Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 4

Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Litaleikur Litla-Bjarnar Indíáninn í skápnum EIN JÓLAMYNDA Stjömubíós heitir Indíáninn í skápnum (The Indian in the Cupboard). Þetta er ævintýramynd um strákinn Omri og vin hans Patrick. Omri fær m.a. í afmælis- gjöf lítinn og gamlan skáp frá bróður sín- um og lykil sem passar að læsingu -hans frá mömmu sinni. Patrick vinur hans gefur honum lítinn leikfangaind- íána úr plasti. Omri setur indíánann í skápinn, en um nótt- ina heyrast alls kon- ar hljóð úr honum. Um morguninn opn- ar Omri skápinn - en viti menn - hann horfist í augu við indíánann, sem er búinn að öðlast lífl Indíáninn heitir Litli-Björn og er af flokki indíána sem kallast Iroqois og hann á eftir að lenda í ýmsu. Þar á meðal vekja vin- irnir til lífsins, með því að læsa hann inni í skápnum, plastkú- reka. Hveming fer á með ind- íána og kúreka? Mætast ekki stálin stinn? Kúrekinn, sem heitir Boone, er fullur af kyn- þáttahatri og eins og fólk sem þjáist af því er hann árásar- gjam og óöruggur. En hann er góðhjartaður og skammast sín fyrir fordómana. Boone leiðir okkur fyrir sjónir, að kynþáttafordómar eru heimskulegir, en hann sýnir okkur jafnframt, að sannirvin- ir meta það góða í manni þótt ekki fari mikið fyrir því. Hvemig semur Ómri og Litla-Bimi? Ein af skilaboðum myndarinnar em að það skipt- ir ekki máli hversu stór við erum eða hvaðan við komum, við getum öll lært hvert af öðni. í tilefni sýninga á myndinni um Indíánann í skápnum og vini hans bjóða Stjömubíó, bamafataverslunin Stjörnur og Mynda- sögur Moggans ykk- ur til litaleiks. Þið lit- ið svarthvítu mynd- ina og sendið hana með nafni og heimil- isfangi til: Myndasögur Moggans - Indíáninn í skápnum Kringlunni 1 103 Reykjavík Verðlaunin eru syo sannarlega vegleg: Aðalverðlaun: 10.000 króna fataút- tekt í barnafataversl- uninni Stjömum, Laugavegi 89, Reykjavík. Aukaverðlaun: 15 nestisbox (Indíán- inn í skápnum). 100 boðsmiðar á bíó- myndina Indíáninn í skápnum. Síðasti skiladagur er 29. desember 1995. Úrslit verða birt í Mynda- sögum Moggans 10. janúar 1996. NAFN:..... HEIMILI:.. PÓSTFANG:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.