Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR í '1 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK BERTELSEN ÓLAFÍA ÁGÚSTA BRA GDÓTTIR stórkaupmaður, Hagamel 48, Reykjavik, lést á heimili sínu 3. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sofie Bye Helga Bertelsen, Friðrik Óskar Bertelsen, Björg Friðriksdóttir, Haukur Ólafsson og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU SIGRÍÐAR MAGÚSDÓTTUR frá Höskuldsstöðum, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Kristján Einarsson, Kristín Kristjánsdóttir, Þórður Guðmundsson, Hlíf Kristjánsdóttir, Ólafur Magnússon, Einar Kristjánsson, Dóra Guðmundsdóttir, Magnús Kristjánsson, Erla Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir og fósturmóðir okkar, MARTA ELÍNBORG GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Mýrdal, Skeggjagötu 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hallgrímskirkju í Reykjavík. Guðbrandur Guðjónsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. t Ástkær sonur okkar, faðir, sambýlis- maður og bróðir, GUÐMUNDUR ÖRN ÁGÚSTSSON, sem lést á heimili sínu í Ósló 5. des- ember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Ágúst Valur Guðmundsson, Svava Berg Þorsteinsdóttir, Ingóifur Örn Guðmundsson, Þórdís Svava Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ágúst Valur Guðmundsson, Brynjar Orn Guðmundsson, Bett Vangen, systkini og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og lang- afa, BJÖRNS O. ÞORLEIFSSONAR, Hverfisgötu 39, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Guðjóns og Helgu, Árna Jóns og alls starfsfólks á deild 11-E, Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU SVANBORGAR JÓNSDÓTTUR, Glæsivöllum 19a, Grindavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á deild 14-6 og blóðskilunardeild Landspítalans. Helgi Aðalgeirsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ólafía Ágústa Jónsdóttir fæddist 24. ágúst 1916 að Holtaseli á Mýrum, Austur- Skaftafellssýslu. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 30. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pálína Erlendsdótt- ir frá Rauðabergi í A.-Skaft. og Jón Þórðarson bóndi í Holtaseli. Þau eign- uðust fimm börn og var Ólafía þeirra yngst, bræð- ur hennar voru Þórður og El- ías, búsettir á Höfn í Horna- firði, báðir látnir, Karl og Ing- var, báðir búsettir í Reykjavík. Pálína var ættuð úr Öræfum, en Jón úr Suður- sveit. Eftirlifandi eig- inmaður Ólafíu er Guðlaugur Stef- ánsson, fyrrver- andi verslunar- maður og kaup- maður, á Bónda- stöðum, Hjalta- staðaþinghá í Múlasýslu, f. 22.1. 1905. Þau eignuð- ust þrjá syni. Þeir eru: Stefán Ragn- ar sjómaður, f. 13.7. 1939, fórst af slysförum 25.4. 1975, Baldur hæstaréttarlögmaður, f. 8.12. 1946, og Bragi veggfóðrara- meistari, f. 31.3. 1950. Útför Ólafíu hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. MIG langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar sem nú er dáin. Eftir langa og harða baráttu við erfíð veikindi eru þján- ingar hennar á enda en þegar dauð- inn knýr dyra virðist enginn alveg viðbúinn honum. Minningarnar vakna og hvað mig snertir eru þær margar. Ég hef átt margar góðar stundir hjá ömmu og afa og mér er minnis- stætt hve alltaf var tekið vel á móti mér. Er gesti bar að garði reyndi amma ævinlega þrátt fyrir veikindi sín að bjóða upp á allt sem til var, langt fram yfír raunverulega getu. En það að gefa var hennar eðli og því gat hún ekki breytt. Baráttuviljinn gegn sjúkdómnum sem hún var haldin var undraverð- ur. Ég hefði aldrei trúað að slíkur kraftur væri til í einni manneskju. Sögur ömmu af liðnum tíma og uppeldisárum sona hennar, þar á meðal föður míns, sitja djúpt í mér. Ég kemst ekki hjá því að fyllast t Elskulegur eiginmaður minn, SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður, lést þann 6. desember síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, Regfna Sigurjónsson. t Útför móðyr okkar og tengdamóður, SESSEUU ÞORSTEINSDÓTTUR CLAUSEN, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Haukur Clausen, Elín H. Thorarensen, Örn Clausen, Guðrún Erlendsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDAÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Geirakoti, Sandvfkurhreppi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstu- daginn 15. desember kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu samúð og vinarhug vegna and- lóts móður okkar og tengdamóður, SOFFÍU GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Stefán Valur Pálsson, Angela Baldvins, Árni Valur Viggósson, Unnur Þorsteinsdóttir, Geir Hreiðarsson, Elín Hreiðarsdóttir og fjölskyldur þeirra. aðdáun þegar ég hugsa um hve hún helgaði líf sitt heimilinu. Elsku afí, ég veit hve mikið tóma- rúm hefur myndast við að missa ömmu eftir 60 ára samfylgd í blíðu og stríðu, enginn maður hefði getað reynst henni betur en þú. Hún amma mín var góð mann- eskja og bjó yfir sterkum persónu- leika sem ég mun aldrei gleyma. Guð blessi minningu hennar. Margt er það, margt er það sem minningamar vekur en þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (D .Stef.) Karen Bragadóttir. Fimmtudaginn 30. nóvember síð- astliðinn lést elskuleg amma okkar, Ólafía Ágústa Jónsdóttir, amma Lóa eins og við systkinin kölluðum hana alltaf. Á ömmu var lagt meira en flesta aðra, hún þurfti að ganga hverja þrautagönguna á fætur annarri sökum veikinda. Undir það síðasta var mjög sárt að horfa upp á ömmu vitandi það að lítið var hægt að gera henni til hjálpar. Kannski var hvíldin eina leiðin, það veit Guð. Það er þó alveg ljóst að afí gerði allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa henni, og sjaldan hefur nokk- ur maður sýnt nokkrum jafn mikla umhyggju og afí sýndi ömmu. Góð- ir voru þeir tímar þegar amma og afi bjuggu í Bólstaðarhlíðinni og ég, Kristín, var fimm ára í ísaks- skóla. Afi sótti mig alltaf og heima beið amma með léttan og góðan hádegisverð. Heimsóknir til þeirra voru uppá- hald okkar systkinanna, ávallt var vel tekið á móti okkur, og gaman að horfa á hversu samrýnd og sam- stiga þau voru. Ef annað þeirra þurfti að gera eitthvað var hitt allt- af um leið komið til að hjálpa. Amma var þeirrar gerðar að öllum leið vel í návist hennar, og okkur barnabörnunum sýndi hún mikla alúð og væntumþykju, hennar mun- um við sárt sakna og ávallt geyma minninguna um hana. Elsku amma, við kveðjum þig að sinni og vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Nú legg ég aupn aftur, 6, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Óli, Kristín og Þórhildur. Sérlræðingar í blóiiiaskreytinguni við öll tækiiæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Erficinkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð. fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUOLEIÐIR IIÉTEL LOFTLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.