Morgunblaðið - 15.12.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 15.12.1995, Síða 3
2 C FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 1995 C 3 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR ÍÞRÓTTIR KR-Þór 91:87 íþróttahúsið Seltjarnamesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik — 19. umferð — fimmtudag- inn 14. desember 1995. Gangur leiksins: 0:7, 9:7, 9:16, 16:18, 23:28, 23:35, 29:39, 40:39, 40:42, 40:48, 53:68, 58:73, 80:77, 84:85, 89:87, 91:87. Stig KR: Hermann Hauksson 26, Ósvaldur Knudsen 22, Jonathan Bow 18; Ingvar Ormarsson 11, Lárus Ámason 8, Óskar Kristjánsson 5, Atli Einarsson 1. Fráköst: 11 í sókn — 25 í vörn. Stig Þórs: Fred Williams 34, Kristinn Frið- riksson 23, Böðvar Kristjánsson 9, Kristján Guðlaugsson 7, Birgir Örn Birgisson 6, Konráð Óskarsson 6, Hafsteinn Lúðvíkss. 2. Fráköst: 9 í sókn — 23 í vöm. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Jón Halldór Eðvaldsson. Þokkalegir en þetta var fyrsti leikur Jóns Halldórs í úrvalsdeildinni. yillur: KR 20 - Þór 15. Áhorfendur: Ríflega 80. UMFT - Breiðablik 84:74 íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 5:5, 9:10, 13:17, 19:22, 29:22, 40:25, 46:31, 50:33, 51:40, 56:46, 66:51, 74:55, 78:69, 84:74. Stig Tindastóls: Torrey John 21, Pétur Guðmundsson 17, Láms Dagur Pálsson 13, Hinrik Gunnarsson 12, Atli B. Þorbjömsson 11, Amar Kárason 6, Ómar Sigmarsson 4. Fráköst: 12 í sókn — 24 I vöm. Stig Breiðabliks: Michael Thoele 35, Hall- dór Kristmannsson 16, Birgir Mikaelsson 13, Daði Sigþórsson 6, Agnar Oisen 2, Ein- ar Hannesson 2. Fráköst: 7 í sókn — 20 i vöm. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Rögn- valdur Hreiðarsson vom siakir. Villur: Tindastóll 21 — Breiðablik 15. Áhorfendur: 230. UMFG > ÍA 120:86 íþróttahúsið í Grindavík: Gangur leiksins: 5:0, 8:6, 19:6, 26:15, 34:18, 44:27, 51:41, 61:47, 66:47, 77:49, 82:57, 92:57, 105:68, 112:81, 120:86. Stig UMFG: Herman Myers 39, Unndór Sigurðsson 19, Marel Guðlaugsson 18, Guð- mundur Bragason 11, Helgi J. Guðfinnsson 11, Hjörtur Harðarson 9, Árni S. Björnsson 6, Páll A. Vilbergsson 4, Sigurbjöm Einars- son 2, Ingi K. Ingólfsson 1. Fráköst: 16 í sókn - 31 í vörn. Stig ÍA: Milton Bell 36, Bjarni Magnússon 13, Dagur Þórisson 13, Haraldur Leifsson 11, Brynjar Sigurðsson 8, Eivar Þ. Þórólfs- son 5. Fráköst: 18 í sókn - 20 í vöm. Dómarar: Leifur Garðarsson og Sigmundur Herbertsson. Sluppu ágætlega frá leiknum. Villur: UMFG 19 - IA 17 Áhorfendur: Um 150. Valur-UMFS 84:86 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 7:0, 14:6, 24:12, 32:20, 34:35, 41:41, 43:46, 43:48, 48:56, 60:61, 63:71, 66:81, 79:83, 81:86, 84:86. Stig Vals: Ronald Bayless 27, Brynjar Karl_ Sigurðsson 26, Ragnar Þór Jónsson 18, Ivar Webster 5, Bjarki Guðmundsson 4, Hjalti Jón Pálsson 4. Fráköst: 18 í sókn - 19 í vöm. Stig Skallagríms: Bragi Magnússon 18, Alexander Ermolinskij 18, Ari Gunnarsson 16, Tómas Holton 13, Grétar Guðlaugsson 8, Sigmar Egilsson 7, Gunnar Þorsteinsson 4, Sveinbjörn Sigurðsson 2. Fráköst: 9 í sókn - 25 í vöm. Dómarar: Kristján Möller og Einar Einars- son. Sá fyrrnefndi dæmdi þokkalega en Einar átti afleitan dag og hefur vonandi einhvem tíma dæmt betur. Villur: Valur 27 - Skallagrímur 16. Áhorfendun Um 100. Haukar-ÍR 92:75 Strandgata: Gangur ieiksins: 3:0, 14:6, 28:18, 31:29, 39:30, 46:36, 56:42, 71:55, 80:63, 92:75. Stig Hauka: Jason Williford 20, Pétur Ing- varsson 19, Ivar Ásgrímsson 16, Bergur Eðvarðsson 15, Sigfús Gizurarson 14, Jón Amar Ingvarsson 6, Þór Haraldsson 2. Fráköst: 12 í sókn - 37 í vöm. Stig ÍR: Herbert Arnarson 20, John Rho- des 15, Broddi Sigurðsson 11, Eiríkur Ön- undarson 11, Eggert Garðarsson 7, Guðni Einarsson 6, Jón Örn Guðmundsson 3, Márus Amarson 2. Fráköst: 5 í sókn - 27 í vöm. Dómarar: Jón Bender og Björgvin Rúnars- son. Villur: Haukar 16 - ÍR 22. Áhorfendur: 250. Keflavík - UMFN 82:86 íþróttahúsið í Kefiavík. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 9:9, 9:18,18:22, 23:22, 34:34, 43-39, 52:52, 60:60, 71:71, 77:77, 82:81, 82:86. Stig Keflavíkur: Lenear Bums 16, Falur Harðarson 16, Albert Óskarsson 15, Jón Kr. Gíslason 11, Guðjón Skúlason 10, Sig- urður Ingimundars. 9, Gunnar Einarss. 5. Fráköst: 3 í sókn - 22 í vörn. Stig UMFN: Rondey Robinson 21, Teitur Örlygsson 19, Jóhannes Kristbjörnsson 17, Páll Kristinsson 8, Friðrik Ragnarsson 8, Rúnar Amason 7, Kristinn Einarsson 6. Fráköst: 7 í sókn - 31 í vöm. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Al- bertsson sem dæmdu mjög vel. Villur: Keflavík 20 - UMFN 20. Ahorfendur: Um 600. Evrópukeppnin A-riðiIl: Olympique - Bayer Leverkusen.....81:82 Unicaja - Benetton...............70:72 B-riðill: Maccabi - Cibona Zagreb..........78:75 Virtus - Panathinaikos...........68:72 Benfica - Real Madrid............73:78 IMjarðvíkingar höfðubetur „VIÐ tókum sérstaklega fyrir á síðustu æfingu hvernig við myndum leika síðustu mfnút- urnar í hnífjöfnum leik og ég held að það hafi hjálpað okkur. Annars eru þessi lið mjög áþekk og sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari íslandsmeistara Njarðvíkinga eftir að lið hans hafði haft bet- ur í nágrannaslagnum við Kefl- víkinga ígærkvöldi. Lokatölur urðu 86:82 fyrir UMFN en f hálfleik höfðu Keflvíkingar yfir 43:39. Leikurinn var oft hin ágætasta skemmtun þar sem hart var barist, en þó drengilega. Jafnræði ■■■■■■ var með liðunum frá Björn upphafi Og allt Blöndal - stefndi að æsispenn- sknfarfrá andi i0kamínútum Keflavik . » , sem raunm varð a. Keflvíkingar lögðu allt kapp á að stöðva lykilmenn Njarðvíkinga, þá Teit Orlygsson og Rondey Robinson og það tókst þeim í fyrri hálfleik. En þeim gekk ekki eins vel að stöðva þá félaga í síðari hálfleik en þeir Teitur og Rondey ásamt Jó- hanni Kristbjörnssyni reyndust heimamönnum þá ákaflega erfiðir og saman gerðu þeir 41 stig af 47 stigum Njarðvíkinga í hálfleiknum. Um tíma virtust Keflvíkingar þó vera að snúa leiknum sér í hag eft- ir að Njarðvíkingar höfðu fengið dæmda á sig tæknivillu og síðan ásetningsvillu í viðkvæmri stöðu þegar síðari hálfleikur var liðlega hálfnaður. En þeim tókst ekki að nýta sér þessi tækifæri. Einnig voru Keflvíkingar óheppnir á lokamínút- unum þegar dæmd voru skref á þá í tvígang. Njarðvíkingar gáfu allt í þennan leik og uppskáru eftir því og þeir eru því enn aðeins tveim stigum á eftir Haukunum sem hafa forystu í riðlinum, en þessi lið mætast í síðasta leiknum fyrir áramót i Njarðvík á sunndagskvöldið. Hjá Keflavík voru þeir Albert Óskarsson, Lenear Burns og Falur Harðarson bestir. Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður liðsins stóð sig einnig vel og hefði mátt leika meira. Haukar sterkari á öllum sviðum IR-ingar urðu léttleikandi leik- mönnum Hauka engin fyrirstaða í sextánda sigurleik þeirra í gær- kvöldi. Ef undan er skilinn stuttur kafli undir lok síðari hálf- leiks þá réðu Hauk- ar öllu sem þeir vildu ráða á leikvellinum og hleyptu gest- um sínum í íþróttahúsinu við Strandgötu aldrei nálægt sér. Loka- tölur 92:75. Það var ljóst strax í upphafi að Haukar ætluðu ekki að gefa þuml- ung eftir. Þeir léku hraðan og skemmtilegan sóknarleik og gáfu ekki þumlung eftir í vörninni. Þeir náðu strax öruggri forystu og lykil- menn í liði ÍR-inga, s.s. Herbert Arnarson, Jón Orn Guðmundsson og Eiríkur Önundarson, komust lítt áleiðis. En barátta Hauka í vörninni tók sinn toll og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks hvíldu þeir Pétur Ingvarsson og Jason Williford vegna þess að báðir voru komnir með þtjár villur. Við þetta veiktist lið Hauka um tíma og ÍR náðu að minnka forskot niður í tvö stig um tíma, 31:29, en' lengra komust þeir ekki. Haukar spýttu í lófana á loka- mínútunni og leiddu með níu stigum í hálfleik, 39:30. Mun meiri barátta var í leik- mönnum ÍR í síðari hálfleik, einkum í vöminni, en sem fyrr áttu þeir í ívar Benediktsson skrifar A-RIÐILL mesta basli með vel spilandi Hauka. Herbert hrökk í gang og fór að hitta vel eftir að hafa gert aðeins eitt stig í fyrri hálfleik, en aðrir leikmenn ÍR áttu í vandræðum með að koma boltanum rétta leið þrátt fyrir upplögð færi. Haukaliðið bætti í stigasarpinn jafnt og þétt þar til yfir lauk og sautján stig skildu fylking- arnar að. Haukaliðið var jafnsterkt í leiknum og það var kom alltaf maður í manns stað. Leikmenn leika hver ann- an vel upp og hreyfanleiki varnarmanna er góður. í fyrri hálf- leik voru það óreyndari leikmenn ÍR sem heldu því á floti ásamt John Rhodes. í þeim síðari kom Herbert sterkur inn í sóknina og hitti vel á kafla. Þá var Rhodes sterkur. Ýms- ir aðrir eins og Jón Örn, Eiríkur og Márus Arnarson eiga að geta gert betur. Fj. leikja HAUKAR 19 UMFN 19 KEFLAVÍK 19 VNDASTÓLL 19 /R 19 BREIÐABLIK 19 Skallagrímsmenn hefndu ófaranna Skallagrímur vann nauman en sætan sigur á Valsmönnum.á Hlíðarendi í gærkvöldi, 84:86. Þar ■■■■■■ með hefndu gestirn- Höröur ir ósigursins gegn Magnússon yai [ bikarkeppninni sknfar á dögunum. Það var þó ekkert sem benti til þess í upphafi að slíkt gæti gerst, Valsmenn byrjuðu mjög vel og náðu snemma góðu forskoti sem hélst fram undir miðjan hálf- leikinn. Valsmenn fóru þá að spila alltof stuttar sóknir og Borgnesing- ar gengu á lagið, minnkuðu muninn jafnt og þétt og höfðu yfir í hálf- leik 43:46. Það var allt annað lið gestanna sem kom inn á síðari hálfleik, snemma náðist gott forskot, allt upp í fimmtán stig 66:81. Á þessum kafla kom Bragi Magnússon af bekknum og það var honum öðrum fremur að þakka að Borgnesingar náðu svo góðu forskoti. Valsmenn gáfust þó ekki upp og komust - með mikilli baráttu og klaufaskap gestanna - mjög nálægt og fengu tækifæri að jafna leikinn undir lok- in en tókst ekki. Vægast sagt mjög umdeild ásetningsvilla var dæmd á Bjarka Guðmundsson, Valsmann og gerði sú villa endanlega út um vonir Valsmanna um sigur í leiknum. Mjög slakur dómari leiksins, Einar Einarsson, dæmdi villuna og var hún í engu samræmi við það sem á undan var gengið, Valsmenn ærð- ust en Tómas Holton fór á vítalín- una og innsiglaði sigurinn, skoraði úr báðum skotunum. Valsmenn léku mjög vel fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan ekki söguna meir, fyrr en í lokin. Þeir skoruðu ellefu þriggja stiga körfur úr 30 skotum og verður það að teljast slök nýting. Þar af átti Brynjar Karl Sigurðsson sex slíkar körfur en úr 15 skotum. Ragnar Þór Jónsson lék vel og var besti maður Valsmanna, ásamt Ronald Bayless sem hefur þó oft leikið betur. Valsmenn léku ekki sem ein heild og það varð þeim að falli í ieiknum. Skallagrímsmenn léku ekki vel,í þessum leik og hreint ótrúlegt að liðið skuli hafa sigrað Grindvíkinga um daginn, eins og þeir léku meg- in- hluta þessa leiks. Bragi Magnús- son var þeirra besti maður, Tómas Holton og Grétar Guðlaugsson léku einnig ágætlega, sérstaklega var Grétar sterkur í vörninni gegn Ron- ald Bayless. Morgunblaðið/Sverrir HERMANN Hauksson, besti maður KR reynir að stöðva Þórsarann Fred Williams, en það tókst ekki oft í gærkvöldi. Hann og félagar hans í Þór urðu samt að játa sig sigraða. KR-ingar í gang ... - um leið og áhorfendurtóku við sér Skúli Unnar Sveinsson skrifar Þrátt fyrir að áhorfendur væru ekki margir á leik KR og Þórs í gærkvöldi höfðu þeir mikil áhrif því um leið og þeir tóku að hvetja vest- urbæjarliðið hrökk það í gang og náði að knýja fram sigur, 91:87. Leikurinn var talsvert langt frá því að vera vel leikinn því til þess að svo geti talist verða menn að gera talsvert færri mistök en gerð voru á Nesinu í gær. Varnir voru mjög takmarkaðar, en þó ágætar á köflum, eins og þegar KR skipti í svæðisvörn undir lok fyrri háifleiks. En spennan var nokkur og sveifl- urnar gríðarlegar. Gestirnir gerðu fyrstu 7 stigin, þá komu 9 stig heimamanna sem Þór svaraði með næstu níu stigum og oft kom sú staða að annað liðið náði að gera talsvert af stigum án svars frá mótheijunum. KR-ingar reyndu allt of mikið af þriggja stiga körfum og voru 25:38 undir þegar Hermann Hauksson dró sig út fyrir þriggja stiga línu undir lok fyrri hálfleiks og gerði þá þijár slíkar í röð og Ósvaldur Knudsen tók síðan við. KR gerði 15 stig gegn tveimur áður en gestirnir náðu að skora síðustu þrjú stig hálfleiksins. Sex fyrstu stigin eftir hlé komu frá Þór og hægt og bítandi juku gestimir forskot sitt og höfðu 15 stig uppúr miðjum hálfleiknum. En þá tóku áhorfendur við sér og KR- ingar fóru að taka aðeins á í vörn- inni og gerðu 22 stig gegn fjórum og komust 80:77 yfir er þijár mínút- ur voru eftir. Bow fékk fjórðu villu sína og tæknivillu í kjölfarið og Þór komst í 84:85 en KR-ingar voru skynsamir og sterkari í lokin. Hermann var sterkur hjá KR, átti nokkra frábæra kafla eins og Ósvaldur sem kom sterkur inná í fyrri hálfleik. Bow hrökk í gang í síðari hálfleiknum og Lárus Árna- son fyrirliði lék vel í vörninni þegar á reyndi undir lokin. Þá gerði Ing- var mikilvæg stig, en hann komst ekki á blað í fyrri hálfleik. Hjá Þór var Fred Williams hreint óstöðvandi og þrátt fyrir að vera umkringdur þremur KR-ingum undir körfunni skoraði hann nær undantekningarlaust þegar hann fékk boltann. Hefðu félagar hans fundið leið til að koma knettinum oftar til hans þegar illa gekk hefðu úrslitin orðið önnur. Kristinn Frið- riksson var einnig í stuði og hitti oft ótrúlega vel. Annars er einn B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig UMFG 19 14 5 1825: 1546 28 KR 19 10 .9 1634: 1627 20 SKALLAGR. 19 10 9 1472: 1510 20 ÞÓR 19 6 13 1583: 1580 12 ÍA 19 6 13 1650: 1800 12 BREIÐABLIK 19 4 15 1497: 1774 8 VALUR 19 2 17 1434: 1855 4 Björn Björnsson skrifar frá Sauöárkróki galli á annars ágætu liði Þórs og það er ótrúlegt tuð nokkurra manna út í dómarana, sama hvað dæmt er. Létt hjá Tindastóli ^Pindastóll sigraði Breiðablik ■ 84:74 og hefði sigurinn hæg- lega getað orðið stærri því heimamenn voru með góða forystu áður en leikurinn varð að leikleysu undir lokin. Ómar hóf leikinn fyrir heimamenn með þriggja stiga körfu og Birgir svar- aði eins hinum megin. Mikil barátta og jafnræði var fyrri hluta fyrri hálfleiks og þegar 8 mínútur voru eftir var staðan 23:22. Þá kom mjög góður kafli hjá heimamönn- um. Þeir léku harða vörn og náðu afgerandi forystu, mest 15 stigum. Það var aðeins fyrir góðan leik Thoele og Halldórs í liði Blika að gestirnir voru ekki skildir eftir. Torrey og Hinrik áttu ágætan leik og einnig Pétur og Atli Björn gerði tvær þriggja stiga körfur á góðum tíma. Blikar hófu síðari hálfleik með látum og náðu að minnka muninn í 8 stig en þá þéttu heimamenn vörnina á ný og munurinn jókst jafn og þétt. Á þessum kafla skor- aði Arnar mörg góð stig og var í miklu stuði. Halldór var dekkaður mjög vel en þá losnaði um Thoele sem gerði 26 stig í síðari hálfleik og var yfirburðamaður hjá Blikum. Brotlend- ing Skaga- manna Herman Myers átti enn einn stórleikinn Eftir gott gengi Skagamanna biðu þeir afhroð í Grindavík gegn frískum heima- mönnum sem höfðu leikinn í hendi sér frá upphafi og sigruðu 120:86. „Eg átti von á erfiðum leik hér í kvöld éftir gott gengi þeirra meðan við höfum verið í lægð. Mér fannst við kannski ekki alveg tilbúnir í leikinn og spiluðum ekki nægilega vel í vörninni í fyrri hálfleik. Við lögðum áherslu á að laga það í seinni hálf- leik og ég er nokkuð sáttur við leikinn í heild. Menn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera en við eigum erfiðan útileik eftir á Akureyri áður eh við getum farið í jólafrí," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálf- ari Grindvíkinga. Herman Myers átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og á orðið hug og hjörtu heimamanna. Hann er sterkur undir körfun- um og skoraði ófá stig eftir að hafa rifið niður sóknarfráköst. Unndór og Marel stóðu sig vel í skyttuhlutverkunum og Guðmundur var dijúgur. Hjá Skagamönnum stóð vart steinn yfir steini á.stundum og Hreinn Þor- kelsson greip til þess ráðs að taka allt byijun- arliðið af vellinum í upphafi seinni háfleiks og lét það sitja á bekknum í 2 mínútur. „Ég var að athuga hvort þeir tækju sig ekki á. Við mættum einfaldlega ekki í Ieikinn,“ sagði Hreinn. Frimann Ólafsson skrifar frá Grindavík BLAK HK á yfir höfdi sér sektogbanní Evrópukeppni Islands- og bikarmeistarar HK í Kópavogi verða væntanlega settir í bann frá Evrópumótunum fyrir að mæta ekki til leiks í aðra umferð Evrópukeppninnar á dög- unum. Evrópusambandið hefur ekki enn ákveðið bannið en sam- kvæmt venjunni er ekki ólíklegt að HK verði sektað um rúmlega 100 þúsund krónur og fái að auki nokkurra ára bann. Forsagan er sú að HK tapaði í fyrstu umferð Evrópukeppninn- ar fyrir Holte frá Danmörku og átti HK því að fara á mót í Sviss með liðunum sem töpuðu í fyrstu umferð. Það mót fór fram 8. til J0. desember, en HK mætti ekki og tilkynnti mótshöldurum þrem- ur dögum áður en mótið hófst að liðið myndi ekki mæta. Evr- ópusambandið er ekki ánægt með þessa framkomu og segir að þetta hafí skaðað mótshaldara og eins Evrópubikarkeppnina, sem er ný keppni. Þar hafði HK unnið sér rétt til að vera meðal þátttakenda næstu þijú árin en nú búast menn jafnvel við að lið- ið fái ekki að taka þátt í þeirri keppni að minnsta kosti ekki næstu árin. Ástæður þess að HK tilkynnti ekki fyrr um að liðið drægi sig úr keppni mun vera hreinn og beinn trassaskapur. Mótið er á óheppilegum tíma því margir leikmenn eru I prófum en ein- hverra hluta vegna gleymdist að tilkynna Evrópusambandinu að liðið hyggðist ekki taka þátt í mótinu. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Chicago með langbesta árangurinn CHICAGO Bulls sigraði Orlando Magic 112:103 ífyrrinótt og eru Michael Jordan og félagar hjá Bulls nú með langbestan árangur f deildinni, hafa sigrað í 17 af 19 leikjum tímabilsins, en það er 89,5% árangur. Næstu lið eru meistarar Houston og Orlando með 77,3% árangur. Sem dæmi um yfirburði Bulls í miðriðli austurdeildarinnar má nefna að Indiana, liðið sem er í öðru sæti, hefur 50% árangur. Jordan Jordan gerði 36 stig fyrir Bulls gegn Magic og Scottie Pippen 26, en þetta var sjöundi sigur liðsins í röð. Bulls hefur sigrað í öllum níu heimaleikjum sínum í vetur og er eina liðið auk Orlando sem ekki hefur tapað á heima- velli. Dennis Rodman gerði aðeins 8 stig en kappinn litskrúðugi tók 19 fráköst. Penny Hardaway var at- kvæðamestur gestanna og gerði 26 stig en Dennis Scott var með 24, Sem fyrr vár Shaquille O’Neal ekki með en búist er við að hann leiki sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Utah Jazz aðfaranótt laugardags- ins. „Við lékum vel,“ sagði Jordan sem gerði 22 stig í fyrri hálfleikn- um. Þjálfari Orlando, Brian Hill, sagði: „Það er ekki hægt annað en taka ofan fyrir Chicago-liðinu, það lék vel og var betra en mitt lið á öllum sviðum körfuknattleiksins." Shawn Kemp gerði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Seattle vann San Antonio og kappinn var með góða nýtingu því hann skoraði úr 11 af 12 skotum sínum utan af velli. Sam Perkins gerði 20 stig og tók 11 fráköst fyrir Sonics en David Robinson var bestur í liði Spurs, gerði 23 stig og tók 12 fráköst. Boston vann hið dapra lið 76ers, en liðið hefur aðeins náð 15% ár- angri það sem af er vetri. Dino Radja gerði 21 stig fyrir Boston og nýliðinn Eric Williams 20 en Jerry Stackhause var sá eini hjá 76ers sem eitthvað gat og gerði þessi smávaxni leikmaður 26 stig. LA Lakers brá sér til Detroit og sigraði, 101:98, og var Nick Van Exel stiga- hæstur með 30 stig fyrir Lakers. Cedric Caballos gerði 21 og Elden Campbell 17. Kærkom- inn sigur hjá Lakers sem hafði tapað fjórum leikj- um í röð á útivelli.Grant Hill gerði 25 stig fyrir Pistons. Meistarar Houston fóru til Kanada og mættu nýliðum Vanco- uver Grizzlies og töpuðu eins og venjulega er segja þvi þeir eru með verstan árangur allra liða. Vancou- ver byijaði vel, vann tvo fyrstu leik- ina en síðan hefur liðið tapað 19 í röð og er með 9,5% nýtingu sem er það slakasta í deildinni. Tapi liðið næsta leik jafnar það „met“ Philad- elphia 76ers frá því 1973 og Dallas 1993, að tapa 20 leikjum í röð. nýliðarnir, óhætt að HANDBOLTI Spennu- leikur íVín „ÉG hef séð marga leiki um ævina. Þessi var sá mest spenn- airdi sem ég hef upplifað,“ sagði Helga Magnúsdóttir eftir að hún hafði séð Dani vinna Austurríkis- menn 24:23 í framlengdum leik í Vínarborg í gærkvöldi — í HM kvenna. „Það var allt komið á suðumark hjá fimm þúsund áhorfendum — staðan var jöfn [19:19] eftir venjulegan leiktíma. Danska liðið lék geysilega vel gegn liði Austurríkis, sem er skipað mörgum erlendum stúlk- um — frá Rúmeníu og Ungverja- landi, sem hafa fengið austur- rískan ríkisborgararétt," sagði Helga. Danir mæta Ungverjum í und- anúrslitum í dag, en Ungveijar unnu Rússa 23:18 í Búdapest. Þar vann S-Kórea Þýskaland 20:15 og mætir Noregi, sem vann Rúm- eníu 21:19 IVín. Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Fylkishús: Fylkir - ÍBA. Bikarkeppni kvenna: Valshús: Valur - Fram.......18 20 NBA-deildin Boston - Philadelphia......111:100 Detroit - LA Lakers........ 98:101 Chicago - Orlando .........112:103 San Antonio - Seattie...... 83: 88 Vancouver - Houston........ 89:100 Knattspyrna Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Atalanta - Cagliari............4:2 ■Atalanta vinnur samanlagt 4:3. Halldór B. Jónsson varaformaður KSÍ HALLDÓR B. Jónsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Fram, er orðinn varaformaður Knattspyrnusambands íslands. Fyrsti fundur nýrrar sljórnar KSÍ var í gær og skipti stjórnin með sér verkum. Eggert, Magnússon var kjörinn formaður KSÍ á ársþingi sanibandsins. Varaformaður er Halldór B., Elías Her- geirsson er gjaldkeri og Helgi Þorvaldsson ritari. Áðurnefndir silja í framkvæmdastjórn ásamt Stefáni Gunnlaugssyni. Eggert Magnússon verður formaður landsliðsnefndar, Helgi Þorvaldsson mótanefndar, Halldór B. Jónsson dómaranefndar, Jón Gunnlaugsson fræðslunefndar og 21 árs landsliðsnefndar, Róbert Agnarsson formaður aganefndar, Eggert Steingrímsson nnglinganefndar og Elísabet Tómasdóttir kvennanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.