Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 1
í '^^^""^^^ Jfát&mXMltfb PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR14. DESEMBER1995 Huldukonur í íslenskri myndlist Undir lok síðustu ald- ar hélt hátt á annan tug ungra kvenna frá íslandi til myndlist- arnáms í Kaup- mannahöfn. Aðstœður þessara kvenna, sem allar voru sprottnar úr efri stétt þjóðfélags- ins, voru hinar ákjós- anlegustu. Þegar konur þessar sneru heim að námi loknu, giftust og stofnuðu fjölskyldur, urðu þœr að leggja list sína á hilluna, þar sem ríkjandi hugmyndir um stöðu giftra kvenna samrœmdust ekki hlutverki listakonunnar. A síð- ustu áratugum hafa fjölmargar myndir þessara kvenna verið dregnar fram í dagsljósið, sumar hverjar eftir nœr 100 ár í rykföllnum geymslum. I myndinni, sem Sjón- varpið sýnir kl. 20.35 á sunnudagskvöld, er fjallað um fjórar af þessum konum, það umhverfi sem þœr voru sprottnar úr, lífshlaup þeirra og listsköpun. Þœr eru: Þóra Pétursdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Kristín Vídalin og Kristín Þorláksdóttir. Handrit myndarinnar er eftir Hrafn- hildi Schram, Ólafur Rögnvaldsson stjórnaði upptökum og framleiðandi er Ax hf - Kvikmyndafélag. ? GEYMIÐ BLAÐIÐ VIKAN 15. DESEMBER - 21. DESEMBER •-,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.