Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 1
C-L- FOSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 UMSÆKJENDUR um aðstöðu þurfa að hafa handverk sem aðalatvinnu. Morgunblaðið/Ásdís ÚR stofu á velbúnu heimili um 1930. Jólatréð er frá 1927, úr búi Brynhildar Magnúsdóttur og Björns Bjarnasonar, for- manns Iðju. Skrautið hefur sjaldan eða aldrei verið tekið af trénu heldur nýju bætt við. Borðljósin eru úr eigu Þóru Borg leikkonu. Þau er frá fyrstu dögum raflýsingar á Islandi en af verndunarsjónarmiðum er ekki hægt að tendra þau. Handverk og kaffi í verkmiðstöð í Reykjavík „MEININGIN er að þegar fólk ætlar að kaupa han^verk þá hugsi það um Þing- holtsstræti '5,“ segir Sigurður Helgason, markaðsráðgjafi hjá Atvinnu- og ferða- málastofu Reykjavíkurborgar, en nýlega var auglýst eftir leigjendum í nýja verkmið- stöð Reykvíkinga í Þingholtsstræti 5. Þar eru nú þegar til húsa Smíðagalleri, Bonni ljósmyndari, Spaksmannsspjarir, Grafíkfé- lagið Áfram veginn, tréútskurðarverkstæði og Antikmálun. Eiríkur Rafn Magnússon, eigandi Smíðagallerísins og einn eigenda hússins, segir að byijað hafi verið að undirbúa verkmiðstöðina fyrir um einu og hálfu ári. Sjálfur hefur hann rekið Smíðagalleríið í sex ár og þar af í kjallara hússins í eitt pg hálft ár. „Tækifærið kom þegar rekstur Isafoldarprentsmiðju, sem áður var hér til húsa, var seldur,“ segir Eiríkur. „Reykja- víkurborg kom síðan inn í verkefnið og eftir það gátum við haldið okkar striki og eingöngu haft handverk hér.“ -'U V Markmiðið er að sem fjölbreytt- V\ ust starfsemi verði í húsinu og að ___\ ft viðskiptavinirnir fái tækifæri til \ Vt að sjá mismunandi handverk og \ \ að sjá handverksfólkið við vinnu tiaóA \\ Slna- t-Húsið hentar því ekki fólki sem þarf að hafa vinnufrið,“ segir Sigurður. Eiríkur segir það einmitt reynslu sína að best sé að viðskiptavinir fái að sjá þegar hlutimir eru skapaðir. MarkaðsráAgJafl með í ráðum Á jarðhæðinni verður sameiginleg sölu- aðstaða fyrir handverksfólk hússins auk kaffistofu. „Það er ekki ætlunin að fara í samkeppni við kaffihúsin í nágrenninu, heldur á kaffistofan að skapa skemmtilegt andrúmsloft," segir Sigurður. Handverksfólkið mun hafa aðgang að markaðsráðgjafa, -sem aðstoðar við að koma vörunni á framfæri og markaðssetja húsið, og faglegum ráðgjafa, sem hjálpar handverksfólkinu við vöruþróun og gæða- mál. „Þetta er vísir að því sem á ensku er kallað bisness development center eða viðskiptaþróunarmiðstöð þar sem margir smáir njóta góðs af sameiginlegri aðstöðu og samvinnu," segir Sigurður. Þess er krafist að umsækjendur um aðstöðu í húsinu hafí handverkið að aðalat- vinnu og að varan sem þeir framleiði sé fyrsta flokks, enda hefur sérstök nefnd fagfólks verið sett á laggirnar, sem fara mun yfir allar umsóknir. ■ NÚ eru miklar annir hjá blessuð- um jólasveinunum. Meðal ljúfra skylduverka er að koma við á Þjóðminjasafninu klukkan tvö dag hvern fram að jólum, frá 11. desember, og spjalla við börn og syngja svo undir tekur í húsinu. En það er margt fleira að sjá á Þjóðminjasafninu. í Bogasal er skemmtileg sýning á jólaljós- um að fornu og nýju og er þar kærkomið tækifæri fyrir börn að sjá jólaskreytingar sem mamma og pabbi eða amma og afi ólust upp við. m WKSk FYRSTU jólatrén á Is- landi voru smíðuð úr spýt- um og skreytt með kertum og sortulyngi eða eini. sagði að það kæmi fyrir að sím- senda þyrfti staðfestingu til er- lendra bílaleigna um að ökuskír- teinin væru í gildi hér á landi þótt dagsetningin á þeim segði annað. Starfsmaður hjá Herz, bílaleigu Flugleiða, kannaðist vel við þetta vandamál og að þeir hafi stundum þurft að senda bílaleigum erlendis eins og í Bandaríkjunum upplýs- ingar um að útrunnin íslensk öku- skírteini væru góð og gild á íslandi. Tekurviku að fá nýtt skírteini Útrunnin dagsetning veldur vandræðum DÆMI um ökuskírteini sem er útrunnið samkvæmt dag- | setningu en gildir samt hér \ á landi og veldur ökumönn- \\ um vanda á ferðum í út- \\ löndum. ' \ ritaður á alþjóðlega skír- IP* teinið ef B skírteinið hefur ekki verið endurnýjað. Lögreglan símsendirstað- festíngu um ökuskírteini FERÐAMENN sem ráðgera að Færri vita hinsvegar að þessi skír- leigja sér bíl í útlöndum ættu að ganga úr skugga um að ökuskír- teinið sé í gildi. Að öðrum kosti gætu þeir lent í vandræðum með að fá bíl ieigðan eða að útskýra fyrir lögreglunni í öðrum löndum að útrunnin skírteini séu í gildi. Hér á landi gilda ökuskírteini með útrunninn gildistíma vegna þess að 1. mars 1988 var ákveðið að venjuleg fullnaðarskírteini, svo- kölluð B skírteini, giltu uns hand- hafar þeirra yrðu 70 ára gamlir. teini duga skammt utan Norður- landanna. Alþjóðleg ökuskírteini með útrunninn gildlstíma Sigríður Stefánsdóttir, deildar- lögfræðingur hjá lögreglunni, segir tvennt valda íslenskum ökumönn- um erfiðleikum í útlöndum, í fyrsta lagi að skýringarnar á skírteininu eru aðeins á íslensku og í öðru lagi að vera með eldra skírteini en frá árinu 1988. Sigríður ráðleggur öllum sem hyggja á akstur í útlöndum og eru með útrunnin skírteini að end- urnýja þau og segir að skynsam- legast sé að fá sér einnig alþjóð- legt skírteini, en þau eru með skýr- ingum á nokkrum tungumálum og gilda í eitt ár í senn. Hins vegar verði menn að endurnýja gamla skírteinið til að fá réttan gildistíma á alþjóðlega skírteinið. Með öðrum orðum, útrunninn gildistími verður Nokkur dæmi eru til um að ís- lenskir ferðamenn hafí lent í vand- ræðum vegna útrunninna skír- teina, til dæmis í Bandaríkjunum og í Asíu, en bagalegt getur verið að valda tjóni og vera með útrunn- ið skírteini. Skírteinin gilda í raun gagnvart íslenskum lögum en það er hægara sagt en gert að útskýra það, til dæmis eftir árekstur í ein- hverri borg í annarri heimsálfu. Starfsmaður í afgreiðslu lög- reglunnar, Hverfisgötu 113-115, Það kostar 3.000 krónur að end- urnýja ökuskírteinið sitt hjá lög- reglunni og getur tekið viku. Al- þjóðlegt skírteini kostar einnig 3.000 krónur. Það getur því verið óþægilegt að uppgötva við brottför að öku- skírteininu verði ef til vill hafnað í útlöndum á föstudagskvöldi og vita að afgreiðsla lögreglunnar verður ekki opnuð fyrr en á mánu- degi. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.