Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AGNES og Natan í grasaferð í sumarblíðu áður en óveðursskýin hrannast upp. ÞEIR ERU báðir góðir hestamenn, Natan og Baltasar. ÞAÐ ER hægara sagt en gert að ná tali af Baltasar Kormáki. Ekki er nóg með það að Norður-Atlantshafið liggi á milli okkar, heldur er hann einnig mjög vant við látinn. Hann er að setja upp söngleikinn Hárið í Barcelona á Spáni. Þegar næst loks- ins af honum vill svo til að hann er hann nýbúinn að kaupa sér flugmiða til Islands. Þótt hann sé önnum kaf- inn ætlar hann ekki að missa af frumsýningu Agnesar, og skreppur þess vegna heim yfir jólin. „Ég kem heim á frumsýninguna en fer svo út aftur og legg lokahönd á uppfærslu Hársins. Frumsýningin verður svo 11. janúar," segir Baltas- ar. „Æfingum er lokið að öðru leyti en því að það á eftir að sviðsetja söngleikinn í leikhúsi. Við erum búin að setja upp leikprufu í æfingahús- næðinu, sem var mjög vel tekið.“ Engin hvíld framundan Það er óhætt að segja að þetta hafi verið annasamt ár hjá Baltasar. Hann fór méð aðalhlutverk í tveimur kvikmyndum, Draumadísum og Ag- nesi, og setti á fót nýtt leikhús, Loftkastalann, þar sem hann leik- stýrði Rocky Horror. Hann fór einn- ig með hlutverk hins djöfullega Rog- osjíns í uppfærslu á Fávitanum eftir Dostojevskí í Þjóðleikhúsinu að ógleymdri uppsetningu Hársins á Spáni. En það er engin hvfld framundan: „Eftir frumsýninguna úti fer ég með stórt hlutverk í Djöflaeyjunni undir leikstjóm Friðriks Þórs Friðriksson- ar. Síðan þarf ég að koma upp sýn- ingu í Loftkastalanum með vorinu og leikstýri auk þess verkinu „Leitt þú skyldir vera skækja“ í Þjóðleik- húsinu. Það segir sig sjálft að þessi verkefni eru háð hveiju öðru, þann- ig að ef eitt fæðist seinkar öðrum.“ Af þessari upptalningu að dæma er erfitt að sjá að sólarhringurinn sé nógu langur fyrir Baltasar, en hann segir að þetta hafist með góðri skipulagningu: „Þetta getur samt verið mjög erfitt, því ef eitthvað fer úrskeiðis þarf að endurskipuleggja allt.“ Gaddfreðinn með bláar varir Baltasar er sem fyrr segir nýbú- inn að fara með aðalhlutverk í Ag- nesi og Draumadísum, en kann hann vel við sig á hvít'a tjaldinu? „Það er ágætt að vinna í kvikmynd- um,“ segir hann. „Því fylgir minni ábýrgð en ef maður er að leikstýra og þess vegna er hægt að einbeita sér betur að sínu hlutverki. Annars er vinna í leikhúsi og kvikmyndum af sama meiði og fellur alveg jafn vel að mínu skapi.“ Hann segir þó að áherslumar séu ólíkar: „Helsti ókosturinn við kvik- myndir em útitökur á vetuma. Það er meira en að segja það að standa EKKI er eftirsóknarvert að verða á vegi Natans þegar hann er kominn í þennan ham. DJOFLAR HAFA IÍKA SÁL á nælonskyrtu í 10 stiga frosti og roki úti á Granda. Þannig lýsti ein nóttin í Draumadísum sér og það er ekkert sem maður hlakkar til. Ef horft er á kvikmyndina er engu líkara en að ég hafí rétt skotist út úr hlýjunni í bíl, en í rauninni var var ég orðinn gaddfreðinn með bláar varir.“ Hann segir að það hafi verið hlýrra við tökumar á Agnesi, en tökur á Djöflaeyjunni verði erfiðar: „Sérstaklega með tilliti til þess að ég verð nýkominn frá Spáni.“ Hann heldur áfram: „I kvikmyndum eru leikarar líka mun háðari öðrum með útkomuna en á leiksviði. Heildar- myndin, klipping og frásögn, er svo mikið undir leikstjóranum komin.“ Enginn minnipokamaður Baltasar segir vægi leikarans minna í kvikmyndum. Ef tökur séu illa valdar eða ekki raðað nógu vel saman komi það niður á frammi- stöðu hans, en hann geti hins vegar sjálfur lagað frammistöðu sína á leiksviði. Hann segir þó tvær hliðar á því: „Ef frásögn leik- stjórans er afbragð og kvikmyndin er snilldarvel klippt, fær leikarinn allt hrósið, jafnvel þótt það byggist ekki allt á hans vinnu.“ Það má heyra að Baltasar er áhugasamur um þessa hlið kvik- mynda. Er leikstjóm ef til vill næst á dagskrá? „Það er reyndar á döf- inni,“ segir hann og hlær. „Það er þó aðeins lengra í það. Ég bar nokkr- ar hugmyndir upp við Hallgrím Helgason og hann ætlar að vinna handrit úr þeim. Ef okkur tekst að fá fjármögnun er ætlunin að ég leik- stýri kvikmyndinni. Minnipokamenn er vinnutitillinn, sem er íslenskun á enska orðinu „looser“, þ.e. menn sem þurfa alltaf að láta í minni pok- ann.“ Leikur uppa, bóhem og róna Baltasar segir að hlutverk hans í Agnesi, Draumadísum og Djöflaejj- unni séu mjög ólík: „í Draumadísum leik ég létt örvinglaðan uppa, í Ag- nesi leik ég brjálaðan bóhem, kvennamann og fauta og loks leik ég Badda í Djöflaeyjunni, þar sem sagan á bak við það hvemig hann varð róni er sögð. Allt em þetta ólíkir menn í anda, en þeim fylgja þó ekki miklar útlits- breytingar, enda ganga kvikmyndir yfirleitt miklu nær persónueinkenn- um leikara. Þeir era sjaldnast beðn- ir um að fara langt frá sjálfum sér. Það má best sjá á því að yfírleitt leika erlendir kvikmyndaleikarar alltaf sömu rulluna í kvikmyndum.“ Ekki er allt með felldu En víkjum nú sögunni að hlut- verki Baltasars í kvikmyndinni Ag- nesi. Þar leikur hann Natan Ketils- son, sem gefur sig út fyrir að vera lyfjalæknir, en er að margra mati ekkert meira en kuklari. Hann er skapbráður og ofbeldisfullur og Baltasar tekur undir það að af myndinni að dæma hafi Natan djöf- ullegt innræti. „Eins og frásögnin er af honum era hreint viðbjóðslegar hliðar á þessum rnanni," segir hann. Natan var mikið upp á kvenhönd- ina. Hann bjó til dæmis á heimili skáldkonunnar Vatnsenda Rósu og eiginmanns hennar og eignaðist með henni tvö böm á meðan á þeirri óvenjulegu sambúð stóð. Þegar hann svo yfirgaf Vatnsenda Rósu orti hún ein frægustu ástarkvæði íslandssög- unnar. En hvernig persóna er Natan? „í fýrstu kemur hann mjög aðlað- andi fyrir sjónir, en fljótlega verður ljóst að ekki er allt með felldu. Þeg- ar leitað er ástæðna má benda á að honum hefur verið hafnað af þjóð- félaginu og lítið hefur verið gert úr draumum hans. Hann hafði fengið einhveija menntun í lækningum, en ekki getað klárað námið. Engu að síður var hann vel að sér og hjálpaði fólki og þrátt fýrir að það þyrfti á honum að halda, stóðu yfirvöld í veginum fýrir honum og hann fékk enga viðurkenningu á störfum sínum. Það hefur líklega espað upp eitrið í honum. Agnes fær aftur á móti meiri samúð í handritinu og meðaumkun. Eins og hennar hlut- verk er túlkað í myndinni var það ekki hennar vilji að drepa Natan, heldur aðeins að veita honum ráðn- ingu.“ Spaugilegar tökur Baltasar segist ekki hafa kafað ofan í söguna þegar hann undirbjó sig fýrir hlutverkið: „Ég grúskaði aðeins í heimildum og kynnti mér söguna, en það er munur á skáld- verkum byggðum á raunverulegum atburðum og heimildamynd. Ef um það fyrmefnda er að ræða er tak- markað hvað heimildir geta hjálpað þér. Ég þurfti að láta Natan ganga upp eins og honum er lýst í handrit- inu, en ekki endilega að leita að hinum sanna Natani Ketilssyni." Nýlega þurfti að endurvinna hluta af hljóði myndarinnar, meðal annars úr nauðgunarsenu myndarinnar. Var það erfitt? „Það var spaugileg taka,“ segir Baltasar og hlær. „Það gekk mikið á.“ Hann segir að þótt langur tími hafi verið liðinn frá upp- ranalegu tökunum hafi minnið verið til staðar og það hafi hjálpað mikið upp á. „Stundum er hægt að laga hljóðið heilmikið," segir hann. „Þá reynir á að leikstjórinn viti hvað hann er að biðja leikarana um. Þetta virkar mjög hrátt í hljóðveri og leikstjórinn verður að sjá þetta í samhengi. Það Leikur brjál- aðan bóhem, kvennamann og fauta'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.