Morgunblaðið - 13.12.1995, Page 3

Morgunblaðið - 13.12.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 D 3 Kúst- urinn SMÁSAGA eftir dreng sem heitir Jóhann Már Nardeau, 8 ára, Digranesvegi 32,200 Kópavogur: Einu sinni var Kústur sem var heima hjá sér. Honum leiddist af því að enginn kom til að leika við hann. En allt í einu heyrð- ist í dyrabjöllunni, þá spratt hann á fætur. Hann þrumaði út úr sér: Hver ætli sé við dyrnar? Hann opnaði dyrnar og í sama bili kom Tuskan. Hún sagði hæ!! og hann sagði hæ!! Nennirðu að koma út? spurði Tuskan. Já, alveg endilega, sagði Kústurinn. Þau léku sér allan daginn þangað til Tuskan sagði: Ég verð að fara heim. Ég líka, sagði Kústurinn. Bless! Bless! Svo mörg voru þau orð. Við þökkum Jóhanni Má kærlega fyrir skemmtilega sögu, sem minnir okkur á, að nú er tímabært að dusta rykið af kústum, tuskum, ryksugum og taka til við jólahreingerningarnar. Sumum finnst tilgerðar- legt að rjúka til rétt fyrir jólin og gera hreint hjá sér einmitt þá. En er það nokk- uð verri tími en hver ann- ar? Sem sagt, verið nú dug- leg og hjálpið til við hrein- gemingamar! Þið hafið gott af því. Og - ekki gleyma lónni úti í homi undir rúminu. Una Björg í Svíþjóð - Amma í Kópavogi ÁGÆTI ritstjóri. Þú hefur stundum hvatt krakka til að skrifa þér og ekki síst íslenska krakka sem búa erlendis. Þar sem aðalpersónan í þessari frásögn hefur ekki lært að skrifa annað en nafnið sitt, datt mér í hug að setja á blað ofurlitla lýsingu á henni. Una Björg er fimm ára stelpa sem á heima í Svíþjóð. Hún er búin að vera á dagheimili þar frá því að hún var tveggja ára og er þar enn, en nú fer hún með nokkmm félögum sínum og jafnöldrum í alvöru skóla nokkra tíma á dag. Una Björg hefur gaman af að syngja og er í alvöru barnakór Jóhanneslund kirkjunnar, sem er nálægt heim- ili hennar. Þó að íslenska sé alltaf töluð á heimili hennar er íslenskan hennar orðin ofurlítið blönduð sænsku. Hún sagði mér að „man skal vera í bláu pilsi og í hvít tröja“ - þegar kórinn syngur í kirkjunni. Fyrir jólin æfir bekkurinn hennar í alvöm- skólanum jólasöngva og heldur hátíðlegan Lúsíudaginn, þá klæða þau sig í hvíta kyrtla og hafa stjömuhring á kollinum og halda á logandi kerti. Una Björg er líka í litlum íslenskum skóla og þar eru allt- af haldin „litlu jól“ og er þegar farið að undirbúa þau. Þessa daga em þau að læra íslenska jólasöngva og jólasálma. Best er þó að fá að koma heim til íslands um jólin og heimsækja fjölskyldur og vini. Nú er hún þegar farin að hlakka til og undirbúa sig undir næstu jólaferð til íslands. í dag fékk ég með póstinum fyrstu jóla- myndina hennar, en hún hefur líka gaman af að teikna og þama hefur hún teiknað stóm íslensku flugvélina sem hún ætlar að koma með á Þorláks- messudag. Flugvélin er svolítið afturþung, líklega margar tösk- ur og margir jólapakkar í far- angursgeymslunni. Vélin er lent á Keflavíkurflugvelli og þau bíða eftir fari heim til afa og ömmu. Mamma heldur á ferða- töskunum þeirra og stóri bróðir á jólatrénu. Það hefur auðsjáan- lega verið skýjað yfír hafínu. Vetrarsólin er eilítið föl en bros- ir, sendir geisla sína niður til þeirra og hugsar - þarna em þau nú komin aftur með bagg- ana sína og jólatréð, sem þau koma með úr sænsku skógun- um. Jólafríið líður alltaf ógnar UNA Björg með spenntar greipar í Lúsíubúningnum sínum og með stjörnuhring á kollinum. fljótt, farið er í heimsóknir, í kirkju, í leikhús, á skauta - já, vel á minnst, síðustu fréttir af þessari duglegu stelpu eru að nú er hún byijuð í skautaskóla, það verður spennandi að sjá hvað hún getur á hálu svellinu. Það verður farið út í Heiðmörk, niður að Tjörninni að gefa fugl- unum og margt, margt fleira. Svo er jólafríið búið og öll snúa þau heim til Sviþjóðar, til vinnu, í skóla og á dagheimili. Eftir eigum við góðar minning- ar, sem er það dýrmætasta sem við eigum og enginn getur frá okkur tekið. Bestu kveðjur frá ömmu Diddu. ÍSLENSKA flugvélin, Una Björg, mamma með töskurnar og stóri bróðir með jólatréð í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Vetrarsólin yfir þeim föl á vanga í svartasta skammdeginu. iwaw Ía>LLI 'A KÖTTSEM HANH ICALLAfZ SAAUAA. Alu gafsamaaa bolta SEM HANN LSItcOK 56RAP. £LÓ SAAAAAL FOLL HAI&A. LBGA i BOLT- ANN SVöH/WW, FWje i HAusimt a TeHGpAFABBA ALLA *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.