Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 8
mmi OLYMPIULEIKAR Alþjóða ólympíunefndin fær mikla peninga fyrir Ólympíuleikana 2004 til 2008 INIBC greiðir 151 milljarð fyrir sjónvarpsréttinn Frjálsíþróttakona ársins 1995 Reuter FRJÁLSÍÞRÓTTIR skipa veglegan sess á Ólympíuleikum og sérstaklega eru spretthlauparar í sviösljósinu. Bandaríska hlaupadrottningin Gwen Torrence varð tvöfaldur ólympíumeistari í Barcelona 1992 og stefnir hátt á leikunum í Atlanta, helmaborg sinni, næsta sumar en hún náöi langþráöu takmarki í heimsmeistarakeppninni í Gautaborg í sumar sem leiö þegar hún kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi. Hún var einnig í sigursveitinnl í 4x100 m hlaupi og um helgina sæmdi Alþjóða frjálsíþróttasambandiö hana nafnbótinni Frjálsíþróttakona ársins 1995. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur tryggt sér einka- rétt á sjónvarpssendingum í Bandaríkjunum frá Ólympíuleik- unum 2004 og 2008 og Vetrarleik- unum 2006 og greiðir Alþjóða Ólympíunefndinni, IOC, 2,3 millj- ' arða dollara (Um 151 milljarð kr.) fyrir réttinn. Dick Pound, formaður samn- inganefndar IÓC sem hefur með sjónvarpsmál að gera, sagði að þessi langtímasamningur skapaði IOC fjárhagslegan stöðugleika sem kæmi allri ólympíufjölskyldunni til góða. Öll skipulagning IOC fram í tímann yrði árangursríkari og samningurinn skapaði borgum, sem sæktust eftir að halda f Ólympíuleika, öryggi að því leyti að þær vissu hvað kæmi frá IÖC vegna þessa málaflokks til að mæta áætluðum kostnaði vegna mótshaldsins. Fram kom að NBC greiðir 793 milljónir dollara fyrir Ólympíuleik- ana 2004, 613 milljónir dollara fyrir Vetrarleikana 2006 og 894 milljónir dollara fyrir leikana 2008. í samningnum er einnig ákvæði um að sjónvarpsstöðin og IOC skipti hagnaði til helminga og er þar tekið tillit til sölu auglýsinga og framleiðslukostnaðar. Robert Wright, forseti NBC, sagði að sjónvarpsstöðin hefði tek- ,-ið mikilvæga ákvörðun með þess- um samningi því hún legði grunn- inn að því að NBC yrði helsta frétta- og íþróttastöð fram á næstu öld. NBC hafði áður samið um einka- rétt á sjónvarpssendingum í Bandaríkjunum frá Ólympíuleik- unum í Atlanta næsta sumar, í Sydney í Ástralíu 2000 og frá Vetrarleikunum í Salt Lake City 2002, en CBS keypti réttinn frá Vetrarleikunum í Nagano í Japan 1998. Talsmenn IOC sögðu að aðeins hefði verið rætt við NBC og ákvörðun tekin í ljósi frábærrar þjónustu sjónvarpsstöðvarinnar, reynslu ög faglegra vinnubragða. Þá hefði framlag hennar til þessa og velvilji í garð ólympíuhreyfing- arinnar haft áhrif. „Við berum mikið traust til NBC og vildum ekki halda uppboð,“ sagði Pound. Dick Ebersol, íþróttastjóri NBC, sagði að samningaviðræður hefðu byijað í Lausanne í Sviss skömmu eftir að samningar vegna Salt Lake City og Sydney höfðu verið undir- ritaðir í september. Fram kom að sjónvarpsstöðin hefði ekkert með val væntanlegra ólympíuborga að gera og yrði það alfarið í höndum IOC sem fyrr. „Væntanleg stað- setning er málinu óviðkomandi og virðing NBC fyrir ólympíuhreyf- ingunni er mikill heiður fyrir okk- ur,“ sagði Michele Verdier, upplýs- ingafulltrúi IOC. ■ GUÐJÓN B. Þorvarðarson, knattspyrnumaður úr IR, sem hafði ákveðið að skipta yfir Val, skrifaði undir leikmannasamning við ÍR á mánudaginn og leikur því áfram með liðinu næsta sumar. Guðjón var markahæsti leikmaður liðsins í 2. deildinni sl. sumar, gerði 10 mörk. ■ ATLI Sigþórsson sem leikið hefur með úrvalsdeildarliði Breiða- bliks í körfuknattleik tilkynnti í gær félagsskipti til 1. deildarliðs Þórs í Þorlákshöfn. Verður hann löglegur með Þór í fyrsta leiknum eftir áramót þann 6. janúar gegn Hetti frá Egilsstöðum í Þorláks- höfn. ■ DÚSSELDORF tapaði enn ein- um leiknum í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina, gegn Grosswalstadt, 23:24. Liðið hefur tapað öllum tíu leikjum sínum í deildinni í vetur. Gummersbach sigraði Essen 21:20. Július Jónas- son lék ekki með vegna meiðsla, en hann verður tilbúinn í slaginn eftir áramót. ■ VASSILY Koudinov, landsliðs- maður Rússa í handknattleik sem leikur með franska liðinu Ivry, leik- ur að öllum líkindum í Þýskalandi næsta vetur. Massenheim og Ess- en vilja bæði fá hann til sín fyrir næsta vetur og hefur hann tekið vel í það. Gummersbach vildi fá Koudinov fyrir þetta tímabil, en hann afþakkaði þá vegna meiðsla. ■ REAL Madrid hefur fengið miðvallarspilarann Dejan Petkovic, landsliðsmann Serbíu, lánaðan frá Rauðu Stjörnunni í Belgrad. Petkovic er kallaður „Rambo“ vegna hvað hann er lík- amlega sterkur. Hann verður í láni út þetta keppnistímabil og síðan hefur Real Madrid forkaupsrétt á honum. ■ CARLOS Busquets, markvörð- ur Barcelona, verður frá keppni í tvo mánuði, eftir að hann meiddist á hné á æfingu. Busquets er þrett- ándi leikmaður Barcelona sem hef- ur meiðst í byijun keppnistímabils. ■ QPR hefur lánað þýska liðinu Frankfurt ástralska landsliðs- manninn Ned Zelic, sem hefur ekki verið ánægður í London síðan QPR keypti hann frá Dortmund á 1,25 millj. punda sl. sumar. ■ HOLLENSKA liðið Feyenoord seldi í gær útheijan Regi Blinker, fyrrum landsliðsmann Hollands, til Luzern í Sviss. Blinker er 26 ára, hefur skorað 52 mörk í 255 leikjum fyrir Holland. Hann var seldur á rúmlega 80 millj. ísl. kr. KNATTSPYRNA Porca skrifaði undiráns samning við Val SALIH Heimir Porca, sem hef- ur leikið með KR-ingum síðustu tvö keppnistímabil, skrifaði í gær undir eins árs samning við Val. Hann var með samning við KR fram til 1997, en það varð samkomulag um að slíta þeim samningi. Porea, sem er þrítug- *. ur, hefur áður leikið með Sel- fyssingum, Val og Fylki. „Ég hlakka til að leika með yals- mönnum næsta sumar. Ég þekki vel til í herbúðum þeirra og veit því að hverju ég geng,“ sagði Porca. KORFUKNATTLEIKUR Sigurðurlngimundarsson hefurvalið landsliðshóp kvenna Fyrsti leikur hér í sjö ár Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið landsliðshópinn fyrir landsleikina gegn Eistlandi sem fara fram milli jóla og nýárs. Þetta verða að nokkru leyti tímamótaleikir því kvennalandsleikir hafa ekki farið fram hér á landi í sjö ár. Kvennalandsliðið lék fjóra lands- leikir hér á landi í apríl 1988 og eru það einu kvennalandsleikirnir sem fram hafa farið hér, en landsleikirnir eru alls orðnir 42 talsins. Sigurður verður þó varla öfundsverður af verkefninu því eistneska landsliðið er sterkt og það íslenska frekar slakt þannig að búast má við miklum mun. Leiknir verða þrír leikir og hefj- ast þeir allir kl. 18. Fyrsti leikur- inn verður í Keflavík miðvikudag- inn 27. desember, síðan verður leikið í Seljaskóla föstudaginn 29. desember og þann 30. verður leikið á Akranesi. Karlalið þjóð- anna leika sömu daga og á sama stað þannig að hinir nýráðnu landsliðsþjálfarar, Keflvíkingarn- ir Sigurður og Jón Kr. Gíslason fá sína fyrstu landsleiki á heima- velli. í landsliðshópi Sigurðar eru 19 stúlkur og tíu þeirra hafa ekki leikið A-landsleik áður. I hópnum eru eftirtaldir leikmenn og er landsleikjafjöldi í sviga: Anna María Sveinsdóttir (33), Björg Hafsteinsdóttir (26), Erla Reynisdóttir (0) og Erla Þor- steinsdóttir (0), allar úr Keflavík. Inga Dóra Magnúsdóttir(3), Hanna Kjartansdóttir (16), Elísa Vilbergsdóttir (3) og Birna Val- garðsdóttir (0) úr Breiðabliki, Helga Þorvaldsdóttir (6), Guð- björg Norðfjörð (20) og Kristín Jónsdóttir (0) úr KR, Linda Stef- ánsdóttir (24) og Anna Dís Svein- björnsdóttir (11) úr ÍR, Kristjana Magnúsdóttir (0), Alda Jónsdótt- ir (0) og Signý Hermannsdóttir (0) úr Val, Pálína Gunnarsdóttir (0), UMFN, Júlía Jörgensen (0), UMFG og Kristín Magnúsdótt- ir(0), Tindastóli. VIKINGALOTTO: 3 9 15 19 41 43 + 21 25 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.