Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEMPAR GREINAR_ Særð samviska eða slævð Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar í GREIN þinni „Ekta klerkur“ sem birtist í Morgunblaðinu 1. desember gerir þú athugasemdir við skrif mín á þessum vettvangi er vörðuðu fund ykkar Snorra Óskarssonar safnaðarhirðis sem fram fór í Háskóla íslands á dög- únum, og „fjölmiðlasirkusinn“ sem átti sér stað í framhaldi af honum. I Réttilega bendir þú á að hugtak- ið „Radíusklerkar" var ekki mál- efnalegt. Ég játa að yfirskriftin hafði þann tilgang fyrstan að vekja athygli, og um leið að spyrða ykkur saman, fjandvinina, og gefa í skyn hið fáránlega skemmtigildi þessa óvenjulega málfundar. Fyrir mér vakti þó fyrst og * fremst, sem vísast er komið til skila, að sýna fram á að hanaat af því tagi sem þarna átti sér stað, er alls óskylt hinni guðfræðilegu aðferð. Guðfræðin er öguð sann- leiksleit á meðan skemmtikapp- ræður snúast um eitthvað annað. Hefði fundur þessi ekki farið fram innan veggja HÍ og hefði ekki verið látið að því Iiggja að þú kæmir þarna fram sem fulltrúi guðfræðideildarinnar, hefði ég - .aldrei fundið mig knúinn til að 'andmæla með þeim hætti sem ég gerði. II Ég leyfði mér að fullyrða að tal ykkar Snorra hefði í senn verið óskynsamlegt og ókristilegt. Það var það sannarlega, af þeim sökum að formið var ekki innihaldinu samboðið, og ekki til þess fallið að skila neinum nothæfum niður- stöðum um þau brýnu málefni sem þið tókuð að ykkur að fjalla um. Því vitnaði ég ekki beint í orð þín eða Snorra, en fór þá leið að gera að umræðuefni það svið sem mér þótti eiga hvað verst heima í kapp- ræðum ykkar, eins og þær skiluð- ust til þjóðarinnar í gegnum sjón- varpið. En það voru málefni sam- kynhneigðra. Tilgangurinn var ekki sá að niðurlægja persónur ykkar eða gera lítið úr skynsemi ykkar, en einungis benda á að kristin guðfræðiiðkun fer ekki þessar brautir og að Jesús virðist ekki hafa gert það heldur. III Það gleður mig að í athuga- semdum þínum leggur þú mesta áherslu á að undirstrika þá játn- ingu sem ég setti fram, að innra með sjáifum mér liggja fordóm- arnir í garð samkynhneigðra hvar- vetna í launsátri. Þú hefur lesið og skilið grein mína hárrétt, að þessu leyti. Ég er einmitt að segja þetta. Og svo geri ég veikburða tilraun til þess að sýna hvernig ég tel að heiðarlegur guðfræðing- ur eigi að vinna. I stað þess að taia of mikið á hann að hlusta og biðja. Og í stað þess að hafa svör- in á takteinum á hann að leitast við að lifa spumingarnar með markvissum og óvægnum hætti. I grein minni gagnrýndi ég því hvorki skoðanir þínar né Snorra á samkynhneigð. Um þær vissi ég fátt, og gerði þær vísvitandi ekki að umræðuefni, því ég tel mínar eigin skoðanir í þessum efn- um alls ekki boðlegar eða nothæfar. Þess í stað játa ég, með særðri samvisku, að ég sjálfur og allt mitt félagslega umhverfi er haldið „dæmalausri mannfyrirlitningu" í garð samkyn- hneigðra, svo ég noti ágætt orða- Iag þitt. Mannfyrirlitningu sem m.a. birtist í vægðarlausu háði og allra handana félagslegri útskúf- Ég leyfði mér að full- yrða, segir Bjarni Karlsson, að tal ykkar beggja hefði verið óskynsamlegt og ókristilegt. un, auk þess sem leiða má að því sterk rök, að almenn mannréttindi séu víða brotin á samkynhneigðu fólki á meðal okkar. Og hafi skrif mín virkað á þig sem „kristilegt kærleikshjal" og „grímuklæddir fordómar“ eins og þú getur um, þá er það ábyrgð mín að tala við þig „mannamál“ svo að Ijóst verði hvað ég er að fara. Fordómana mína verð ég að glíma við, því ekki get ég skroppið úr skinninu, en grímunni ber mér að farga. IV Hvaða leið er nú fær í þessum efnum? Hin kristna aðferð er ein- mitt þessi sem þú bendir á, þarna á Kaffibarnum. Borðsamfélagið var leið Jesú. (Sjá t.d. Lúk. 5.27-32, 19.5, 22.15). Ekki að ástæðulausu að hann var upp- nefndur „mathákur og vínsvelg- ur!“ af þeim sem ömuðust við hon- um. (Matt. 11.19.) Hin kristna samfélagsreynsla, sem nær hámarki í borðsamfélagi altarisins, skapar einingu með fólki. Það hefur sýnt sig að þar leiðréttast skekkjurnar í samskipt- um okkar, vegna þess að „ljósið sem upplýsir hvern mann“ (Jón. 1.9) sér í gegnum allar grímur og gervi. Þetta orðar Jóhannes post- uli í fyrsta bréfi sínu á þessa leið: „Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum. Ef vér segjum: „Vér höfum samfélag við hann,“ og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann. En ef vér göngum í Ijósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við ann- an og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar okkur af allri synd. Ef vér segjum: „Vér höf- um ekki synd,“ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér ját- um syndir vorar, þá er hann trúr og rétt- látur, svo að hann fyrirgefur oss synd- irnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. (1. Jóh. 1.5-9.) Þessi orð postulans eru ekki „kristilegt kærieiks hjal“ heldur benda þau á kjarnaatr- iði í kristnu trúarlífi; iðrunina og yfirbótina. Iðrun og yfirbót er gagnrýnin hugs- un um eigið líf og eigið umhverfi. Gagnrýnin hugsun, uppljómuð af Jesú. Postulinn kallar það að „ganga í ljósinu“ og hann talar af reynslu er hann fullyrðir að ef við göngum í ljósinu, þá höfum við samfélag hver við annan. V Kristin kirkja er í raun ekkert annað en þetta. Hún er samfélag syndara sem koma saman í ljósinu. Félagsskapur fólks sem þráir að fella grímumar í Jesú nafni. Hvort sem það gerist á Kaffibamum eða inni í vígðu húsi. Þú þarft ekki að trúa mér frekar en þú vilt, en þó bið ég þig um að reyna þegar ég segi: Ég iðrast þess að bera þá dæmalausu mannfyrirlitingu í garð samkynhneigðra, sém ég sannar- lega hef. Ég iðrast fyrir hönd kirkj- unnar sem ég elska, að hún hefur heldur ekki borið gæfu til að opna dyr sínar heiðarlega fyrir „þessu fólki“, ekki reynt að kynnast því, elska það og skilja, heldur slævt samvisku sína gagnvart því. Sem einstaklingur iðrast ég fyrir hönd samfélagsins alls, að við skulum ekki líta á samkynhneigða sem ábyrga þjóðfélagsþegna, heldur eram samtaka um að vantreysta þeim á margvíslegan hátt. Þetta átti ég við er ég talaði um „sárar aðstæður lifandi fólks“, og ég sé að þú ert sama sinnis. VI í grein minni leitaðist ég við að ræða um samkynhneigða og gagn- kynhneigða í sömu andrá. Ég vildi benda á að frá sjönarhóli Biblíunn- ar er hinn samkynhneigði ekki syndugri en hinn gagnkynhneigði og að kristin guðfræði á hugtök og aðferðir til að ræða um kyn- ferði fólks, rétt eins og hvað ann- að. Ég tók fram að á fjölmörgum stöðum í Biblíunni era reknir var- naglar við alls kyns örvæntingar- fullu kynlífí, en einungis á þremur stöðum er varað við samkynhneigð í því sambandi. Með þeim orðum átti ég ekki alls ekki við „að á bak við samkynhneigð búi aðeins ör- væntingarfull kynlífsþrá eða hug- arfar Láka jarðálfs: „Hahaha, það er virkilega gaman að vera vond- ur,““ svo ég vitni beint til athuga- semda þinna. En hitt sagði ég held- ur ekki, að það væri örugglega allt í lagi að vera samkynhneigður. Sannleikurinn er sá að ég veit ekki hvað er rétt eða rangt í þessu. Ég iðrast, en veit ekki enn hver hin rétta yfirbót er. Ég kýst því fremur að bera særða samvisku en slævða, en horfi um leið vonar- augum til Jesú og trúi því að við borðið með honum, geti það undur orðið að ég fái horfst í augu við samkynhneigðar systur mínar og bræður með því trausti og virðingu sem ég skulda þeim. Höfundur er sóknarprestur í Vest- mannaeyjum. 177. Líf og lÍSt og fjölbreytiteg listaverk myndir - keramik.sa Opið kl. 12-18 virka daga, sími 567 3577, Stangarhyl 7. Bjarni Karlsson. Medal annarra orða Og Orðið varð hold... Viðbúnaður er vissulega mikill með þjóð okkar á þessum dimmu dögum jólamánaðar. Njörður P. Njarðvík skrifar: Hins vegar er því líkast sem sá viðbúnaður snúist um allt annað en tilefnið sjálft. EKKI veit ég hvort nokkur maður gefur sér tíma til þess á aðventu að hugleiða hvað í að- ventu felst og þeirri hátíð ljóssins sem í hönd fer. Orðið aðventa er dregið af latnesku sögninni ad- venio sem merkir að nálgast, koma, gerast. Tími hennar er því tími aðdraganda, undanfara, við- búnaðar. Og viðbúnaður er vissu- lega mikill með þjóð okkar á þess- um dimmu dögum jólamánaðar. Hins vegar er því líkast sem sá viðbúnaður snúist um allt annað en tilefnið sjálft. Siðræn athöfn Fæðingarhátíð Frelsarans og Ljóssins (Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Jóh.l:9) er í eðli sínu innhverf hátíð, endurtekin á hveiju ári sem djúp siðræn at- höfn. Hún er fólgin í því hjá hverj- um þeim sem leggur stund á innri leit, að leyfa hinum andlega Kristi, hinni sönnu vitund, að fæðast innra með sér. Slíkt gerist einungis í hljóðri viðleitni og þeirri innri þögn sem sigrast á glaumi heimsins. Svo er hins veg- ar að sjá, að við notum hið djúpa innhverfa tilefni til að búa til andstæðu þess: úthverfa hátíð sem byggist á bruðli, óhófi og munaði. Eins konar efnishyggju-' fyllirí sem er meira i ætt við dýrk- un gullkálfsins en þá viðleitni að nálgast þann óáþreifanlega og ósýnilega mátt sem er innsta eðli alheimsins - og birtingu hans í hinum ytri heimi. Það er fallegur siður að gleðja aðra, einnig með gjöfum, og að sönnu í samræmi við boðskap kærleikans. En sú fegurð breytist í annað, þegar við ausum frá okk- ur gjöfum sem við höfum ekki efni á að kaupa og kalla á heimtuf- rekju hjá þiggjandanum í stað þakklætis og samkenndar. Hall- dór Laxness skrifar: „Sá sem gef- ur smáu gjafímar, hann er sá sem elskar" (Prjónastofan Sólin). Og í bókinni Oktavíu eftir Véstein Lúðvíksson segir: „Gjöf, sem gefin er af kærleik, fylgir blessun. Gjöf, sem gefin er af sýndarmennsku, fylgja þær tilfínningar sem henni er ætlað að breiða yfir.“ Það er dapurlegt, þegar svo innilegt til- efni til innri gleði verður til þess að skapa kvíða, streitu, fjárhagsá- hyggjur og ofþreytu, sem tekur langan tíma að jafna á ný. Ytri atburðir - innri merking Á jólum er okkur lesið jólaguð- spjallið eins og það birtist í 2. kafla Lúkasarguðspjalls, þar sem segir frá fæðingunni, fjárhirðun- um og undrun Maríu, er festi í hjarta sér hinn dularfulla boð- skap: Yður er í dag frelsari fædd- ur. Þessi frásögn flytur okkur hina ytri atburði, en skýrir tæp- ast eðli þeirra og innri merkingu. Þá skýringu má ef til vill finna annars staðar í hinni helgu bók. Fjórða guðspjallið, Jóhannes- arguðspjall, segir okkur ekki ýkja mikið frá ytri atburðum í lífí Krists. Það spannar einungis lokaskeið ævi hans meðal manna. En það segir okkur þeim mun meira um djúpa, mystíska merk- ingu Krists, enda talar hann þar miklu meira en annars staðar um ætlunarverk sitt, eðli sitt og tengsl sín við föðurinn, skapar- ann. Slíkt er skrásetjara guð- spjallsins ekki vandalítið við- fangsefni, því óumræðileikann er ekki auðvelt að útskýra í orðum. Margir hafa litið á Jóhannesar- guðspjall sem innsta kjarna hins kristilega boðskapar og því tæp- ast að undra, þótt framsetning höfundar feli oft í sér tvöfalda og jafnvel þrefalda merkingu. Það er heillandi viðfangsefni að reyna að bijóta efni þessa texta til mergjar, til eigin skilnings, og trúlega seint komist tii botns, nema fundinn verði að lokum sá friður Guðs, sem er öllum skiln- ingi æðri. Með öðrum orðum: að ætlunarverk og eðli Krists verði aldrei skilið vitrænum skilningi, heldur einungis skynjað innan við tilfinningu og hugsun. Hið sanna ljós Á það hefur verið bent, að hugsanlega birti inngangur Jó- hannesarguðspjalls (1:1-18) svo sem í einni svipan kjarna þess, sem hægt er að segja í orðum um eðli Krists. „í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð“ (Jóh. 1:1). Hér má skilja sem svo að vikið sé að hinni táknrænu lýsingu á sköpun heimsins, er mælt yoru máttar- orðin: Verði ljós. Á þann hátt, með uppruna ljóssins, varð ver- öldin til. Svo gerist eins konar endursköpun, er hið „sanna ljós, sem upplýsir hvern mann“ kemur í heiminn. „Hann (hið sanna ljós) var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimur- inn þekkti hann ekki“ - og kross- festi hann. „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sann- leika, og vér sáum dýrð hans.. .(Jóh. 1:14). „Orðið“ - gefur til kynna skapandi mátt alls sem er. Én það má skilja sem svo, að það sé ekki einasta upp- haf sköpunar, heldur megi einnig líta á það sem áætlun eða tilgang alheimsins. Þannig getur inn- gangur Jóhannesarguðspjalls geymt aðra merkingu jafnframt. Ljós sköpunarinnar sem varð til fyrir „Orðið“ streymir gegnum alheiminn, en skilning skortir á andlegu eðli þess, guðdómlegum uppruna. Þess vegna verður orðið hold, hinn skapandi máttur sem býr að baki öllu hinu skapaða, birtist í mannlegu gervi. Það hefur verið kallað, að hin endanlega hnitmiðun skapandi og opinber- andi hugsunar Guðs, sem er jafn- framt tilgangur alheimsins, birtist meðal manna, í einstaklingi sem er það sem mannkyni er ætlað að vera í guðlegii áætlun alheims- ins. Þess vegna höldum við hátíð- lega fæðingarhátíð holdgervingar hins skapandi orðs. Á aðventu búum við okkur undir þann mikla leyndardóm. Það gerir hver og einn með viðleitni sinni. Með íhug- un. En varla með kaupæði. Heimildir: C. H. Dodd: Interpretation of the Fourth Gospel; J. G. Davies: Christ- ianity: The Early Church ( The Hutchin- son Encyclopaedia of Living Faiths). Höfundur er prófessor í íslcnsk- um bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.