Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ritsafn Einars Pálssonar Rætur íslenskrar menningar gjörbreytir flestu sem þú vissir áður um fommenningu íslendinga. Og nú er komið út nýtt rit, Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálaholti, sem varpar með öllu nýju ljósi á kristnitökuna árið 1000. Þar urðu mestu umskipti sem orðið hafa í íslenskri þjóðarsögu. Lesið um þau frá sjónarmiði kaþólskra miðaldafræða. Óhætt mun að fullyrða að þú munt undrast mjög hinar nýju og óvæiítu upplýsingar. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 552 5149. RANNÍS Rannsóknir, þróun og nýsköpun í íslenskum byggingariðnaði Fagráð Rannsóknarráðs íslands um tækni og iðnaðarrannsóknir boðar tii almenns fundar um nýsköpun í íslenskum byggingar- iðnaði föstudaginn 15. desember kl. 10.00-12.00 í Borgartúni 6. Fundarefni: 1. fslenskar byggingarannsóknir. Jónas Frímannsson verkfr. 2. Umsóknir um styrki til Tæknisjóðs. Snæbjörn Kristjánsson 3. Almennar umræður Fundarstjóri: Þorsteinn I. Sigfússon. Abendingar á injólkuruinbúðum, nr. 4S af 60. Hver opnar hvað? Verslanir, sýningar, söfn, sundstaðir o.fl. „opna“ ekki eða „Ioka“; starfsfólkið sér um það. Þegar nýja fiskbúðin var opnuð (ekki „opnaði“!) fylltist hún fljótt af viðskiptavinum. Bankinn er opnaður kl. 9 og honum lokað kl. 16. Afgreiðslutíminn (ekki „opnunartíminn") er því frá kl. 9 til 16. Opnum augun fýrir málinu! MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslertskrar málnefndar og Málræktarsjóðs. I DAG SKAK Umsjón Margcir Pctursson HVITUR leikur og vinnur Staðan kom upp á svæðamóti Vestur-Evr- ópulanda í Linares á Spáni fyrir mánaðamótin. Hollenski stórmeistarinn John Van der Wiel (2.545) hafði hvítt og átti leik, en spánski alþjóða- meistarinn Gomez Este- ban (2.4525) var með 24. Hxg6+! — hxg6 25. Dxg6+ - Kh8 26. Dh5+! (Annars gæti svartur létt sér vörnina með því að leika Dg8) 26. - Kg8 27. He2! (Auk þess sem svarti riddarinn á e4 stendur nú í uppnámi hót- ar hvítur 28. He3 og hrókurinn ræður úrslitum í sókninni. Svarta staðan er töpuð) 27. - Bxf5 28. Rxf5 - Rc5 29. Dg6+ - Kh8 30. Rxd6! - Dg8 31. Dh6+ og svartur er mát í næsta leik. í stað þess að gefast upp beið Spánverj- inn í hálfa mínútu eftir því að falla á tíma. Keppt var um fimm sæti á milli- svæðamótinu næsta vor. Spánverjinn II- lescas sigraði örugg- lega með 8 v. af 11 mögulegum, en sjö skákmenn hlutu 7 v. og þurftu að heyja aukakeppni um fjögur sæti. í henni urðu hol- lenskir skákmenn sigur- sælir: 1.-2. Van Weiy og Van der Wiel 4 'h v. af 6 mögulegum, 3. Van der Sterren 3 v. 4. Peter Wells, Englandi 2‘/z v. Þeir sem ekki komust áfram voru Frakkarnir Apicella með 2‘A v., Re- net með 2 v. og Englend- ingurinn Tony Miles sem hlaut 2 v. Ef Timman verður með á millisvæðamótinu munu Hollendingar eiga þar fjóra menn, en enska liðið verður mjög þunnskipað. Timman hefur þó gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur þátttöku í heimsmeistarakeppninni. HANN er hérna, Gunnar! FYRST þetta er með- alið OKKAR, skalt þú byq'a á að taka þinn helming. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Gullhringur fannst GULLHRINGUR fannst í leigubíl í nóvember í fyrra. Kannist einhver við að hafa glatað hring á þeim tíma vinsamlega hringið í síma 568 5817. Taska tapaðist BRÚN hliðartaska tapaðist á Kringlukránni aðfaranótt sl. sunnu- dags. I töskunni voru m.a. gleraugu, skilríki og persónulegir munir sem eigandinn saknar sér- staklega. Þeir sem vita um afdrif töskunnar eru beðnir að láta vita í síma 562 0067. Úr fannst KVENÚR fannst í Stakkahlíð sl. sunnu- dagskvöld. Upplýsingar í síma 551 6363. COSPER PABBI! Býr risi í þessu húsi? Farsi „Xitu ekkl bei/a t/epabort?" Víkverji skrifar... BÚÐARÁP og innkaup eru ekki ein af sterkustu hliðum Vík- veija, sem satt best að segja leið- ist slíkt ráp og telur það falla und- ir illa nauðsyn. En þegar komið er svo nærri jólum, verður auðvitað að gera fleira en gott þykir, bíta á jaxlinn og ösla í búðir, hvenær sem færi gefst. Eitt slíkt færi gafst um síðustu helgi, en þá hafði Vík- veiji hugsað sér að fara niður Laugaveginn og finna meðal ann- ars jólafötin á börn sín í samráði og samvinnu við börnin. En þar sem viðraði svo skelfilega leiðin- lega, var göngu eftir Laugavegi frestað og leitað skjóls í kraðakinu í Kringlunni. xxx EITT af því sem iðulega hefur farið í taugar Víkveija, þegar hann hefur farið ásamt bömum sín- um á veitingastaði hér á landi eða í verslanir, er framkoma afgreiðslu- og þjónustufólks í garð bama, sem er yfirleitt af allt öðrum toga en þegar fullorðnir eiga í hlut. Oftast er hún hvorki jafn kurteis og vin- gjarnleg, þegar yngri borgararnir eiga í hlut og hvað eftir annað hef- ur það gerst, þegar Víkveiji hefur verið á ferð með börnum sínum, að afgreiðslu- eða þjónustufólk hef- ur ávallt beint svörum sínum og orðum að Víkveija, þótt fyrirspurn- ir hafi verið bomar fram af bömun- um. Það er afskaplega leiðinlegt að verða vitni að slíkri framkomu og sýnir að mati Víkveija, að margt starfsfólk úr þjónustugeiranum ger- ir sér ekki fulla grein fyrir því hveij- ir eru viðskiptavinir framtíðarinnar, auk þess sem börnin eiga að sjálf- sögðu fulla heimtingu á því að þeim sé sýnd sama virðing og hlýja og þeim sem eldri em. xxx VÍ fannst Víkverja afar ánægjulegt að koma í tísku- verslunina Sautján í Kringlunni um helgina, sem er mestmegnis með tískuvarning fyrir unglinga og eldri börn. Þar var Víkveiji þegar við innkomu í algjöru aukahlutverki, afgreiðslufólkið tók á móti börnun- um af fullri kurteisi og hlýju og þjónustulundin beinlínis ljómaði af hveiju andliti. Greitt var úr öllum fyrirspurnum með bros á vör og snúist í kringum viðskiptavinina. I þessari verslun starfar afar ungt afgreiðslufólk, lipurt og elskulegt, sem skilur þarfir viðskiptavinanna og vill augsýnilega leggja sig í líma við að fullnægja óskum þeirra og þörfum. xxx AUÐVITAÐ má vel vera að þessi afgreiðslumáti sé út- breiddur í þessari tegund verslana - um það skal Víkveiji ekkert full- yrða, enda hefur hann takmarkaða reynslu af heimsóknum í slíkar verslanir. Vonandi er framkoma unga fólksins í Sautján ekki undan- tekning, heldur regla meðal af- greiðslufólks í tískuverslunum. En ef svo er, þá eru þeir fjölmargir, sem mættu taka sér unga, fjör- mikla afgreiðslufólkið til fyrir- myndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.