Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 50METIME5 IT'5 NICE TO LIE IN BEP, ANO THINK OF SOMETHlNé UJONDERFUL THAT'S HAPPENED TO YOU.. / Hl! MY NAMEIsWjý&í^‘ “Tr 7\EMIL'1'-■ UIOULD You JCT*^Í ■hTw nam£ 15 ' UKETOSeNW I QAHCt PAATM6A ./ STUNDUM er gott að liggja í rúminu og hugsa um eitthvað dá- samlegt sem hefur komið fyrir mann ... Hæ! Ég heiti Emelía — viltu vera dansfélagi minn? BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 « Símbréf 569 1329 Yigdís forseti Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: VIÐ starfslok hafa margir sent henni þakkir fyrir vel unnin störf í þágu íslenskrar þjóðar. Fáguð framkoma og vel mælt orð hennar um menn- ingu og gildi kærleika og bræðralags allra manna eru eftirtektarverð. Ekki hvað slst hefur vakið athygli þjóðarinnar hversu umhyggja fyrir æskufólki og börnum landsins hefur verið henni, sem móður og forseta, ofarlega í huga við hin ýmsu tæki- færi. Við erum minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og eru það þarf- ar áminningar. Væru það ekki afar ánægjuleg starfslok og kærleiksvott- ur Vigdísar í verki að rétta litlu telp- unum hennar Sophiu Hansen hjálp- arhönd? Þær hafa orðið fyrir mannrétt- indabrotum, sem móðir þeirra af miklum kjarki hefur reynt að leið- rétta, en er nú í veikri stöðu vegna heilsu og peningaleysis. Háttvísi og samkennd með meðbræðrum sínum hljóta að vera eftirsóknarverðir mannkostir allra manna. Þökk sé Vigdísi forseta fyrir hennar framlag. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37, Garðabæ. Lóan kemur í vor! Frá Stefáni Baldurssyni: VEGNA fyrirspumar I Morgunblað- inu sl. sunnudag varðandi sýningar á leikritinu Taktu lagið Lóa, í Þjóð- leikhúsinu, er okkur ljúft að upplýsa eftirfarandi: Þetta vinsæia leikrit Jim Cart- wrights hefur nú nýverið sýnt sam- fellt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins í tæpt ár, í hartnær hundrað skipti, við feikilega góða aðsókn. Af skipulagsástæðum og vegna þrengsla í húsinu, er óhjákvæmilegt að gera nú hlé á sýningum, þar eð leikarar eru jafnframt uppteknir í öðrum verkum og á öðrum sviðum leikhússins, en Þjóðleikhúsið rekur sem kunnugt er þrjú leiksvið. Næstu verkefni þurfa að komast að, því að margir áhorfendur hafa þegar keypt miða á þau. Stefnt er að því að halda áfram sýningum á Lóu síðar á leikárinu, strax og færi gefst enda er það stefna Þjóðleikhússins að sýna verkefnin svo lengi sem áhorfendur sækja þau. í gríðarlegri velgengni síðustu missera, ekki síst á Smíðaverkstæðinu, hefur þetta stundum valdið árekstrum, þar eð leikhúsið þarf að skipuleggja heild- arstarfsemina og verkefnavalið a.m.k. eitt ár fram í tímann. Ekki er unnt að sýna nema eitt verkefni í senn á Smíðaverkstæðinu, þar eð við breyt- um salarkynnum hveiju sinni út frá þörfum hvers viðfangsefnis. Enn höf- um við þó ekki þurft að taka verk út af dagskrá fyrir fullu húsi nema þá til að setja það I „biðstöðu" þar til færi gefst til áframhaldandi sýningar. Rétt er að nota þetta tækifæri til þess að hvetja áhorfendur að draga aldrei á langinn að sækja þær leik- sýningar, sem vekja áhuga þeirra. Reynslan sýnir að erfitt getur verið að fá miða á síðustu sýningar leikrit- anna, þótt miðaframboð hafi verið nægilegt lengst af sýningartímanum. STEFÁN BALDURSSON, þjóðleikhússtjóri. Fylgi sjálfstæðis- manna í Reykjavík er engin tilviljun Frá Sveini Guðmundssyni: GÓÐ útkoma sjálfstæðismanna I Reykjavík í skoðanakönnun DV er engin tilviljun. Staðreyndin er ein- faldlega sú að R-listaflokkamir standa engan veginn undir vænting- um. Það gera sjálfstæðismenn hins vegar, þótt í minnihluta séu. Flestir eru farnir að sjá í gegn um stöðugar fullyrðingar Ingibjargar Sólrúnar um það að fjárhagsstaða borgarinnar sé slæm vegna stjórnar- hátta Sjálfstæðisflokksins á árum áður. Staðreyndin er sú að skuldir Reykjavíkurborgar eru lægri en hjá flestum öðrum sveitarfélögum. Á meðan meðalskuldir eru um 120 þús. kr. á hvern íbúa Reykjavíkur, þá eru þær tvöfalt hærri í Kópavogi og Hafnarfirði. Þrátt fyrir tiltölulega góða skuldastöðu borgarinnar hafa vinstri flokkarnir í R-listanum ekki getað stillt sig um að hækka skatta á borgarbúa. Á sama tíma dregur úr framkvæmdum á vegum borgar- innar. Ekkert réttlætir þessa auknu skattheimtu. Þvert á móti ætti borg- in að leggja sitt af mörkum til hag- vaxtarins með því að draga úr skatt- heimtunni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa ekki byggt stjórnarandstöðu sína á nöldri og naggi. Þeir hafa lagt áherslu á uppbyggingu en ekki pólitískar reykbombur. Fyrir vikið fá þeir kannski minna pláss í fjölmiðl- um. Almenningur skynjar samt að þetta eru ábyrg vinnubrögð og þess vegna fá sjálfstæðismenn yfirgnæf- andi stuðning í könnun DV. Ámi Sigfússon, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, hefur sýnt að hann lætur verkin tala þar sem hann fær tækifæri til þess. Það kem- ur til dæmis fram í starfi hans sem formaður FÍB. Þar er hann fyrst og fremst að bæta kjör almennings. Aðgerðir FÍB til að lækka iðgjöld bílatrygginga voru löngu tímabærar og ljóst að forysta Árna skiptir þar meginmáli. Þetta eru vinnubrögð sem fólk kann að meta og það skilar sér í auknu fylgi við Sjálfstæðisflokk- inn I borgarstjórn Reykjavíkur. SVEINN GUÐMUNDSSON, BS líffræðingur, Bankastræti 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.