Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 B 3 DAGLEGT LÍF ENGLAR með vængi og bauga ÓVÆNT þögn eftir skvaldur og einhver seg- ir: „Þarna flaug engill hjá.“ Sagt er að við hljóðnum í návist engla. „Allir eiga einhverja minningu um engla,“ segir séra Karl Sigur- björnsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, en hann hefur skrifað rit sem nefnist Bókin um englana sem nýverið kom út hjá Skálholtsútgáf- unni. Séra Karl hefur safnað efni um engla í nokkur ár og í bókinni leitast hann við að svara spurn- ingunum „Hveijir eru englarnir og hvert er hlutverk þeirra?" Hann segir engla engar ævin- týrapersónur til uppfyll- ingar og skrauts, heldur hluta af raunveruleikan- um sjálfum. Englar eru verkfærl vllja guðs „Engin tæmandi skil- greining er til á englum en orðið merkir boðberi eða sendiboði Guðs,“ segir Karl. „ Hvaðeina sem er vottur um hið góða er í þeirri merkingu engill. Við segjum líka um góða manneskju að hún sé algjör engill.“ Englar eru nefndir nær þúsund sinnum í Biblíunni og eru iðulega verkfæri vilja hans sem flytja mönnum boð, við- varanir, áminningar, vernd og jafnvel refs- ingu. Þeir eru himneskar verur og hafa fijálsan vilja og geta því fallið og syndgað eins og mað- urinn. Englar eru nefndir strax á fyrstu síðum Mósebókar: „Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Edengarð og loga hins sveipandi sverðs til að geyma vegarins að h'fsins tré.“ Séra Karl segir að menn hafi skip- að englum í níu stéttir og greinir frá nokkrum þeirra í bókinni. Serafar eru æðstir, Kerúbar eru vemdarar og Erkienglar gegna sérstökum hlut- verkum. „Kerúbum er lýst í Biblíunni (Esek.1,10-15) með fjögur andlit; manns, nauts, arnar og ljóns, en þau eru jafn- framt tákn alheimsins," segir Karl. fc...... aH. 1 ■L ’ .V"; ;/i7| W' ^ f j ’ W -k W ÍU Erkienglarnir er sumir hveijir nafngreindir. Mikael er talinn æðstur og er ætlað að binda Satan í djúpinu. Gabríel boðaði fæðingu frelsarans, og Rafael linar þrautir og læknar mein mannanna. EnglargóAs og ills „Englar eru eitthvað yfirþyrm- andi stórkostlegt. Þeir geta birst sem venjulegir menn en líka sem guð. Orðið engill Guðs er samheiti Guðs og var notað. vegna þess að menn tóku ekki nafn Guðs sér í munn,“ segir Karl. „En þeir geta líka verið boðber- ar dauðans. I Jesaja er engill dauð- ans nefndur og á öðrum stað er talað um engla óhamingjunnar. Saga er til um að fegursti engill Guðs hafi verið Lúsifer, ljósberinn. Hann ofmetnaðist og vildi verða Guði sjálfum æðri. * Ég tel að helgisagan um fall englanna í Jesaja 14 sé um met- orðagirndina og öfundina, og að ekkert sé verra en spilling hins besta. Við þekkjum mörg dæmi um að það sem hefur ásýnd þess góða búi yfír illum vilja. Páll postu- 11 segir að jafnvel sjálfur Satan geti tekið á sig ljósengilsmynd.“ í bók sína Bókin um englana skrifar séra Karl: „Ljóst er að englar eru mikilvægir í huga Jesú og boðun. Og þeir hafa svo stóru hlutverki að gegna í boðskap Nýja testamentisins að það er útilokað að skýra það einungis sem tákn og ævintýri." Hvað merkja þessi orð? « „Trúin tjáir sig með táknmynd- um,“ segir Karl, „og englar eru af þeim toga, þeir tjá hið ósýnilega eins og tákn, ljóðmál og músík. En þeir eru ekki aðeins tákn og ævintýri heldur birta líka hinn ósýnilega veruleika. Mannshugur- inn mótar hið yfirskilvitlega í myndum og slíkar myndir þekkj- um við aftur í englunum." „Menn hafa reiknað út að 100 kg engill þurfí að minnsta kosti 12 metra vænghaf. En vængir engla eru ekki líffræðileg stað- reynd, heldur tákn um að þeir séu fljótir í förum og ijúfí mörkin sem manninum eru sett, mörk tíma, rúms og þyngdarafls. Englar til- heyra hinni ósýnilegu veröld og hana skynjum við með hjartanu," segir Karl. AA trúa á andaverur en ekkl GuA sjálfan Séra Karl hefur greint ákveðin tímabil í mannkynssögunni sem einkennast af því að Guð er fjar- lægur vitund mannsins og reynslu- heimi eða „þegar það er langt milli himins og jarðar“, eins og hann orðar það. Þá verða milliliðir eins og englar og helgir menn mikilvægir. Karl nefnir síðustu tvær aldirnar fyrir Kristsburð og miðaldirnar. Þá risu englafræðin hæst. Karl segist merkja þessa þörf fyrir milliliði núna. Fólk trúi á engla og aðrar andaverur en ekki endilega á Guð sjálfan. Hann líkir þessu við stjómarráðið. Fyrst er haft samband við símastúlkuna sem gefur samband við ritarann, þá fulltrúa, aðstoðarmenn og ráðu- neytisstjóra en ef til vill aldrei við ráðherrann. „Guð er samt nær en margur hyggur og má merkja það af sög- unni um fæðingu frelsarans," seg- ir Karl „en engill Drottins stóð hjá hirðunum sem voru neðstir i virð- ingarstiga mannanna. Þeir urðu hræddir en hann sagði: „Verið . óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frels- ari fæddur." ■ Gunnar Hersveinn sem tekur afstöðu til hennar. Ef umsóknin er samþykkt skrifar dómþolinn undir skilyrði þjónustun- ar sem eru af ýmsum toga fyrir utan bindindið, svo sem að hún sé ástunduð af samviskusemi. 20-25% skllorAsrof á IMorAurlöndum Að sögn Erlends er skilorðsrof á Norðurlöndunum 20-25% en að- standendur samfélagsþjónustunnar hér á landi vonast til að það verði jafnvel eitthvað minna hér. Helgast það af því að hér er nálaraugað þrengra og færri uppfylla öll skil- yrði fyrir því að gegna þjón- ustunni. Afgreiðsla umsóknanna er með nokkuð öðru sniði hér en í hinum norrænu löndunum þar sem ákvörðun um hveijir fá að sinna samfélagsþjónustu er tekin af dóm- stólum. Segir Erlendur að skiptar skoðanir séu um hvor leiðin sé betri og hafi þær báðar sína kosti. ÁnægAur meA samstarfiA Meðal þeirra sem hafa haft fólk í samfélagsþjónustu er Ómar Sig- urðsson, yfírmaður Nytjamarkaðs Reykjavíkurdeildar Rauða krossins í Bolholti 6. Nú þegar hafa þrír dómþolar gegnt þjónustunni þar á bæ og er von á þeim ijórða innan tíðar. Ómar kveðst ánægður með sam- starfið við Fangelsismálastofnun sem og með störf þeirra sem hafa komið til hans. „Reglurnar hér eru einfaldar og skýrar, það er að menn mæti vel til vinnunnar og sinni starfi sínu samviskusamlega,“ segir hann. „Það eru alveg sömu kröfur og eru gerðar til annarra starfsmanna. Menn geta lent í ýmsum uppákomum í lífínu og auð- vitað eiga þeir að fá tækifæri til að taka út refsingu sína án þess að rústa öllu lífí sínu,“ segir Ómar og bætir við að þarna eigi menn möguleika á að verða betri menn án þess að allir komist að því að þeim hafí orðið á í messunni. Samfélagsþjónustan hér á landi er ungt úrræði og tíminn á eftir að leiða í ljós hver árangur hennar verður. Hún lofar góðu að sögn Erlends en þegar fram líða stundir verður árangurinn metinn á fagleg- an hátt með rannsóknum. mhg ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.