Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 4 7 Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 13. desember, er fimmtug Kristín Erla Guðmuinds- dóttir. Hún og eiginmaður hennar Sigurður Ingvars- son taka á móti gestum í samkomuhúsinu í Garði eftir kl. 19 í dag. ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 13. desember, er fimmtugur Guðmundur Björnsson, verkfræðingur, Lang- holti 5, Keflavík. Hann og eiginkona hans Vilborg Georgsdóttir eru að heim- an í dag. Ljósm. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. nóvember sl. í Digraneskirkju af sr. Sig- finni Þorleifssyni Sigur- björg Vilmundardóttir og Sævar Kristjánsson. Heimili þeirra er á Heijólfs- götu 22, Hafnarfírði. BRIDS limsjón tiuömundur Páll Arnarson KANADAMAÐURINN Joe Silver þótti spila ein- staklega vel á HM í Kína. Bridsblaðamaðurinn Alan Truscott gekk svo langt að tala um gullputtana á silfurmanninum. Truscott tiltók meðal annars þetta dæmi úr fjórðungsúrslit- um gegn Suður-Afríku: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á106 V 974 ♦ 876 ♦ KD54 Vestur Austur ♦ G873 4 2 V G6 IIIIH ▼ KD10852 ♦ ÁG95 111111 ♦ K1042 ♦ 1087 4 63 Suður 4 KD954 y Á3 ♦ D3 4 ÁG92 Vestur Norður Austar Suður Cope Kokish Mansell Sílver Pass 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Hjartagosi. Silver var eini sagnhaf- inn sem vann fjóra spaða. Alliraðrir spiluðu beint af augum: drápu strax á hjartaás og spiluðu kóng og ás í trompi. Eftir þá byrjun hlaut vörnin að fá fjórða slaginn á spaðagosa. En Silver hugsaði dýpra. Þegar Manseli í austur yfirdrap gosa makkers, leyfði Silver honum að eiga slaginn, enda varla til í dæminu að austur ætti sjö- lit. En til hvers? Jú, Silver vildi vita hvað austur gerði næst. Hann þóttist vita að austur myndi spila laufi með einspil þar, sem aftur þýddi að spaðinn félli sennilega 3-2. Þegar austur spilaði hlutlaust hjarta áfram, var orðið líklegra að austur ætti einn spaða. En fleira kom til. Austur virtist eiga a.m.k. annan tigulhámann- inn úr því vestur lagði ekki af stað með tígulás. Með spaðagosa til viðbótar við hjartahjón og hugsanlega AG eða KG í tígli, væri austur nálægt opnun á einu hjarta. Þótt rökfærslan væri ekki fullkomlega skotheld, ákvað Silver að fylgja sannfæringunni. Hann lagði niður spaðakóng og svínaði svo tíu blinds! Ljósm. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. nóvember sl. í Skálholtsdórnkirkju af sr. Guðmundi Óla Ólasyni Ásta Rut Sigurðardóttir og Sveinn Kristinsson. Þau eru til heimilis í Laugarási 2, Biskupstungum. Ljósm. MYND BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 4. nóvember sl. í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Stella Eiríks- dóttir og Guðjón Guð- mundsson. Heimili þeirra er í Dalseli 8, Reykjavík. HÖGNIHREKKVÍSI LEIÐRÉTT Rangt nafn í MYNDATEXTA á bls. 10 í Morgunblaðinu í gær er sagt að á mynd sé Þorsteinn Ólafsson fram- kvæmdastjóri Styrktar- félags krabbameins- sjúkra barna. Þetta er rangt, því að maðurinn á myndinni er Jónas Þóris- son framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Röng uppskrift í ÞÆTTI Kristínar Gests- dóttur, Matur og mat- gerð, sem birtist í blaðinu 12. desember, vantaði súkkulaði í kremið á Söru Bernhardkökunum. Rétt uppskrift birtist hér: 3 eggjarauður, 3 msk síróp, 150 g lint smjör, 1 msk kakó, 300 g hjúpsúkk- ulaði. STJÖRNUSPÁ cltir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú kannt vel að koma fyr- ir þig orði og hefurgóða kímnigáfu. Hrútur (21. mars - 19. apríl) . Einhver hringir óvænt til þín og færir þér góðar fréttir. Þér gefst tækifæri til að slaka á með fjölskyldunni þegar kvöldar. Naut (20. apríl - 20. maf) Iffö Þú ert fær í flestan sjó, og þér gæti staðið til boða kaup- hækkun eða nýtt og betra starf. Njóttu kvöldsins heima. Tvíburar (21.mal-20.júní) Eitthvað mikið er um að vera í vinnunni sem á eftir að reynast þér hagstætt í fram- tíðinni. Þér miðar vel áfram að settu marki. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Einhver í fjölskyldunni á ferðalag í vændum. Þú átt góðar stundir í vinahópi í dag, og nýtur umhyggju ást- vinar í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þér semur vel við aðra í dag, og þú nýtur góðs stuðnings starfsfélaga. Einhver nákom- inn er að íhuga að gifta sig á næstunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Öll fjölskyldan hefur ástæðu til að fagna góðum fréttum, sem þér berast í dag. Ilaltu þínu striki, því þú ert á réttri leið. Vog (23. sept. - 22. október) )$% Ef þú kannar málið, kemst þú að því að fjárhagsstaðan er betri en þú bjóst við. Ást- vinur færir þér góða gjöf í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ættir að hlusta vel á ráð- leggingar vinar, sem vill þér vel. Þegar kvöldar verður þér svo boðið í spennandi sam- kvæmi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Vertu ekki að eyða tímanum í að bíða eftir svari við fyrir- spum þinni, því það kemur ekki strax. Vinur gefur þér góð ráð. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú tekur að þér nýtt verk- efni, sem gaman verður að leysa, og þú átt velgengni að fagna í vinnunni. Gættu hófs í peningamálum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vinur, sem þú hefur ekki séð lengi, kemur óvænt í heim- sókn. Gefðu þér tíma til að sinna honum og rifja upp liðna daga. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) tS* Láttu ekki draga þig inn í deilur innan íjölskyldunnar þótt þú hafir þínar skoðanir á málinu. Þú hefur skyldum að gegna heima. Stjörnuspána á að lesa sem dægraðvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á iraustum grunni vísindalegra stadrevnda. ARATUGA REYNSLA GÆÐAVARA - GOTT VERÐ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KOP. • SIMI564 4711 • FAX 564 4725 kjarni málsins! 4Áj5|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.