Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR13. DESEMBER1995 C 7 _______________________VIÐTAL_______________________ Gáskabátarnir frá Mótun hf. eru eftirsóttir víða um heim ATHAFNAMAÐURINN Reginn Grímsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Mótunar hf. segir að mjög bjart sé framundan í rekstrinum hjá sér ef marka má alla þann fjölda pantana, sem ver- ið sé að staðfesta þessa dagana. Ljóst sé að Gáskabátarnir séu eft- irsóttir víða um heim og í ýmsum tilgangi. Reginn telur að sú kynningar- vinna, sem hann hafi unnið að síð- an hann flutti framleiðsluna frá íslandi til Nova Scotia í Kanada hausið 1984, sé nú að byija að skila sér fyrir alvöru „enda streyma að pantanir hvaðanæva að. Þetta er hreint ótrúlegt. Miðað við það, sem er nú þegar í farvatn- inu, geri ég mér fastlega von um að umfangið hjá mér tífaldist á næsta ári miðað við árið í ár,“ sagði Reginn í samtali við Verið. Starfsmönnum þarf að fjölga mikið Frá því að Reginn flutti fram- leiðsluna út, hefur hann framleitt átta Gáskabáta, þar af þrjá sem voru seldir til íslands. Atta til fimmtán starfsmenn hafa að stað- aldri verið í vinnu hjá Mótun Canada, eins og fyrirtækið heitir ytra, en hann á von á því að þurfa að fjölga starfskröftum verulega, eða allt að 150 manns. „Ég er að svipast um eftir íslenskum fram- kvæmdastjóra og svo geri ég ráð fyrir að ráða ófaglærða kanadíska starfsmenn, sem ég þjálfa upp til ákveðinna verka,“ segir Reginn, en atvinnuleysi í Nova Scotia er „Á von á tífaldri aukningn umfangs“ mikið eða um 25% skv. óopinberum tölum.“ Gáskabátar hafa hingað til aðeins ver- ið seldir til íslands, Grænlands og Kanada og nokkrir notaðir til Noregs, en ljóst er að þeir munu fara víðar á næst- unni. Reginn segist nú þegar hafa gert samninga um smíði á einum 70 bátum. Þar af væru kanadískir fiskmiðlarar að kaupa 40 báta, sem þeir ætluðu að fara með til Bahamaeyja þar sem þeir hafa keypt sér fiskveiði- heimildir, 10 bátar færu til Trinidad og svo 20 bátar til lítillar eyjar, sem hann vildi ekki nafngreina. „Bara þessir samn- ingar þýða um 700 milljónir kr., en nærri GÁSKI 1000 að sigra í keppni í kvartmílu i Sidney Cabe Bretton í Nova Scotia síðastliðið sumar. Gáskinn er með 350 hestafla vél á meðan keppinauturinn er með 640 hestöfl. lætur að hver bátur kosti um tíu milljónir kr.“ íslensk smábátaútgerð í karabíska hafsins Fyrir utan þetta eru ýmis önnur verk- efni í gangi, t.d. í Rússlandi og Banda- ríkjunum. „Eg er að innleiða íslenska smábátaútgerð til Trinidad og Belize í karabíska hafinu og ég bind sömuleiðis ákveðnar vonir við Hong Kong og Indó- nesíu. Þar er kín- verskur kunningi minn að vinna að samningum fyrir mig. Meðal annarra væru Kanadamenn mjög hliðhollir þess- ari íslensku hönnun, hraðskreiðum króka- og handfærabátum, og nú væri rætt mikið um að auka þorsk- veiðar og að aukningin yrði á svo- kölluðum „vistvænar“ veiðiaðferð- um. Það þýddi að engin vöxtur yrði í togveiðum frá því sem nú er, heldur heldur aðeins krókar, lína og gildrur. Með öðrum orðum yrði vöxturinn í smábátaútgerðinni. „Þá hefur Kanadastjórn nýlega ákveðið að styðja skemmtibátaiðn- aðinn, ekki síst vegna atvinnuleys- is kanadískra bátasmiða, og hefur sjávarútvegsráðherra Nova Scotia Jim Barkhouse að Mótun hf. með sína Gáska væri það fyrirtæki sem væri nú þegar að framleiða plan- andi báta með mjög góðum ár- angri. Ég á því fastlega von á því að mínir bátar verði notaðir sem grunnur hanna þurfi yfirbyggingu og annan tilheyrandi lúxus,“ segir Reginn. Flytur framleiðsluna í stærra húsnæðl Hingað til hefur Reginn haft aðsetur í bænum Chester, en mun eftir áramót flytja bátasmíðina í bæ skammt hjá sem heitir Hub- bards og er um hálftíma akstur þaðan til Halifax. Þar hefur hann fengið til afnota íþróttahús, sem var notað í tengslum við herstöð, auk birgðageymslu við hliðina. Bæði þessi hús hyggst hann nýta sér undir starfsemina. í birgða- geymslunni fyrrverandi verða bún- ir til bátsskrokkarnir og í íþrótta- húsinu verður yfirbyggingin sett á og bátarnir innréttaðir. Færeyingar fiska meira FÆREYINGAR hafa aukið fiskafla kominn upp í 35.000 tonn allt árið sinn töluvert á þessu ári. Reyndar liggja ekki fyrir tölur nema fyrir fystu 6 mánuði ársins, en aukningin miðað við sama tíma í fyrra er 31%. Fyrri helming þessa árs varð fiskafli Færeyinga 161.000 tonn, en 122.500 í fyrra. Heildaraflinn síðustu árin hefúr rokkað frá 224.000 tonnum upp í 249.000 og fór reyndar minnkandi árin 1993 og 1994. Sterkari stofnar Nú eru fiskistofnar við eyjarnar að ná sér á strik og er nokkurrar aukningar á þorskkvóta að vænta. Þorskaflinn undanfarin ár hefur heldur aukizt. 1991 var þorskafli ' Færeyinga 24.400 tonn, en var í fyrra. Fyrstu 6 mánuði þessa árs veiddu Færeyingar 22.500 tonn af þorski, sem er 8% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Ufsinn uppistaðan Ufsinn hefur lengst af verið uppi- staðan í afla Færeyinga. Árið 1991 veiddust 59.000 tonn af ufsa, en ufsaafli hefur síðan minnkað hratt. í fyrra var hann aðeins 34.600 tonn og fyrstu 6 mánuði þessa árs 16.400 tonn, sem er 17% samdráttur. Meira en helmingur aflans er tekinn í troll, ýmist tvílembing, þar sem tvö skip draga sama trollið, eða hefðbundið troll með hlerum. 18% aflans eru tekin á linu, 12% á handfæri og 4% í net. ...orðaðu það við Falkarm Þekking Revnsla Þjónusta SUBOBlftNDSBRAOT 6. 16B BCYKJftWlK. SlMI: Slt fAX: 581 31« WtABAUGLYSINGAR Fiskiskip til sölu Til sölu er fiskiskip, smíðað 1974 í Hollandi. Lengd 37,05 m, breidd 7,50 m. Aðalvél er af gerðinni Stock Werkspoor 9 FHD 2000 BHP, árgerð 1982. Upplýsingar hjá B.P. SKIP HF., Borgartúni 18, 105 Reykjavík, sími 551 4160, fax 551 4180. Til sölu togbátur Til sölu er mb. Sléttunúpur ÞH-272, sem er 180 bt. togbátur, smíðaður í Finnlandi 1979, með 1001 hestafla Wartsila Vasa aðalvél, sem er nýupptekin. Báturinn var endur- byggður verulega 1987 og búnaður og tæki endurnýjuð. Báturinn er með þrjú togspil og búinn til veiða með tvö troll samtímis. Báturinn selst með veiðileyfi en án aflahlut- deildar. Til greina koma skipti á stærra eða minna skipi. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, sími 562 1018. KVUITABANKINN Vantar þorsktil leigu Varantegur þorskur til sölu Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Matsveinn Matsveinn óskast frá og með áramótum á frystitogara sem gerður er út frá Austurlandi. Upplýsingar í síma 474 1123. Slysavarnaskóli sjómanna Námskeið í lyfjakistu og meðferð slasaðra verður haldið í Slysavarnaskóla sjómanna 18.-20. desember. Upplýsingar í síma 562 4884.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.