Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 5
4 C FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 C 5 ÚRSLIT KA - Stjarnan 27:26 KA-heimilið, íslandsmótið í handknattleik, frestaður leikur úr 6. umferð, miðvikudag- inn 13. desember 1995. Gang^ur ieiksins: 1:0, 3:3, 6:6, 11:8, 14:11, 16:13, 18:13, 20:14, 21:19, 23:21, 25:21, 27:23, 27:26. Mörk KA: Paterkur Jóhannesson 11/2, Julian Duranona 7, Leo Öm Þorleifsson 5, Björgvin Björgvinsson 2, Jóhann Jóhanns- son 2. Varin skot: Bjöm Bjömsson 10 (þar af 3 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Dmítrí Filippov 9/4, Sigurður Bjarnason 7, Magnús Sigurðsson 5, Konráð Olavson 3, Magnús Magnússon 2. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 18/3 (þar af 7 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. ÁJiorfendur: 530. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 11 9 1 1 273: 241 19 KA 10 9 0 1 285: 255 18 HAUKAR 11 8 1 2 290: 254 17 STJARNAN 11 7 1 3 289: 261 15 FH 11 4 3 4 284: 269 11 GROTTA 11 4 2 5 262: 265 10 UMFA 10 4 1 5 245: 246 9 SELFOSS 11 4 0 7 270: 291 8 IBV 9 3 1 5 217: 226 7 IR 11 3 1 7 235: 262 7 VÍKINGUR 11 3 0 8 248: 258 6 KR 11 0 1 10 249: 319 1 Valur-FH 21:20 Hlíðarendi, 16-liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, miðvikudaginn 13. desember 1995. Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 7:3, 8:4, 8:6, 10:7, 11:7, 11:9, 12:10, 13:11, 15:13, 15:15, 18:16, 18:19, 19:20, 21:20. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6/1, Dagur Sigurðsson 4, Valgarð Thoroddsen 3, Júlíus Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Davíð Ólafsson 2, Ólafur Stefánsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/4 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 8 míh. Mörk FH: Siguijón Sigurðsson 6/1, Hans Guðmundsson 5, Héðinn Gilsson 4/3, Hálf- dán Þórðarson 2, Guðjón Árnason 2, Gunn- ar Beinteinsson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 12 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: Um 250. HK-Fram 21:22 Digranes: Gangur leiksins: 0:3, 3:5, 5:6, 7:8, 7:10, 8:12, 10:14, 14:16, 16:17, 17:20, 20:20, 20:21, 21:21, 21:22. Mörk HK: Már Þórarinsson 6, Sigurður Sveinsson 5/1, Gunnleifur Gunnleifsson 4, Alexander Árnason 3, Óskar Elvar Óskars- son 3. Varin skot: Hlynur Jóhannsson 9/1 (þaraf 3 til mótheija). Utan valiar: 4 mínútur. Mörk Fram: Oleg Titov 6/1, Jón Þórir Jónsson 5/2, Jón Andri Finsson 4, Hilmar Bjarnason 3, Siggeir Magnússon 2, Eymar Sigurðsson 1, Sigurður Guðjónsson 1. Varin skot: Þór Bjömsson 14/1 (þaraf 6 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Egill Már Markússon og Örn Markússon, ágætir lengst af, en vom mis- tækir undir lokin. Áhorfendur: 100 og var mörgum heitt í hamsi. Selfoss - UMFA 30:24 íþróttahúsið Selfossi: Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 7:2, 7:5, 9:7, 12:10, 13:10, 15:10, 16:11, 19:15, 20:17, 25:18, 26:21, 27:21, 29:23, 30:24 Mörk Selfoss: Valdimar Grímsson 8/4, Einar Guðmundsson 4, Björgvin Rúnarsson 4, Siguijón Bjarnason 4, Einar Gunnar Sig- urðsson 4, Finnur Jóhannsson 3, Hjörtur Levi Pétursson 1, Sigurður þórðarson 1, Hallgrímur Jónasson markvörður 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 7 (þar af 2 til mótheija), Gísli Felix Bjarnason 6/1 (þar af 3 til mótheija.) Utan vaiiar: 4 mínútur. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 8/2, Páll Þórólfsson 6, Ingimundur Helga- son 3, Gunnar Andrésson 3, Jóhann Samú- elsson 2, Róbert Sighvatsson 2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 5/1 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon Siguijónsson dæmdu vel. Áhorfendur: 150. Breiðablik - Þór Ak 21:20 Mörk Breiðabliks: Erlendur Stefánsson 7, Bragi Jónsson 5, Örvar Amgrímsson 3, Guðjón Hauksson 2, Gunnar Sigurðsson 2, Magnús Blöndal 2. Utan vallar: 12 mínútur, þar af fékk Guð- jón Hauksson rautt spjald vegna þriggja brottvísana. Mörk Þórs: Sævar Árnason 8, Logi Már Einarsson 4, Atli Már Rúnarsson 3, Geir Kr. Aðalsteinsson 2, Ingimar Karlsson 1, Jón K. jónsson 1, Þorvaldur Sigurðsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Grótta - Víkingur 19:31 Knattspyrna Evrópukeppnin Liverpool, Englandi: írland - Holiand 0:2 - Patrick Kluivert (30., 88.) 35.000 ítalfa Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: AC Milan - Bologna................1:1 ■Fyrri leikurinn endaði einnig 1:1 þannig að eftir framlengingu hófst vítaspymu- keppni þar sem Bologna hafði betur, 7:6 og þar með er AC Milan úr leik í bikamum. Palermo - Fiorentina..............1:2 ■Fiorentina vann samanlagt 3:1 Skotland: Aberdeen - Kilmamock..............4:1 ■Aberdeen er i 4. sæti á eftir Rangers, Celtic og Hibemian en 4 stigum á undan Raith Rovers. Spánn Bikarkeppnin, 3. umferð: Valencia - Real Oviedo............1:0 Berto Martinez (45. - sjálfsm.). 28.000. Körfuknattleikur Evrópukeppnin Aþena, Grikklandi: A-riðill: Ólympiakos - Iraklis............76:62 David Rivers 20, Franco Nakic 19, Dimitris Papanikolaou 18 - Lefteris Kakiousis 17, Pete Papachronis 16, Exavier McDaniel 14. NBA-deildin Toronto - Boston...............96:116 Atlanta - Minnesota.............78:85 Cleveland - LA Clippers.........97:86 Indiana - Denver...............125:92 New Jersey - Orlando...........97:101 Washington - Milwaukee........108:102 New York - LA Lakers............97:82 ■Dallas - Seattle.............112:101 Phoenix - Charlotte...........100:115 Golden State - Miami...........105:80 Sacramento - Houston...........93:133 Íshokkí NFL-deildin NY Islanders - Florida............1:3 Winnipeg - Montreal............'..5:6 St. Louis - Detroit...............2:5 San Jose - Ottawa.................2:1 Skíði 15 km ganga karla, frjáls aðferð: 1. Bjöm Dæhlie (Noregi)......36:06.2 2. Silvio Fauner (Ítalíu)....36:40.8 3. Vladimir Smirnov (Kasakstan).... 37:05.4 4. Torgny Mogren (Svíþjóð)...37:20.2 Staðan 1. Dæhlie........................380 2. Smirnov.......................266 3. Fauner........................240 15 km ganga kvenna, frjáls aðferð: 1. Elena Vaelbe (Rússl.).....41:47.8 2. Lyubov Egorova (Rússl.)...41:48.2 3. Nina Gavrilyuk (Rússl.)...42:05.5 4. StefaniaBelmondo (Ítalíu).42:06.4 Staðan eftir fimm mót: 1. Vaelbe........................420 2. Egorova.......................410 3. Gavrilyuk................... 245 Skíðastökk 1. Mika Laitinen (Finnl.)........244 (fyrra stökk 95 metrar/seinna 94 m) 2. Ari Pekka Nikkola (Finnl.)....242 (91.5/93.5) 3. Andreas Goldberger (Austurr.).235.5 (89.0/91.0) 4. Janne Ahonen (Finnl.).........234 (89.0/91.0) Staðan eftir fimm mót: 1. Laitinen......................396 2. Ahonen........................310 3. Nikkoia.......................300 FELAGSLIF Jólaball HSÍ HINN árlegi jóladansleikur Handknattleiks- sambands Islands verður að Hótel Islandi laugardaginn 16. desember. Húsið verður opnað kl. 22 og eftir miðnætti verður átta ára afmæli hússins fagnað. Norska hijóm- sveitin La Verdi leikur fyrir dansi. Aðgangs- eyrir er 500 kr. og gildir sem fiappdrætti- smiði en meðal vinninga eru nokkrir ferða- vinningar. Alpagreinaþjálfari! Vegna forfalla óskar skíðadeild Leifturs í Ólafsfirði að ráða alpagreinaþjálfara fyrir komandi vetur. Um er að ræða starf frá áramótum og út apríl. Nánari upplýsingar gefur K. Haraldur Gunnlaugsson í síma 466 2207 á kvöldin. Skíðadeild Leifturs. HANDKNATTLEIKUR Selfyssingar slógu Aftureldingu út Afturelding steinlá fyrir Selfyssingum í bikar- keppninni í gærkvöldi. Selfyssingar sigruðu með 30 mörkum gegn 24 eftir að staðan var 13:10 í hálfleik. Ráðleysislegur Sigurður sóknarleikur, döpur vöm og slök Jönsson markvarsla einkenndu leik Aftur- skrllsr., eldingar. Selfyssingar voru aftur ra Selfossi. £ m£y mun l^ku sterka vörn og áttu auðvelt með að halda Mos- fellingum vel fyrir aftan sig allan leikinn. „Mér líður vel, það er gott að komast í jólafrí með sigur í bikarleik. Það var góður baráttuandi í liðinu og við náðum að rífa okkur vel upp eftir Haukaleikinn, sem var slakur. Þetta var sterkur leikur hjá okkur í heilar 60 mínútur og við erum á uppleið," sagði Valdimar Grímsson, leikmaður og þjálfari Selfyssinga, sem sýndi mikla baráttu í leiknum. Hann sagðist vilja sjá mun fleiri áhorf- endur, Sunnlendingar yrðu að gera sér grein fyrir að stuðningur þeirra gæti gert gæfumuninn. Þeir Páll Þórólfsson og Bjarki Sigurðsson voru þeir einu sem eitthvað létu að sér kveða í liði Aftureldingar. Bjarki tók af skarið í síðari hálf- leik og gerði nokkur gullfalleg mörk með háu uppstökki, nokkuð sem er virkilegt augnayndi. Greinilegt er að meira býr í liði Mosfellinga en það vantaði neistann sem kveikir leikgleði og baráttuanda. Selfyssingar sýndu strax tennurnar í fyrri hálfleik og voru mjög ákveðnir bæði í sókn og vörn. Bæði liðin gerðu sig sek um einföld mistök og það er hlálegt að sjá markmann skora eins og þegar Hallgrímur skoraði eftir að Bergsveinn var kominn of langt út á völlinn, slíkt á ekki að vera hægt, allra síst hjá landsliðsmarkverði. Afturelding átti góðan kafla í síðari hálfleik þar sem þeir virtust ætla að rétta úr kútnum en tókst ekki. Einar Gunnar Sigurðsson átti góðan leik í vörninni en hann lék haltur nánast allan tímann eftir að hafa fengið högg á lærið. Þeir Siguijón og Björgvin sýndu öryggi í hraðaupp- hlaupum og Einar Guðmundsson átti góðan leik sem leikstjórnandi og skapaði hvað eftir annað góð færi fyrir línusendingar inn á Finn Jóhanns- son sem átti góðan leik. Liðsheild- in fleytti Fram áfram Jón Kristjánsson, þjálfari Valsmanna, ánægður að Hlíðarenda Það er ekk- ert gefið í bikarnum „LEIKURINN var rpjög erfiður, einn sá erfiðasti í vetur," sagði Jón Krist- jánsson, leikmaður og þjálfari Vals, eftir eins marks sigur á FH-ingum, 21:20, í 16-Iiða úrslitum bikarkeppn- innar í gærkvöldi. „FH-ingar komu okkur á óvart með góðum leik. Þeir léku fast og það var erfitt að komast í gegnum vörn þeirra. Þeir eru með reynt lið og gáfu sig alla i ieikinn og það urðum við líka að gera, það er ekkert gefið í bikarnum. Þetta var spennandi leikur, eins og bikarleikir eiga að vera. Það má segja að Guð- mundur [Hrafnkelsson] hafði bjargað okkur frá þvi að falla úr keppni. Hann varði mikilvæg skot á réttum augna- blikum,“ sagði Jón. „Það var mjög svekkjandi að þurfa að tapa þessu. Við misnotuðum fjögur víti og það er dýrt í svona leik,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH. „Annars er ég mjög ánægður með baráttuna í liðinu og strákarnir eiga hrós skilið fyrir að ná sér upp úr þeirri lægð sem ljðið var komið í. Þetta er einn besti leikur okkar í vetur og nú er bara að halda áfram á sömu braut. Guðjón lagðist i flensu um síðustu helgi og var þvi ekki líkur sjálfum sér í þessum leik og munar um minna. Eins er Héðinn að koma inn af meiri krafti en áður. Við komum sterkir til leiks eftir áramót og ætlum þá að sýna að Valur er ekki með langbesta liðið í deildinni,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Krist.inn DAGUR Sigurðsson, lefkstjórnandi Vais, lék vel gegn FH í gærkvöidi og tók af skarið þegar á þurfti að halda í sókninni. Hér reynir Sigurjón Sigurðsson að stöðva hann með ýmsum ráðum. Guðmundur kom Valsmönnum áfram i leikhléi var 10:7, Fram í vil. HK tókst að virkja betur vinstri vænginn í sókninni í síðari hálfleik og Már Þórarinsson og Gunnleifur Gunnleifsson skoruðu tíu mörk í leikhlutanum, en þeir komust ekki á blað í þeim fyrri. Þá fundu þeir fleiri leiðir framhjá Þór Bjöms- syni, markverði Fram,_en hann hafði reynst sóknarmönnum HK óþægur ljár í þúfu framan af. Sem fyrr var sóknarleikur Fram þungur og lítt ógnandi, þrátt fyrir að vera mjög kerfisbundinn, en vörnin var sterk sem fyrr en náði ekki að halda liðinu á floti til lengdar. Leikmenn HK söxuðu á og á tíma munaði aðeins einu marki 17:18, en leikmenn Fram spýttu í lófana og komust þremur yfir, 17:20, er rúmar þijár mínútur voru eftir. Framarar misnotuðu nokkur upplögð færi undir lokin og HK jafnaði 20:20 og aftur 21:21, en Jón Þórir Jónsson inn- siglaði fram sigur 15 sekúndum fyrir leikslok. Lið HK lék ekki saman sem heild og sigurviljann vantaði. Sóknin er hausverkur Framliðsins. Boltinn gekk vel fyrir utan en það er ekki nóg að hann berist slysa- laust á milli manna þegar ógnun- ina vantar, Þá voru þau skipti sem hornamenn leystu upp teljandi á fíngrum annarrar handar. Oleg Titov var bestur Framara, frábær varnarmaður og snjall línumaður. að komast áfram því sigurinn gat lent hvorum megin sem var,“ sagði Guðmundur Hrafn- keisson markvörður. Valsmenn byijuðu mun betur, léku varnarleikinn framarlega og náðu þannig að trufla sóknarleik FH-inga sem var wainrR ráðleysislegur fyrir Jónatansson bragðið. Valsmenn skrifar refsuðu með hraða- upphlaupum í þrí- gang og voru komnir með fjögurra marka forskot 11:7 þegar þijár mínútur voru til leikhlés. FH-ingar náðu að snúa bökum saman, sér- staklega í vörninni óg héldu sér inn í leiknum með því að minnka mun- inn tvö mörk fyrir hlé, 12:10. FH-ingar komu grimmir til síðari hálfleiks og léku mjög vel lengst af. Baráttan í vörninni var aðdáun- arverð og agaður sóknarleikur fylgdi í kjölfarið á sama tíma og Valsmenn voru að Ijúka sóknum allt of fljótt með ótímabærum skot- um. FH hafði eins marks forskoti, 18:19, þegar 10 mínútur voru eftir. Dagur jafnaði 19:19 og Guðmundur varði víti frá Héðni Gilssyni í næstu sókn FH-inga. Sigurjón kom FH aftur yfír með marki úr hraðaupp- hlaupi 19:20, en síðan fylgdu tvö Valsmörk, fyrst frá Valgarði og síðan Jóni, 21:20, þegar 4,40 mín. voru eftir. Héðinn fékk þá annað vítakast en Guðmundur varði. FH- ingar unnu boltann af Valsmönnum tvisvar sinnum á síðustu tveimur mínútunum, en Guðmundur var sú hindrun sem þeir réðu ekki við. Valsmenn voru yfirvegaðir í fyrri hálfleik og léku þá oft vel en síðari hálfleikurinn var að sama skapi slakur, en þeir héldu haus þegar allt virtist vera að fjara út og geta þakkað Guðmundi Hrafnkelssyni að þeir eru enn með í bikarkeppn- inni. Guðmundur varði reyndar ekki nema tvö skot í fyrri hálfleik og var annað þeirra víti. Hann bætti það upp í síðari hálfleik, varði 11 skot og þar af þijú vítaköst og stóð uppi sem sigurvegari leiksins. Dag- ur og Jón léku vel, en aðrir voru ekki að leika af eðlilegri getu og þá sérstaklega Olafur Stefánsson sem fann sig ekki. FH-ingar léku besta leik sinn í vetur en það dugði ekki að þessu sinni. Vörnin var sterk með þá Héðin, Hálfdán og Hans sem bestu menn. Héðinn, sem lék lengst af aðeins í vörninni, er allur að koma til og ef heldur áfram sem liorfir verður hann illviðráðanlegur eftir áramótin. Sigutjón átti góða kafla en var oft bráður í sókninni. Lítið kom út úr Gunnari og Sigurði í hornunum og Guðjón Arnason var ekki líkur sjálfum sér enda nýstig- inn upp úr flensu. Jónas Stefánsson stóð sig ágætlega í markinu. FRAMARAR tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á sterkri liðsheild gegn sundurleitu liði HK í Digra- nesi. Safamýrarpiltar höfðu frumkvæðið í leiknum allan tímann en gerðu sér lokamín- úturnar of erfiðar með því að missa niður þriggja marka forskot með ónákvæmum sóknarleik, en tókst með bar- áttu að tryggja sér sigur, loka- tölur 22:21. Leikmenn Fram komu vel stemmdir til leiks og léku frá upphafi sterka vöm sem leikmönn- um HK, með Sigurð Sveinsson í farar- Benediktsson broddi> gekk illa að skrifar fmna smugur a. Sóknarleikur Fram var hinsvegar ekki eins sterkur. Sóknir voru langar og bitlausar og enduðu oftar en ekki með slök- um skotum sem höfnuðu æði oft í markstöngunum, eða alls sjö sinnum. En með góðri vörn undir stjórn Olegs Titovs og vel útfærð- um hraðaupphlaupum tókst þeim að ná frumkvæði. Af tíu mörkum Fram í fyrri hálfleik voru átta úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikur HK snerist í kringum Sigurð Sveinsson þjálfara og leit út fyrir að lærisveinar hans hafi ætlað honum að vinna leikinn. Ekkert kom úr vinstri vængnum. Staðan Skemmtun á Akureyri KA vék ekki af beinu brautinni í 1. deildinni í handknattleik er liðið mætti Stjörnunni á Akur- ■■■■■■ eyri, en sigur þeirra ReynirB. var nokkuð örugg- Eiríksson ur þrátt fyrir að fráAkureyrí rnunurinn væri ein- ungis eitt mark er flautað var til leiksloka, 27:26. Það er ljóst að þeir áhorfendur sem lögðu leið sína á leikinn voru ekki sviknir og var leikurinn svo sann- arlega aðgangseyrisins virði. Hann var mjög skemmtilegur á að horfa, hraðinn var oft mikill og menn gáfu ekkert eftir. Leik- menn beggja liða mættu ákveðnir til leiks og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér sigur í leiknum. Meginhluta hálfleiksins var jafnt á með liðunum, en undir lokin náðu KA-menn forystunni og leiddu með þremur mörkum, 16:13, í hálfleik. KA hélt upptekn- um hætti í upphafi síðari hálfleik, gerði tvö fyrstu mörkin og virtist allt stefna í öruggan sigur. Stjarnan var hins vegar ekki á sama máli og náði að saxa á for- skot heimamanna. Gestirnir náðu þó aldrei að kom- ast nær KA en tvö mörk þar til leiktíminn var úti, er Sigurður Bjarnason skoraði glæsilegt mark úr aukakasti. Sigur KA var sanngjarn og hefði getað orðið nokkru stærri en raun varð.á, Paterkur átti mjög góðan leik með KA í fyrri hálfleik, en hann gerði 8 af 13 mörkum liðsins, en í þeim síðari bar minna á honum enda var hann tekinn úr umferð hluta hálfleiksins. Jul- ian Duranona átti góða kafla. Hjá Stjörnunni átti Ingvar Ragnarsson góðan leik í markinu og einnig var Filippov sterkur. GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var hetja Valsmanna í bikar- leiknum gegn FH-ingum að Hlíðarenda í gærkvöldi. Hann varði alls fjögur vítaköst í leikn- um og þar af tvö á síðustu níu mínútunum og það lagði grunninn að eins marks sigri Vals, 21:20, í jöf num og spenn- andi leik. „Eg var lengi að kom- ast í gang, en ég varði vel þeg- ar mest á reyndi í lokin og get því ekki annað en verið ánægð- ur. Annars vorum við heppnir OLEG Titov hafði góðar gætur á Sigurði Sveinssyni í ieiknum í gær og tókst vel til og skoraði Sigurður aðeins fjögur mörk utan af velli og átti fáar línusendingar. KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópuriðill hér á landi ÁKVEÐIÐ hefur verið að Evr- ópuriðillinn í körfuknattleik verði leikinn hér á landi 21. til 27. mai í vor. Körfuknattleiks- sambandið sóttist eftir að fá að hafa umsjón með riðlinum enda er nokkuðmikið í húfi. Þarna leika auk íslendinga, lið Lúxem- borgar, Danmerkur, írlands, Kýpur og Albaníu, en þetta eru þau lið sem urðu í 4. og 5. sæti í sínum riðlum í vor þegar aðalr- iðlakeppnin fór fram. Tvö efstu liðin í riðlinum hér í vor komast í Aðalkeppni Evrópukeppninnar þar sem leikið verður heima og að heiman, en sú keppni hefst í nóvember 1997. Við fyrstu sýn virðast íslend- ingar eiga möguleika á að krækja sér í annað af tveimur efstu sætunum þó erfitt sé um það að segja. Miklar framfarir hafa verið í Lúxemborg og ís- land tapaði leiknum á smáþjóða- leikunum í vor og er það eina tapið fyrir Lúxemborg. Danir eru svipaðir að styrkleika og við og Irar eru alltaf spurningar- merki. Ef þeir koma með „írskt“ lið eigum við ekki að vera í vandræðum með þá, en stundum tekst þeim vel upp að finna írska ættingja bandarískra leikmanna og þá geta þeir verið með sterkt lið. Kýpur eigum við að vinna undir öllum eðlilegum kringum- stæðum en um Albaníu er lítið vitað annað en að í löndunum allt í kring er mikil hefð fyrir körfuknattleik og þar eru sterk- ustu lið Evrópu. Þriggja stiga körhir McClouds Qeorge McCloud var hetja Dallas er liðið sigraði Seattle 112:101 á heimavelli í framlengdum leik í fyrrinótt. McCloud, sem gerði 30 stig í leiknum, hitti úr íjórum þriggja stiga skotum í framlengingunni og það réðu leikmenn Seattle ekki við en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 92:92. Tony Dumas gerði 35 stig'og Jason Kidd átti 18 stoðsendingar og tók 10 fráköst fyr- ir Mavericks. Toppliðin I Vesturdeiidinni, Ho- uston og Sacramento, áttust við í Sacramento og var búist við jöfnum leik, en annað kom á daginn því meistararnir sigruðu með 40 stiga mun, 133:93. Hakeem Olajuwon gerði 31 stig og tók 15 frákost og Robert Horry gerði 17 af 20 stigum sínum í þriðja leikhluta fyrir Houst- on. Indiana stöðvaði fimm leikja sig- urgöngu Denver og sigraði 125:92 á heimavelli sínum. Antonio Davis gerði 26 stig og Reggie Miller 23 fyrir Pacers, sem var yfir allan leik- inn og náði mest 36 stiga forskoti í leiknum. Nick Anderson setti niður 29 stig fyrir Orlando og Brian Shaw hitti úr þriggja stiga skoti þegar 16 sek- úndur voru eftir í 101:97 sigri á New Jersey Nets á útivelli. Penny Hardaway gerði 23 stig og Dennis Scott 13 fyrir Orlando, sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Kenny Ander- son gerði 24 og Armon Gilliam 17 fyrir Nets, sem tapaði þar með fyrsta heimaleiknum á tímabilinu. Boston sigraði nýliða Toronto 116:96. Dee Brown gerði 20 stig, Dana Barros og Dino Radja komu næstir með 18 stig hvor. Damon Stoudamire var stigahæstur í liði Toronto með 18 stig og tók auk þess níu stoðsendingar. Isaiah Rider og Terry Porter gerðu sex stig hvor fyrir Minnesota þegar rúinlega fjórar mínútur voru eftir í fyrsta sigri liðsins í Atlanta, 85:78. Mookie Blaylock var stiga- hæstur í liði Atlanta með 23 stig. Terrell Brandon gerði 23 stig og Bobby Phills 21 fyrir Cleveland sem vann LA Clippers 97:86 og var þetta fyrsti sigur liðsins í síðustu tíu leikj- um. Chris Webber var með 25 stig og 13 fráköst er Washington sigraði Milwaukee 108:102. Robert Pack gerði fjögur af 23 stigum sínum á síðustu 16 sekúndum leiksins. Glenn Robinson var með 30 stig fyrir Milw- aukee, en hitti ekki úr skoti eftir uppstökk þegar 37 sekúndur voru eftir. Derek Harper og Anthony Mason gerðu 17 stig hvor er New York , vann fjórða leikinn í röð og nú LA Lakers 97:82. Patrick Ewing var með 16 stig og Charles Oakley 15. Cedric Ceballos var stigahæstur í liðið Lakers með 26 stig og Elden Campbell kom næstur með 19 stig. Glen Riee gerði 33 stig og Scott Burrell 26 er Charlotte vann Phoen- ix 115:100. Kendall Gill náði þre- faldri tvennu; 18 stig, 12 stoðsend- ingar og ték 11 fráköst. Charles Barkley var með 22 stig, tók 10 fráköst og átti sjö stoðsendingar fyrir Phoenix, sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum. Golden State sigraði Miami Heat 105:80 og voru Chris Mullin og Rony Seikaly stigahæstir með 26, og 17 stig. Þeir voru þó ekki í byij- unarliðinu og kom Mullin fyrst inn á þegar 8 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Hann gerði sex af sjö þriggja stiga körfum Warriors. Dómararnir í NBA-deildinni, sem átt hafa í launadeilum frá upphafi keppnistímabilsins og því ekkert dæmt, eru nú loksins komnir aftui til starfa og eru margir sem fagní endurkomu þeirra. I kvöld Körfuknattleikur Urvalsdeild: Grindavík: UMFG - lA......kl. 20 Keflavík: Keflavík-UMFN...kl. 20 Sauðárkr.: Tindast. - Breiðabl.kl. 20 Seltj!nesi.XElíórAk_______kl. 20 Strandgata: Haukar-ÍR.....kl. 20 Valsheimili: Valur- Skallagr. ...kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.