við höf- um ekki verið dónalegir við nokkurn flokk í kosningabaráttunni." Skokov í stað Tsjernomyrdíns? Zjúganov spáði því að auk komm- únistaflokksins myndu fímm eða sex flokkar ná 5% markinu og fá fulitrúa kjörna á þingið.„JeItsín fylgist grannt með því hvort Skokov eða Tsjemomyrdín fái fleiri at- Vill ekki ráð- herraembætti undir forystu Tsjernomyrdíns kvæði,“ sagði Zjúganov. „Ég spái því að þeim, sem fær fleiri at- kvæði, verði boðið embætti forsæt- isráðherra." Talið er að kommúnistaflokkur- inn hafi þreifað fyrir sér um stjórnarsamstarf við Rússneska héraðaflokkinn, en Zjúganov vildi ekki tjá sig um hvort hann léði máls á stuðningi við stjórn undir forystu Skokovs. „Við viljum skýr svör frá honum um stefnu flokks- ins. Hann hefur ekki hafnað stefnu Jeltsíns." Skokov er fyrrverandi ráðgjafí forsetans. Samið við Jabloko? Zjúganov gaf ennfremur í skyn að til greina kæmi að ná samkomu- lagi við Jabloko, flokk umbóta- sinnans Grígoríjs Javlínskíjs, sem hann sagði „skynsamari“ en aðra leiðtoga umbótasinna. Hann sagði þó að ekki kæmi til greina að hann yrði ráðherra í stjórn undir forystu Tsjernomyrdíns. Tsjernomyrdín kvaðst í fyrra- kvöld búast við því að halda emb- ætti sínu hvernig sem kosningarnar færu. Samkvæmt stjórnarskránni frá 1993, sem tryggir forsetanum mikil völd, þarf Jeltsín ekki að leita j eftir stuðningi þingsins við nýja stjórn. Kjörtímabili forsetans lýkur ’ í júní. ) Stefnir ekki að ríkiseinokun Zjúganov áréttaði að rússneskir kommúnistar vildu endurreisa Sov- étríkin ef meirihluti þjóðarinnar væri samþykkur því. Hann gerði lítið úr tilraunum fýrrverandi sovét- lýðvelda eins og Georgíu og Úkra- ínu til að halda sjálfstæði sínu. | „Úkraína naut hundraðfalt meira j sjálfstæðis innan Sovétríkjanna en núna.“ I Kommúnistalejðtoginn sagði hins vegar að flokkur hans vildi ekki koma á ríkiseinokun í efnahagnum eða pólitísku alræði og bætti við að Rússar ættu að fara að dæmi Kínveija við að laða til sín erlendar fjárfestingar. Þá neitaði hann því að einkavædd fyrirtæki yrðu þjóð- nýtt. I Zjúganov sagði að kommúnistar j myndu virða samninga Rússlands við önnur ríki og erlenda lánar- drottna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.