Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÖRINI OG UNGLINGAR Ljúflingamót TBR í badminton Sjö böm töpuðu ekki leik í mótinu UÚFLINGAMÓTTBR íbad- minton fór fram í húsnæði félagsins um síðustu helgi. Alls tóku um fjörutíu börn tíu ára og yngri þátt í mótinu frá fimm félögum, TBR, Víkingi, KR, UMFA og frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Hver keppandi fékk að leika þrjá * leiki hið minnsta. Sö krakkar komust í gegnum alla fjóra leiki sína án þess að tapa og fengu þeir veglegar töskur utan um spaða sín að laun- ■■■■ um. Þau voru: Ás- ívar dís Hjálmsdóttir, Benediktsson Daníel Reynisson, skrífar Elvar Haraldsson, Halldóra Elín Jóhannsdóttir, Helgi Jóhannsson, Hlynur Snorrason og Siguijón Jóhannsson. „Ég vann alla fjóra leiki mína og það var ekki mjög erfitt,“ sagði Helgi Jóhannsson, að keppni lok- inni, en hann æfír hjá KR. „Þetta 'er annar veturinn sem ég æfí badminton hjá KR. Mér fínnst mjög gaman og æfí enga aðra íþrótt, einn kunningi minn er líka að æfa. Það er nokkuð stór hópur sem æfír hjá félaginu og áhuginn er mikill. Ég ætla að halda áfram að æfa og verða betri,“ sagði þessi tíu ára snáði, glaður með niður- stöðu dagsins. Ásdís Hjálmsdóttir var annar keppandi sem komst taplaus í • gegnum keppnina. hún sagðist vera tíu ára og æfa hjá Víkingi undir stjóm Helga Magnússonar og vera í Breiðagerðisskóla. „Það var bara fyrsti leikurinn sem var erfíður, þá sigraði ég ellefu fímm og ellefu níu. Hinir leikimir vom léttari. Ég hef æft badminton í tvö ár og fínnst mjög gaman. Með mér æfa þrjár bekkjarsystur mín- ar,“ sagði Ásdís. Hún hvað nokk- uð stóran hóp æfa hjá Víkingi og þeim væri skipt niður eftir getu. Ásdís er í stelpuhópnum, „en ég stefni að því að komast í blandaða hópinn, þar em þeir sem em betri.“ Ertu að æfa fleirí íþróttagrein- ar? „Nei, ég var í handbolta og svo var ég líka að læra á blokkflautu, en er núna bara í badminton og ætla að einbeita mér að því,“ sagði þessi ákveðna unga badminton- telpa úr Víkingi, Ásdís Hjálms- dóttir. Skemmtilegt mót Ingólfur Magnússon og Sigmar Ingi Kristinsson frá TBR tóku einnig þátt í mótinu, en þeim gekk ekki eins vel og Helga og Ásdísi, enda enginn smiður í fyrsta sinn. En þeir vom ekki að láta það spilla gleði sinni er Morgunblaðið hitt þá að máli. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt," sögðu þeir einum rómi. „Ég vann ekki leik,“ sagði Ingólfur, „en ég æfí bara einu sinni í viku núna. Mig langar til að æfa tvisvar i viku eftir áramót.“ „Mér gekk betur, ég vann tvo leiki og tapaði tveimur. Ég er stað- ráðinn í að halda áfram að æfa,“ sagði Sigmar. Hann sagðist hafa Morgunblaðið/ívar Taplaus F.v.: Sigurjón Jóhannsson, Hlynur Snorrason, Elvar Haraldsson, Danlel Reynls- son, Helgl Jóhannsson, Ás- dís Hjálmsdóttir og Halidóra Elín Jóhannsdóttlr. verið í körfubolta en væri hættur núna og Ingólfur var einnig hætt- ur að æfa fótbolta sem hann hafði stundað. Báðir sögðust þeir ætla að æfa af krafti badminton hjá TBR undir stjórn Áma Þórs Hall- grímssonar og Jóhanns Kjartans- sonar. „Ég veit ekki hvort við verðum einhvem tímann íslands- meistarar, en við ætlum að gera okkar besta,“ sagði Sigmar. INGÓLFUR Magnússon og Slgmar Ingi Kristinsson. Vaxandi áhugi á íshokkí meðal yngri kynslóðarínnar Talsverður áhugi er á íshokkí hér á landi meðal yngri kyn- slóðarinnar. í Reykjavík era starf- andi tvö félög, Skautafélag Reykjavíkur og Bjöminn, og á Akureyri er eitt félag. Er Morgun- blaðið leit inn á æfíngu í vikunni var hópur drengja að koma af æfíngu hjá Biminum. Friðbjöm Orri Ketilsson er tólf ára og hefur æft í eitt ár og sagði hann að talsverð eftirvænting ríkti fyrir íslandsmótið sem hæfíst eft- ir áramót. „Ég leik sem „senter" og fínnst þetta mjög gaman. Ástæðan fyrir því að ég fór að æfa íshokkí er sú að mér þótti ,betta hröð og spennandi íþrótt og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum síðan ég byijaði, þetta er mjög skemmtilegt,“ sagði Friðbjöm. Kristján Þór Zoéga, 11 ára, sagðist vera nýbyijaður að æfa með Birninum. „Vinurinn er æfa og mig langaði til að prófa og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum, mér fínnst mjög gaman,“ sagði hann. Einnig var að fara á æfingu bandarískur drengur, Karl Gof- orth Wagnir, 11 ára, verður tólf ára í lok ársins. Hann sagðist ■ hafa æft hér á landi í tæp tvö ár allt síðan hann kom hingað til lands með foreldmm sínum, en faðir hans vinnur hjá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. „Ég byij- aði ekki að æfa fyrr en ég kom hingað ti! lands. Móðir mín er finnsk og það var bróðir hennar sem kynnti mér íshokkí og hvatti \ t ÍJ |- fy' fU! i í t W'*'*%'**$' ililc—,i mig til að prófa. En ég flyt af landi brott í vor og ég veit ekki hvert verður framhaldið hjá mér í íþróttinni, en ég hef eignast marga góða vini í henni hér á landi.“ Morgunblaðið/ívar Íshokkímenn framtíðarinnar HLUTI af hópi íshokkídrengjanna hjá Birninum rétt fyrir æfinguna í fyrrakvöld á skautasvellinu í Laugardal, f.v.: Karl Goforth Wagnir, Þórður Daníel Þóröarson, Friðbjörn Orri Ketilsson, Davíð Þórisson, Kristján Þór Zoega og Geir Fannar Zoega. Landsliðið til Israels ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönn- um 17 ára og yngri fer til ísra- els 27. desember til þátttöku í alþjóðlegu móti þar. Valinn hefur verið 27 manna hópur en eftir æfingu á sunnudaginn kemur verður hópurinn skorinn niður í 16 menn sem fer utan. 27 manna hópurinn er þannig skipaður: Eggert Stefánsson, Fram, Freyr Karlsson, Fram, Haukur Hauks- son, Fram, Davíð Stefánsson, Fram, Arnar Ingi Pjetursson, KR, Bjöm Jakobsson, KR, Björg- vin Vilhjálmsson, KR, Edilon Hreinsson, KR, Egill Skúli Þór- ólfsson, KR, Grímur Garðarsson, Val, Araar Hrafn Jóhannsson, Víkingi, Hreinn Sigurðsson, Vík- ingi, Konráð Konráðsson, ÍR, Araaldur Schram, Gróttu, Ás- mundur Jónsson, Keflavík, Haukur Ingi Guðnason, Keflavík, Kristján Jóhannsson, Keflavík, Bjarni Guðjóusson, í A, Sigurður Þorvarðarson, Selfossi, Guðjón Skúli Jónsson, Selfossi, M jalti Jónsson, ÍBV, Þorleifur Arnason, KA, Þórir Sigmundsson, KA, Oðinn Árnason, Þór Ak., Ás- mundur Gíslason, Völsungi, Dag- ur Dagbjartsson, Völsungi, Stef- án Gíslason, Austra. Þjálfari liðs- ins er Guðni Kjartansson. Alls leikur íslenska liðið fimm leiki í mótinu. Fyrsti leikurinn verður 28. desember gegn Kýp- ur, daginn eftir verður leikið gegn Belgíu og á gamlársdag verða mótherjarnir Grikkir. Á nýju ári hefst mótið 2. janúar og þá verða Ungverjar mótherjar Islendinga og síðasti leikurinn verður 4. janúar gegn heima- mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.