Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 2

Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gróður jardar UNDANFARNAR vikur hafa nemendur í 8. bekk Álftamýr- arskóla unnið verkefni sem tengjast plöntum og gróðri á íslandi fyrr og nó. Þeir hafa t.d. farið í Grasagarðinn í Laug- ardal og unnið verkefni í þeirri ferð. Það hefur verið lögð áhersla á að krakkamir lærðu að þekkja 5 til 8 plöntutegundir sem vaxa hér á landi. Síðustu vikumar unnu þeir hópverkefni um gróðurfar á landinu og báru það m.a. saman við þá mynd sem við höfum af gróðri við landnám. Afrakstur þessarar vinnu var lítil bók og í henni var m.a. að finna meðfylgjandi ljóð og sögu. Ljóðið Engan sand! er eftir Sigrúnu Sigurðardóttur og Vé- dísi H. Árnadóttur, Skógurínn okkar er eftir Ernu Sigurð- ardóttur og sagan Náttúra ís- lands er eftir Alfreð Birgisson. Okkur þætti mjög gaman ef þið gætuð komið þvi við að birta þessi verk því við teljum að efni þeirra höfði til allra. Fyrir hönd nemenda í 8. bekk, Fanný Gunnarsdóttir líf- fræðikennari. Engan sand Landnemamir hjuggu mikinn skóg. í Noregi var víst af honum nóg. Gróður hefur líka fokið. Fjandinn hirði rokið. Allur fallegi gróðurinn farinn, marinn, lúinn, barinn. Fallegt allt hér áður var, en gróðurinn fór, fékk sér far. Nú er gróður á íslandi lítill, ekkert nema tijátoppa trítill. Þessar sorgir bemm við, komið þið og leggið lið. Synd og skömm, allt það fer, þó ennþá fallegt á landinu er. Við vitum öll gróðurinn kemur aftur, því mótmælir enginn kjaftur. Við viljum engan sand, aðeins gróið land. (Sigrún og Védís, 8-G.) ÞÚ ÞARNA! Gáðu að hvar þú gengur. Við finnum til eins og þú. Ég er rétt að byrja lífið. - Þeir sem teiknuðu þessa mynd heita Garðar I. Ingvarsson og Ragnar H. Ragnarsson nemend- ur í 8. G. Skógurinn okkar Fyrir mörgum ámm var gróður mikill hér. Nú víðast em landsvæði allsnakin og ber. Við tijánum öilum eyddum, svo lítið er að sjá af fögram gróðri, grænum skógum. Það ailir landsmenn þrá. Þú mátt alveg hjálpa og rækta’ af tijánum nóg, því íslendingar þurfa nýjan, betri skóg. Ef ræktunin gengur vel þá eftir nokkur ár, kannski verður kominn skógur grænn og hár. (Ema Sig.) Náttúra Islands Hugsið ykkur mann sem á stóran Toyota Hilux Double Cap og maður- inn vill fara á jeppanum upp á há- lendið. Maðurinn keyrir eitthvað austur. Hann er kominn að hliði Landgræðslunnar sem á stendur „Varist akstur utan vega“. Maðurinn hunsar skiltið og keyrir út á mold- ina. Allt í einu lítur hann út um afturrúðuna og sér að mörg tré liggja dáin eða brotin í hjólförum jeppans. Og honum brá heldur en ekki í brún þegar hann sá allt það sem hann hafði keyrt yfir. Hann sá tvo krakka sem nálguðust bílinn og þeir voru reiðilegir í framan. Þegar þeir komu að bílnum ávítuðu þeir manninn mjög mikið og sögðu að hann væri mjög heimskur að lesa ekki á skiltið og hann væri búinn að eyðileggja gróður fyrir mörg þús- und krónur. Þetta kennir okkur kannski hvað akstur utan vega þýðir. Nokkrar umgengnisreglur sem auð- velt er að fara eftir: 1. Raskaðu aldrei jarðmyndun að óþörfu. Virtu umgengnisreglur. 2. Virtu reglur um friðun. 3. Aktu aldrei utan vega nema þar sem er þykk snjóhula - þá einung- is á sérbúnu farartæki. 4. Kveiktu aldrei eld á víðavangi nema í tryggu eldstæði. 5. Skildu aldrei eftir rusl á víða- vangi og helltu aldrei spilliefnum út í vatn, snjó eða jarðveg. (Alfreð Birgisson) Ömmu- hús HÁLLÓ Bama-Moggi! Ég heiti Snædís Birna og er 5 ára. Ég á heima á Húsavík en er stödd nóna hjá ömmu minni í Garðinum (á Suðurnesj- um). Mér finnst gaman að leika við frænkur mín- ar, sem heita Kristín, Sylvía og Sigrún. Myndin er af okkur frænkunum að leik við Ömmuhús. Bless, Snædís Bima. f E\UM\TT)pAP$BM MlG WHTAÐl... PBPFEfZOHl i ÖRÍPHANSKLI ! (SRiPHANgKIMN /VIIKJN 06 PEFPEXÓHI PiZZA SEM ée ÆTLA AP &0PPA Á MlLLl LÖTA !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.