Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 13. DÉSEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og fjarskiptabyltingin ÞAÐ hefur margoft | komið fram, sem nefnt | var í fyrri grein minni 9 að tekist hefur að hafa verð fyrir allar algeng- ustu greinar fjarskipta innanlands lægra hér en víðast annars staðar í nálægum löndum. Þrátt fyrir þetta telur Morgunblaðið að það I sé mikilvægt að gera þær breytingar að fleiri aðilar veiti al- P menna fjarskiptaþjón- ustu. Það kom fram í umfjöllun blaðsins að þeir aðilar, sem vilja komast inn í greinina, sjá að þar gæti orðið erfitt að bjóða betri kjör en nú er gert og því er lögð fram sú hugmynd að að breyta Pósti og síma í mörg smærri fyrir- | tæki. Þessi hugmynd er auðvitað ákaf- lega athyglisverð, ef skoðað er I hvað liggur að baki, þ.e. Póstur og sími býður nú slík kjör að ekki er talið álitlegt að keppa við fyrirtæk- ið að óbreyttu. Þess vegna ætti að bijóta það upp í margar óhag- kvæmari rekstrareiningar, sem væntanlega hefði í för með sér svo miklar verðhækkanir að samkeppni væri áhugaverð. Ætli hinn almenni M símnotandi vilji kaupa samkeppn- ^ ina þessu verði? • Þó svo að bæði Morgunblaðið og viðmælendur þess telji það mjög góðan kost að skipta P&S upp í smærri einingar vegna þess hversu risavaxið fyrirtækið er kemur það fram í blaðinu, að erlendis eru símafyrir- tækin í löndum, sem eru allt að 200 sinnum fjölmennari að fara út í samvinnu til að styrkja sig á markaðn- um. Það ofurkapp, sem Morgunblaðið hefur lagt á að koma á fót samkeppni í íjarskipt- um er illskiljanlegt, þegar litið er á að verð fyrir fjarskipti er lægra hér en annars staðar. Hins vegar er það svo að íslenskur almenningur verður að greiða hærra verð en aðrir í Norður-Evr- ópu fyrir vörur og þjónustu á flest- um öðrum sviðum, þó oft sé hér bullandi samkeppni í þeim greinum. Því er oft haldið fram í umfjöllun um fjarskipti að það hafi sýnt sig að aukin samkeppni hafi í för með sér lækkun verðs og hafa menn gjarna nefnt tölur sem sýna þetta, hins vegar sleppa menn því gjarna að hliðstæðar lækkanir eiga sér einnig stað án samkeppni, enda er það tækniþróunin sem veldur stöð- ugt lækkun kostnaðar. Það er meginatriði, að þær ákvarðanir sem teknar verða um aukna samkeppni leiði ekki til þess að kjör neytenda verði verri en ella hefði orðið. Ráðamenn á Morgun- í þessari síðari svar- grein segir Bergþór Halldórsson að hags- munir neytenda vegi þyngra en hagsmunir nýrra söluaðila. blaðinu hafa bitið sig fasta í þá kenningu, að samkeppni sé alltaf til góðs, nema samkeppni Pósts og síma í sölu notendabúnaðar. Það er þó augljóst að til þess að neyt- endur hagnist á samkeppni verða ýmis skilyrði að vera uppfyllt, eins og um stærð markaðar og kostnað við að koma samkeppninni af stað og fleira. Á íslandi er launþegum nú sagt að ekki sé hægt að greiða þeim hærri laun vegna þess að fram- leiðni í þeirra störfum sé svo lítil, verulega minni en í nágrannalönd- unum. Ekki þarf nema að líta að- eins í kringum sig til að sjá að tvær ástæður þessa blasa við; of mikil fjárfesting á stöðum þar sem hún skilar litlu sem engu og of mikil samkeppni á markaði, sem ekki ber þann fjölda fyrirtækja sem vilja keppa. Þetta er í sjálfu sér augljóst í landbúnaði og sjávarút- vegi og á við mun víðar, en í þeim greinum hafa menn gripið til kvóta- kerfis beinlínis í þeim tilgangi að keyra of mörg og afkastamikil at- vinnutæki á hálfum afköstum. Öðru hvoru eru fyrirtækjum í sjáv- arútvegi og öðrum greinum síðan greiddar háar upphæðir úr ríkis- sjóði til að sameinast og hagræða og draga þar með úr samkeppni. Ef það er réttlætanlegt að verja peningum almennings á þennan hátt hlýtur það að vera krafa, að stjórnvöld geri sér ekki leik að því að koma flein atvinnugreinum í sömu stöðu. Á fjarskiptamarkaði gætu myndast fyrirtæki með tæki og búnað, sem hvert fyrir sig geta þjónað öllum landsmönnum, en vegna smæðar markaðarins gæti það vel endað með því að neytend- ur styrktu enn einu sinni samein- ingu fyrirtækja með sínum skatt- peningum. Sú krafa að komið sé á samkeppni í fjarskiptum er krafa um aukna fjárfestingu, en sam- kvæmt upplýsingum Mbl. eru fjár- festingar í símakerfi meiri hérlend- is en á öðrum Norðurlöndum og meiri fjárfestingar í samskonar kerfum við hlið þeirra sem eru fyr- ir eru álíka gáfulegar og tillögur um að bora ný göng í gegnum fjall, sem búið er að bora í gegnum áður. Mest hefur verið rætt um sam- keppni í fjarskiptum í sambandi við GSM-kerfi, en margir aðilar virðast hafa áhuga á að koma að slíkum rekstri og upplýsti fulltrúi eins þeirra í Mbl., að ísland og Lúxem- borg væru einu lönd Evrópu, sem hefðu aðeins eitt GSM-kerfi og þar sem nota mætti kerfi annarra landa í Lúxemborg stæði ísland raunar eitt eftir. En þrátt fyrir að hér sé engin samkeppni og stöðugar ásak- anir eru um að tekjur af þjón- ustunni séu notaðar til að greiða niður símtæki er verðið í íslenska kerfínu meðal þess lægsta í Evrópu og má því greinilega sjá að sam- keppni er alla vega ekki hraðvirkt tæki til að ná niður verði fyrir fjar- skipti. íslenska GSM-kerfínu hefur verið mjög vel tekið og eru notend- ur nú orðnir yfir 8.000 og fjölgar ört og er þegar búið að lækka verð einu sinni með hliðsjón af þessu, en tímabil næturtaxta var lengt frá því sem var í byijun. Ekki er ástæða til að ætla annað en að á komandi árum muni farsímagjöld lækka eins og öll símagjöld hafa gert undanfarin ár, en hins vegar myndi annað farsimakerfí, sem gæti náð helmingi notenda til sín, draga úr möguleikum á því. Kostnaður við nýtt farsímakerfi, sem næði til alls landsins, hefur verið áætlaður 1,5-2,0 milljarðar og á eftir að skýra, hvernig sú fjár- festing á að skila lægri gjöldum til neytenda. Hvernig eiga íslenskir neytendur að trúa því að nýr aðili, sem kæmi inn á markaðinn í dreif- býlasta landi Evrópu, þar sem búa 270 þús. manns, geti boðið lægra verð en tekist hefur að ná í nokkru öðru landi? í Þýskalandi, þar sem samkeppni hefur staðið milli tveggja kerfa í á fjórða ár og hvort kerfi hefur 1,3 milljónir notenda, er verðið á mínútu enn um 65 kr. en það er tæpar 25 kr. á íslandi. Því er haldið fram að ráðherra beri að veita annað leyfi til rekstr- ar GSM-kerfis af því til þess hafi hann heimild og þetta sé gert í öllum öðrum löndum en auðvitað hljóta menn að meta aðstæður, sem eru hér allt aðrar en í þéttbýlli lönd- um og taka síðan ákvarðanir út frá þjóðhagslegum forsendum. Eg vona og trúi því að menn meti meira hagsmuni íslenskra neytenda en þeirra sem halda að þeir geti auðgast fljótt og vel, ef þeir fá að komast inn á þennan markað og vonandi hafa menn í huga ráðleggingar í upphafi Háva- mála, þegar teknar verða ákvarðanir um leyfi fyrir öðru GSM-kerfi. Höfundur er verkfræðingur. Bergþór Halldórsson Umræðan um veiðileyfagjald í I € ENN á ný hefur umræðan um veiði- leyfagjald komið upp. Sérstaka athygli vakti að í þetta sinn voru það stjórnendur fyrirtækis sem er einn stærsti kvótaeigandinn sem hóf umræðuna. Fagna ber þessu frumkvæði sem sýnir að til eru menn hér á landi sem sjá út fyrir þrönga skammtíma eiginhags- muni. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Búast hefði mátt við því sam- kvæmt venju að LÍÚ Hörður Arnarson hefði brugðið skjótt við. En að ráð- herrar risu upp til að veija óbreytt kerfi með órökstuddum fullyrðing- um kom verulega á óvart. Þessar fullyrðingar þeirra hafa flestar gengið út á það að halda því fram að skoðanir kvótaeigandans byggist á því að fyrirtækið vilji skapa sér aðstæður til að sölsa undir sig kvóta frá minni útgerðarfyrirtækjum á landsbyggðinni. En ef málið er skoðað, sést að þetta er í raun al- rangt. kvóta að hefja útgerð, jafnvel þótt hann væri með vel rekið fyrirtæki og góð markaðssam- bönd. Þau fyrirtæki sem ráða yfir veruleg- um kvóta hafa á hinn bóginn verulegan hag af því að bæta við sig kvóta jafnvel þó þau séu ekki vel rekin. Ef veiðileyfagjaldi væri komið á sem endur- speglaði markaðsvirði kvótans stæðu allir að- ilar jafnfætis varðandi kvótakaup, allir yrðu að gera eðlilegar arð- semiskröfur til þess kvóta sem nýtt- ur (keyptuij yrði. Það væru því ekki fjársterkustu fyrirtækin sem keypt Evrópumálin eru ekki til umræðu og landbún- aðarmál má ekki ræða við neytendur, segir Hörður Arnarson, og Hverjir kaupa kvótann? nÚ á að koma í Veg fyr- < 1 € 4 í óbreyttu kvótakerfi þar sem meginhluti kvótans gengur ekki kaupum og sölum, hefur þróast afurðaverð sem miðast við að kvót- inn sé verðlaus. Ekki þarf að reikna hann inn í framleiðslukostnað og ekki er gerð krafa til fyrirtækjanna að skila eðlilegum arði af þessari „eign“. Ef kvóti er keyptur í dag getur kaupandinn því ekki gert ráð fyrir að sá kvóti sem keyptur er skili eðlilegri framlegð. Því sá hluti tekna sem hefði undir „eðlilegum “ kringumstæðum gengið upp í fastan kostnað verður í núverandi kerfi að fjármagna kvótakaupin. Þetta leiðir til þess að í núverandi kerfi er mjög erfitt fyrir aðila án ir umræðu um veiði- leyfagjald. gætu kvótann ef veiðileyfigjaldi yrði komið á, eins, og haldið er fram, heldur fyrst og fremst best reknu fyrirtækin, samanborið við að í nú- verandi kerfi eru það stærstu og fjársterkustu kvótaeigendumir sem réttlætt geta kvótakaup. Mótsögn í núverandi kerfi í núverandi kvótakerfi er einnig alvarleg mótsögn þegar kemur að kaupum og sölu á kvóta eins og oft hefur komið upp. Útgerð sem kaup- ir kvóta tekur á sig verulegan kostn- að. Þann kostnað er ekki hægt að fjármagna með hækkun á afurða- verði. Það er því ljóst að frá þessu sjónarhomi er sjálfsagt að sjómenn- irnir taki þátt í þessum kostnaði. Á hinn bóginn er það ljóst að þar sem útgerðin getur selt sinn kvóta og þarf ekki að deila söluverðinu með sjómönnum, er algerlega óásættan- legt fyrir sjómenn að taka þátt í kvótakaupum. Þessi augljósa mót- sögn, sem stafar af því að hluti kerfisins miðast við verðlausan kvóta, en annar hluti við dýran kvóta, hefur hvað eftir annað komið upp og hafa stjórnvöld gengið svo langt að banna hana með lögum! Það hefur síðan leitt til þess að það em einungis kvótamiklar útgerðir sem geta sætt sig við að sá kvóti sem er keyptur taki ekki eðlilegan þátt í að greiða fastan kostnað út- gerðarinnar. Kvótalitlar útgerðir eiga hins vegar mjög litla möguleika á að kaupa kvóta án þátttöku sjó- manna þrátt fyrir að þær væru mjög vel reknar að öðru leyti. Þörf á umræðu Það er of langt mál að telja upp öll þau rök sem mæla með veiði- leyfagjaldi enda til lítils þegar um- ræðan er jafn ómálefnaleg og raun ber vitni. Sérstaklega verður þó að hafa í huga hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir annan útflutnings- iðnað en sjávarútveg og annan iðn- að, sem er í samkeppni við innflutn- ing ef kvótinn eykst. Við óbreytt kerfí mun það leiða til þenslu sem mun ríða fjölmörgum fyrirtækjum að fullu. Hugmyndir manna að skatt- leggja hagnað sjávarútvegsfyrir- tækja til að sporna gegn þenslunnj eru einnig mjög vanhugsaðar. í fyrsta lagi yrði hagnaðurinn ekki skattlagður fyrr en að ári liðnu og á þeim tíma er auðvelt að knésetja fjölmörg útflutningsfyrirtæki sem hafa þó styrkst á undanförnum árum. Einnig gleyma menn sem halda þessu fram að flest sjávarút- vegsfyrirtæki eiga verulegt ójafnað tap sem kemur í veg fyrir að þau borgi nokkurn tekjuskatt. Umræðan um veiðileyfagjald snýst ekki um að leggja gjöld á sjávarútveginn og draga þannig fjármagn frá honum, heldur að skapa slík skilyrði í þjóðfélaginu að annar iðnaður geti dafnað þrátt fyrir sveiflur í fiskiðnaði og þá í landsframleiðslu. Að sjálfsögðu þarf að skapa sjávarútveginum góð starfsskilyrði þar sem hann er og verður langmikilvægasti atvinnu- vegur þjóðarinnar, en það hafa ekki verið sett fram nein rök sem sýna að það sé ekki hægt þó veiðileyfa- gjald komi til. Stjórnvöld verða að fara að hugsa sinn gang. Það er ekki hægt að bjóða kjósendum málflutning eins og hafður hefur verið frammi í þessu máli. Það virðist vera orðið' eðlilegt að hvert stórmálið af öðru megi ekki taka til málefnalegrar umræðu. Evrópumálin voru ekki til umræðu, landbúnaðarmálin mátti ekki ræða við neytendur og nú á að koma í veg fyrir að veiðileyfa- gjald verði rætt. Höfundur er verkfræðingur. 3ja hurða skenkur, lútuð fúra, kr. 75.060 stgr. Homskápur, lútuð fúra, kr. 40.140 stgr. Sundurdregið bamanim kr. 32.000 stgr. Sjónvarpsborð kr. 21.945 stgr. SUÐURLANDSBRAUT22 TsTmT 55336011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.