Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6
6 E FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hvatningarverðlaun fyrir gæðastarf Hvatningarverðlaun Gæða- stjórnunarfélagsins (GSFÍ) voru veitt í þriðja sinn í síðasta mánuði. Fyrst voru verðlaunin veitt á árinu 1993 í tengslum við umfangsmikið verkefni sem félagið efndi til; Þjóð- arsókn í gæðamálum. Tilgangur félagsins með veitingu Hvatingar- verðlauna er að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði gæðastjórn- unar. Á þessum tíma voru margir rekstraraðilar að stíga fyrstu skref- in í skipulögðu gæðastarfi og félag- inu fannst því við hæfi að veita þeim verðlaun sem skapað hefðu gott fordæmi. Auk þess að verka sem mikilvægur liður í innra starfí félagsins hefur undirbúningur og veiting verðlaunanna vakið athygli á aðferðum gæðastjómunar og átt þátt í að efla almenna gæðavitund. Athygli vakin á því sem vel er gert Víða um heim er vakin athygli á því sem vel er gert í gæðastarfi með alls kyns viðurkenningum til fyrirtækja, einstaklinga og stofn- ana. Verðlaun sem þessi eru ýmist hvatningarverðlaun þar sem stuðst er við tilnefningar ýmissa aðiia (sbr. Hvatningarverðlaun Gæðastjórnun- arfélags íslands). Einnig era víða veitt verðlaun sem byggja á víðtæku sjálfsmati fyrirtækjanna sjálfra þar sem þau meta eigin frammistöðu með því að svara tilteknum spurn- ingum um helstu þætti í rekstrinum. Hlutlausir aðilar fara síðan yfír nið- urstöðumar og veita því fyrirtæki verðlaun sem talið er standa best að gæðastarfí í viðkomandi flokki. Þess má geta að fjallað er um sjálfs- matslíkan GSFÍ í nýjasta blaði fé- lagsins, Dropanum. Tveir flokkar verðlauna íslenskar sjávarafurðir hf. hlutu verðlaunin í flokki fyrirtækja í einkarekstri en Ríkisspítalar í flokki Gæðamál Hvatningarverðlaun Gæðastjómunarfélags íslands hafa nú verið veitt í þriðja sinn o g komu þau að þessu sinni í hlut íslenskra sjávarafurða hf. og Ríkisspítalanna. Magnús Pálsson fjallar hér um tilgang verðlaunanna o g hvemig val fyrirtækja fór fram. fyrirtækja í opinberri þjónustu. Öll fyrirtæki, stofnanir, samtök, skólar, félög eða aðrir rekstraraðilar era mögulegir verðlauna- þegar, hvort sem þeir era félagar í GSFÍ eða ekki. Við endanlega ákvörðun verðlauna- þega var tekið mið af framgöngu í gæða- starfi sl. 1-2 ár. Lýsi hf. hlaut verðlaunin fyrsta árið sem þau voru veitt. Árið 1994 vora þau veitt í tvennu lagi og hlaut Hans Pet- ersen hf. verðlaunin í flokki fyrir- tækja í einkarekstri en Iðntækni- stofnun í flokki fyrirtækja í opin- berri þjónustu. 124 tilnefningar Þeir sem að þessu verkefni stóðu fyrir hönd Gæðastjómunarfélagsins hafa frá því verðlaunin vora veitt í fyrsta skipti velt sömu spurningun- um fyrir sér. * Hver er tilgangurinn með Hvatn- ingarverðlaunum sem þessum? * Hvað er verið að verðlauna? * Hveijir era hæfir til að benda á verðlauna- þega? * Hvað á að miða við? Sú leið var farin nú að efna til skoðana- könnunar meðal félaga Gæðastjórnunarfé- lagsins í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskólans. Félags- menn vora beðnir um að benda á verðuga verðlaunaþega og rökstyðja jafnframt tilnefningar sínar. Úr- tak 200 félagsmanna var tekið úr félagaskrá og viðtöl vora tekin í síma. Óskað var eftir að félagsmenn hefðu þá 9 þætti í huga sem skipta sköpum í gæðastarfi er þeir rökstuddu til- nefningar sínar. (Sjá yfirlit þessara þátta í rammagrein.) Alls voru til- nefnd 76 fyrirtæki og stofnanir í einkarekstri og 48 í opinberri þjón- ustu, eða samtals 124 tilnefningar. Það er umtalsverð aukning frá síð- asta ári en þá voru þær 66. Ber það vott um þá vaxandi áherslu á gæðastjórnun sem átt hefur sér stað undanfarin ár hér á landi og Magnús Pálsson GÆÐASTJÓRNUMARFÉLAe liLAHDS er það mikið gleðiefni að íslensk fyrirtæki tileinki sér í vaxandi mæli þá stjórnunarhætti sem af mörgum eru taldir duga best í nú- tíma rekstri. Fyrirtækin heimsótt Eftir að niðurstöður könnunar- innar lágu fyrir var óskað eftir að forsvarsmenn þeirra tveggja fyrir- tækja í hvorum flokki sem flestar tilnefningar hlutu tækju saman greinargerð um uppbyggingu gæðastarfsins. Eftir að dómnefnd hafði farið yfir þessar greinargerð- ir var nánari upplýsinga aflað með viðtölum við forsvarsmenn þeirra og starfsfólk í þeim tilgangi að kanna trúverðugleika tilnefning- anna. Undirbúningsnefnd - dómnefnd Undirbúningsnefnd GSFÍ sá um undirbúning að veitingu Hvatning- arverðlaunanna í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins, Arn- eyju Einarsdóttur. Nefndina skip- uðu: Magnús Pálsson, formaður, Páll Þorsteinsson og Pétur Maack. Dómnefnd skipuðu: Ólafur Davíðs- son formaður, Davíð Lúðvíksson, Elín Agnarsdóttir, Hallgrímur Jón- asson, Kjartan Kárason og Svein- björn Björnsson. Höfundur er rekstrarráðgjafi og félagi í Gæðastjórnunarfélagi ís- lands og var formaður undirbún- ingsnefndar Hvatningarverð- launa Gæðastjórnunarfélagsins. Odýr alnets kubbur kynntur Milipitas, Kaliforníu. Reuter. LSI Logic fyrirtækið í Kalifor- níu hefur skýrt frá því að það muni kynna hönnun á kubbi, sem geti gert notendum ódýrra tölva kleift að lítast um í alnetinu. Fyrirtækið segir að hönnun geti hafizt nú þegar og hægt verði að hefja umfangsmikla framleiðslu nokkrum vikum eftir að hönnun ljúki. Sagt er að kubburinn eigi ekki að þurfa að kosta meira en 50 dollara og að verðið geti ef til vill orðið lægra. LSI segir að fyrir hendi sé öll nauðsynleg tækniþekking til að útbúa alnetskerfi fyrir innan við 500 dollara. Búnaður sá sem nú þarf til að tengjast alnetinu kostar um 1500 doll- ara. Með LSI kubbnum og minn- iskubbi að auki yrði lagður grundvöllur að alnetsbúnaði sem gæti miðazt við að sjón- varpstæki yrði notað fyrir skjá. LSI kveðst eiga í viðræðum við nokkra viðskiptavini, en enn sem komið er hafi enginn fengizt til að framleiða búnað er byggist á alnetskubbnum. UNDANFARIÐ hefur far- ið fram mikil umræða í fjölmiðlum um örygg- isþjónustu. Þar hefur mest borið á deilum Securitas hf. og Vaktar 24. Önnur fyrirtæki hafa lítillega dregist inn í þá um- ræðu, þar á meðal Öryggisþjónust- an hf. Tilefni þessarar greinar eru óvönduð ummæli höfð eftir Hann- esi Guðmundssyni framkvæmda- stjóra Securitas í viðskiptablaði cMbl. 23. nóvember sl. Vera má að ummælin hafí fallið í sárindum vegna niðurstöðu í kæru Öryggis- þjónustunnar hf. og annarra ör- yggisfyrirtækja til Samkeppnis- stofnunar úm hvernig standa átti að neyðarsímsvörun 112. I niður- stöðu Samkeppnisstofnunar er m.a. vakin athygli á óeðlilegu sam- starfí fyrirtækjanna Securitas hf., Vara hf. og Sívaka hf. Reyndar höfðum við áður bent á að hugsan- lega væri um meira en óeðlilega samvinnu að ræða. Öryggisþjón- ustan hf. hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kannað verði hvort eignaraðild allra fyrir- tækjanna þriggja sé á sömu hendi. Því ef svo er, þá er full ástæða til að óttast fákeppni á markaðin- um. Okkur er ekki kunnugt um hvernig dómsmálaráðherra stóð að þeirri könnun eða hver niður- staðan varð. Eftir Hannesi er haft að hann gefí ekki mikið fyrir öryggissjón- armiðin hjá Öryggisþjónustunni hf. og yakt 24. Hann finnur að því að Öryggisþjónustan hf. noti bílstjóra Greiðabíla í öryggisvörslu • # Oryggismál á villigötum Sjónarhorn Hræringar á sviði öryggisþjónustu hafa upp á síðkastið leitt af sér miklar umræður um gildi hennar. Sigurður Þorsteinsson telur ómaklega hafa verið að fyrirtæki sínu, Örygg- isþjónustunni hf. vegið í þeirri umræðu. og að Vakt 24 noti bílstjóra af Hreyfli. Við erum ekki sáttir við að samasemmerki sé sett við vaktfyrir- komulag Öryggisþjón- ustunnar hf. og Vakt- ar 24. Öryggisþjónustan hf. hefur hvort tveggja það fyrir- komulag sem Securit- as notar, þ.e. eigin öryggisverði sem fara ávallt á staðinn, og samstarf við bílstjóra Greiðabíla 3x67, til Sigurður Þorsteinsson að tryggja viðbragðs- flýti og auka öryggi viðskiptavina okkar. Bílstjórarnir sem fara á staðinn aðstoða ör- yggisverðina ef með þarf. Vaktfyrirkomu- lag Öryggisþjón- ustunnar hf. er því einfaldlega betra en það sem tíðkast hjá öðrum. Hannes gefur í skyn að bílstjórar Greiðabíla séu ekki líkamlega færir um að gegna öryggis- SPURNINGAR sem lagðar voru fyrir stjórnendur þeirra fyrirtækja sem full- trúar dómnefndar heim- sóttu tengjast 9 þáttum í rekstrinum: Forysta. Hvað leggur fyr- irtækið áherslu á til að ná þeim markmiðum sem keppt er að, sbr. fordæmi stjórn- enda, stöðugt umbótastarf, og hvatningu? Stefnumörkun. Hvaða stefnu hefur fyrirtækið í gæðamálum, hversu sýnileg er hún og hvernig er endur- skoðun hennar háttað? Starfsmannastjórnun. Hvaða aðferðum beitir fyrirtækið við starfsmanna- stjórnun, t.d. varðandi nýr- áðningar, starfslýsingar, þjálfun og þátttöku í um- bótastarfi? Aðföng, upplýsingar og tækni. Hvað gerir fyrirtæk- ið til að nýta aðföng, tryggja upplýsingamiðlun, t.d. til birgja, og að hagnýta tækni? Ferli. Hvaða aðferðum er beitt til að tryggja að varan eða þjónustan standist kröf- ur viðskiptavina á hinum ýmsu stigum í framleiðslu- eða þjónustuferlinu? Ánægja viðskiptavina.- Hvaða gerir fyrirtækið til að afla upplýsinga og meta væntingar, vandamál og kvartanir viðskiptavina? Ánægja starfsmanna. Hvað einkennir stjórnun- arstíl stjórnenda fyrirtækis- ins og hvernig leggja þeir grunninn að áhuga og ánægju samstarfsfólks? Áhrif á þjóðfélagið. Hvað gerir fyrirtækið til að stuðla að bættum lífsgæðum, betra umhverfi og/eða varðveislu auðlinda? Rekstrarárangur. Hefur fyrirtækið náð þeim árangri sem stefnt var að, t.d. í fjár- málum, markaðsmálum, framleiðslu og þjónustu? gæslu. Hvað varðar sendibílstjór- ana þá eru þeir vegna eðlis starfs síns sennilega sú stétt manna á íslandi sem eru hvað best á sig komnir. Aðrar dylgjur Hannesar, s.s. að meðferð lykla sé ófull- nægjandi og að öryggisverðir okkar séu ekki með hreint saka- vottorð, eru vart svaraverðar og þær ekki framkvæmdastjóra Securitas sæmandi. Við vonumst til að samskipti öryggisfyrirtækj- anna verði á hærra plani í fram- tíðinni. Auk þess að Öryggisþjónustan hf. er í fararbroddi hvað vöktun snertir þá selur fyrirtækið ein- göngu mjög vandaðan tækjabúnað s.s. innbrotaviðvörunarkerfi, branaviðvörunarkerfí, myndavéla- kerfí og aðgangskortakerfi. Hér er um að ræða búnað í fremstu röð, sem hefur hlotið fjölda alþjóð- legra verðlauna. Öll tæknimál fyrirtækisins eru í höndum rafmagnsverkfræðings. Framundan era miklar breyt- ingar á öryggismarkaðinum. Með tilkomu neyðarlínu 112 er stigið stórt skref til bætts öryggis lands- manna. Það er því mikilvægt að vel sé að þessu fyrirtæki staðið og það hafið yfir gagnrýni. Örygg- isþjónustunni hf. stendur til boða þátttaka í Neyðarlínunni. Verði niðurstaðan sú að Öryggisþjónust- an fari í það samstarf, þá væntum við þess að samstarf okkar við Securitas hf. verði á heilbrigðum grundvelli. Höfundur er framkvæmdastjóri Öryggisþjónustunnar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.