Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Morgunblaðið/Kristinn fH* rjpsifilafefö 1995 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER BLAD HANDKNATTLEIKUR Brasilíumenn sigur- stranglegastir í HM BRASILÍUMENN eru taldir sigurstranglegastir í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998 hjá veðbönkum i London. Líkurnar á þvi eru 5-1, en síðan kemur landslið Þýskalands 7-1, Frakklands 8-1 og Ítalíu og Spánar 10-1. l’Equipespáir um sigurvegara í Evrópu FRANSKA blaðið l’Equipe spáði í gær hvaða níu þjóðir verði sigurvegari í riðlunum níu i undan- keppni HM í Evrópu og tryggi sér þar með rétt til að leika í HM i Frakklandi 1998. Blaðið spáir því að Rúménia verði sigurvegari í 8. riðli, sem Islendingar leika í, en önnur lið eru: Króatía, ítal- ía, Sviss, Svíþjóð, Rússland, Tékkland, Holland og Þýskaland. Blaðið spáir því að eftirtalin lönd berj- ist um fimm sæti sem eftir eru: Danmörk, Eng- land, Noregur, Skotland, Búlgaría, Spánn, Belgia, írland og Portúgal.Þá spáir blaðið því að Argent- ína, Uruguay og Kólumbía komist frá S-Ameríku, ásamt Bolivíu, Chile eða Paraguay, en fjögur lið koma þaðan auk heimsmeistara Brasilíu. Mörg verkefni hand- knattleiksdómara ÍSLENSKIR handknattleiksdómarar hafa nóg að gera á næstunni. Þeir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma í dag leik Noregs og Rúmeniu í 8-liða úrslitum á HM kvenna i Austur- ríki, en þeir félagar þykja hafa staðið sig nýög vel á mótinu. í janúar munu þeir félagar dæma leik Winterthur og Barcelona í Erópukeppni meistara- liða en leikurinn verður i Sviss. Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson dæma einnig í Evrópukeppninni í janúar, en þeir munu dæma leik Glesnburg frá Þýskalandi og ASKI Ankara frá Tyrklandi í EHF-keppninni. Tveir íslenskir eftirlitsdómarar hafa einnig fengið verkefni í janúar. Gunnar Gunnarsson fylg- ist með leik Bidasoa frá Spáni og ABC Braga»frá Portúgal og Kjartan Steinbach verður eftirlits- dómari á leik Bækkenlaget og Valencia í Evrópu- keppni kvenna. Eyjólfur í bann EYJÓLFUR Bragason, þjálfari 1. deildarliðs ÍRí handknattleik, hefur verið handknattleiksliðs ÍR, var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi stjórnar aganefndar HSÍ á þriðjudag. Hann tekur út leik- bannið 7. janúar er ÍR mætir Gróttu á Seltjarnar- nesi. Eyjólflu• fær bannið fyrir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið í leik ÍR og Hauka á dögunum, þar sem hann var með mótraæli við dómara ieiks- ins. Tvö úr 2. deild í átta liða úrslit KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Hollendingar tryggðu sér sæti í EM í Englandi á Anfield Road Átta Ajax-leikmenn léku gegn írum TVÖ lið úr 2. deild, Fram og Breiðablik, eru komin í átta liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik og lið Völsungs frá Húsavík er einnig komið í 8-liða úrslit en Húsvíkingar senda aðeins lið til keppni B- liða. KA, Valur, Selfoss og Vík- ingur eru þau Iið úr 1. deild- inni sem komin eru áfram í keppninni en eitt sæti er enn óskipað en b-lið Víkings mætir ÍBV á laugardaginn. Leikur Vals og FH var hörkuspennandi og réðust úr- slit ekki fyrr en á síðustu mín- útu. Á myndinni hér fyrir ofan reynir Valsmaðurinn Ólafur Stefánsson að koma knettinum inn á Sigfús Sigurðsson á lín- unni, en vörn FH-inga var sterk fyrir og lokaði öllum leið- um að markinu. Hollendingar tefldu fram átta leikmönnum frá Evrópumeist- araliði Ajax í byijunarliði sínu gegn írum á Anfield Road í gærkvöldi, þegar þeir lögðu íra að velli og tryggðu sér þar með síðasta sætið í Evrópukeppni landsliða, sem fer fram í Englandi næsta sumar. Það var táningurinn hjá Ajax Patrick Kluivert, sem er nýorðinn 19 ára, sem skoraði bæði mörk Hollands, á 30. og 88. mín. Leikmennirnir frá Ajax sem léku voru markvörðurinn Edwin van der Sar, vamarmennimir Michael Reiziger, Danny Blind, Winston Bogarde og Ro'nald de Boer, miðvallarleikmennimir Edgar Davids og Patrick Kluiveit, ásamt sóknar- leikmanninum Marc Overmars. Tveir fyrmm leikmenn Ajax, Clarence See- dorf, miðvallarspilari, sem var seldur til Sampdoría fyrir þetta keppnis- tímabil og Dennis Bergkamp, Ars- enal, léku einnig — ásamt Glen Held- er, Arsenal, sem lék með Sparta Rotterdam í Hollandi. Aron Vinter, einnig fyrrnm leikmaður Arsenal, kom inná sem varamaður. Yfirburðir hins unga liðs Hollands vora miklir og átti liðið hæglega að vinna stærri sigur — Bergkamp átti skot í stöpg og Davieds skalla í slá, og áttu Irar, sem léku með fímm leikmenn yfir 30 ára, í miklum erfíð- leikum. írar léku sinn síðasta leik undir stjóm Jack Charlton, sem hefur stjórnað þeim í 93 leikjum, íjórtán tapleikjum. Dartny Blind, fyrirliði Hollands, var bókaður og mun hann missa af fyrsta leiknum í, Englandi næsta sumar, þar sem eftirfarin sextán lið mæta til leiks: England, Portúgal, Spánn, Frakkland, Sviss, Þýska- land, Tékkland, Ítalía, Króatía, Rúmenía, Tyrkland, Búlgaría, Rúss- land, Skotland, Danmörk og Hol- land. Leikið verður í fjórum riðlum í Englandi og komast efstu tvö liðin úr hveijum riðli í 8-liða úrslit. ÓLYMPÍULEIKAR: 151 MILUARDUR FYRIR SJÓNVARPSRÉTT / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.