Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 5

Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 F 5 LAUGARDAGUR 16/12 MYNDBÖIVID Sæbjöm Valdimarsson HÁLFBAKAÐUR SÝNDARVERU- LEIKI VÍSINDASKÁLDSKAPUR Framtíðarógn (Future Shock) * * Leikstjóri Eric Parkinson. Aðal- leikendur Vivian Schilling, Mart- in Kove, Brion James, Bill Pax- ton. Bandarísk. Paradise Pictur- es 1994. Bergvík 1995. Tími 93 min. Aldurstakmark 16 ára. Geðlæknirinn Langdon hyggst nýta sér nýja tölvutækni — sýndarveruleika - til að komast að veilum sjúkl- inga sinna, en allt fer í handa- skolum. Svo sem ekki neitt stór- virki en notalega áhorfanleg B-mynd, gerð sam- kvæmt vel nýttri og slitseigri upp- skrift. Ekki illa gerð B-mynd sem Erik Parkinson leikstýrir af nokk- urri kostgæfni. Hann gæti náð lengra. Þá prýða myndina úrvals ruslmyndaleikarar einsog Brion James og hér gefur einnig að líta Bill Paxton (Apollo 13), sem gerði garðinn ófrægan í urmul lélegra mynda áður en frægðin sótti hann heim. Ef þið hafið ánægju af ósvik- inni vísindahrollvekju í B-dúr, þá er þetta myndin. EINIM VAR Á REIÐ UM ÓTTUSKEIÐ SPENNUMYND Nátthrafninn (Midnight Man) k Leikstjóri John Weidner. Hand- ritshöfundur J.B. Lawrence. Að- alleikendur Lorenzo Lamas, James Lew Mako, James Shigeta. Bandarísk. Mark Damon 1994. Myndform 1995. Tími 90 mín. Aldurstakmark 16 ára. John Kang (Lamas) er áflogahundur af guðs náðenjafn- framt drengur góður. Hann er því fenginn til liðs við lögregl- una er hún þarf a ð klófesta aust- urlenska óbótam enn. Svosemekke ret verri né b etri en tugir slíkra mynda, sem ekki er nokkur lífsins leið að skilja hve ija frá annarri í minningunni. Piltu rinn Lamas er kominn af vel metn um Hollywoodpersónum, er ka ttliðugur skratti en hefur annars lítið til brunns að bera. NÁTTÚRULAUS KYNLÍFS- KLÚBBUR GAMANMYND Kynlífsklúbbur í Paradís (Exit to Paradise)'h Leikstjóri Garry Marshall. Aðal- leikendur Dan Aykroyd, Dana Delaney, Rosie O’Donnell, Paul Mercurio, Iman, Stuart Wilson. Bandarísk. Tími 109 mín. Aldurs- takmark 16 ára. „Skrattinn fór að skapa kött“, þessar ágætu ljóðlínur koma umsvifalaust . uppí hugann eft- ir að hafa upplif- að sýningu á Kynlífsklúbbi í Paradís, sem sannar það m.a. að Bandaríkja- menn eru ekki enn þeim kostum búnir sem til þarf að gera almenni- lega kynlífskómedíu. I þeim efnum snúum við okkur áfram til Frakka, Breta og Úle Sötoft, eða hvað hann nú aftur heitir, sá danski rúm- stokksserðir. Hann var fyndinn. Marshall, sem gert hefur Pretty Woman og aðrar ágætar gaman- myndir, rennur hér á bruni á botn- inn. Þrátt fyrir umtalsverða reynslu og virðingu, úrvals tæknimenn og leikara í hveiju horni, er útkoman afskapleg mistök. Vita náttúrulaus farsi sem á víst að vera djörf kyn- lífskómedía, tekur á mörgum, vel- þekktum „tabúum“ í Amerískri kvikmyndagerð - en með handar- bökunum. Það er ekki eitt heldur allt sem bregst hjá Marshall og félögum. Fyrir það fyrsta er handritið nánast gjörsneytt allri krassandi gaman- semi og allar tilraunir höfundar til að vera frakkur og skotviss fara út um þúfur. Myndin snýst un dem- antasmyglarann Wilson og tvo lög- reglumenn (O’Donnell og Aykroyd), sem eru sendir til ástaklúbbs á paradísareyju í Karíbahafinu til að afhjúpa kauða. Eini ljósi punkturinn er hin gull- fallega Dana Delaney sem hefur ekki aðeins af glæstu útliti að státa heldur ágætum leikhæfileikum. En hvorki líkamsburðir né andlegar gáfur konunnar ná að bjarga neinu umtalsverðu svo menn ættu að halda sig í hæfílegri fjarlægð frá þessum sólbökuðu, straumlínulög- uðu ósköpum. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Brúðkaup Muriel (Muriel’s Wedding) kkk Muriel er ekki hin dæmigerða aðal- persóna ^víta tjaldsins, heldur ófyndin, luraleg og fávís þorps- stelpa. En Brúðkaup Muriel er heldur ekkert venjuleg mynd héld- ur bráðhress, áströlsk tragikóme- día um ólánlega stúlku sem berst gegn umhverfinu á sinn eigin máta - og verður nokkuð ágengt. Mikið er lagt uppúr hversu myndin er fyndin, sem hún vissulega er, eri hún virkar ekki síður sem trega- fullt drama. Toni Collette er maka- laus í aðalhlutverkinu og P.J. Hog- an er einn sá nýjasti í langri röð ástralskra leikstjóra sem unnið hafa hug manna um alla heims- byggðina. Siggi Hall bankar upp á hjá húsmæðrum í Aðaldal. íslensk sveitajól m 20.45 ►Matreiðsla Sigurður L. Hall leggur land undir fót í þættinum sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld og bankar upp á hjá myndarlegum húsmæðrum í Aðal- dalnum. Þær Jóhanna, Sigríður, Halla og Áslaug bjóða gestin- um í bæinn og leyfa okkur að fylgjast með jólaundirbúningn- um. Þarna gefst kjörið tækifæri til að gægjast inn á íslenskt bóndaheimili þar sem jólahefðimar eru í hávegum hafðar. Fjölskyldan kemur saman og bakar laufabrauð, eldar ijúpur að þingeyskum sið og hugar að frægasta hangikjöti á ís- landi. Já, hróður þingeyska hangikjötsins hefur borist víða en samviskuspurning þáttarins er hvort þessi íslenski þjóðar- réttur sé ef til vill allt annar en hann var fyrir nokkrum tugum ára. Á það hangikjöt sem við borðum í dag eitthvað skylt við hangiketið sem forfeður okkar snæddu? Dagskrár- gerð er í höndum Þórs Freyssonar. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Algjör jólasveinn k k'h Ekta jólamynd fyrir alla fjölskyld- una. Leysir ráðgátuna um jólasvein- inn. Gamanleikarinn Tim Allen er sem sniðinn í hlutverkið. „Dangerous Minds“ kk'/i Michelle Pfeiffer leikur nýjan kenn- ara í fátækraskóla sem vinnur baldna nemendur á sitt band með ljóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Brýrnar í Madisonsýslu kkk Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Miðaldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. BÍÓHÖLLIN Sýningarstúlkur k Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning og klúryrði vaða uppi og sagan er lap- þunn og leikurinn slappur. Benjamín dúfa kkk'/i Einstaklega vel heppnuð bíóútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og félaga. Strákarnir ungu í riddara- reglunni standa sig frábærlega og myndin er hin besta skemmtun fyr- ir alla fjölskylduna. Boðflennan kk Grallaraleg gamanmynd um svert- ingja sem treður sér inn á fjöl- skyldu í úthverfi og veldur miklum usla. Sinbad og Phil Hartman halda uppi Ijörinu. Hundalíf kkk Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Nautn k * Popptónlist, léttúð og áhyggjuleysi setur mark sitt á skemmtilega stutt- mynd um helgarsport æskufólks. Daniel Ágúst og Emiliana Torrini eru flott í aðalhlutverkunum. Klikkuð ást k k Andleg vanheilsa setur strik í reikn- inginn í vegamynd um unga elsk- endur í leit að hamingjunni. HÁSKÓLABÍÓ Saklausar lygar k'A Breskur lögreglumaður rannsakar dularfullt morðmál í Frakklandi. Óttalega óspennandi og oft óskilj- anleg spennumynd um systkina- kærleik og siðferðilega úrkynjun. „Jade“ ** Spennumynd sem hefur alla hefð- bunda þætti Eszterhaz-handrita og kemur því ekki á óvart. Leikstjórn William Friedkins þó prýðileg og leikurinn ágætur. Fyrir regnið * * * * Frábær mynd sem spinnur örlaga- vef persóna og atburða í sláandi stríðsádeilu og minnir á hvers er ætlast til af okkur hvar og hver sem við erum. Að lifa * * k'A Enn eitt listaverkið frá Zhang Yimou og Gong Li fjallar um djöful- skap ómennskra stjómvalda og endalaus áföll saklausra borgara. Lætur engan ósnortinn. Glórulaus ** Alicia Silverstone bjargar annars fáfengilegri unglingamynd frá glöt- un með góðum leik og Lólítu- sjarma. Ætti að vera bönnuð eldri en 16 ára. Apollo 13 **** Stórkostleg bíómynd um misheppn- aða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leik- hópi. Sannarlega ein af bestu mynd- um ársins. LAUGARÁSBÍÓ Feigðarboð * Einkar viðburðarsnauð en kynferð- islega hlaðin sálfræðileg spennu- mynd sem býður upp á óvænt en lítt greindarleg endalok. Hættuleg tegund * k'A Spennandi og vel gerð blanda af hrylling og vísindum heldur fínum dampi fram á lokamínútumar. Góð afþreying. REGNBOGINN Handan Rangoon *** Spennandi og vel gerð mynd John Boormans um ástandið í Burma. Ung bandarísk kona leiðist inn í átök lýðræðissinna gegn herfor- ingjastjórninni árið 1988 þegar landið rambaði á barmi borgara- styijaldar. Krakkar kkk'A Einstök, opinská mynd um vágest- inn eyðni, eiturlyf og afbrot meðal unglinga á glapstigum í New York. Að yfirlögðu ráði * k'A Hrottafengin og óþægileg sann- söguleg mynd um illa meðferð fanga í Alcatraz og hvernig ungur lögfræðingur berst gegn ofurefli til að fá hið sanna í ljós. Kevin Bacon er góður sem bæklaður fangi. Frelsishetjan * * k'A Gibson er garpslegur að vanda í hlutverki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasenum) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. SAGABÍÓ Algjör jólasveinn (sjá Bíóborg- ina) „Dangerous Minds" (sjá Bíó- borgina) STJÖRNUBÍÓ „Desperado“ * k'A Hollywood-útgáfa Farandsöngvar- ans hefur litlu við að bæta öðru en frábærri hljóðrás. Antonio Bande- ras er ábúðamikill sem skotglaði farandsöngvarinn. Benjamín dúfa * * k'A Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvikmyndaútgáfa sög- unnar um Benjamín dúfu og félaga. Strákarnir ungu í riddarareglunni eru frábærir í hlutverkum sínum og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Tár úr steini kkk'A Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögpi Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans, frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimsstyij- aldarinnar síðari. Þegar best lætur upphefst Tár úr steini í hreinrækt- aða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í íslenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skap- að. Erlendur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.