Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 6
6 B FOSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ti t ■ FERÐALOG Sannkölluð heimsborg Barcelona í Katalínuhéraði á_ Norðvestur-Spáni er sannkölluð heimsborg. Hjörtur Gíslason er nýkominn þaðan og segir að borgin sé svo full af stórkostlegum byggingum, gömlum og nýjum, söfnum, listviðburðum og mannlífí, að sá sem nýkominn er til borgarinnar eigi erfítt með að sjá hvað snýr upp og hvað niður. GÖTURNAR í Gotneska hverfinu eru mjög þröngar. Á efri býr fólk, en á þeim neðri eru ýmiss konar verkstæði, verzlanir eða veitingahús. JÓLASKRAUTIÐ var komið upp í lok nóvem- ber og setti skemmtilegan blæ á verzlunargöt- urnar, sem liggja út frá Römblunni. AÐ er gott að hefja heim- sókn til Bareelona á því að leita til einhvers sem þekkir til borgarinnar. Ef sá möguleiki er ekki fyrir hendi er hægt að líta inn á skrifstofur ferða- málaráðs, sem víða má fínna, til að afla sér upplýsinga um mark- verða staði, sögu borgarinnar og fleira og fleira. Möguleikamir eru nánast ótæmandi. Barcelona hefur verið þekkt í aldaraðir, en kannski minnast henn- ar flestir vegna síðustu Olympíu- leika sem voru haldnir þar með miklum glæsibrag 1992. Borgin á sér 2.000 ára viðburðaríka sögu, sögu glæsileika og erfíðleika, en glæsileikinn hefur þá alltaf náð yfír- höndinni að lokum. Fyrsta borgarskipulaglð frá tímum Ágústusar keisara Sé bytjað að huga að sögu borgarinnar er hennar fyrst getið þegar Lucius Comelius Barcino vann borgina, sem þá hét Laye, árið 133 fyrir Krist. Borgin var fyrst undir rómverskum yfírráðum og myndaðist á milli fjallanna í norðri og vestri og Miðjarðarhafsins í austri. Fyrsta borgarskipulagið er frá tímum Ágústusar keisara litlu fyrir Krists burð. Borgin var byggð innan rammgerðra múra og óx hratt fram á fjórðu öld. Síðan gekk á ýmsu og náðu Arabar borginni á sitt vald á átt- undu öldinni. Frakkar unnu borgina af Aröbum og þá hófst veldi greif- anna af Barcelona og var einn þeirra mestur Vilfreð hinn loðni. Borgin var svo lögð í rúst árið 985, en vegur hennar óx vemlega á ný er komið var fram á elleftu öldina. Enn á ný tóku erfíðleikar við undir yfírráðum Austurríksimanna og síðan Frakka, en það var svo loks árið 1860, sem hinir gömlu borgar- múrar vom felldir og borgin tók að vaxa og dafna á ný. Gotneska hverfið Elzti hluti Barcelona er ótrúlegt safn stórglæsilegra kirkna, halla og hýbýla höfðingja, með þröngum götum og torgum inn á milli. Upp- haf elztu bygginganna má rekja aftur á tólftu öldina eða jafnvel enn lengra. Undirritaður fór töluvert um það hverfi gömlu borgarinnar, sem kallast Gotneska hverfíð. Þar er að fmna ævintýralegar kirkjur eins og Dómkirkjuna, kirkju Sankti Mariu del Mar og kirkju Sankti Mariu del Pi. Þá er rétt að nefna konugshöll- ina, setur erkibiskupsins og svo framvegis. Upptalningin gæti orðið nær óendanleg, en byggingarnar em svo sannarlega þess virði að skoða þær. Það kann að hljóma einkennilega, en ábyggilega hefur undirritaður farið oftar í kirkju í Barcelona á fímm dögum, en fímm áram á íslandi, og notið þess prýði- lega, því meðal annars varð hann vitni að brúðkaupi og skírn þar sem mikið var við haft. Efcki Spánn op ckfci flsía lieUur Mið-Ameríka Costa Rica - meira en bara kaffi og fötbolti KAFFI og fótbolti. Þetta var það eina sem ég vissi um Costa Rica áður en ég kom þangað^ Reyndar það eina sem ég vissi um lönd í Mið^ Ameríku yfírleitt. Framleiða þau ekki öll kaffí og spila ekki allir fótbolta? Þegar ég kom heim eftir ársdvöl í Costa Rica, fékk ég í hausinn upphrópanir eins og þessar: „Fórstu ekki til Puerto Rico? og „Nú, varstu á Spáni!" Læknir, sem ég talaði við, hélt að Costa Rica væri eyja í Karíbahafínu og ég hef jafnvel heyrt um fólk sem heldur að það sé ríki í Asíu. Ég skammast mín fyrir fáfræði landa minna, við sem stæmm okkur af því að við ferðumst meira en nokkur önnur þjóð. Meira að segja í Costa Rica, þessu „van- þróaða bananalýðveldi", vissu margir að höfuð- borg íslands heitir Reykjavík. Englnn kipplr sér upp viA þrumur og eldingar Á flugi yfír landið, skammt frá höfuðborg- inni, varð flugvélin að sneiða hjá þmmuveðri. Ég uppgötvaði síðar að þetta var ekki eins- dæmi því að á regntímanum er þmmuveður daglegt brauð og enginn kippir sér upp við nokkrar þmmur og eldingar. Þar að auki er regntími meirihluta ársins, frá byijun maí og fram í desember. Það kalla innfæddir „vetur“ og þurrkatímann kalla þeir „sumar“, sem er auðvitað algjör vitleysa, þar sem þeir em um 10° norðan við miðbaug og árstíðimar snúast ekki við fyrr en sunnanmegin við hann. Maður fínnur líka sjálfur að það er hlýrra yfír regntím- ann, þótt munurinn sé ekki mikill. Töluverð breyting verður hins vegar þegar komið er niður á láglendið. í höfuðborginni, San José, og þar í kring, er mjög þægilegt fjailalofts- lag. Hitinn fer sjaldan yfír 28-30 stig á dag- inn, og á kvöldin er svalt og jafnvel stundum meira en það, um 15-18 stig. En það er einn stór galli við þetta loftslag; yfír regntímann rignir svotil á hveijum degi, yfirleitt síðdegis, og því fylgja, eins og áður segir, mikil þmmu- veður og oft á tíðum rafmagnsleysi. ÖAruvísi ástand viA Karíbahafsströndina Á láglendinu er loftslagið allt öðruvísi. Þar er heitt og minni rigning. Að vísu er misjafnt hve mikið rignir, til dæmis rignir meira við Karíbahafsströndina en Kyrrahafsmegin. En það er fleira öðravísi við Karíbahafið. Við Karíbahafsströndina búa svertingjar. Þeir tala ensku og hafa sína eigin menningu. Þeir sem hafa hugmynd um hvemig er um- horfs á Jamaica, geta ímyndað sér hvernig þetta lítur út. Ástandið í þessum hluta lands- ins er verra en annarsstaðar, bæði efnahags- lega og félagslega. Það er hættulegra að ferð- ast þar um vegna ræningja og jafnvel morð- ingja sem leynast við veginn eftir myrkur. Það er meira atvinnuleysi, meiri fátækt og meira HEIMILI Guaymi-indjána, eldhúsið og hluti af aðalhúsinu. I BRIBRI-indjánar í Talamanca. um fíkniefnavandamál. Enda er þessi lands- hluti látinn sitja á hakanum, fáir skipta sér af honum og fáir vilja aðstoða. Kannski það eigi rætur að rekja til kynþáttafordóma? Costa Rica-búar neita því yfírleitt harðlega að kynþáttahatur sé til í landinu. En það er staðreynd að það er töluvert útbreitt. Það er t.d. „almenn vitneskja" að svertingjar em latir • og árásargjamir og þeir em flestir eiturlyfja- neytendur og þjófar. En fátækasta fólkið er samt indjánarnir, á því leikur enginn vafí. Þannig er það alls stað- ar í heiminum. Þeir eiga ekki annað en lítinn landakika, kofaræksni og hvern annan. Pening- ar sjást sjaldan, og þegar þeir sjást, eru upp- hæðimar lágar. Til allrar hamingju er til fólk sem lætur sig annað fólk skipta. Stofnuð hafa verið ýmis samtök til hjálpar indjánum. Þau hafa sitt af hveiju fyrir stafni, gefa út bækur, byggja skóla, stofna banka og reyna að varð- veita tungumál indjánanna, því móðurmál þeirra er ekki spænska. Indjánamálln að deyja út í Costa Rica eru töluð a.m.k. fímm tungu- mál: spænska, enska og a.m.k. þrjú mismun- andi indjánamál. Landið er helmingi minna en ísland með um þijár milljónir íbúa, og því verð- ur að teljast merkilegt að þar séu töluð svo mörg tungumál. Eina viðurkennda tur.gumálið er hins vegar spænska og því em indjánamálin smátt og smátt að deyja út. Spænskan er auð- vitað aðalástæða þessa, en önnur ástæða er sú að indjánarnir skrifuðu ekki. Öll kennsla og öll útgáfa er á spænsku og þar af Ieiðandi yfírtekur hún indjánamálin, sem eiga í vök að veijast og gleymast smám saman, þar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.