Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR14. DESEMBER1995 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR Á annað hundrað böm æfa tennis FORRÁÐAMENN Tennis- hallarinnar í Kópavogi hafa í vetur boðið krökkum úr grunnskóium bæjarins að koma einu sinni íviku og læra tennis án endurgjalds undir leiðsögn, Önnu Podolskaja. Anna er Rússi og hefur dvalið hér á landi síðastliðin tvö ár, þar af hefur hún verið leið- beinandi hjá Tennishöllinni í hálft ár. Það er ekki í kot vísað hjá Önnu því hún lagði stund á nám í íþróttinni við háskóla f heimalandi sfnu. Að hennar sögn hefur aðsóknin verið góð og koma oft og tíðum heilu bekkirnir til hennar að skóla loknum og njóta leið- sagnar um undirstöðuatriði íþróttarinnar. Er Morgunblaðið leit inn á æfingu í síðustu viku voru tíu nemendur úr þriðja bekk Ö að æfa af krafti. Verið var að fara yfir ýmis grunnatriði ívar íþróttarinnar og var Benediktsson áhugi mikill. „Þeim skrtfar hefur farið mikið fram síðan í haust að þau byijuðu og hér er efniviður í framtíðarspil- ara,“ sagði Anna. Hún sagði að um níutíu nemendur Smáraskóla hefðu komið reglulega en eitthvað færri frá Digranesskóla, enda væri hann fjær Tennishöllinni en Smáraskóla. Krakkarnir sem kæmu væru á aldrinum 7 til 11 ára og kemur hver bekkur einu sinni í viku. „Ökkur var boðið að koma hing- að og það er mjög gaman,“ sögðu þær stöllur Rannveig Hafsteins- dóttir, Margrét Elva Ólafsdóttir og Sigríður Hulda Árnadóttir er þær voru truflaðar stutta stund frá æfingu. „Ég hef mætt tíu sinn- um,“ sagði Rannveig. „Við erum alltaf á miðvikudögum eftir skóla, oftast erum við fleiri, en það eru nokkrir veikir í dag og svo missti ein stúlka úr bekknum eyrnalokk- inn úr eyranu og gat ekki komið,“ bætti hún við og bjóst við að halda áfram eftir áramót. Sigríður sagð- ist hafa verið í fimleikum og knatt- spyrnu en væri hætt og henni finnst tennis vera skemmtileg íþrótt. Lilja Bjarnadóttir sagðist hafa æft tennis reglubundið nú um tíma og ætlaði að gera það áfram. Þeim félögum Heiðari Erni Sigurbjörnssyni, Ingþór Haralds- syni og Hákoni Þórðarsyni fannst mjög gaman og höfðu vart tíma til að kasta mæðinni um stund. Þeir voru þó sammála um að þetta væri gaman og gott að koma svona eftir skóla. „Eg æfi fótbolta," sagði Heiðar, „og ég er í hand- bolta, en er hættur í fijálsum," sagði Ingþór og var þar með rok- inn. Morgunblaðið/ívar INGÞÓR Haraldsson bar sig fímlega að með spaðann. A myndinnl tll hliðar eru hressir krakkar í 3. bekk Ö í Smáraskóla, Heiðar Örn Sigurbjörnsson, Lilja Bjarnadóttlr, Rannvelg Haf- steinsdóttir, Guðrún Þor- steinsdóttlr, Vlgnir Bene- díktsson, Sigríður Hulda Árnadóttlr, Ingþór Haralds- son, Edda Vlgdís Brynjóifs- dóttir, Margrét Eiva ólafs- dóttir, Hákon Þórðarson. Morgunblaðið/ívar LIÐ Fylkis og Lelknis sem léku tll úrslita í 3. flokki kvenna. Efri röð f.v.: Ingibjörg Sigurðardóttir, Hlldur Árnadóttlr, Sigrún Bragadóttir, Þorbjörg Ogmundsdóttlr, Eyrún Ósk Slgurðar- dóttir, Kolbrún Georgsdóttir, Erla S. Þórlsdóttlr, Ása Margrét Sigurjónsdóttir og Erla Símonardóttir. Fremri röð f.v.: Hanna Magnúsdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir, Anna BJörk Björns- dóttir, Svandís Halldórsdóttir, Karen Inga Elvarsdóttfr, Rakel Ósk Halldórsdóttir og Guðbjörg Erla Halldórsdóttlr. Knattspyrnudagur Itilefni 50 ára afmælis Samein- uðu þjóðanna á þessu ári stóð alþjóða knattspyrnusambandið fyrir knattspyrnudegi víða um heim um síðastliðna helgi. Af þessu tilefni sló Knattspyrnusam- band íslands upp „knattspyrnu- veislu“ í Laugardalshöll á laugar- daginn þar sem fjórum félögum í hveijum aldursflokki var boðin þátttaka. Leikið var með útsláttarfyrir- komulagi og léku félögin ýmist einn eða tvo leiki. 1 3. flokki kvenna léku Aftureld- ing, Víkingur, Leiknir og Fylkir. Víkingur og Afturelding heltust úr lestinni strax að loknum fyrsta leik, en Fylkir og Leiknir léku til úrslita og höfðu Fylkisstúlkur sig- ur 3:0. „Þetta var mjög gaman að taka þátt í þessu móti. Ég er dálítið þreytt, sérstaklega eftir leikinn gegn Aftureldingu,“ sagði Ingi- björg Sigurðardóttir, fyrirliði Fylk- is þegar úrslitaleiknum var lokið. Hún sagði nokkuð stóran hóp stúlkna æfa hjá félaginu og t.d. væri hægt að stilla upp tveimur liðum í 3. flokki kvenna, það hefðu svo margar gengið upp í flokkinn nú í haust úr 4. flokki. „Það eru bara tvö ár síðan Fylkir fór af stað með kvennalið í fótboltanum, en áhuginn er mikill og aðstaðan á veturna hefur breyst mikið síðan nýja íþróttahúsið kom til sögunn- ar.“ „Við lékum tvo leiki í röð og vorum kannski orðnar þreyttar í seinni leiknum," sagði Kolbrún Georgsdóttir, fyrirliði Leiknis. „Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem við keppum innanhúss, en það var gaman að leika hér. Ég hef æft fótbolta í tvö.“ Þrenn brons- verðlaun á NM LÁRA Hrund Bjargardóttir vann tvenn bronsverð- laun og Hall- dóra Þor- geirsdóttir ein á Norður- landameist- aramóti ungl- inga í sundi sem fór fram i Kaupmanna- höfn um síð- ustu helgi. Aðrir keppendur íslands kom- ust ekki á verðlaunapall. Mar- gfrét Rós Sigurðardóttir og Sunna Dís Ingibjargardóttir bættu sína tíma í þremur grein- um en það dugði ekki til að komast í fremstu röð. Lára Hrund hafði Norður- landameistaratitil að verja í 200 m bringusundi en náði ekki að verja hann. Hún hafnaði í fjórða sæti á 2.46,03 mín. í þessari grein krækti Halldóra Þorgeirs- dóttir í þriðja sæti á 2Í44,36 mín., en það er sami árangur og hún náði í fyrra. Lára Hrund varð hins vegar þriðja í 200 m skriðsundi og 200 m fjórsundi. Skriðsundið fór hún á 2.09,90 mín., og fjórsundið á 2.26,83 mín. Halldóra varð fimmta í 100 m bringusundi á 1.16,56 mín. Anna Birna Guðlaugsdóttir hafnaði í ellefta sæti í 100 m skriðsundi á 1.03,95 mín. og sjötta í 50 m skriðsundi á 29,03 sek. Anna Val- borg Guð- mundsdóttir varð níunda í röðinni í 100 m bringusundi á 1,19,78 mín. Þá keppti hún sem gestur í 200 m bringusundi, synti á 2:52,05 mín. Sigurður Guðmundsson var eini piltur- inn í hópi ís- lensku keppendanna. Hann varð sjöundi í 200 m bringu- sundi á 2.34,96 mín. og níundi í 100 m bringusundi á 1.10,70 mín. Selfyssingurinn Margrét Rós Sigurðardóttir bætti árangur sinn í 50 og 100 m skriðsundi. Fimmtiu metra skriðsund synti hún á 29,19 sek., og bætti sig þar með um 10/100 úr sek. Þessi árangur dugði til áttunda sætis. Þá bætti Margrét sig um 1,66 sek., í 100 m skriðsundi, fór sundið á 1.02,99 mín. og nægði sá árangur til níunda sætis. Sunna Dís Ingibjargar- dóttir bætti sinn árangur í 100 m baksundi um 27/100 úr sek., er fór hún á 1.11,64 mín., og lenti í sjöunda sæti. Þá varð hún áttunda i 200 m baksundi á 2.36,37 mín. Loks ber þess að geta að boðsundssveit íslands í 4x100 m fjórsundi hreppti fjórða sætið á 4.40,97 min. Lára Hrund Margrét Rós ÚRSLIT Karate íslandsmótið í Shotokan karate fór fram í Valsheimilinu nýlega. Kata 9 ára og yngri: Margeir Stefánsson, Þórshamri Guðmundur Orri, Haukum Freyr Ómarsson, Þórshamri Kata 10 - 12 ára: Hákon Fannar Hákonarson, Haukum Valeria Rivina, Þórshamri Birgir Örn Hauksson, Haukum Kata 13 - 16 ára: Erlingur Snær Trygvason, Þórshamri Ari Tómasson, Þórshamri Sólveig Krista Einarsdóttir, Þórshamri Kumite 10 - 12 ára: Ævar Már Óskarsson, Haukum Hákon Fannar Hákonarson, Haukdm Birgir Örn hauksson, Þórshamri Kumite 13 - 16 ára: Ari Tómasson, Þórshamri Eðvald Ingi Gíslason, Haukum Sólveig Krista Einarsdóttir, Þórshamri Borðtennis Hið árlega Grunnskólamót íþrótta- og tóm- stundaráðs í borðtennis fór nýlega fram í TBR-húsinu. Drengir 13 - 15 ára: Hagaskóli A Árbæjarskóli A Hlíðaskóli A Árbæjarskóli B 13 - 15 ára stúlkur: Fellaskóli Hvassaleitisskóli Árbæjarskóli B Árbæjarskóli A V . 10 -12 ára pilta: Ártúnsskóli A Hólabrekkuskóli A Fellaskóli A ; Ártúnsskóli B 10 - 12 ára stúlkur: Hliðaskóli \ Ártúnsskóli . \ Grandaskóli Æfingaskóli KHÍ Knattspyrna / tilefni 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna ákvað alþjóða knattspyrnusambandið að efna til knattspyrnuleikja 9. desember. Þess vegna gekk KSÍ fyrir innanhússmóti ÍLaug- ardalshöll. 6. flokkur karla: Haukar-ÍR.........................3:2 UMFA - Fram.......................0:1 Haukar-Fram.......................0:1 5. flokkur karla: Fylkir - Leiknir..................2:4 FH-Þróttur........................4:0 Leiknir - FH......................7:1 4. flokkur karla: Selfoss - Fjölnir.................1:2 Vfðir-HK..........................2:0 Fjölnir - Víðir...................3:0 3. flokkur karla: Fram-ÍA...........................1:4 Keflavík - Víkingur...............4:1 ÍA - Keflavík.....................2:5 2. flokkur karla: Breiðablik - Stjarnan.............1:2 Valur- KR.............,...........0:5 Stjaman-KR........................2:5 5. flokkur kvenna: Breiðablik - FH...................2:1 Haukar-FH.........................0:4 Breiðablik - Haukar...............6:0 4. flokkur kvenna: Grindavík - Selfoss...............3:0 fR-FH.............................0:1 Grindavik - Fram..................1:2 3. flokkur kvenna: Fylkir- UMFA......................3:0 V íkingur - Leiknir...............1:3 Fylkir - Leiknir..................3:0 2. flokkur kvenna: KR-Valur..........................1:2 ÍA-Stjarnan.......................2:0 Valur-ÍA..........................0:2 Handknattleikur 2. umferð: íslandsmótið 6. flokkur karla A - lið: Grótta-KR.........................7:10 FH - Haukar....................... 9:8 Rjölnir - Vikingur...............10:11 Fram-HK...........................11:7 Haukar-KR........................ 10:3 Grótta-FH.........................9:12 Fjölnir- Fram....................16:12 HK-Víkingur.......................3:14 7. sæti: Grótta - HK..............12:8 5. sæti: Kr - Ijjölnir............5:9 “ 3. sæti: Haukar- Víkingur.......10:12 1. sæti: FH - Fram................11:8 B - lið: HK - Fjölnir..................... 8:8 FH-ÍR.............................13:9 Fram-Haukar.......................6:12 Víkingur - Þór Ak..................9:5 HK-FH.............................7.15 ÍR-Fjölnir.......................10:12 Fram - Víkingur...................3:12 ÞórAk-Haukar.......................6:9 7. sæti: ÍR - Þór Ak...............6:7 5. sæti: HK - Fram.................4:6 3. sæti: Fjölnlr - Haukar..........5:8 1. sæti: FH - Vikingur.............6:7 C - lið: KA - Grótta........................9:3 > ÍR - Fjölnir.......................5:4 FH1-FH2...........................10:3 KR-V(kingur........................4:6 KA-ÍR.............................11:7 Fjölnir - Grótta...................6:8 FH 1- KR...........................8:9 Víkingur - FH 2....................8.5 7. sæti: Fjölnir - FH 2............8:6 5. sæti: Grótta - KR...............2:8 3. sæti: ÍR - Víkingur.............2:7 l.sæti:KA-FH 1.................... 6:5 '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.