Morgunblaðið - 13.12.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 13.12.1995, Síða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 199S BLAD Fimmtungs söiuaukning hjá Iceland Seafood Ltd. Stefnir í eitt besta söluár fyrirtækisins STARFSEMI Iceland Seafood Ltd., dótturfyrirtækis ÍS í Bretlandi, hef- ur gengið nrjög vel í ár, en það er einnig með söluskrifstofur í Frakk- landi og Þýzkalandi. Salan á mar- kassvæði fyrirtækisins í Evrópu hefur aukizt um 19% milli ára talið í sterl- ingspundum. Mestu munar um aukningu í sölu á sérvörum svo sem neytend- aumbúðum, 30% aukningu í rækjusölu, aukna síldarsölu og sölu á lýsingi frá Namibíu. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að allt bendi til þess að þetta verði eitt bezta söluár fyrirtækisins, enda fari salan líklega langleiðina í 70 milljónir punda, um 7 milljarða króna. Nú liggja fyrir upplýsingar um sölu fyrstu 11 mánuði þessa árs, en þá hefur alls verið selt fyrir 65,5 milljón- ir punda, 6,6 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra nam heildarsalan 55,1 milljón punda, um 5,5 milljörðum króna. Mest er söluaukningin á Bret- landseyjum, 22%, 10% í Frakklandi og tengdum markaðssvæðum og sala skrifstofunnar í Þýzkalandi hefur auk- izt um 5%. Afkoma fyrirtækisins er einnig betri en á sama tíma í fyrra. Eftir fyrstu 10 mánuði ársins var rekstrar- afgangur fyrir skatta um 16 milljónir króna, en var um 14 milljónir á sama tíma í fyrra. Þá hefur starfsfólki við markaðsstörf verið fjölgað og er það ein ástæðan fyrir því að þessi árangur hefur náðst á árinu. Sérvaran er nú um 26% sölunnar Höskuldur Ásgeirsson segir horfur fyrir næsta ár nokkuð góðar, en þær velti þó á ýmsum þáttum. Þar megi nefna sölu á fiski frá UTRF á Kamt- sjatka og markaðssetningu á sérvöru, en hún skipi nú æ stærri sess í sölu fyrirtækisins. „Sérvaran er nú um 26% sölunnar en var um 20% 1993. Von- andi heldur sá þáttur starfseminnar að aukast, en lítill þorskkvóti og erfið- leikar í botnfiskvinnslu á íslandi, geta dregið úrþeim möguleikum, sem fyr- ir hendi virðast vera. Verð á frystum þorsk- og ýsuflökum á mörkuðunum hefur varla hækkað í nokkur ár og er ljóst að iðnaðurinn þarf á hækkun að halda. Hins vegar er það spurning hvort markaðurinn þolir slíka hækk- un. Vantar síld upp í samninga Síldarsalan hefur gengið afar vel á þessu ári og vonandi verður svo einn- ig á því næsta. Þrátt fyrir að frysting- in verði nú meiri en nokkru sinni fyrr, vantar okkur enn síld upp í samn- inga. Mest af síldinni fer til Þýzka- lands, Póllands, Bretlands og Frakk- lands,“ segir Höskuldur Ásgeirsson. Rannsóknir 3 Loðnan mikilvæg fæða fyrir þorskinn Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Wlarkaðsmál 3 Lltilla breytinga að vænta á fiskafla í N-Atlantshafi Vidtal 7 Reginn Grímsson bátasmiður ÞORSKINUM LANDAÐ Morgunblaðið/Birgir Þórbjamaron Fréttir Markaðir Gífurleg þorskgengd við Vestfirði • GÍFURLEG þorskgengd er nú fyrir Vestfjörðum og eru togararnir að fá upp í tvö tonn á mínútu í trollið og toga þeir bara í 10 til 15 mínútur til að taka ekki of mikið í einu. Margir eru í vandræðum með þorskkvóta og verða því að sætta sig við að láta þessa miklu möguleika eiga sig. „Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Björn Valur Gíslason, skip- stjóri á Sólbergi./2 Deilt um vörumerki • SÍF vinnur nú að þvi með lögfræðingum sínum að hnekkja skráningu ákveðins vörumerkis, sem spænski innflytjandinn Armengol, hefur fengið einkaleyfi á. Armengol er keppinautur Copesco SÍFI sölu og dreif- ingu á saltfiski í Katalóníu. Vörumerki sem Armengol hefur skráð er svokallað hornmerki OTM, sem er framleiðslumerki Þórsbergs hf. á Tálknafirði./2 Beiti gengur vel með trollið • BEITIR NK landaði 1100 tonnum aðfaranótt mánu- dags hjá Síldarvinnslunni hf Neskaupstað. Að sögn Sig- urjóns Valdimarssonar skip- stjóra ganga veiðar með troll þokkalega, en eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er Beitir eitt íslenskra loðnuskipa með flottroll við veiðarnar./4 Fiskverð hefur hækkað • ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útgerðar- manna hefur borist 13 mál til umfjöllunar, en hlutverk nefndarinnar er að ná sátt- um í deilum um fiskverð í föstum viðskiptum. Helgi Laxdal, fyrsti formaður nefndarinnar, telur að þarna hafi náðst velheppnuð aðferð við ákvörðun fisk- verðs og til að draga úr þátttöku sjómanna í kvóta- viðskiptum. Helgi bendir á að verð á þorski og rækju hafi til dæmis hækkað veru- lega vegna úrskurða nefnd- arinnar og friður hafi skap- ast um þessi mál./8 Stöðugleiki við Noreg • STÖÐUGLEIKI ríkir í botnfiskveiðum Norðmanna um þessar mundir. Þorskafli var 340.000 tonn í fyrra, sá sama í ár og reiknað er með að sama magn veiðist á næsta ári. Ysuafli er einnig stöðugur í um 65.000 tonn- um, en ufsaveiði hefur auk- izt nokkuð og er nú um 200.000 tonn. Afli af karfa fer einnig vaxandi og er áætlað að af honum veiðist 20.000 tonn á næsta ári, en í fyrra varð karfaaflinn um 14.000 tonn. Þorskstofninn í Barentshafi stendur vel, en lítið er um loðnu og síld á þeim slóðum enn sem kom- ið er. ., s Veiðar Norðmanna Þorskur tonn Ufsi 200 Karfi 1994 1995 1996 Rússar veiða meira af þorski þús. Veiðar Rússa | tonn 350 50 - JWimnni i ....... Ufsi og Karfi 0 . - . 1994 1995 1996 • FISKAFLI Rússa er einn- ig nokkuð stöðugur, einkum þorsk- og ýsuafli. Á þessu ári er reiknað með að þorsk- afli þeirra verði um 330.000 tonn og búizt er við svipuð- um afla á næsta ári. Þetta er nokkur aukning frá árinu 1994, þegar 316.000 tonn af þorski veiddust. Ýsuafl- inn er í kringum 50.000 tonnin þessi árin. 1994 var hann 52.000 tonn, aflinn í ár er áætlaður 50.000 tonn og búizt er við 55.000 tonna afla á næsta ári./S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.