Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 B 5 DÁGLEGT LÍF 011 erum við í óvígðri sambúð enda eru íbúar á hverju heimili milljóni] \ talsins Öll erum við í óvígðri sambúð. Þar er ekki átt við þann gjörning er tvær mann- eskjur kjósa að búa saman undir þeim formerkjum. Hér er átt við þá staðreynd, að haldi einbúinn í kjallaranum, eða fimm manna fjölskyldan á aðalhæðinni, að ekki séu fleiri í heimili en gullfískamir og kötturinn, þá er það rangt. íbúar hvers heimilis skipta milljónum og má þar nefna maura, bjöllur, lýs, flær, köngu- lær af ýmsum toga gerðum. Daglegt líf rabbaði við helsta sérfræðing landsmanna í þessum fræðum, Erling Ólafsson. „Ég er í óvígðri sambúð,“ segir Erling og glottir er sest er að borði til samtalsins. Hjá þessari sambúð verður ekki komist. Það er alveg sama hversu dugleg húsmóðirin er með tuskuna og ryksuguna, það sér ekki högg á vatni nema í besta falli tímabundið. Stundum eru „sambýl- ingar“ þessir svo erfíðir í sambúð að kalla verður til meindýraeyði . í versta falli valda smáverur þessar tjóni á húsum og hlutum, að ekki sé minnst á skaða á heilsu og sálar- tetri. Erling getur þess að í blaðagrein verði aldrei hægt að tína allt til. Hlaupa verði á því allra algengasta. Erling stakk upp á því að fyrst yrði nefndur til sögunnar landlægur og óvinsæll gemsi, mölurinn. Fatamölur gerir frægan óskunda Af möl eru „margar tegundir" að sögn Erlings. Þekktastur og land- lægur er fatamölurinn sem gerir frægan óskunda . Einnig er vel þekktur hnetumölur og líka korn- mölur. Nöfnin gefa vel til kynna matseðil tegundanna. Erling segir lirfu fatamölsins skríða marga metra uns hún finnur skjól, t.d. undir borð- plötum eða á bak við myndaramma. Þar spinnur lirfan „lirfuvirki, ég segi ekki mannvirki," eins og Erling seg- ir og er það myndarlegur bústaður, allt að sentimeter á lengd, brún púpa í silkihjúp. „Hnetumaurinn er meiri sælkeri og verður hans mest vart um jólin er menn hamstra valhnetur. Þeir sem það gera þekkja vel að þeir fínna alltaf hnetur innan um sem eru svart- ar að innan með leifum af spunaþráð- um. Þessi mölur fínnst víðar. Hann sækir líka í þurrkaða ávexti, marsip- an og súkkulaði. Kommölurinn er aftur á móti „heilsufríkið“ Lrjolskyld- unni, er einkum í grófu 'komi, ekki síst í heilsuvörum og sér nú hver hollustan kann að vera! Nei, nei, ég segi bara svona. Þessi kvikindi em bara til bóta í matnum, þau em full af vítamínum," segir Erling og hlær við . . . „Mölur inni á heimili hefur ekkert með óþrifnað að gera,“ segir Erling, en hann bætir við að fata- mölur sé á undanhaldi. „Meindýraeyðir afgreiðir mölinn skjótt og vel. Möl- kúlur drepa hann ekki, heldur fæla hann frá. Þær fæla meira frá en mölinn, ég vildi ekki fara á ball í jakkafötum sem mölkúlur hafa verið bornar á,“ segir Erling. Rykmaurar í rúmfötum og dýnum Mannlegt auga nemur ekki þessar litlu vemr, rykmaura. En enginn skyldi velkjast í vafa um tilvist þeirra. DAGLEGT LIF Meindýraeyðir af minnsta tilefni Mölur inni ó heimilum hef- ur ekkert með óþrifnnð nð gern „Þetta eru áttfætlur, skyldar köngu- lóm og lifa mest í rúmfötum og dýn- um. Maður leggst til svefns með milljónum ryk- maura og eiginlega er best að vita ekki af þeim! Ryk- maurar em ekki sníkjudýr, þeir naga húðflögur sem falla af okkur. Aftur á móti öndum við að okkur hömum dauðra rykmaura og saur þeirra og það hef- ur reynst ofnæmishvetjandi." Það eru ýmsar tegundir af flóm, en sú sem mest kemur við sögu er starraflóin. Erling segir réttara að tala um hænsnafló og hún sé ekki eingöngu á starra. Hún búi í hreið- mm spörfugla og geti því orðið flóa- Rykmaurar búa sig undir að snæða húðflögu. gangur þar sem spörfuglar verpa í húsum. Það gera auk starrans, Maríuerlur og skógar- þrestir. Flær berast út í náttúruna og stökkva þar á fugla til að fá sér blóðsopa. Af þeim berst flóin í hreið- ur þeirra og þar verpir hún. Lirfurn- ar alast upp í hreiðrinu, éta þar drit og rotnandi hreiðurefni. Á haustin púpa þær • sig í hreiðrinu og bíða næsta vors. Þá klekst flóin úr púp- unni og leggst aftur á fuglinn. Því er það versta sem menn gera er að loka fyrir aðkomu fuglsins, því ný- vöknuð fló á vordegi er svöng fló. Ef fuglinn kemst ekki í hreiðrið fer flóin á kreik og flæðir þá ef til vill um mannabústaði. Er um „umtalsverðan fjölda“ þeirra að ræða. Best er, ef menn koma því við, að ^ skófla hreiðrinu burt. Flær geta stokkið á menn á förnum vegi og kettir og hundar eru dugleg burðardýr. í bæium þeirra er iðu- lega fjöl- ðugt dýralíf. Rottur og húsamýs era einnig sannkallaðar „flóaveitur“, og þeim geta fylgt blóðsugumaurar sem bera alvarlega sjúkdóma. Veggjalýs og sllfurskottur Þær eru fátíðar, en skjóta upp kollinum annað veifið. Berast sennilega frá útlönd- um. „Þetta eru blóðsugur sem haga sér illa. Þær leynast á daginn, en þegar rökkva tekur skríða þær upp veggi og út á loftið þangað til þær finna hitauppstreymi. Þær treysta því að hitinn stafi af sofandi mann- veru, láta sig detta og sjúga svo blóð alla nóttina. Að morgni er maurinn á bak og burt, en menn sitja eftir með kláðann," segir Erl- ing. Silfurskottur eru afar frumstæðar skepnur sem hafa lítt breyst í hund- ruð milljónir ára. Silfurskottan er með þijú fótapör á frambol og fótaleifar á afturbol sem er ævaforn arfleifð. Silfur- skottur sækja í raka og dimma staði og sjást helst þar sem leiðin |1 Meindýraeyðar eru eftirsótt og vinsæl stétt manna og að sögn Guðmundar Björnssonar verk- stjóra hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar þarf ekki allt- af mikið tilefni til að fólk taki upp símann og hringi. Meindýravarnir Reykjavíkur sjá um allt sem lýtur að opinberum byggingum og svæðum, en einkaaðilar sinna al- menningi þó svo að Guðmundur og félagar vísi fólki ekki frá ef tími er aflögu. „Langalgengast er að útköll komi vegna silfurskottu. Ryklús er einnig algeng, einkum í nýrri húsum þar sem raki helst vegna steypu sem nær ekki að þorna. Mjölbjalla kemur alltaf upp af og til og hambjalla hrellir í vaxandi mæli. Þá er leiðinlegt fyrirbæri sem er húsamaur, eða klóakmaur. Hann er í mikilli sókn og verður fólk hans vart þar sem skólplagn- ir hafa bilað. Það kostar oft mikla vinnu og peninga að laga lagnim- ar og það er þýðingarlaust að eitra fyrir maurnum fyrr en þvi er lok- ið. Útköllum vegna húsamaurs hefur fjölgað mjög, enda eru skólplagnir víða famar að gefa sig í eldri hverfum. Menn ættu að þekkja dýrið, það er með augljósu mauralagi, með vængi ofan á búk. Smátt og dökksvart, en þó vel greinanlegt með bemm augum. Það verður oft mjög mikið um húsamaura þar sem þeir einu sinni ná sér á strik. Annars þurfum við ekki síður að fara í nýrri bygging- ar, þar em gjarnan aðrar tegund- ir,“ segir Guðmundur. Guðmundur bætir við þetta að nauðsynlegt sé fyrir fólk að fá greiningu á þeim smádýmm sem em að angra það, „átta sig á því hver andstæðingurinn er,“ eins og hann kemst að orði. Greiningu er hægt að fá á Náttúrufræði- stofnun og á Keldum að sögn Guðmundar. Hann segir fólk á stundum hlaupa á sig, þannig hafi hann einu sinni þurft lagni til að róa einstakling sem reynd- ist hýsa eina fiskiflugu. „Oftast eru viðbrögð fólks þó yfirveguð og eðlileg," bætir Guðmundur við. Hinir ýmsu meindýraeyðar nota ýmis konar efni. Sagði Guð- mundur að þeim væri úðað vítt og breitt um íbúðir, með veggjum, alls staðar þar sem smugur og skorur leyndust, einnig í sökkla innréttinga. Fólk þarf að rýma híbýlin sín mislengi eftir því hvaða efni notuð er og sagði Guð- mundur hvern og einn meindýra- eyði gefa upplýsingar um sig og sín efni. „Þetta eru frá 4 klukku- stundum upp í sólarhring og efn- in sem notuð eru, eru langvirk." Einu sinni hittust Marsveiji og Ven- usardís og urðu ástfangin. Samband þeirra var hamingjuríkt vegna þess aö þau virtu og viðurkenndu það sem ólíkt var með þeim. Síðan komu þau til Jarðar og óminnið kom yfir þau. Þau gleymdu að þau voru frá ólíkum hnöttum. (Karlar eru frá Mars Konur eru frá Venus). ÁSTIN og ástríðurnar fjara oft út þegar hjónabandsárunum fjölgar. Amstur hversdagsleikans tekur yfirhöndina, lítilfjörleg ágrein- ingsefni verða að óyfirstíganlegum yandamálum, sem aldrei eru brotin til mergjar og smám saman verður hjónalífið tilfinningasnautt og leið- inlegt. Dæmi um slík hjónabönd eru efalítið mýmörg þótt allt líti vel út á yfirborðinu. Tíðir hjóna- skilnaðir segja líka sína sögu um vanhæfni fólks til að hlúa að ást- inni, vináttunni og kærleikanum. Æ fleiri hjón leita til þriðja að- ila áður en allt um þrýtur og skiln- aður verður óumflýanlegur. Fyrir áratug hefði mörgum þótt hin mesta hneisa að bera vandamál sín þannig á torg fyrir ókunnuga manneskju. Karlar voru einkum tregir í taumi og sumum þótti til háborinnar skammar þegar þeir létu tilleiðast og fóru með eiginkon- Frá stjörni til jarðar er vegurinn ekki alltaf beinn og breiður unni á fund hjónabandsráðgjafa. kvenna og gera fólki kleift að tala eru ráðleggingar hvernig beri að »nni á fund hjónabandsráðgjafa. Ýmis teikn eru á lofti um að karlar jafnt sem konur séu opnari en áður fyrir umræðum um að ýmsar leiðir séu færar til að bæta samskipti kynjanna. Skilningur og virðing Bókin Karlar eru frá Mars - Konur eru frá Venus trónir ofar- lega á sölulista bókaverslana. Nafn- ið skýrir þær forsendur sem gengið er út frá þ.e. ólíkt upplag karla og kvenna, ólíkur þankagangur og þar af leiðandi mismunandi skilning og viðbrögð við aðstæðum. Markmiðið er að skýra hugsanagang karla og kvenna og gera fólki kleift að tala saman af gagnkvæmum skilningi og virðingu. Höfundurinn, dr. John Gray, er sagður einn eftirsóttasti hjóna- bandsráðgjafi Bandaríkjanna, sem haldið hefur fjölda námskeiða. Karlar eru Marsveijar og konur Venusardísir, segir hann og notar samlíkinguna til að sýna fram á algengustu togstreitu og erfiðleika í samskiptum karla og kvenna. Hann útskýrir með dæmum hvern- ig ágreiningur getur komið upp milli kynjanna og komið í veg fyr- ir að sambönd verði fullnægjandi og ástrík af beggja hálfu. Einnig eru ráðleggingar hvernig beri að takast á við ágreining að því er varðar tilfinningalegar þarfir og hegðun. Hjónaklúbbar gagnlegir í Neskirkju hefur um skeið verð- ið starfræktur hjónaklúhbur undir handleiðslu prests. Séra Halldór Reynisson er nýtekinn við embætti aðstoðarprests og hefur því aðeins lítillega kynnst starfi klúbbsins. Eitt af fyrstu verkum hans í tengsl- um við klúbbinn var að hvelja fólk til að lesa bókina um Marsveijana og Venusardísirnar. „Bókin er ágætis innlegg í umræðuna um OFT verða ágreiningsefni að óyfirstíganlegum vandamálum sem aldrei eru brotin til mergjar og skilnaður þykir eina færa leiðin. samskipti kynjanna. Sjálfur er ég ekki sérfræðingur í þeim málum, en sem kvæntur maður og prestur til margra ára hef ég vitaskuld kynnst ýmsu af eigin raun og horft á annað sem hlutlaus aðili. Kenn- ingin um að tilfinningalíf karla og kvenna sé ólíkt er ekki ný af nál- inni, þótt svokölluð ’68 kynslóð hafi í meginatriðum hafnað henni á sinum tíma. Jafnrétt.isbaráttan tekur í aukum mæli tillit til ólíkra eðlisþátta karla og kvenna." Séra Halldór segir að fólk geri sér æ betur ljóst mikilvægi þess að tala um hjónabandið og vænt- ingar sínar. „Ég veit ekki hvort hægt er að tala um vitundarvakn- ingu, en mér finnst ég greina ákveðna þróun og ef til vill er mikil sala umræddrar bókar og hjónanámskeið, sem þekktust ekki fyrir áratug, til marks um áhuga beggja kynja til bættra samskipta. Konur hafa fram til þessa haft meiri skilning og þörf fyrir að skilgreina og tjá sig um hjóna- bandið, en karlar hafa aftur á móti verið hlédrægari í þeim efn- um.“ Hjónaklúbbar eru starfræktir við nokkrar kirkjur, aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Slíka klúb- bastarfssemi segir séra Halldór afar gagnlega. Breytingar og vit- undarvakningu segir hann oftast verða fyrst í borgarsamfélögum. Hann nefnir nýlegt dæmi af presti austur í hreppum sem ætlaði að halda hjónanámskeið. Konurnar í hreppnum brugðust vel við en þeim reyndist ómögulegt að sann- færa karla sína um að vit væri í slíku fyrirbæri og góðar fyrirætl- anir prestsins og kvennanna fóru því út um þúfur. Vitundarvakning Mannleg samskipti eiga efalítið eftir að velkjast fyrir mönnum um ókomna framtíð. Farsælasti kost- urinn til að vel takist til að rækta hjónabandið og ástina kann að vera að karlar og konur læri að skilja tungumál hvers annars. Bækur með fróðleik og ráðlegg- greið á bak við innréttingar. „Hún er bölvaður nagari, leggst t.d. á vegg- fóður og pappa, og það sem menn sjá af henni er toppurinn af ísjakan- um,“ segir Erling. Bjöllur Bjöllutegundir er um 5-10 talsins, en sumar em meira áberandi en aðr- ar. Algengust er hveitibjallan. Upp- eldisstöðvarnar eru yfírleitt í mjöl- vöru og getur dýrið farið illa með matvælin þar eð hún framleiðir eitur- efni sem kallast lýsol sem er meðal annars framleitt og notað til fram- leiðslu á sótthreinsandi efnum. Mjöl- bjöllur flækjast mikið frá uppeldis- stöðinni í leit að nýjum lendum. Þetta er mjög algeng bjalla sem getur flog- ið og allt hvað eina. Önnur tegund, náskyld, sækir fremur í kryddvöm. Hún er ögn kubbslegri og síðan er að geta ham- bjöllunar sem hefur verið að aukast frá árinu 1970. Er nú komin til Grímseyjar. Að sögn Erlings er harð- fiskur ,jólamatur“ fyrir hambjöllu, en mest sé hún í tilfallandi kjötmeti, svo sem hakkkornum á bak við elda- vélar og svo „étur hún dauð skordýr eins og konfekt“. Hambjallan getur gert mikinn usla, ekki síst í náttúm- gripasöfnum þar sem þær éta upp- stoppuð dýr innan frá. Af öðmm bjöllutegundum má geta þjófabjöllun- ar, eða tínusbjöllunar sem getur ver- ið áberandi þar sem hún nær sér á strik. Kakkalakkar á Keflavíkurfiugvelll Ein tegund er landlæg á Keflavík- urflugvelli og stöku dýr hafa komið fram hér og þar af og til. „Kaninn er stöðgt að flytja þá inn og ég skil ekki hvers vegna hann hefur ekki dreift sér um allt. Þetta em ljósfæln- ir hlaupagikkir og til ama þar sem þeir em. Önnur tegund, mun smærri, sést öðru hveiju, en er jafnan eytt og hefur ekki haslað sér völl.“ Við erum í mjög náinni sambúð með ýmsum lúsategundum. Þekktust er höfuðlúsin sem er landlæg, skýtur upp kollinum reglulega, sérstaklega í skólum, og er til ama. Köngulær em og til staðar, ekki síst krossköng- ulóin en hún er yfirleitt utan á hús- um. Kerlingamar geta orðið gríðar- stórar. Inni, sérstaklega í kjöllurum og öðmm dimmum stöðum er dord- ingullinn, eða húsaköngulóin. Hún getur orðið glettilega stór og býr sér til trektlaga vef í gluggum og hom- um. Erling segir húsaköngulóna góð- an sambýling, því hún éti aðra óæski- lega sambýlinga. Svona væri lengi hægt að halda áfram, en hér verður látið staðar numið í upptalningunni um þær verur sem deila húsakynnum með okkur mannanna börnum. ■ Guðmundur Guðjónsson ingum um samskipti kynjanna stuðla að vitundarvakningu og hljóta að vera holl lesning. í Karl- ar eru frá Mars - Konur eru frá Venus, örlar svolítið á einföldunum og alhæfingum og stundum jaðrar við að frásagnarmátinn sé barna- legur. Samt þekkja efalítið margir sjálfa sig í reynslusögum og dæmi- sögunum af Marsverjunum og Ven- usardísunum. Séra Halldór segir að ef til vill hafi hjónabandið verið umdeildara fyrir rúmum tveimur áratugum en það er nú. „Þá var ungt fólk í upp- reisnarhug gegn rikjandi gildum. Ég held að viðhorf flestra breytist þegar börn koma til sögunnar. Þá verður fólk oft mjög ihaldssamt, enda er körlum og konum eðlislægt að stofna til hjónabands. Flestir vilja eiga góðan lífsförunaut og sameinast um að verja ungviðið. Vandamál sem upp koma í hjóna- bandi eiga oft rætur í ólikri túlkun kynjanna á viðbrögðum hvors ann- ars. Lestur góðra bóka um sam- skipti getur hjálpað mörgum að öðlast dýpri skilning á hvemig bregðast skuli við þegar ágreining- ur kemur upp. Hjón þurfa líka að gefa sér tíma til að vera saman, tala saman og 1já sig um þarfir sín- ar og tilfinningar." 1 IMi BÆKUR Kærleiksríkt uppeldi „FLEST böm efast um það að foreldrar þeirra elski þau raunverulega og skilyrðislaust. Því snýst vanda- málið ekki um hvort beita skuli aga, heldur um það hvernig við getum sýnt barninu að við elskum það,“ segir í inngangi bókarinnar Þykir þér raunverulega vænt um mig? sem er komin út í íslenskri þýðingu. Bókina samdi bandaríski geðlæknirinn Ross Camp- bell, M.D. og var hún fyrst gefin út árið 1977. Síðan hefur hún komið út á um tuttugu tungumálum. í bókinni er foreldrum ungra barna kennt hvemig þeir geta tjáð börnum sínum kærleika á öllum sviðum uppeldisins með jákvæðu augnsambandi og líkam- legri snertingu, með árangursríkri ögun og andlegri uppbyggingu. Utgefandi: Fjölskyldufræðslan. Þýðing: Ama Ýrr Sigurðardóttir og Friðrik Ó Schram. Verð: 2480 kr. ROSS Campbell, M.D. Stofublóm ÚT er komin handbókin 350 stofu- blóm eftir hollenska garðyrkjufræð- inginn Rob Herwig. Bókin hefst á almennum leiðbeiningum um blóma- rækt. Síðan tekur við umfjöllun í stafrófsröð um algengustu blóm sem hægt er að rækta í heimahúsum hér á landi. í máli og myndum er 350 stofublómum lýst, útliti þeirra, um- hirðu, ræktun og hvernig best er að fjölga þeim. Við hveija mynd er yfír- lit um þarfír plöntunnar fyrir birtu, hita, jarðveg og vatn. 350 stofublóm er aukin og endur- skoðuð útgáfa samnefndrar bókar sem kom út árið 1981. í þessi út- gáfu er fjallað um 100 tegundir sem ekki vom í þeirri fyrri. Útgefandi: Mál og menning. Þýðing: Ingunn Asdísardóttir. Verð: 2.700 kr. en hækkar í 3.880 1. jan. 1996. ■ Austræn stjörnuspeki ÚT er komin bókin Kínversk stjömu- speki eftir Paulu Delsol. Bókin kom fyrst út í Frakklandi fyrir rúmum aldar- fjórðungi og hefur hún verið þýdd á mörg tungumál. Bókin er aðgengi- legt undirstöðurit um austræna stjömuspeki þar sem framandleg speki er túlkuð á lif- andi hátt og notuð til að svara spum- ingum um lífíð, ástina og hamingjuna. I kynningu á bókarkápu segir með- al annars: Kínveijar hafa spáð í himin- tunglin og áhrif þeirra á líf manna árþúsundum saman og eiga einnig sinn dýrahring, ólíkan þeim sem við þekkjum best. Ertu tígur eða hani, köttur eða geit? Hvaða merki eiga best við þig, úr hvaða merkjum áttu að velja þér vini og hvað ber þér að varast í samskiptum við hin merkin? Útgefandi: Iðunn. Þýðing: Atli Magnússon. Verð 2.480 kr. Sælh eravörur úr öllum heimshornum Úhei JhGÍIsuhúsiö Shóluvörðnstig & Kringlumii T| 1 Ý i . > ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.