Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 1
m rci' Evrópudómstóllinn íBrussel úrskurðar íJean-Marc Bosman-knattspyrnumálinu ídag Búist við að Belginn fagni sigri EVRÓPUDÓMSTÓLLINN mun í dag úrskurða í máli Belgans Jean-Marc Bosman. Búist er við að úrskurðurinn verði Bosman í vil og fyrir- komulag við kaup og sölu á knattspyrnumönnum í Evrópu og takmarkanir á fjölda er- lendra leikmanna í hverju liði, séu ekki í samræmi við frjálst flæði vinnuafls milli landa Evrópusambandsins. Fastlega er búist við að úrskurð- ur dómstólsins verði í sam- ræmi við álit Carls Ottos Lenz, lög- fræðilegs ráðgjafa dómstólsins, en hann sagði í mikilli skýrslu á haust- mánuðum að hið arðbæra fyrir- komulag sem verið hefur á sölu knattspymumanna á milli landa væri ólögmætt. Ef niðurstaða Lenz gengur eftir má búast við miklum breytingum á markaði knatt- spymumanna í Evrópu. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins. Bosman og lögfræðingar hans byggðu málflutning sinn á því að fyrirkomulagið væri ólögmætt og einnig að höftin sem óneitanlega væru til staðar vegna kvóta á er- lendum leikmönnum í deildar- keppninni í löndum Evrópu væru ekki í samræmi við lög og reglur Evrópusambandsins. Bosman telur að þeir sem hafi atvinnu af því að leika knattspyrnu eigi að geta leik- ið hvar sem er í löndum Evrópu- sambandsins, rétt eins og aðrar stéttir geta fengið vinnu án tak- markana. Þetta stangist sem sagt á við frjálst flæði vinnuafls milli landa. Upphaf málsins má rekja til árs- ins 1990 þegar hann vildi fara frá FC Liege í Belgíu til Dunkirk í Frakklandi, en forráðamenn Liege neituðu honum um leyfi til að skipta. Félagið setti Bosman síðan í bann og hann fór í mál vegna þessa og sér nú fyrir endann á því férli. Bosman hefur krafið belgíska knattspyrnusambandið og UEFA um bætur sem nema um 65 milljón- um króna vegna þessa, en hann telur að hann hafí verið settur á 'Svartan lista eftir að málaferlin hófust. Þegar skýrsla Lenz var gerð opinber olli það miklum titringi meðal forystumanna knattspymu- mála í Evrópu og UEFA hefur meðal annars bent á að verði þetta niðurstaðan muni það kippa fjár- hagslegum stoðum undan litlum félögum sem hingað til hafi haft góðar tekjur af því að selja leik- menn. FIFA studdi UEFA í þessum mótmælum og hefur bent á að verði þetta raunin muni lönd Evr- ópusambandsins vera úr takt við önnur ríki heimsins hvað þetta varðar, og það geti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Jean-Louis Dupont, einn lög- fræðinga Bosmans, er bjartsýnn á að niðurstaðan verði Belganum í hag og segist í raun undrandi á því hversu margir hafi stutt þá í baráttunni, sérstaklega forráða- menn stærri félaga Evrópu. „Við erum ánægðir með þennan stuðn- ing stóru félaganna. Sum hafa stutt okkur opinberlega en flest með því að segja ekki neitt. Barc- elona er eina stóra félagið sem hefúr stutt málflutning UEFA. Aðrir hafa haft hljótt um sig,“ seg- ir Dupont. í síðustu viku fékk Bos- man stuðning frá Karel Van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sem sagði að knattspyma væri í raun viðskipti og ætti því að falla undir reglur um innrimark- að Evrópusambandsins. Nýlega var samþykkt í öldunga- deild ítalska þingsins að heimila félögum að stilla upp liði sem að- eins væri skipað erlendum leik- mönnum, svo fremi að þeir væru frá Iöndum innan Evrópusam- bandsins. Neðri deild ítalska þings- ins á eftir að taka málið fyrir, en þetta þykja skýr skilaboð til Evr- ópudómstólsins og rennir ennfrek- ar stoðum undir grun manna um að úrskurðurinn í dag verði Bos- man í vil. BLAK: HK Á YFIR HÖFDISÉR SEKT OG BANN í EVRÓPUKEPPNI / C3 BLAÐ ALLR JltattttitÞfaMfc 1995 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER BLAD KORFUKNATTLEIKUR Lögð á ráðin Morgunblaðið/Ásdis BENEDIKT Jónsson, hinn ungi þjálfari KR-inga, leggur á ráóin fyrir lokaátökin. Þær ráðlegglngar dugðu KR-ing- um til sigurs í gær. Lárus Arnason fyrírliði KR-inga fylgist grannt með öllu og Ingvar Ormarsson (nr. 6) var greinilega líka með á nótunum en hann skoraði mikiivæg stig í lokin. Hafa ekki jeikið landsleik á íslandi LANDSLIÐIÐI handknattleik heldur til Græn- lands í dag til að leika tvo landsleiki gegn Græn- lendingum. Sex leikmenn í hópnum hafa ekki leikið landsleik á íslandi — það eru að sjálfsögðu nýliðarnirtveir, Njörður Árnason, ÍR, ogDavíð Ólafsson, Val. Hinir fjórir eru Halldór Ingólfs- son, Haukum, sem lék fjóra landsleiki í Banda- ríkjunum 1991, Aron Kristjánsson, Haukum, sem lék tvo landsleiki í Frakklandi 1993, Leó Örn Þorleifsson, KA, og Ingi Rafn Jónsson, Val, sem léku þrjá landsleiki í Austurríki á árinu. Bergsveinn leikreyndastur BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður, er leikreyndasti leikmaður liðsins — með 111 lands- leiki, en næstur á blaði kemur Dagur Sigurðs- son, sem hefur leikið 47 leiki. Flestir leikmenn hafa leikið færri en tíu landsleiki. Njörður Árna- son er fyrsti ÍR-ingurinn sem leikur með landslið- inu síðan Ólafur Gylfason lék landsleik gegn Noregi í Ósló 1990. Bergsveinn er eini Ieikmað- ur landsliðsins, sem Iék þá. Feðgar í landsliði INGI Rafn Jónsson er sonur Jóns Breiðfjörðs Ólafssonar, fyrrum markvarðar I Val, sem lék fjóra landsleiki 1966-1968. Ingi Rafn, sem lék þrjá leiki í Austurríki á dögunum, nær því að komast í fleiri leiki — seinni leikur hans á Græn- landi verður hans fimmti. Jason Ólafsson lék einnig með Inga Rafni í Austurríki, hann er sonur Ólafs Jónssonar, fyrrum landsliðsfyrirliða. Þrír aðrir feðgar hafa klæðst landsliðsbúningi íslands — Rúnar Guðmannsson og Jón Árni, Fram, Gunnsteinn Skúlason, Val, og Skúli, Stjörnunni, Kristján Stefánsson og Stefán, FH. Coffey náði 1.000. stoðsendingunni PAUL Coffey, varnarmaður hjá íshokkiliði Detroit í NHL-deildinni í Bandaríkjunum, náði þeim merka áfanga í fyrrjnótt að gefa sína 1.000. stoðsendingu og þar með varð hann fyrsti varn- armaðurinn til að ná þessu marki. Coffey var að vonum ánægður eftir leikinn, en hann átti góða seudingu á félaga sinn í fyrsta leikhluta og þannig náði Detroit að jafna 1:1 gegn Chicago. Ég er búinn að bíða dálítið eftir þessu og það var gott að ná þessu núna því þetta var erfiður leikur. Það er líka gott að vera búinn að þessu, þá liggur þetta ekki á manni eins og mara,“ sagði Coffey. Hann sagði að fyrrum félagi, hinn frægi Wayne Gretzky, hafi haft samband við sig á meðan leikurinn var. „Hann sagði að ég ætti aðeins eftir að gefa um 5 til 6 hundruð stoðsend- ingar til að ná sér!“ sagði Coffey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.