Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 12
12 F FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Spæjarinn margfrægi James Bond snýr aftur eftir sex ára hlé í mynd- inni Goldeneye. Dagur Gunnarsson segir frá myndinni nýju. HANN er kominn aftur, njósnarinn frægi í leyni- þjónustu drottningar- innar, nafnið er Bond og númerið er 007. Hetjuleg ævin- týri njósnarans snjalla eru komin á skrið á ný, eftir að Timothy Dalton hengdi upp byssuhulstrið með Walt- er PPK fyrir sex árum eftir Licence To Kill. Allir virðast eiga sér sinn uppáhalds leikara í hlutverki núlln- úllsjö, hver kynslóð á sitt uppáhald þó að Sean Connery hafi óneitan- lega mikið forskot, þar sem hann var fýrstu í röðinni og erfítt að feta í fótspor hans. Roger Moore lék aðallega á glensið og menn skemmtu sér konunglega að stráks- legri kímni Bonds þó að mörgum finnist að það hafí verið dulítil svik við sköpunarverk Ian Flemings að gera. hálfgerðan trúð úr hetjunni. Timothy Dalton náði aldrei al- mennilega að sanna sig sem Bond. Fæstir muna eftir George Lazenby sem lék í einni mynd (On Her Majes- ty’s Secret Service 1969) og hvarf sporlaust eftir það. Nýi Bond er Pierce Brosnan, sannarlega enginn trúður og tekur hlutverkið alvarlega. Þó að nokkrir brandarar fái að fjúka þá eru það oftast verkin sem eru látin tala. Goldeneye er gerð eftir hinni hefð- bundnu Bond formúlu, það eru fal- legar konur, hraðskreiðir bílar, spila- vítið, hinn illi (rússneski) andstæð- ingur sem vill ná heimsyfírráðum með nýju djöfullegu hátæknivopni, ótrúlegar tæknibrellur og nýjustu græjur leyniþjónustunnar sem koma að góðum notum þegar Bond er kominn í ill-leysanlega klípu. Bond er sígild hetja sem hefur ekki breyst að neinu leyti frá upp- hafi, þó er það eðli mjmdanna að vera alltaf nokkrum skrefum á und- an samtímanum bæði með nýjustu tækni mögulega og ómögulega, og í fatatísku Bond-stúlknanna. Bond sjálfur er eins sígildur og mögulegt er (nema að hann er hættur að reykja), þó hafa aldrei verið jafn- margar sprengingar og ofsafengin spennuatriði í nokkurri Bond-mynd og Goldeneye, það þarf alltaf að gera betur en síðast. Goldeneye fylg- ir samtímanum og breyttri heims- mynd vel eftir og er jafnframt troð- full af tilvitnunum í fyrri Bond- myndir, eða eins og leikstjórinn Martin Campell segin „Það er til að minna áhorfendur á hver Bond er og hvaðan hann kemur, og líka til að kynna hann fýrir nýrri kyn- slóð, sérstaklega þar sem það eru liðin nokkur ár síðan síðasta mynd kom út.“ Campell sagði að Golde- neye hefði aðallega verið erfíð og flókin í gerð, því að það hefðu verið svo mörg tökulið út um allan heim, og að öll skipulagning hefði verið þung í vöfum, bara það að sjá til þess að allir búningamir væru í réttu landi á réttum tíma var flókið! „Þetta var í fyrsta skipti sem Bond fer opinberlega til Rússlands, þó að hann hafi náttúrulega oft komið þangað óboðinn. Það var mjög erfítt að fá Ieyfi yfírvalda til að flytja heilan skriðdreka til Sankti Péturs- borgar til að kvikmynda eltingaleik- inn. Fyrst þurftum við að sannfæra Rússa um að fallbyssan væri óvirk og að biyndrekinn væri vopnlaus, og svo þurftum við að útskýra allt púðrið og „flugeldana" sem þurfti í allar sprengingamar í atriðinu." Ég heiti Bond, James Bond Bond kynnir sig með þeim frægu orðum: „Ég heitir Bond, James Bond,“ biður um: „Martíní, hristan en ekki hrærðan,“ klæðist smóking og ekur um á Aston Martin PB5 sem skýtur út farþegasætinu ef maður ýtir inn sígarettukveikjaran- um (síðar í myndinni hendist hann um á BMW Z3 með innbyggðum stýriflaugum o.fl.). Aðspurður sagði Bond, James Bond ENGIN Bond mynd er fuilkomin án æsilegra ástaratriða, en í Goldeneye er „Bond-stúlkan“ Izabella Scorupco. Brosnan að það hefði ekki verið auðvelt að fara með þessa frægu línu; „Ég heiti Bond, James Bond,“ þetta væri svona álíka frægt og „að vera eða ekki vera, þar liggur ef- inn,“ en það þyrfti bara að segja þetta eins og hverja aðra setningu, „þetta er bara maður sem er að kynna sig fyrir fallegri konu. Að vísu kom þessi setning eftir þriggja daga tökur í spilavítinu klukkan korter í eitt, það voru allir að bíða eftir að komast í mat klukkan eitt, það var ekki bara tökuliðið, heldur líka 250 aukaleikarar sem söfnuð- ust allir saman til að fylgjast með þegar farið var í nærmynd af mér fyrir þessa frægu „Bond-línu“ og það var ekki um annað að ræða en að drífa þetta af.“ Brosnan er af írsku bergi brotinn og sagði blaðamönnum að sér þætti það skemmtileg kaldhæðni örlag- anna að hér væri hann, Irinn, að leika hinn fullkomna enska „gentle- man“ og að sér þætti það ekkert leiðinleg tilviljun. Pierce Brosnan virðist vera eins og sniðinn fyrir hlutverkið, enda hefur hann veri orðaður við það áður, en var þá samningsbundinn í sjónvarpsþáttaröðinni Remington Steele hjá NBC, þannig að Timothy Dalton hreppti hnossið í það skipt- ið. Síðan varð bið í sex ár vegna lagadeilna um það hver ætti réttinn til að framleiða myndirnar, en nú þegar boltinn er farinn að rúlla á ný eða öllu heldur kúlurnar farnar að fljúga, þá er það Brosnan sem fer í smókinginn og bjargar heimin- um eina ferðina enn. „Q“ er á sínum stað Allar kunnuglegu aukapersón- urnar eru á sínum stað, Miss Mo- neypenny sem hingað til hefur dæst á eftir hinni karlmannlegu hetju er orðin aðeins meðvitaðri um hvað kynferðisleg áreitni á vinnu- stað þýðir, og „M“ er Ieikin af konu í þetta skiptið, Judy Dench, sem virðist njóta þess út í ystu æsar að vera yfírmaður leyniþjónustunnar og að geta skipað Bond fyrir verk- um. Það virðist líka vera vel við hæfí þar sem nú í fyrsta skipti í sögunni hefur hin raunverulega breska leyniþjónusta MI6 opinber- lega viðurkennt tilvist sína, og að það er kona sem er yfirmaður henn- ar, Stella Remington. Hvort að „Q“ á sér tvífara í raunveruleikanum er svo annað mál, en hann er með í Goldeneye og það er sami leikar- inn og hefur alltaf leikið „Q“, Des- mond Llewelyn, hann hefur ieikið í öllum Bondö-mynundum nema Dr. No og Live and Let Die. Það hefur alltaf verið partur af spennunni við að fara á nýja Bond-mynd, að sjá hvaða græjur og grín „Q“ komi með í sínu atriði. Illmennin eru nokkur, en framan- af hefur Famke Jansen yfírhöndina sem erkiskúrkurinn Xenia Onatopp, hennar helsta brella er að hrygg- brjóta andstæðinga sína í bókstaf- legri merkinu milli sterkra læranna, eftir að hafa tælt þá til fangbragða við sig. Onatopp er líka leikin á flest gereyðingarvopn, allt frá vélbyssum og upp í orrustuþyrlur af nýjustu gerð og virðist hafa ónáttúrulega MöRG tökulið þurfti út um allan heim. nautn af því að murka lífið úr fólki, sem sagt verðugur andstæðingur spæjara í þjónustu krúnunnar. Famke Jansen er hollensk leikkona en búsett í Bandaríkjunum, hún sagðist sjálf hafa haft mest gaman af kappakstursatriðinu, þar sem hún brunar um hæðirnar fyrir ofan Mónakó í eldrauðum Ferrari í kapp við Bond sem ekur sínum gamla Aston Martin. „Kappaksturinn var auðveldur, það var ekki mikil áreynsla að sitja bara í bílnum og þykjast keyra hann en það var eitt- hvað svo innilega dæmigert fyrir Bond-mynd.“ Famke Jansen segist vera kven- réttindakona og hefur jafnframt því ekkert á móti því að fólk kalli hana „Bond-stúlku“, „... því ég er leik- kona, og ég sé ekkert að því að leika kynbombu sem er með sömu greindarvísitölu og skónúmer, það eru til svona konur í raunveruleik- anum, hjá því verður ekki komist og því má þá ekki leika þær í bíó- myndum?“ Stolt af því að vera „Bond-stúlka“ Hin eiginlega Bond stúlka í Goldeneye er Izabella Scorupco sem er í hlutverki Natalyu Simonovu, rússnesks tölvuforritara sem óvænt er kastað inn í hringiðu svika og pretta í leitinni að „Goldeneye" gervihnettinum. „Ég er stolt af því að vera „Bond-stúlka“; þó að Nat- alya verði ástfangin af Bond og að hún sé að mörgu leyti eins og allar hinar „Bond-stúlkumar“, þá er munur á Goldeneye að því leyti að Natalya er sjálfstæðari en forverar hennar, og þau Bond eru meira eins og samhent tvíeyki. Án aðstoðar Natalyu gæti Bond ekki lokið ætl- unarverki sínu í myndinni, hún er sjálfstæð og gáfuð og gerir ekki alltaf eins og henni er sagt, sem kemur sér stundum vel fyrir Bond.“ - Fæstar Bond-stúlkurnar hafa sést aftur eftir hlutverk sitt í Bond- myndunum, hugsaðirðu út í þá áhættu þegar þú tókst hlutverkið, trúir þú á líf eftir Bond? „Auðvitað hugsaði ég út í þá áhættu, en ég gat bara ekki afþakk- að boð um að verða_ partur af goð- sögninni um Bond. Ég var hrifín af hlutverkinu og mig langaði bara að reyna að gera Natalyu eins mennska og hægt væri. Ég hef verið spurð hvort ég hefði ekki frekar viljað leika „vondu stelpuna“, sem er ofsafengin mlla og auðvelt að gera hana eftir- minnilega, fólk man frekar eftir því sem illmennið aðhefst, en mér fannst það ekki henta mér, ég leit á mitt hlutverk sem meiri áskorun fyrir mig sem leikkonu." Framleiðandi Goldeneye er Mich- ael G. Wilson, hann sagði að það kæmi sér einmitt vel fyrir Bond- myndimar að Sovétríkin hefðu leyst upp í frumparta sína: „Eftir að við kláruðum sjálfar sögurnar sem Ian Fleming skrifaði var orðið erfítt að fínna fleiri söguþræði sem byggðust á átökum stórveldanna tveggja með Bretland í miðjunni, núna stafar hættan af því öngþveiti sem ríkir í smáríkjunum sem tilheyrðu Sovét- ríkjunum, það er lítil sem engin stjórn á hver ræður yfir gereyðing- arvopnum og hver ekki og þar af leiðandi nóg að gera fyrir 007.“ Næsta Bond mynd er í bígerð, leikstjórinn Martin Campell sagði að það væri alveg eins líklegt að þeir myndu fínna tökustaðinn fyrst og spinna síðan eitthvað í kringum hann. í View to a Kill var eitt atrið- ið tekið við Jökulsárlón, er hugsan- legt að næsta mynd verði tekin á íslandi? „Kannski ekki heil mynd, en það mætti alveg hugsa sér að það yrði tekið upp eitt atriði eða svo á íslandi. Reyndar var svo svakalega kalt þama og umhverfíð svo stór- hættulegt að ég veit ekki hvort við myndum treysta Bond þangað aft- ur. Síðast vomm við á risastóram ísjaka úti í lóninu með helling af græjum, þegar einhver æpti skyndi- lega á okkur og við tókum til fót- anna og rétt sluppum áður en jakinn sporðreistist og tók með sér slatta af útbúnaðinum okkar,“ sagði Michael G. Wil- son framleið- andi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.