Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sverrir FRA afhendingu fyrstu eintaka Islandssögu a-ö. Frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, og Einar Laxness, höfundur ritsins, ræða saman. Islandssaga í uppflettiriti Nýjar hljómplötur • ÚT er kominn geisladiskur þar sem Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona les eftirlætisljóðin sín eftir mörg íslensk skáld. Geisladiskurinn nefnist Óska- Ijóðin mín.Ljóð- in eru eftir eldri og yngri skáld inrilend og er- lend. Herdís seg- ir um Ijóðin „Óskaljóðin mín eru safn ljóða sem hafa orðið mér iíkt og góðir vinir í gegnum tíðina og ég hef haft ánægju af að lesa og túlka.“ Rut Guðmundsdóttir leikur undir á flautu. Hljóðupptökur gerði Anna Melsted. Magnús Kjartans- son sá um tónlistarupptöku. Frá- gangur og stafræn yfirfærsla eru verk Sveins Valdimarssonar. Út- gefandi er Skífan. • ÚT ER kominn geisladiskur með gítarleikaranum Kristni Árnasyni. Á diskinum eru verk eftir Agustin Barrios og Franc- isco Tárrega. Agustin Barrios var frá Paraguay og var af indjána- ættum. Kristinn Árnason hóf klassískt gít- amám 10 ára gamall. Eftir burtfararpróf stundaði hanri framhaldsnám meðal annars í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Spáni. Árið 1987 var hann valinn úr hópi hundruða umsækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiði sem gítarsnillingurinn Andrés Segovia hélt. Kristinn hefur komið fram á tónleikum hérlendis og erlendis. Hann lék meðal annars í Wigmore Hall í London á síðasta ári. Útgefandi disksins erArsis Classics íHollandi, en honum er dreift afJapis hérlendis ogEMI erlendis. fÍltrgttsiMatoife -kjarni málsins! ÍSLANDSSAGA A-Ö eftir Einar Laxness kom út hjá Vöku-Helga- felli í fyrradag. Forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, var afhent fyrsta eintak verksins við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Einnig var menntamálaráðherra, Bimi Bjarna- syni, afhent eintak af verkinu. í þessu þriggja binda uppflettiriti er fjallað um sögu lands og þjóðar eftir flettiorðum í alfræðistíl. Ritið er samtals um 700 síður í allstóru broti. Uppflettikaflar eru um 600 talsins. Grunnur verksins er ís- landssaga sem Einar Laxness gaf út á vegum Menningarsjóðs fyrir allmörgum árum en efnið hefur verið aukið og endurskoðað, auk þess sem fjölda mynda og korta hefur verið bætt við. Að sögn Ólafs Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Vöku-Helgafells, hefur undirbún- ingur að útgáfu íslandssögu a-ö á geisladiski verið hafinn og er von- ast til að hún verði að veruleika eftir eitt ár. Einar sagði í samtali við blaða- mann að hann hafí í raun unnið að verkinu síðastliðna þijá áratugi ef allt er talið. Hann sagðist vera ánægður með útkomuna. „Þetta rit á að nýtast bæði almenningi, skóla- fólki á öllum stigum og áhugasöm- um um sögulegan fróðleik. I því má fínna rækilega umfjöllun um tiltekin atriði sögunnar í knöppum stíl, í því er einnig að finna ítarlega heimildaskrá þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga um frekara lesefni." Aðspurður sagði Einar að 19. öldin væri sér sérstaklega hugstætt tímabil í íslenskri sögu. „Sjálfstæð- isbaráttan er skemmtilegt viðfangs- efni og hún fær dijúgan skerf í rit- inu.“ Ritstjórn, útlitshönnun og um- brot fóru fram hjá Vöku-Helgafelli. Ritstjóm íslandssögunnar önnuðust Kristinn Arnarson og Pétur Már Ólafsson, myndritstjórn Valgerður Benediktsdóttir og útlitshönnun Valgerður G. Halldórsdóttir. Ritið var fíhnuunnið í Prentmyndastof- unni en prentað í Portúgal. íslands- saga a-ö kostar 14.900 krónur. Herdís Þorvaldsdóttir. Kristinn Ámason Nýjar bækur Stjórnmála- og fyrirtækjasaga ÚT er komin bókin Satt að segja sem er saga Jóharins G. Berg- þórssonar, bæjarfull- trúa og forstjóra í Hafnarfirði. í kynningu _ segir meðal annars: „í bók- inni er rakin stjórn- málasaga jafnt sem fyrirtækjasaga Jó- hanns en fyrirtæki ' í hans eigu voru fyrir fáum árum ein þau stærstu og umsvifa- mestu hér á landi. Jó- hann íjallar opinskátt um gjaldþrot þeirra, uppgjörið við íslands- banka þar sem hann samdi um greiðslu 17,5 milljóna króna vegna 132 miiljóna króna skuldar, átökin í kringum Arnárflug, um Kolkrabb- ann og Smokkfiskinn og um deil- urnar við Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráð- herra, sem lét innsigla fyrirtæki Jóhanns vegna söluskattsskuld- ar.“ Ennfremur segir: „Uppgangur fyrir- tækja Jóhanns var hraður og mikill en fall- ið sömuleiðis hátt þeg- ar að endalokunum kom. Jóhann dregur fram í dagsljósið upplýs- ingar sem aldrei hafa áður komið fyrir al- menningssjónir varð- andi stjórnmálin í Hafnarfírði og átökin innan Sjálfstæðisflokksins í bæn- um.“ Páll Pálsson rithöfundur skráði bókina en útgefandi er Framtíðar- sýn. Bókin er 300 síður og kostar 3.400 kr. JóhannG. Bergþórsson Nýjar bækur Vetur og vor- bláar nætur ÚT er kominn annar hluti Sögunnar af Daníel eftir Guðjón Sveinsson. Bókin nefnist Vetur og vor- bláar nætur. í þessari bók held- ur sagan af Daníel áfram þar sem frá var horfíð í Undir bláu augliti eilífðar- innar. Heimsókn á heimaslóðir kemur róti á huga drengsins og honum finnst hann hvergi eiga heima, þrátt fyrir gott atlæti hjá ömmu og frænda í Syðrivík. „Sagan er jafn- framt samfélagslýs- ing lítils þorps sem er að stíga fyrstu skrefin inn í nútíðina. Leiftrandi frásagnar- gleði og tilfmninga- næmi einkenna frá- sögnina og persón- urnar spretta ljóslif- andi fram á síðunum. Sagan af Daníel læt- ur engan ósnortinn," segir í kynningu. Útgefandi er Mána- bergsútgáfan. Bókin er 293 síður, prentuð í Héraðsprenti á Egilsstöðum. Hún kostar 2.799 kr. Guðjón Sveinsson Hljómsveitarstjóri: Einleikari: Einsöngvarar: Kynmr: Kórar: FjölskyIdutónleikar í Háskólabíói laugardaginn 16. des. kl 14.30 Bernharður Wilkinson Ástríður A. Sigurðardóttir Árný Ingvarsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, María Marteinsdóttir og Rúrik Fannar Jónsson Lovísa Árnadóttir Gradualekór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson Kór Öldutúnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson Skólakór Garðabæjar, stjórnandi Guöfinna Dóra Ólafsdóttir Skólakór Kársness, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir Hátíðarforleikur Píanókonsert nr. 1, 3. þáttur Árstiðirnar, Haustið Hljóðu Jólaklukkurnar Ýmis jólalög Dmitri Shostakovich: Ludwig v.Beethoven: Glazunov: W&C Noona: Miðasaia á skrifstofu hijómsveitarinnar og við innganginn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ISLANDS Háskólabíói við Hagatorg. slmi 562 2255 Myndirfyrir og eftir börn BÓKMENNTIR Sög u r ALÞJÓÐLEG BARNA BIBLÍA. Myndskreytt af bömum um víða veröld. Þýðing: Auðunn Blöndal. Word Publising 1995.230 síður. ÞETTA er faglega unnin bók, - líkleg til þess að vekja athygli, löng- un hjá barni til að eignast. Umgjörð- HUGBUNAÐUR FYRIR WIND0WS KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 in eins og kallar á þig í skærum lit- um, listilegum myndum, og aldrei fyrr hefí eg séð bók líkjast tösku, - MEÐ HANDFANGI. Já, þeir kunna sitt fag sölumennimir. Enda við hæfí að spara í fáu, því innihaldið er hvorki meira né minna en ágrip sögunnar um Guð og mann. í fám, hnitmiðuðum orðum, við hæfí bama, á söguna að rekja frá upphafi fyrstu Mósebókar til Opinberunar Jóhann- esar. Það er því af nógu að taka, höfundi eða höfundum vandi á hönd- um, hvað skal sagt og hveiju sleppt. Oft hefír þetta verið reynt, misvel tekizt til, stundum skelft, - stundum glatt, enda að vonum, því að úrdrátt- ur, hverrar bókar sem er, er ekki bókin sjálf, heldur mynd þess er velur. Rauði þráðurinn í slíkri bók á að vera, að mínu mati, kærleikur Guðs til okkar manna, hvar sem er á hnettinum, - við hvött til að elska og vera verðug elsku. En sá sem vill tjá þá mynd af Guði, þarf að gæta sín að káma hana ekki með alt öðmm litum. Vissulega er reynt að fylgja þessari reglu í bókinni, en því miður takturinn ekki hreinn. Eg fann setningar í bókinni, sem ekki svara spurnum barns, heldur vekja aðrar óhugnanlegar: „Jesús er sterk- ari en sjálf náttúruöflin.“ Hví ske þá hamfarir? Þegar Nóaflóðinu lauk, þá setti Guð regnbogann sem friðar- tákn, - gaf fyrirheit um að flóð yrðu ekki meir. Hvað um flóðbylgjumar sem æða á land og granda öllu er fyrir verður? Guð elskar okkur menn. Hví lætur hann þá fólk deyja fyrir sverði eða hungri? Guð læknar, vek- ur upp frá dauðum. Hví læknar hann ekki alla, afhveiju vekur hann ekki upp pabba eða mömmu? Svona spyija börn, spurnir þeirra eru beittar, og sá sem tekur að sér að svara gæti sín að fæla þau ekki frá kærleikans Guði. Þar sem sagt er frá síðustu kvöld- máltíð Krists, er gefíð í skyn, að kærleiksboðið hafí verið gefið við borðhaldið. Slíkt er aldeilis ekki rétt. Það setti að mér hroll, er eg las söguna um krossfestinguna, eg hreinlega starði á setninguna: „Þetta allt lét Guð gerast, til þess að allir gætu frelsast!" En snúum þá að því aftur, er mig gladdi. Ávarp í upphafi bókar og bókarlok eru vel valin orð. Þýðing Auðuns er lipur og á góðu máli, auðséð að hann vill börnum vel, vandar því sitt verk. Þess ber líka að geta, að stafagerð er glögg, ungum börnum við hæfi. Og þá eru það myndimar. Þær eru eftir börn víða um heim, og gaman að sjá, hvernig óþjálfuð hönd tjáir þá mynd, er í huga barnsins birtist við lestur eða að hlusta á frá- sögn bókarinnar. Sagan um Guð og mann í hugarheimi barna, - án orða. Vissulega athygli vert, og mætti það verða okkur, hinum eldri, oftar til umhugsunar. Skrautleg bók. Sig.Haukur I > > ) i > i I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.