Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1
SAMSKIP Blása til sóknar í Evrópu/4 FYRIRTÆIII Óvissa hjá Sony vestanhafs/7 HLfÓMUST Plötumarkaöurinn breytist /8 VIDSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 BLAÐ E Bónus Bónus hefur fengið umboð fyrir bandaríska leikfangafyrirtækið Toys ’R’ Us hér á landi og hyggst, opna 1.200 fermetra leikfanga- vöruverslun í verslunarhúsi í Smárahvammslandi. Þar eru nú framundan miklar framkvæmdir við uppbyggingu verslunarrýmis. Softis I nýjum kynningarbæklingi Eignarhaldsfélags Alþýðubank- ans kemur m.a. fram að félagið keypti á miðju þessu ári kaup á hlutabréfum í Softis sem um hef- ur árabil þróað sérhæfðan sam- skiptahugbúnað fyrir alþjóðleg- an markað. í kynningarbækl- ingnum segir að áætlanir bendi nú til að uppskerutími sé að hefj- ast hjá fyrirtækinu. Fiat Gianni Agnelli, stjórnarformað- ur Fiats, lætur af störfum eftir nokkra mánuði og Cesare Romiti framkvæmdasljóri tekur við sljórn fyrirtækisins samkvæmt tilkynningu í gær. Agnelli kunn- gerði ákvörðunina á fundi í æðstu stjórn Fiats, sem er stærsta iðnfyrirtæki í einkaeign á Ítalíu. SÖLUGENGI DOLLARS ? ____ UTLOND Verðmæti vöruút- og innflutnings jan.- okt. 1994 og 1995 (fob virði í milljónum króna) 1994 jan.-okt. 1995 jan.-okt. % breyting á föstu gengi* Utflutningur alls (fob) Sjávarafurðir Ál Kísiljárn Skip og flugvélar Annað 90.861,8 70.887,7 8.760,9 1.919,5 993,9 8.299J3 94.393,4 69.425,1 9.970,5 2.454.4 2.350.4 10.193,0 V 4,0 -2,0 13.9 28,0 22.9 '-■'íH, Innflutningur alls (fob) Sérstakar fjárfestingarvörur Skip Flugvélar Landsvirkjun Til stóriðju íslenska álfélagið íslenska járnblendifélagið Almennur innflutningur Olía Matvörur og drykkjarvörur Fólksbílar Aðrar neysluvörur Annað BL n K 1994/ '1995 jan.-okt. jan.-okt. 199 jan,- 76.326.3 3.758.6 3.610.8 105,3 42,5 4.535.6 4.032,7 502,9 68.032,1 6.061,7 7.594.9 2.882,8 16.158.3 35.334.4 ^ o/0 Hsreyting á föstu gengi’ jan 79.905,9 2.135.1 1.351,6 736,6 46,9 5.391.3 4.799.8 591,5 76.319.3 5.671.5 8.595.5 3.888.1 17.473.8 40.690.4 10,0 19,0 19,1 17,7 12.3 -6,3 13.3 35,0 8,2 15.3 Vöruskiptajöfnuður 14.535,5 Án viðskipta íslenska álfélagsins 9.807,3 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 11.155,4 * Miðað er'við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 0,1 % lægra í janúar-október 1995 en á sama tíma árið áður. Sjá nánar frétt bls. 2E Heimiid: hagstofa Islands 10.547,7 5.377,0 3,298,8 Undirbúningur hafinn að því að gera upp fortíðarvandann í lífeyrismálum ríkisins Lífeyriskerfið verði samræmt hinu almenna FJARMALARAÐHERRA hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd viðamikilli endurskoðun á öllu líf- eyriskerfi opinberra starfsmanna sem miðar að því að stöðva halla- rekstur kerfisins. „Fjármálaráðherra hefur skipað nefnd sem er ætlað að yfirfara lög um starfsemi lífeyrissjóðanna,“ sagði Steingn'mur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra og formaður nefndar um lífeyrismál í samtali við Morgunblaðið. „Það eiga að vera almenn lög sem ná bæði til almennu lífeyrissjóðanna og líf- eyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Þar fyrir utan ákvað fjármála- ráðherra um síðustu mánaðamót að skipa samráðsnefnd til að yfir- fara lífeyrismál opinberra starfs- manna og þá sérstaklega lögin um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Hann óskaði eftir tilnefningu í þá nefnd frá BSRB, BHM, Félagi hjúkrunarfræðinga og Kennara- sambandinu. Það er gert ráð fyrir því að þessi samráðsnefnd hafi náið samráð við lífeyrisnefndina og verkefnisstjórn menntamálaráðuneytisins sem er að fjalla um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna. Þá hefur fjármálaráðherra sett sér það markmið að lífeyrisskuld- bindingar ríkissjóðs verði færðar til bókar. Annarsvegar verði fortíðin gerð upp. Hins vegar verði gætt að því í framtíðinni að færa til gjalda þá skuldbindingu sem verið er að stofna til á hveijum tíma og gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppsöfnun fortíðarvanda." Steingrímur Ari segir ennfremur að stefnt sé að því að gera opin- beru lífeyrissjóðina sjálfstæða þannig að þeir fái iðgjöld fyrir skuldbindingum sem stofnað er til jafnóðum. Þetta þýði að í stað upp- bótar á útborgaðan lífeyri eins og ríkið greiði núna þurfí að koma hækkun á iðgjaldi. Frelsi til að ráðstafa iðgjöldum „í öðru lagi er stefnt að því að lífeyrissjóðirnir fá frelsi til að ráð- stafa iðgjöldunum og vöxtunum með sama hætti og almennir sjóðir. Núna eru skorður á því hvernig hægt er að ráðstafa fénu. I þriðja lagi er það markmið fjár- málaráðherra að lífeyriskerfi opin- berra starfsmanna verði sambæri- legt lífeyriskerfinu á almenna markaðnum, bæði hvað varðar rétt- indi og skyldur. Núna greiða opin- berir starfsmenn eingöngu iðgjöld af föstum launum en ekki af heild- arlaunum, eins og er orðin reglan á almenna markaðnum. Þessi mál eru komin í ákveðinn farveg og það ýtir ekki síst á eftir mönnum að ákvörðun hefur verið tekin um að flytja rekstur grunn- skólanna yfir til sveitarfélaganna." HJA REKSTRARAÐILUM SEM FJÁRFESTA FYRIR ÁRAMÖT* Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta rekstrinum og nýtt þér heimildir til aukaafskrifta skv. lögum frá Alþingi nr. 147/1994. Hafðu samband og kynntu þér málið. *Ekki má mynda rekstrartap vegna afskriftanna né fresta yflrfærslu rekstrartaps frá fyrri árum. Giitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI fSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavfk. Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsfmi 560 88 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.