Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Mun fleiri en í fyrra ætla að dvelja á suðrænum slóðum yfir hátíðarnar Um 900 íslendingar á Kanarí um jólin UM 900 íslendingar ætla að dvelja á Kanaríeyjum yfir jólahátíðina. Is- lendingarnir verða þar á vegum Flug- leiða, Heimsferða, Samvinnu- ferða/Landsýnar og Úrvals/Útsýn- ar.Að sögn talsmanna skrifstofanna er um að ræða töluverða aukningu frá í fyrra. Selt er í öll sæti, en sætaframboð er um 40% meira en um síðustu jól. Tæplega 200 manns verða á Kan- aríeyjum um jólin á vejgum Ferða- skrifstofunnar Úrvals/Utsýnar. Að sögn Goða Sveinssonar sölu- og markaðsstjóra er fjöldinn nánast tvö- falt meiri en í fyrra. Fyrsta ferðin til Kanaríeyja var í nóvember og síð- asta ferðin er 3. aprfl. Goði segir að mikið sé bókað fram yfir miðjan jan- úar og þegar sé búið að selja 1100 sæti, en á sama tíma í fyrra voru seld sæti um 800. íslendlngar vilja prófa að vera erlendls um jólln „Við höfum aukið sætaframboð um 40% frá í fyrra. Aukningin kem- ur okkur ekkert sérstaklega á óvart, enda virðast Islendingar í auknum mæli vilja prófa að dveljast erlendis yfir jólin. Kjarni þeirra sem fer til Kanaríeyja er fólk komið yfír miðjan aldur, en þó er líka ungt fólk og börn. Við bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá. Á jóladag heldur Örvar Kristjánsson uppi fjörinu, gengið verður kringum jólatréð og margt verður til gamans gert.“ Melra um fjölskyidur yflr jólin Á morgun, 16. desember, halda 230 farþegar í 18 nátta ferð til Kan- aríeyja með leiguflugi á vegum Heimsferða. Auk þeirra dvelja ein- hveijir sem fóru utan 22. nóvember áfram fram yfir jólin að sögn Andra Más Ingólfssonar, framkvæmda- stjóra. Með leiguflugi Heimsferða hafa verið famar tvær ferðir til Kan- aríeyja í vetur, en fyrsta ferðin var 23. október. Andri Már segir fjöldann svipaðan og í fyrra, enda bjóði Heims- ferðir upp á jafn margar ferðir og vélamar séu fullnýttar. Núna séu um 1100 manns búnir að bóka sig til 23. mars þegar vetraráætlun ljúki. I fyrra buðu Heimsferðir upp á 10 ferðir til Kanaríeyja, en síðasta ferðin var 4. júlí. Andri Már segir meira um íjölskyldur á Kanaríeyjum yfir jólin, en á öðrum tímum séu einstaklingar og eldra fólk í meirihluta. Á jóladag efna fararstjórar til jólaskemmtunar, þá verður sameiginleg jólamáltíð, jóla- sveinar koma í heimsókn og gengið verður kringum jólatréð. Lelgöu aukavél hjá Atlanta Þegar allt var uppselt og biðlistar orðnir langir ákváðu forráðamenn Samvinnuferða/Landsýnar að leigja vél hjá flugfélaginu Atlanta til að flytja 125 farþega til morgun, 16. desember. Auk fara á annað hundrað farþegar á vegum ferðaskrifstofunnar Flugleiðavélum. Alls verða 315 þegar frá Samvinnuferðum/Landsýn þar ytra yfír jólin. Dæmi um auknar vinsældir Kan- aríeyja á þessum árstíma segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri, að í fyrra hafi selst um 100 sæti. „Marg- ir vilja losna við jólaumstangið og mesta skammdegið. Mikið er um hjón og böm og jafnvel dæmi um að stór- fjölskyldan með ömmum og öfum taki sig saman og haldi jólin á Kan- aríeyjum, þar sem boðið verður upp á ýmsar skemmtilegar uppákomur kringum jól og áramót." Helgi segir að flestir dvelji í tvær eða þijár vikur, en þeir sem fara með Atlantavélin verði í 11 daga, síðan í þrjá daga í Dublin og haldi þaðan aðfaranótt 30. desember. „Við renndum blint í sjóinn með að bjóða upp á Dublin í slíkri ferð, en framtak- ið vakti hrifningu." „Salan með ólíklndum" { vetraráætlun Flugleiða til Kanarí- eyja er boðið upp á 1400 fleiri sæti en í fyrra. Aukningin er 40%. Sæta- framboð er samtals 3.591 og þar af selja Flugleiðir 1.500 sæti. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi, segir að salan hafi verið með ólíkindum og far nú sé búið að selja um 85%. „Um jólin verða 150 manns á okkar vegum á Kan- aríeyjum. Þeir verða meðal farþega í tveimur fullbókuðum Flugleiðavélum þann 20. desember. Auk þeirra má búast við að all-nokkr- ir farþegar úr fyrri ferðum dvelji ytra yfir jólin.“ Einar segir að farþegar eigi kost á snæða saman á aðfangadagskvöld og verði þá boðið upp á hangi- kjöt auk fjölda alþjóðlegra rétta. í hópi leiðsögumanna væru leikarar og engin hætta væri á öðru en að allir gætu skemmt sér hið besta. Einar tók í sama streng og aðrir viðmælend- ur og sagði að fjölskyldufólk væri í meirihluta. _ Islenskir bændur á ferð í útlöndum BÆNDASAMTÖK íslands hafa skipulagt fimm bændaferðir á næsta ári. Verði eftirspum mikil verður ferðunum hugsanlega fjölgað, enda markmiðið að fara þær ekki mjög fjölmennar. Vinsælustu bændaferðimar sl. tvö ár hafa verið vikuferðir í Moseldalinn og í ár verður farið þangað í vor- ferð, 29. mars til 4. aprfl. Ferðatil- högun verður svipuð og áður þar sem gist verður hjá vín- og ferðaþjón- ustubændum í 6 nætur. íslendingabyggðir í Kanada verða meðal þess sem skoðað verður dag- ana 11.-26. júní. Flogið verður tjl Winnipeg og þaðan farið um byggð- ir Vestur-íslendinga í Manitoba og Norður-Dakóta. Gert er ráð fyrir fjögurra nátta gistingu í Winnipet og tveggja nátta gistingu á Gimli. Þá verður dvalið eina nótt í Dryden í Ontario, tvær nætur í Thunder Bay, tvær nætur í International Falls í Minnisota og þijár nætur í Cayalier í N-Dakóta. í frétt frá Bændasamtökunum segir að þetta verði þægileg ferð þar sem góður tími gefist til að heim- sækja Vestur-íslendinga. Helstu byggðir Vestur-íslendinga verða heimsóttar, s.s. Lundar, Árborg, Riverton, Hekla og Gimli. Þrlsvar tll Mið-Evrópu Þá er á áætlun að fara þijár bændaferðir til Mið-Evrópu í sumar. Fyrstu tvær eru á hefðbundnar slóð- ir. Gist verður í Kufstein í Tyrol í fimm nætur, sjö nætur í Riva við Gardavatn og í lok ferðar verður gist í tvær nætur í Suður-Þýska- landi. Lagt verður af stað í þessar ferðir 16. og 17. júní. Þriðja Evrópuferðin hefst í Köln þar sem gist verður í tvær nætur, en farið verður frá íslandi 6. ágúst. Frá Köln verður ekið suður Rínardal til Rdesheim þar sem gist verður í aðrar tvær nætur. Næstur þremur nóttum verður eytt í litlu þorpi í þýsku Ölpunum og þar á eftir verð- ur gist þijár nætur í Alsace. Siðustu fjórar næturnar verður gist í þorpi í Moseldalnum skammt sunnan við Trier. ■ 1222131 | UMHELGINA | Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 17. desember kl. 10.30 verður árleg vetrarsólstöðu- ferð Ferðafélagsins á Esju. Gangan hefst á melunum austan við bæinn Esjuberg og liggur leiðin upp á Ker- hólakamb (852m) milli Hestagils og Sauðagils. Sama leið verður farin til baka. Þama gefst fólki gott færi á að skoða litbrigðin í Esjunni, en hún er úr basalt- og móbergslögum á víxl. Mikið er af innskotslögum og eiga litbrigði Esjunnar rót sína að rekja til þessara breytilegu berg- myndana. Ljósi liturinn stafar af ummynduðu móbergi. Nafnið Esja er talið vera dregið af þessu um- myndaða bergi. Brottför í gönguna er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin og Mörkinni 6. Fólk á eigin farartækjum er velkomið í hópinn. Rétt er að minna á hlýjan klæðnað, húfu, vettlinga og þægilega gönguskó. Hitastig breytist ótrúlega þegar komið er í um 800 metra hæð yfir sjávarmál. ■ Tillögur sem miða að aukinni sölu hestaferða um ísland HESTAFERÐIR á íslandi njóta vinsælda erlendra ferðamanna. / Bestu sendiherrar Islands SKIPUN nefndar sem fengi það verkefni að gera 5 ára áætlun um á hvern hátt skuli staðið að stóraukinni sölu hestaferða um ísland og sölu íslenskra hesta erlendis, er meðal hugmynda sem Birgir Þorgilsson, formað- ur Ferðamálaráðs íslands, hef- ur kynnt. „Eg trúi því að íslenski hest- urinn geti laðað ferðamenn í enn ríkari mæli til Islands," seg- ir Birgir, „og ég leyfi mér að fullyrða að hann er besti sendi- herra Islands í mörgum Evrópu- löndum. fslenski hesturinn hef- ur fært ferðaþjónustunni mikl- ar beinar og óbeinar tekjur, enda eru hestaferðir um ísland eitt af sterkustu trompum ís- lenskrar ferðaþjónustu.“ Birgir leggur til að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum þeirra sem reka hestaferðir á íslandi, Landssambandi hesta- mannafélaga, Flugleiðum, Fé- lagi íslenskra ferðaskrifstofa, Ferðamálaráði og landbún- aðarráðuneytinu. Auk þess að vinna að áætlun um aukna sölu hestaferða leggur Birgir til að nefndin standi fyrir fjársöfnun meðal hagsmunaaðila og enn- fremur að þess verði farið á leit við landbúnaðarráðuneytið og hagsmunasamtök bænda, að þessir aðilar standi undir kostnaði við störf nefndarinn- ar. Alþjóðlegar sýningar á íslandi „Það þarf áfram að leggja áherslu á sölu- og kynningar- starf í þeim löndum sem eru í dag helstu viðskiptalönd okkar. Jafnframt þarf að leita nýrra markaða, til dæmis á Bret- landseyjum, í Frakklandi og á Spáni,“ sagði Birgir. „Til þess þyrfti að auka þátttöku í ferða- sýningum, prenta nýja og glæsilega bæklinga, framleiða fleiri myndbönd og auka fjöl- breytni í ferðum." Birgir leggur til að hafinn verði undirbúningur að því að halda alþjóðlega sýningu hér á landi, „Reynslan af ferðasýn- ingum Vestur-Norðurlanda, sem haldnar eru annað hvert ár hér á íslandi, hefur sýnt að slíkar sýningar geta staðið und- ir sér fjárhagslega. Svona hestasýningu væri hægt að halda annað hvert ár á móti fer ðasýningunni. “ „Það mætti líka hugsa sér að svona nefnd kynnti sér ítarlega áhugaverðar og þaulhugsaðar hugmyndir varðandi sölu hesta- ferða og hesta í Þýskalandi," sagði Birgir. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.