Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Að spara krónuna og fleygja þúsundkallínum ST. JÓSEFSSPÍT- ALI í Hafnarfirði hef- ur átt undir högg að sækja síðastliðin miss- eri. Starfsemi spítal- ans hófst árið 1926 og voru það St. Jó- sefssystur sem hófu þá starfsemi. Frá þeim tíma til ársins 1987 ráku systumar starfsemina af kær- leika og umhyggju. Árið 1987 keyptu ríki og Hafnarljarðarbær spítalann. Það má segja að andi systrana sé enn til staðar á þessari stofnun. Um- hyggja, nægjusemi og útsjónar- semi án þess þó að það bitni á sjúklingum hefur einkennt starf- semina. Árið 1992 stóð til að breyta .spítalanum í hjúkrunarheimili, en 'í Hafnarfirði eru fyrir Hrafnista og Sólvangur. Vegna mikilla mót- Björgvin Þórðarson mæla Hafnfirðinga og nágranna var fallið frá þeim áformum en framlög til spítalans skert um tæplega þriðjung. Frá þeim tíma hefur verið halli á rekstri spítalans þar sem hann hefur reynt að sinna þeirri eftir- spurn sem er fyrir hendi varðandi sjúkra- húsþjónustu á svæð- inu. Ekki verður séð að þá þjónustu sé hægt að veita annars staðár. Bæði er að ekki verður séð að sjúkrahúsin í Reykja- vík hafi svigrúm til að taka þá þjónustu að sér og hins vegar hlýt- ur það að kosta a.m.k. sömu fjár- hæð þar og hér. Spítalinn er deildaskipt sjúkra- hús sem þýðir að þar eru reknar tvær aðaldeildir, lyflækningadeild og handlækningadeild. Lyflækn- VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdráttur þann: 9. descmbcr, 1995 Bingóútdráttur: Ásinn 65 6 24 69 25 20 26 45 42 68 28 11 74 23 62 47 56 51 70 16 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10108 10228 10651 11304 11574 11903 12389 12823 13141 13442 13860 14651 14908 10127 10352 10947 11325 11610 12013 12660 12852 13216 13675 14259 14706 14960 10137 10373 10968 11471 11647 12343 12697 12977 13333 13763 14265 14741 10196 10635 10988 11565 11731 12351 12815 13074 13377 13770 14493 14818 Bingóútdráttur: Tvisturinn 62 10 60 32 54 28 42 68 73 64 49 9 21 53 57 41 35 70 45 KFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10138 10503 11314 11750 12526 12797 13084 13317 13661 13775 14137 14378 14951 10160 10742 11472 11861 12536 12822 13203 13486 13673 13861 14257 14397 14969 10261 10781 11734 11941 12632 12914 13258 13515 13687 13968 14335 14621 10358 11274 11743 12350 12673 13011 13288 13617 13746 14010 14342 14831 Bingóútdráttur: Þristurinn 62 45 69 10 41 2 6 63 44 56 23 72 73 65 43 64 54 36 35 22 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10060 10211 10385 10606 11116 11802 12360 12750 13135 13199 13430 14008 14452 10071 10223 10410 10918 11332 11899 12471 12985 13149 13205 13550 14033 14560 10111 10275 10445 10936 11619 11913 12689 13035 13192 13252 13602 14092 10180 10374 10487 10948 11656 12187 12730 13045 13198 13293 13609 14231 Lukkunúmer: Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN. 14422 11011 14267 Lukkunúmcr: Tvisturinn ______VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR VÖRUtJTTEKT FRÁ ÚTILÍF. 10959 11465 12056 Lukkunúmcr: Þristurinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR, VÖRUÚTTEKT FRÁ HEIMILISTÆKJUM. 13476 10068 11880 Lukkuhjólió Röð: 0142 Nr: 14322 Bflahjólið Röð: 0140 Nr: 11364 Vinningar greiddir út frá og með þriðjudegi. Vinningar í Bingó Bjössa ferðaleiknum Útdráttur 9. desember. Sony Play Station frí Skífunni hlaut: Haukur Þ. Leósson, Hveríisgðtu 8, Siglufirði Ársiskrift af Andrés önd blöðunum frá Vöku Helgafell hlutu: Rúnar Óli Hjaltason, Norðurgðtu 11, Siglufirði Halldóra M. Þormóðsdóttir, Eyrargðtu 7, Siglufiröi 10.000,- þúsund króna gjafaúttckt frá Leikbæ hlaut: Soffla Sigurðardóttir, Lyngbrekku 1A, Kópavogi Stiga sleða frá Útilff hlaut: Elva Rut Sigmarsdóttir, Heiðarhrauni 12, Grindavik Leiðrétta þarf framlög til spítalans, segir Björgvin Þórðarson, svo hann megi áfram starfa á sama grunni og áður. ingadeildin hefur sinnt bráðmót- töku fyrir „Stór-Hafnarfjarðar- svæðið“, svo og innlögnum til sér- hæfðra rannsókna. Deildin hefur ávallt verið mjög virk vegna þessa og langlegusjúklingar eru ekki á deildinni. Þar hefur komið til sam- starf aðallega við Hrafnistu og Sólvang. Mikilvægt hlutverk spít- alans í þessu samstarfi er að þjón- usta skjólstæðinga þessara stofn- ana. Til að gera sér grein fyrir starf- semi lyflækningadeildar er for- vitnilegt að skoða yfirlit yfír starf- semina fyrir árið 1994. Innkallaðir sjúkl. til rannsókna263 Bráða innlagnir 519 Samtals 782 sjúklingar sem lögðust inn á spítalann í 28 rúm sem eru á deildinni. í ár fer þessi tala líklega í um 900 sjúklinga. Handlækningadeildin er hins vegar mjög virk aðgerðadeild. Þar eru unnin hin fjölbreyttustu læknisverk af öllum stærðum. Á árinu 1994 voru framkvæmd- ar 1.348 aðgerðir þrátt fyrir að verkfall meinatækna og sjúkraliða hafi skert verulega starfstíma deildarinnar á árinu. Aðgerðimar sundirliðast þannig: Almennar skurðlækningar 29 Bæklunarlækningar 382 Háls, nef og eyrnaaðgerðir 306 Kvensjúkdómaaðgerðir 455 Lýtaaðgerðir 176 Samtals aðgerðir 1.348 Þá er rekin göngudeild við spítal- ann og leitaþangað sem 13-15.000 sjúklingar árlega. Þar er veitt sér- fræðiþjónusta og viðtöl, svo og framkvæmdar aðgerðir. Á árinu 1994 voru þær alls 2.968 sem skiptast þannig: Skurðaðgerðir Augnaðgerðir Speglanir Á spítalanum er 725 338 1.905 rekin rann- sóknastofa sem á síðasta ári fram- kvæmdi 31.000 rannsóknir vegna 6.000 sjúklinga. Einnig er röntgen- deild starfrækt sem framkvæmdi 4.500 rannsóknir 1994. Það hefur verið samdóma álit þeirra sem hafa þurft að sækja þónustu til spítalans, að þar sé veitt fagleg og góð þjónusta af umhyggju og kærleika. Af framansögðu sést að starf- semi sú sem fram fer á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði er mikil. Að skerða einn þátt í starfseminni hefur áhrif á annan. Auðvelt er að eyðileggja þá uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað. Spítalinn hefur ekki farið langt út fyrir sinn fjár- lagaramma og ekki þarf mikið eða stórt framlag til að þessi starfsemi megi áfram þjóna Hafnfirðingum og nágrenni. Ef leiðréttingar á framlagi til spítalans koma ekki til þá leggst þessi starfsemi niður smátt og smátt og það er alveg ljóst að það er engin til að taka við henni. Þjónusta kostar alltaf fé og það er blekking að halda því fram að með því að lækka útgjöld sé hægt að halda uppi óbreyttu þjónustu- stigi. Það er einungis mögulegt þegar hægt er að ná fram hagræð- ingu í rekstri. En að halda að það sé mögulegt árum saman er ein- földun. Spítalinn stendur öllum opin til að koma og sjá hvort hér er farið ógætilega með. Það hafa frekar verið undrunarhljóð sem við höfum heyrt þegar fólk heimsækir okkur og sér hvað hér er verið að gera og þá nægjusemi sem hér rík- ir. Það mæla öll rök með því að St. Jósefsspítali verði frekar efldur en hitt. Ekki hefur nokkrum manni tekist að sýna fram á annað en að hér sé rekstur í mjög góðum höndum og vel sé farið með í alla staði. Það er því áskorun mín til heil- brigðisyfirvalda, að skoða vel alla röksemdafærslu fyrir því hvers vegna ætti ekki að leiðrétta fram- lög til spítlans þannig að hann megi áfram starfa á þeim grunni sem hann hefur gert til þessa. Höfundur er aðalbókari St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Hægt að spara 50 millj- ónir í leikskólarekstri hjá Akureyrarbæ MEÐ ÞVI að bjóða út rekstur leikskóla væri hægt að spara Akureyrarbæ um 50 milljónir á ári. Með þessu ijármagni væri hægt að byggja upp leikskóla fyrir öll börn á leikskólaaldri á innan við tíu árum. Sam- kvæmt árbók sveitarfé- laga er rekstrarkostn- aður vegna hvers barns sem er á leikskólum Akureyrarbæjar að meðaltali 34.000 krón- um hærra en landsmeð- altal og rekstrarkostn- aður hvers heilsdags- pláss á leikskólum Akureyrarbæjar er að meðaltali 11.000 krónum hærra en landsmeð- altal. Foreldrar á Akureyri greiða að meðaltali 7.000 krónum minna en landsmeðaltal fyrir hvert heils- dagspláss á leikskólum Akureyrar- bæjar. Er hægt að réttlæta bruðl með skattpeninga bæjarbúa og hver er ástæðan fyrir þessum óhagkvæma rekstri á Akureyrarbæ? Samkvæmt árbók sveitarfélaga 1995 fyrir rekstrarárið 1994 kemur í ljós að 6 af 9 leikskólum Akureyrar- bæjar eru illa reknir miðað við lands- meðaltal og með því að bjóða út þennan rekstur mætti ná fram allt að 50% sparnaði. Hver er ástæða slæms rekstrar? Það er athyglisvert að þeir þrír leikskólar sem koma þokkalega út úr rekstri (þ.s. Iðavellir, Árholt og Lundarse!) eru leikskólar sem ekki buðu upp á fæði árið 1994. Heildar- kostnaður við hvert heilsdagspláss er mun hærra á 6 leikskólum á Akur- eyri miðað við lands- meðaltal. Sú skýring sem ég tel líklegasta er að Akureyrarbær greið- ir stórlega með fæði á leikskólum bæjarins. Fæðisgjald til foreldra er lægst á landinu á Akureyri og er 1.000 krónum minna t.d. hjá Reykjavíkurborg og ekki er hægt að sjá hvers vegna fæði á Akureyri ætti að vera ódýrara en í Reykjavík. Foreldrar greiða að meðaltali 7.000 krónum Sigurjón minna fyrir hvert heils- Haraldsson dagspláss á leikskólum bæjarins og tel ég að hluti af skýringunni sé að vistunar- gjald fyrir forgangshópa er 1.200 krónum lægra á mánuði en t.d. í Reykjavík, einnig gæti hluti af skýr- ingunni falist í verri nýtingu á pláss- Er eitthvert réttlæti í því, spyr Sigurjón Har- aldsson, að bæjarfélög bruðli með skattpeninga í óhagkvæmum rekstri? um hjá Akureyrarbæ eða hærra hlut- falli forgangshópa. Samspil innra og ytra skipulags Nú kann einhver að segja sem svo að þeir leikskólar sem koma verst út séu stærstu leikskólarnir og því hljóti þeir að vera mun dýrari í rekstri á hveija einingu. Það tel ég ekki vera rétt að öðru leyti en því að þar reynir meira á innra og ytra skipulag þar sem um stærri einingu er að ræða. Sem dæmi má nefna leikskól- ann Garðavelli í Hafnarfirði þar sem eru 125 heilsdagspláss, þar kostar hvert heilsdagspláss í rekstri fyrir Hafnarfjarðarbæ 179 þúsund krón- ur, þrátt fyrir að hlutfall leikskóla- kennara sé þar 60% en er 30% að meðaltali hjá Akureyrarbæ og kostn- aður við hvert pláss er 253 þúsund að meðaltali hjá Akureyrarbæ. Því hlýtur stjórnun stærri leikskólanna að hafa brugðist s.s. starfsmanna- stjórnun, innkaup og eftirlit fæðis- kaupa og rekstur mötuneytis. Hvernig er hægt að ná fram 50% sparnaði? Með því að bjóða út þá 6 leikskóla sem eru illa reknir hjá Akureyrarbæ og greiða með þeim 12.000 króna fast gjald fyrir hvert heilsdagspláss (eins og gert er hjá Reykjavíkurborg til einkarekstrar) á mánuði væri hægt að spara sem nemur 45 milljónum á ári sem er tæplega helmingur af því fé sem Akureyrarbær greiddi með leikskólum árið 1994, en það voru rúmlega 100 milljónir króna. Er hægt að réttlæta bruðl með skattpeninga bæjarbúa? Uppi eru þær skoðanir að engir aðrir en bæjarfélög eigi að vera í leikskólarekstri. Er eitthvert réttlæti í því að bæjarfélög bruðli með skatt- peninga í óhagkvæmum rekstri þeg- ar aðrir geta gert hlutina á mun hagkvæmari hátt, með minni kostnað fyrir bæjarbúa og leggja meiri metn- að í starfsemina til að hún þjóni sem best þörfum neytendanna? Höfundur er framkvæmdastjóri Leikráðs cbf., rekstrarráðgjöf á sviði Icikskólamála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.