Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 E 5 VIÐSKIPTI * ^ Asa Einarsdóttir, er framkvæmdastjórí Samskipa Ltd. í Hull einni stærstu útflutningshöfn Islendinga Ætlum inná * • nyjar brautir ASA Einarsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri í nýju dótturfélagi Sam- skipa, Samskip Ltd., í júlí á þessu ári. Asa hafði verið starfsmaður í hagdeild Samskipa um tveggja ára skeið og þekkti því vel innviði fyrirtækisins en tókst óneitanlega á við nokkuð framandi verkefni í Hull. „Okkur hefur gengið vel hingað til,“ segir Ása. „Auðvitað er margt frábrugðið því sem þekkist á Is- landi og nokkurn tíma hefur tekið að komast inn í hlutina. Við byggj- um á flutningum Samskipa en með opnun skrifstofunnar ætlum við að fara inn á nýjar brautir. Fleiri ný tækifæri en vænst var Raunar höfum við þegar náð að nýta okkur fleiri ný tækifæri en við áttum ekki von á í upp- hafi. Má þar nefna flutninga frá Bretlandi til Norðurlandanna og flutninga héðan til Bandaríkjanna með öðrum aðilum. Við lítum svo á að með því að vera með eigið starfsfólk getum við aflað ákveð- innar þekkingar á markaðnum sem geti skilað sér á íslandi." Humber-svæðið er ein mikil- vægasta útflutningshöfn íslend- inga þar sem sem um 20% af heild- arútflutningsverðmæti okkar fer hér í gegn og er töluvert af íslend- ingum á svæðinu sem tengjast viðskiptum með sjávarafurðir." Fjórar konur á 170 manna fundi Það er fátítt að konur komist til metorða í flutningageiranum hvort sem litið er til Islands eða annarra landa. Ása var því spurð hvemig viðtökur hefðu verið í þessari karlaveröld. „Skömmu eft- ir að ég kom hingað út var mér boðið á hádegisverðarfund með 170 manns frá flutningafyrirtækj- um. Þar voru aðeins fjórar konur. Ég held að ráðning mín hafi þótt litlum tíðindum sæta á ís- landi en hérna kemur hún meira á óvart. Stundum horfa menn á mig þegar ég mæti á fundi og trúa vart sínum eigin augum. Ég kvarta hins vegar ekki-yfir mót- tökunum hér.“ Áhersla á tölvuvæðingu Hjá Samskipum í Hull starfa nú sjö manns en fyrirsjáanlegt er að bæta þurfi við starfsfólki í ná- inni framtíð. Auk Ásu starfar einn íslendingur á skrifstofunni, Krist- ján Pálsson og fimm breskir starfsmenn. „Við munum útvíkka fyrirtækið hægt og bítandi. Pyrstu mánuðina höfum við lagt áherslu á tölvuvæð- ingu. Hjá umboðsmanni okkar hér áður var allt handunnið en núna erum við að taka í notkun nýtt tölvukerfí. Það þarf að breyta vinnubrögðunum og draga úr þeim tíma sem fer í skjalagerðina, þann- ig að meiri tími gefíst til annarra uppbyggjandi verkefna." Ása Einarsdótt- ir og Kristján Pálsson eru hér lengst til hægri á myndinni ásamt bresku starfsfólki Sam- skips Ltd. í Hull í Bretlandi. Þau efndu til mót- töku fyrir helstu við- skiptavini og samstarfsaðila í síðustu viku. ÓSKAf LÍFEYRIR OSKALIFEYRIR - ALVEG EFTIR ÞINUM ÞÓRFUM Óskalífeyrir sameinar fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar og skipu- legan sparnaö. Sameinaba líftryggingarfélagiö starfar á íslandi sem gerir þaö auövelt aö ná til félagsins án milliliöa og öll þjón- usta er innan seilingar. \ Óskalífeyri getur þú m.a. tekið líftryggingu ásamt útborgun vib tiltekinn aldur. í því felst m.a. að: •Umsækjandi ræður heildarinnborgun fyrir líftryggingu og sparnað. Lágmarksupphæð er 3.000 kr. á mánuöi. •Sparnaöur ásamt verbtryggingu og vöxtum er greiddur út í einu lagi á umsömdum tíma. •Útborguð fjárhæð er skattfrjáls. •Félagið ábyrgist lágmarksávöxtun. Árið 1994 var raunávöxtun Óskalífeyris 7,1%. •Látist sá tryggði fyrir umsaminn útborgunardag er líftryggingar- fjárhæðin greidd út auk sparnaöarins. •Innifalinn getur verib réttur til bóta vib skerta starfsorku, svokölluð Afkomutrygging. Bætur eru greiddar mánaðarlega til 60 eba 65 ára aldurs. Dœmi um fólk sem tekur tryggingu 27 ára: Mánaöarlegt ibgjald 10.000 kr. til 65 ára aldurs......................Samtals 4.560.000 kr. Líftrygqinq frá 27 til 65 ára..........F.járhæb á fyrsta ári er 6.000.000 kr. Eingreibsla til 65 ara tryggingar- taka, mibab vib 4% ávöxtun á Karl: 8.959.402 kr. samningstíma...........................Kona: 9.332.260 kr. . : Sameinaba líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík Sími 569 2500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamibstöövarinnar hf. WftlF ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.