Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 4

Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 4
Lára Hrund og Halldóra á pall LÁRA Hrund Bjargardóttir og Halldóra Þorgeirsdóttir unnu til bronsverðlauna á Norðurlandamóti unglinga sem lauk í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Lára Hrund varð þriðja í 200 metra skrið- sundi, synti á 2.09,90 mín. og einnig þriðja í 200 nietra fjór- sundi á 2.26,83 min. Halldóra lenti í þriðja sæti í 200 metra bringusundi, synti á 2.44,36 mín. Keflavík og UMFN í úrslit KEFLAVÍK og Njarðvík tryggðu sér í gær rétt til að leika í undanúrslitum í bikar- keppni kvenna í körfuknatt- leik og þar leika einnig lið ÍS og Ht. Njarvíkurstúlkur sigruðu Val að Hliðarenda, 58:37, og I Grindavík sigraði Keflavfk, 79:54. Sigurjón keppti í Flórída SIGURJÓN Arnarsson, kylf- ingur úr GR, keppti nýlega á tveimur mótum á Tommy Armour mótaröðinni í Flórída. Fyrst á þriggja daga móti á Ridgewood Lakes vell- inum. Hann lék fyrstu tvo dagana á 76 höggum en síð- asta daginn á pari, 72 högg- um. Á laugardaginn keppti hann síðan á eins dags móti á Mission Inn vellinum og lék á pari, eða 72 höggum, en SSS vallarins er 73. Sigruijón hafnaði í 22. sæti af 74 kepp- endum. Thompson í óvenjulegri viðbragðs- stöðu DALEY Thompson, ólympíu- meistari í tugþraut á Ólympiuleikunum í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984, er í startholunum en að þessu sinni ekki i frjálsum heldur í knattspyrnu. Hann hefur æft með 3. deildar liði Mans- field að undanförnu, lék með varaliðinu sl. mánudag og skoraði í 3:1 tapleik en sér fram á að fá fyrsta leik sinn með aðalliðinu á laugardag. „Daley skoraði og lék vel,“ sagði Keith Alexander, að- stoðarþjálfari. „Hann hefur góða tækni, skallar vel og hraðinn er greinilega í lagi. Hann er 38 ára og þvi kæmi mér á óvart ef hann ætti langa framtíð fyrir sér í bolt- anum en það er ekki þar með sagt að hann verði ekki í byrjunarliðinu gegn Cardiff á laugardag. Vegna meiðsla voru 11 á æfingu áþri^judag og Daley var einn þeirra." Hann bætti við að erfið dag- skrá væri hjá liðinu yfir jólin og þá gæti Daley komið til hjálpar. „Ef hann væri 20 árum yngri vildu öll lið gera samning við hann.“ Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari spáir í bikarleiki kvöldsins Hefð og heima- völlur hafa mjög mikið að segja Byggðu höll á 202 dögum Fimm leikir í 16 liða úrslitum bik- arkeppni karla í handknattleik fara fram í kvöld. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagði við Morgun- blaðið í gær aðspurður um viðureign- ir kvöldsins að Víkingur ætti að sigra Gróttu B og sama ætti við um Þór Akureyri gegn Breiðabliki en von væri á meiri baráttu í hinum þremur leikjunum. FH aldrei sigrað að Hlíðarenda Valsmenn taka á móti FH-ingum og sagði Þorbjöm að miðað við leiki Iiðanna að undanfömu væru líkumar Valsmegin. „Hins vegar er annað viðhorf { bikarleikjum og meira tek- ist á í þeim en FH hefur aldrei unn- ið Val að Hlíðarenda. Valsmenn mega samt vara sig á að afskrifa FH-inga þó þeir hafi verið að spila ■s illa því FH er samansett af reyndum leikmönnum sem vita hvað þarf að leggja á sig til að sigra.“ Selfyssingar taka á móti Aftureld- ingu sem hefur aldrei sigrað á Sel- fossi en Þorbjöm hallast að sigri gestanna. „Selfoss sigraði síðast í miklum baráttuleik í deildinni en þó ekki hafi gengið mjög vel hjá Aftur- eldingu í deildinni og leikmenn ekki verið nógu baráttuglaðir hallast ég að því að liðið sigri. Afturelding er líka sterkara á pappírnum en liðið þarf að yfirvinna þann ótta að hafa ekki sigrað á Selfossi. Hins vegar er Selfoss erfítt heim að sækja og síðast þegar liðin mættust fengu heimamenn rosalegan stuðning frá áhorfendum. Hann verður ekki minni núna.“ HK sigrar heima Fram sækir HK heim og sagðist Þorbjöm gera ráð fyrir sigri Kópa- vogsmanna. „Fram kpm á óvart í 32 liða úrslit- um og sló ÍR út en HK hefur geng- ið mjög vel í deildinni og sigrað meira sannfærandi en Fram. Heima- völlurinn hefur mikið að segja og því trúi ég að HK sigri.“ Víkingur B og IBV leika á laug- ardag en bikarmeistarar KA og Völsungur hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Morgunblaðið/Þorkell HÁLFDÁN Þórðarson og félagar í FH mæta Valsmönnum aö Hlíðarenda í kvöld í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. plióíPigivwMaíítíi AUSTURRÍKISMENN byggðu nýja og glæsilega íþróttahöll í Vín á 202 dögum. Höllin, sem tekur 5.000 áhorfendur í sæti, var sérstaklega byggð fyrir HM kvenna í handknattleik sem nú stendur þar yfir. Keppnin fer reyndar að hluta til fram í Ung- veijalandi. Að sögn Helgu Magnúsdóttur, fyrrum stjórnarmanns HSI sem nú er í Austurríki til að fylgjast með keppninni, hefur mótshaldið gengið nokkuð vel. „Það eru all- ir mjög ánægðir með fyrirkomu- lagið hér í Austurríki, en það hefur verið erfiðleikum háð að fara yfir til Ungveijalands. Þangað er um fjögurra tíma akstur og oft hafa keppnisliðin þurft að bíða á landamærunum eftir að fá að fara i gegn. Það hefur einnig verið erfitt að ná símasambandi við Ungveijaland og því berast úrslit leikja sem fara þar fram mjög seint og illa. Eins hefur snjóað hér síðustu daga og veldur það enn frekari ^ töfum á umferðinni yfir landa- mærin,“ sagði Helga. Leikir í 16-liða úrslitum fóru fram í gærkvöldi og þá ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum á morgun. Austurríki - Danmörk, Þýskaland - Suður-Kórea, Nor- egur - Rúmenía og Ungveijaland - Rússland eða Úkranía. ■ Úrslit / B2 NORSKA kvennalandsllðið í handknattleik stendur sig vel á HM í Austurríki og er komlð í 8-liða úrslit þar sem þær mæta Rúmeníu á morgun. Hér er það Hege Kuitsand sem skorar í leik gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum sem fram fór í gær. Norðmenn standa sig Reuter HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.