Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 3

Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ GETRAUNIR FIMMTUDAGUR14. DESEMBER1995 C 3 ínémR FOLK • ■ GUÐNI Bergsson og samheijar í Bolton geta mest fengið 22.616 áhorfendur á heimaleiki en stærsta stúka félagsins tekur 3.520 manns í sæti.' ■ LIVERPOOL er með rými fyrir 41.352 áhorfendur á Anfield, en stærsta stúkan í Englandi fyrir utan Old Trafford er hjá Leeds, austur- stúkan á Elland Road tekur 14.990 manns. ■ NU stefnir í nýtt áhorfendamet í þýsku knattspymunni. Þegar vetr- arhlé er gert á deildarkeppninni hafa áhorfendur verið 30.333 að meðal- tali á leik og hafa þeir aldrei verið fleiri í 33 ára sögu 1. deildar. ■ BAYERN Munchen hefur fengið flesta áhorfendur allra liða, eða 60.500 að meðaltali á leik og er það nýtt met hjá félaginu. í fyrra komu 54.17(5 að meðaltali á leiki liðsins. ■ JÚRGEN Klinsmann, leikmaður Bayern, var útnefndur besti leik- maður deildarinnar, en Rudi Völler var útnefndur besti eldri leikmaður deildarinnar í hófi knattspymu- manna á sunnudaginn. Ottmar Hitz- feld, þjálfari Dortmund, var út- nefndur besti þjálfarinn við sama tækifæri. NORÐURSTÚKAN á Old Trafford verður tllbúln í apríl á næsta ári en framkvœmdlr hófust í Júní sem leið. Nýja stúkan verður sú stærsta í Bretlandl en hún kemur til með að taka 26.000 manns I sæti og vöilurinn alls um 55.000 manns. Nýja stúkan hjá United kostar um 2,8 milljarða Sætið á um 100 þúsund og borgar sig upp á fimm árum Stærsta stúka á knattspymuvelli í Bretlandi er í byggingu á Old Trafford í Manchester. Fram- kvæmdir hófust í júní sem leið og gert er ráð fyrir að mannvirkið, norð- urstúkan á heimavelli Manchester United, verði vígt í apríl á næsta ári. Þá kemur Old Trafford til með að taka um 55.000 manns í sæti og þar af verða 26.000 sæti í nýju stúk- unni. Mannvirkið er hið glæsilegasta. „Þó ég hafi séð teikningarnar og verið með í skipulagningunni allan tímann kemur mannvirkið jafnvel mér á óvart,“ sagði Martin Ed- wards, framkvæmdastjóri félagsins. „Þetta er áhrifamikill bygging." Hann sagði að framboð sæta hefði ekki fullnægt eftirspurn og því hefði verið ráðist í framkvæmdirnar. „Við vomm með glæsilega umgjörð með allar stúkurnar af sömu stærð en við höfðum ekki pláss fyrir alla sem vildu sjá Manchester United. í fyrra vom 123.000 meðlimir og flestir vildu fá miða á marga leiki á Old Trafford. Með aðstöðu fyrir um 43.000 manns þýddi það að við urð- um að vísa þúsundum frá.“ Heildarkostnaður við stúkuna er um 28 milljónir punda (um 2,8 millj- arðar kr.) eða um 100 þúsund kr. á sæti. „Við áætlum að þurfa að fylla völlinn 100 sinnum til að fá upp í kostnað. Það þýðir fimm ár ef heppn- in er með okkur,“ sagði Edwards. Hann bætti við að yfirleitt væri upp- selt á deildarleiki en minni aðsókn væri að öðrum viðburðum. Hins veg- ar er gert ráð fyrir góðri aðsókn á leikina sem verða á Old Trafford í úrslitakeppni EM í júní og bætt að- staða eykur möguleika á úrslitaleikj- um í Evrópumótum. ITALIA staðan 13 5 1 0 13-4 1.DEILD Milan 3 3 1 7-5 28 13 5 2 0 12-5 Parma 2 3 1 8-6 26 13 6 1 0 17-6 Fiorentina 2 0 4 4-7 25 13 3 3 1 11-8 Atalanta 3 1 2 6-7 22 13 5 1 0 15-3 Juventus 1 2 4 6-10 21 13 4 2 1 10-4 Sampdoria 1 3 2 9-9 20 13 4 1 1 14-5 Lazio 1 3 3 5-8 19 13 2 3 1 6-5 Napoli 2 4 1 6-5 19 13 4 3 0 10-2 Inter 0 3 3 5-8 18 13 2 3 2 7-6 Roma 2 3 1 7-5 18 13 4 2 0 8-3 Vicenza 0 3 4 4-9 17 13 4 1 2 6-3 Cagliari 1 1 4 6-12 17 13 4 2 0 8-4 Udinese 0 2 5 4-11 16 13 3 3 1 11-6 Torino 0 1 5 1-14 13 13 3 1 2 8-10 Piacenza 0 2 5 6-17 12 13 2 2 2 10-6 Cremonese 0 1 6 6-15 9 13 2 2 3 9-9 Padova 0 0 6 3-13 8 13 2 2 2 10-10 Bari 0 0 6 6-16 8 15 4 3 1 11-5 2.DEILD Verona 3 1 3 6-7 25 15 6 1 1 20-6 Genoa 1 3 3 8-13 25 15 5 1 2 15-13 Pescara 2 2 3 5-9 24 15 3 4 0 7-4 Bologna 2 4 2 5-4 23 15 4 3 0 8-2 Reggiana 2 2 4 8-14 23 15 4 3 1 10-6 Brescia 2 1 4 12-9 22 15 5 2 1 10-4 Salemitan 1 2 4 5-6 22 15 4 3 0 10-6 Palermo 0 6 2 1-6 21 15 5 2 1 14-4 Cesena 0 3 4 9-13 20 15 4 0 3 13-10 Ancona 2 2 4 8-9 20 15 3 4 0 11-4 Perugia 1 3 4 6-11 19 15 3 4 1 10-6 Reggina 1 3 3 4-13 19 15 3 3 1 10-7 Cosenza 0 6 2 3-7 18 15 4 3 1 9-5 Foggia 0 3 4 4-10 18 15 4 2 2 10-8 Avellino 1 1 5 6-13 18 15 3 2 3 8-10 Fid.Andria 0 5 2 6-8 16 15 2 4 1 7-6 Lucchese 1 3 4 4-11 16 15 0 5 2 2-7 Venezia 3 2 3 8-9 16 15 1 4 2 4-5 Chievo 1 4 3 8-10 14 15 2 4 1 8-5 Pistoiese- 1 1 6 7-15 14 Lengjan með jóla- stuðla þessa viku GETRAUNALEIKURINN Lengjan hefur staðið yfír í átta vikur og „gengið alveg prýðilega“, eins og Sigurður Baldursson, framkvæmdastjóri íslenskra getrauna, orð- aði það við Morgunblaðið í gær. Lengjan hefur selst fyr- ir samtals 37,3 milljónir króna og hafatæplega 16 milljón- ir króna farið í vinninga eða 42,72%. Stefnt var að því að vinningshlutfallið yrði um 51% og þar sem það hefur verið lægra var ákveðið að hækka stuðlana í þessari viku. „Það hefur verið mikið af óvæntum úrslitum að undan- förnu og fyrir vikið hefur vinningshlutfallið lækkað sem hefur þýtt minni sÖlu,“ sagði Sigurður. „Því ákváðum við að hækka stuðlana á leikjum í þessari viku, bjóða upp á jólastuðla, og ef það gefur góða raun kemur vel til greina að hafa þennan hátt á oftar.“ Leikskrá Lengjunnar kemur út á þriðjudögum fyrir leiki frá þriðjudegi til mánudags og má giska á leiki þar til 30 mínútum fyrir leik. Sigurður sagði að þessi leikur hefði hitt mjög vel í mark og væri vinsælasti getraunale- ikurinn. Gert er ráð fyrir að um 26% sölunnar renni til íþróttahreyfingarinnar og verði salan út reikningsárið áfram eins hefur byijunin fært hreyfingunni um 10 millj- ónir króna. Reikningsár Getrauna er frá 1. júlí til 30. júní og var veltan 235 milljónir á síðasta starfsári en þá fékk íþróttahreyfingin um 97 milljónir úr getraunum. „Þetta er besta hlutfall af veltu síðan 1987,“ sagði Sigurð- ur. Lengjan seldist best í annarri viku en þá var heildarsal- an um 4,7 miRjónir og fóru tæplega 3,6 miHj. kr. í vinn- inga eða um 76%. í fimmtu viku var selt fyrir tæplega 4,9 mil\j. kr. og var vinningshlutfallið um 60% en síðustu þrjár vikur hefur sama hlutfall farið niður fyrir 30% og það vilja Getraunir hækka. T. bolir, svartur með myndum: Giggs, Yeboah, Fowler, Cantona, Juninho, Gullit, Bergkamp, og Ginola. Nr. frá 10 ára. Verð 1.190. Markmannstreyjur nr. 128 til 164 og S til XXL. Verð 2.980. Markmannsbuxur, sömu númer. Verð 2.990. Markmannshánskar. Verð frá 980. Fótboltasett, treyjur, buxur og sokkar: Manchester Utd aðal- og varabúningur, Liverpool aðal- og varabúningur, Arsenal og Newcastle. Verð aðeins 2.990. Liðstreyjur: Ajax, Manchester Utd, A.C. Milan og Leeds. Nr. 140, 152, 164, S og M. Verð 2.990. Annað: FötboHavörui* í Spörtu Treflar: Liverpool, M. Utd, Newcastle, Arsenal. Handklæði: Liverpool, M. Utd, Newcastle. Könnur: 6 lið. Húfur: 6 lið. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA 5% staSgreiSsluafsl. Póstsendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.