Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Af hverju? Appelsínuhúð (cellulite) Rafni Líndal svarað Frá Böðvarí Magnússyni: AF HVERJU viðgengst hið illa í heiminum? Og fyrst Guð er góður, af hveiju lætur hann þetta viðgang- ast? Mig langar að reyna að svara þessum spurn- ingum eins og Biblían kennir og ég sem krist- inn maður lít svo á að Biblían sé óskeikult orð Guðs sjálfs sam- kvæmt 2. Tím. 3:16. Biblían kennir það að baráttan sem maðurinn á í sé ekki í raun hver við annan, heldur er baráttan við andaverur vonskunnar í himin- geimnum (Efesusbr. 6:12). Maður- inn er skapaður í Guðs mynd og er þess vegna andi, sál og líkami. En vegna þess að maðurinn er andleg vera þá er hann einnig háður anda Guðs, en vegna þess að maðurinn syndgaði og óhlýðn- aðist Guði þá setti hann sig í raun undir annað andlegt vald, sem er Satan, eða andi heimsins eins og Biblían orðar það líka. Það sem ég vil segja er það að í okkar dag- lega lífi þá höfum við fijálst val hvorum andanum við hlýðum, anda Guðs eða anda heimsins. Það er í raun það sem gerðist í aldin- garðinum Eden, að maðurinn sem hafði ekkert val heldur varð að hlýða Guði, sem er góður og mað- urinn varð að hlýðnast hinu góða en maðurinn notaði sipn fijálsa vilja til að óhlýðnast Guði og hlusta á rödd Satans og trúa lyginni í honum og framkvæma hana. Þetta er sama barátta í dag, þú getur hlustað á alls konar raddir og far- ið eftir þeim eða þú getur hlustað á rödd Guðs og farið eftir henni. Jesús segir að þú lærir að þekkja rödd Guðs með því að nema Orð Guðs sem er Biblían. Onnur spurningin var svona: Hvers vegna lætur Guð hið illa við- gangast? Ég ætla að reyna að skýra það í eins fáum orðum og hægt er. Þegar Guð skapaði manninn þá sagði hann við hann: Verið fijósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið hana ykkur undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum á jörðinni (1. Mós. 1:28). Það sem ég er að segja hér er að Guð hefur gefið manninum vald yfir jörðinni og allri sköpuninni og Guð grípur ekki inn í atburðarás Iífsins nema að við snúum okkur til hans og biðjum hann um það. Hann hefur falið manninum að ráða og ríkja yfir sköpun sinni og er því sjálfur ábyrgur hvað hann gerir við hana og mun á degi dóms- ins þurfa að svara fyrir bæði orð sín og athafnir. Ég veit að margir spyija núna en hvað með slys og náttúru- hamfarir? Er maðurinn ábyrgur fyrir þeim líka? Ég vil fá að svara þessu svona. Ég gat um það ann- ars staðar í bréfinu að maðurinn hafi notað sinn fijálsa vilja til að óhlýðnast Guði og það er það sem kallað er erfðasyndin. Eftir synda- fallið setti Guð í gang áætlun til bjargar manninum, því að enginn syndugur maður getur haft samfé- lag við Guð. Áætlun Guðs er að hann sendi son sinn til að frið- þægja fyrir syndir okkar svo að við gætum aftur haft samfélag við hann og leiðst af anda Guðs. Sá sem er syndugur, hefur ekki iðrast og beðið Jesú um að vera sinn Drottinn hann er ennþá í syndum sínum og getur því leiðst af hans anda, þ.e.a.s. ef viðkomandi á ann- að borð leitar Guðs eftir að hann hefur iðrast. Það sem ég er að segja er að við verðum að leita Guðs með okk- ar líf og eftir hans leiðsögn þó svo við séum hans, því við getum enn notað okkar fijálsa vilja til að leið- ast að okkar vilja en ekki hans. Ef við viljum finna einhveija söku- dólga fyrir náttúruhamförum þá er það helst ég og aðrir þeir sem tilheyra Jesú Kristi, því það erum jú við sem höfum endurheimt okkar fyrri stöðu, að ráða og ríkja yfir sköpuninni. En hitt er svo annað að allir eru ábyrgir fyrir sínu eigin lífi og foreldrar yfir börnum sínum og hvað þeir kenna þeim. En ég trúi því að allt hið illa sé sprottið frá hinum vonda og þ.m.t. náttúru- hamfarir og hann notfærir sér sof- andahátt kirkju Jesú Krists að standa ekki á verðinum og að vera ekki skjöldur fyrir landið. Jakob postuli skrifar í sínu bréfi til safn- aðanna: þér fáið ekki af því að þér biðjið ekki (Jak. 4:2). Én ég vil hafa orð Jesú að lokaorðum í þessu bréfi: Gjörið iðrun og trúið fagnað- arerindinu (Mk. 1:15). BÖÐVAR MAGNÚSSON, Bjarnastaðavör 4. Frá Þuríði Ottesen: EKKI reiknaði ég með að þurfa að lenda í ritdeilu við Rafn Líndal við það að markaðssetja buxur sem svo réttilega vinna á appelsínuhúð. En eitthvað virðist þessi spjör fara fyr- ir bijóstið á Rafni og er það leitt. Því leyfi ég mér að svara bréfi Rafns er birtist í Mbl. 1. desember sl., undir fyrirsögninni: „Cellulite bara venjuleg fita.“ Sjálf hef ég lesið fjölda tímarita, sótt námskeið og fyrirlestra varð- andi appelsínuhúð. Læknum grein- ir á um hvað appelsínuhúð er og sjálfsagt er dr. Peter Fonde, for- manni samtaka lækna sem stunda fitusog, í mun að halda fram að cellulite sé ekkert annað en venju- leg fita og því best að sjúga hana burt með þar til gerðri tækni. Af eigin raun þekki ég mjög vel til appelsínuhúðar, hef leitað flestra leiða til lækninga fyrir utan „fitu- sog“. Þar með er talin íþróttaiðk- un, hóflegt og gott mataræði, margskonar nudd og krem. Árang- ur lítill miðað við erfiði og var freistandi að gefast upp. Þegar ég frétti fyrst af Medisana Turbo-bux- unum og áhrifamætti þeirra, hugs- aði ég með mér, að þar væri um enn eina sölubrelluna að ræða. Freistaðist þó til að panta nokkrar buxur og fannst mér, og fleiri not- endum, þær virka vel. Pöntuð var viðbót og fékk ég leyfi til að af- henda þær nokkrum konum sem stunda líkamsrækt í World Class til þess að prófunin yrði óhlut- dræg. Fylgst var með konunum og eftir þijá mánuði voru konurnar spurðar álits og voru þær allar mjög ánægðar og ég hvött til að dreifa vörunni hið fyrsta. Hvað svo sem verður vísindalega sannað þá er appelsínuhúð lýti og óþægindi sem fæstar konur sætta sig við. Við þessar ritdeilur hafa mér borist ófá símtöl frá konum sem notað hafa buxurnar með frábærum árangri sem aldrei áður hefur náðst, þrátt fyrir áralanga baráttu og ýmiss meðöl. Tel ég réttast að þær konur segi sína sögu án minnar hlutdeildar. í markaðssetningu á Medisana Turbo-buxum hefur aldrei verið haldið fram að nóg væri að fara í buxurnar og leggjast á meltuna með konfektskálina í kjöltunni. Við- skiptavininum hefur verið bent á að Medisana Turbo-buxurnar séu frábært hjálpartæki, en skoða þurfi matarvenjur og hreyfingu fyrst og fremst. Ég hvet Rafn og lækna sem e.t.v. eiga eftir að velja sér sér- grein að mjög mikil þörf er á að appelsínuhúð sé gefinn frekari gaumur og læknar sérmennti sig með það í huga. Konur hrópa á hjálp í þessum efnum og ef við eig- um að geta hjálpað þeim, þýðir ekki að snýta þeim uppúr vísinda- greinum og annarri teoríu. Lausnin þarf að vera aðgengileg og án hroka. ÞURÍÐUR OTTESEN, Héðinsgötu 1-3, Reykjavík. Fórnum hvorki eigin lífi né annarra ÞAÐ myndi kosta um 500 þúsund krónur að laga þessar skemmdir. En reikna má með að þetta sé meðaltjónið hjá 17-20 ára ökumönnum. VIÐ erum örugg því við notum bílbelti. Þátttakendur reyna mikil- vægi bilbeltanna í veltibíl BFÖ og Umferðarráðs. Frá hópi tvö og þijú hjá Sjóvá- Almennum: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið fyrir unga ökumenn hjá Sjóvá- Almennum um miðjan nóv- ember. Okkur langar til að miðla til ykkar, kæru jafnaldrar, reynslu okkar en við áttum það sameigin- legt að hafa lent í árekstri og þess vegna var okkur boðið á tveggja kvölda námskeið. Aftanákeyrslur: Flest okkar lentu í að aka aftan á. Við höfum skoðað vel hvers vegna og nú viljum við benda á eftirfarandi atriði sem forðað geta aftanákeyrslu. 1. Hjá okkur öllum var bilið í næsta bíl of stutt. Við vorum með 2-6 metra að meðaltali á götu eins og Miklabrautin er. 15-20 metrar eru nærri lagi til að sleppa. Aukum bilið í næsta bíl og munum þriggja sekúndna regluna. 2. Nú horfum við lengra en á næsta bíl fyrir framan. Við reynum að sjá hvað gerist framan við hann. Þá erum við betur viðbúin þegar hann hemlar. 3. Við þurfum að vera á varð- bergi við gangbrautir. Þar má bú- ast við að bílar stöðvi. 4. Við verðum sjálf að fylgjast með umferðinni fyrir aftan þegar við hægjum ferðina og höfum öll Ijós og bremsur í lagi. Hemlaljós í glugga eykur öryggið. Gatnamót: Við vorum nokkrir krakkar sem lentum í árekstri á gatnamótum. Við erum viss um að hefðum við farið eftir eftirtöldum atriðum hefð- um við sloppið. 1. Fylgist vel með umferðar- merkjunum þegar þið nálgist gatna- mót. Þá vitið þið hvaða gata á for- gang. 2. Ekki líta bara einu sinni eftir umferð áður en þið akið inn á götu. Það getur borgað sig að horfa aftur yfir gatnamótin. 3. Hægið ferðina þegar nálgast gatnamót, jafnvel þótt þið eigið forgang. 4. Stærð gatna segir ekki til um umferðarréttinn. Litlar hliðargötur geta átt forgang. 5. Reiknið frekar með meiri ferð hjá bílunum sem nálgast. 6. Ef þið þurfið að taka vinstri beygju munið að aka ekki of langt inn á gatnamótin og munið að bíl- arnir sem koma á móti eru oft á mjög mikilli ferð. 7. Ef umferðarljós eru á gatna- mótunum þá virðið þau. Munið að gula ljósið á eftir rauðu er ekki til að taka af stað. Þið verðið að gefa hinum möguleika á að hreinsa gatnamótin. Mætingar: Nokkur okkar lentu í tjóni þegar við vorum að mæta bíl. Við viljum benda á eftirfarandi atriði: 1. Varist hraðann. Hægið ferðina verulega áður en þið mætið bíl. Það getur borgað sig að stöðva alveg sé vegurinn mjög þröngur. 2. Takið tillit til breidd vegarins. Kantar geta verið hættulegir. 3. Þið skuluð ekki nauðhemla, því þá gætuð þið misst stjórn á bíln- um og hann lent framan á bílnum sem á móti kemur. Að lokum viljum við benda ykkur á nokkur mikilvæg atriði sem hjálpa okkur öllum í umferðinni: 1. Látum ekki aðra ökumenn fara í skapið á okkur. Það gerir okkur að verri ökumönnum. 2. Munum að aka ekki syfjuð, þreytt eða undir áhrifum áfengis. Við getum verið hættuleg í umferð- inni daginn eftir (,,þunn“). 3. Tökum ekki óþarfa áhættu í umferðinni og fórnum ekki eigin lífi né annarra með slíku. Kveðja frá hópi 2 og 3 hjá Sjóvá- Almennum. F.h. hönd hóps tvö og þijú, EINAR GUÐMUNDSSON, fræðslustjóri, Sjóvá-Almennum. Eld- messías Frá Birni Steinarí Haukssyni: HVERJIR eru þeir sem brenna bækur? Hveijir eru þeir sem brennna tónlist? Hveijir eru þeir heilögu sem opinberlega fella slíka palladóma yfir verkum meðbræðra sinna? Og hvað hafa þeir fram yfir þá? Og eru þeir sjálfir yfir alla gagnrýni hafnir? Eru þeir að leiða ungmenni inn á heillvænlegar brautir? Hafa ungmenni okkar gott af slíku uppeldi? Hver hefur efni á að leysa slíkt hatur úr læð- ingi? Er það rétta leiðin? Hatur og meðbræðrafyrirlitning? Er gott að vera frelsaður? Er það frelsi að vera friðlaus í sálu sinni yfir verk- um annarra? Er gott að sjá djöful- inn í öllum nema sjálfum sér? Hveijir eru það sem sjá djöfla? Eru það þeir sem þekkja djöfla manna best? Eru þeir kannski haldnir djöf- ulsæði? Líður þeim vel? Boða þeir frið? Viljum við fylgja þeim? Er þetta eitthvað nýtt? Er þetta ekki kveikjan að ófriði? Er þetta þekk- ing? Er þetta fáfræði? Ef þú, les- andi góður, horfir á stríð, er það þá ekki nákvæmlega þetta sem þú sérð? Fáfræði, hatur og mannfyrir- litningu? Svörum spurningum og spyijum spurninga og svarið blasir við. BJÖRN STEINAR HAUKSSON, Engihlíð 18, Ólafsvík. +*%}*'* FLÍSAR llí ÍWJJ * * Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.